Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ1995 33
MINNINGAR
SMARI
GUÐMUNDSSON
■4- Smári Guð-
* mundsson
fæddist í Reykjavik
2. október 1956.
Hann lést á heimili
sínu í Reykjavík 12.
.júní siðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Guðmundur Sig-
urður Siguijóns-
son, f. 19.11. 1920,
og Inga Sigríður
Kristjánsdóttir, f.
30.6. 1919. Systkini
Smára eru Þórir, f.
19.2. 1944, d. 20.12.
ir ekki viljað að við
værum mjög sorg-
mædd.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
(V. Briem.)
Hafðu þökk fyrir
allt, elsku Smári minn.
Birna, Þórir,
Sigríður Guðrún
og Sigrún Björk.
1944; Þórir Krist-
ján, f. 13.7. 1945; Jóhanna
Sveinbjörg f. 21.3.1947; og Sig-
urjón, f. 3.11. 1949.
Smári ólst upp í Árbæjar-
hverfi og bjó þar mestalla ævi.
Utför hans fer fram frá Ar-
bæjarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
OKKUR langar í örfáum orðum að
minnast elskulegs mágs, bróður og
frænda okkar Smára Guðmunds-
sonar, sem er látinn, langt um ald-
ur fram.
Óteljandi minningar sækja á hug-
ann og væri of langt mál að telja
þær upp hér.
Elsku Smári, við viljum þakka
þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir
okkur á meðan þú varst á meðal
okkar og biðjum algóðan Guð’ og
allar góðar vættir að vernda þig.
Við vitum að þér líður vel núna,
þar sem þeir sem á undan þér eru
gengnir hafa tekið vel á móti þér.
Við vitum að við eigum eftir að
hittast aftur, einhvem tíma.
Við biðjum algóðan Guð að
styrkja foreldra þína, systkini og
aðra aðstandendur í þessari þung-
bæru sorg og við vitum að þú hefð-
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
í dag kveðjum við þig, elsku
Smári frændi. Við vitum öll að ferð
okkar hér tekur enda, samt er allt-
af erfitt að sætta sig við þá stað-
reynd, þegar fólk deyr fyrir aldur
fram. Við eigum öll margar góðar
minningar um þig, ástkæri frændi.
Á meðan þú bjóst í Fagrabænum
hjá ömmu og afa og við komum í
heimsókn fengum við alltaf að
koma inn til þín og það fannst
okkur spennandi. Það var sama
hvort við komum eitt og eitt eða
allur hópurinn eins og á jóladag,
við fengum að hlusta á tónlist,
skoða dótið þitt eða bara hafa það
notalegt, spjalla saman og gæða
okkur á einhveiju góðgæti. Hvert
og eitt okkar eigum við stundir sem
við gætum minnst á, en geymum
í minningunni um þig, elsku
frændi, og þökkum samfylgdina.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
. Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku amma og afi, við sendum
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og biðjum Guð að blessa ykkur á
þessari erfíðu stund.
Systkinabörn
og fjölskyldur.
Mínar bestu minningar tengjast
æskuárunum, gott veður, hopp og
hi um víðan völl í góðum félags-
skap. Ég á aðeins bjartar minning-
ar um æskuvin minn og frænda,
Smára Guðmundsson sem nú er
allur langt fyrir aldur fram. Ég
dvaldi oft í æsku á heimili Smára
í Fagrabæ 1, það var i þá daga
þegar Árbærinn lyktaði af sveit
og hænsni og kindur í kringum
húsið.
Smári var einstaklega ljúfur
drengur með falleg, glettin augu.
Ég man sérstaklega eftir því hversu
gaman var að vera borin um á
gullstól af eldri systkinum Smára,
vera með yngsta barninu og njóta
þeirra forréttinda sem því fylgdi.
Við Smári áttum Sveinu og Sigur- •
jón út af fyrir okkur og það var
mörg ferðin farin sem var spenn-
andi með þeim, út í dúfnakofa, klif-
ur upp á háaloft og rölt niður að
Elliðaám. Okkur Smára sinnaðist
aldrei, hann var geðprúður drengur
og gerði ekki flugu mein.
A unglingsárum skildu leiðir,
Smári lenti í alvarlegu bifhjólaslysi
rétt eftir tvítugt, sem hann náði sér
aldrei af. í sumar stóð til að föður-
ættin mín kæmi öll saman í fyrsta
sinn og Smári var einn þeirra sem
ég hafði hlakkað til að hitta, en það
verður að bíða betri tíma. Mig lang-
ar með þessum fáu orðum og erindi
úr ljóði Jónasar Hallgrímssonar að
kveðja frænda minn og þakka hon-
um og fjölskyldu hans allt gamalt
Ögmundur
Haukur Guð-
mundsson fæddist í
Hafnarfirði 22.
apríl 1924. Hann
lést í Hafnarfirði
17. júní síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Jóhannesson Ey-
jólfsson, fæddur
27.9. 1889, d. 1935,
og Ingibjörg Ög-
mundsdóttir, f. 6.7.
1895, d. 1977. Syst-
ir hans er Guðrún,
f. 11.12. 1916.
Fyrri kona Ögmundar var
Sjöfn Magnúsdóttir. Þeirra son-
ur er Guðmundur Steindór, f.
12.3. 1947, kvæntur Unni Sig-
urðardóttur og eiga þau fjóra
syni og eitt bamabarn. Seinni
kona Ögmundar var Jóhanna
Boeskov Lárusdóttir, f. 12.7.
1932. Dætur þeirra eru Ása, f.
18.12. 1957, gift Inga Rúnari
Bragasyni og eiga þau eina
dóttur; og Sigrún, f. 4.7. 1959,
DROTTINN gefur. Drottinn tekur,
var það sem kom upp í huga mér
þegar ég frétti andlát Ögmundar
Hauks Guðmundssonar. Mig lang-
ar fyrir hönd okkar félaganna í
Lionsklúbbi Hafnarfjarðar að
kveðja með nokkrum orðum góðan
félaga sem við virtum og mátum
að verðleikum, þótt erfitt sé að
koma orðum að því sem leitar á
hugann á þessari stundu þannig
að það hljómi rétt. Söknuður, sorg
og vanmáttur eru aðeins nokkur
orð til lýsingar.
Ögmundur Haukur gekk til liðs
á hún eina dóttur,
Veru Vilhjálmsdótt-
ur; Elín, f. 5.10.
1967, sambýlismað-
ur hennar er Óli
Þór _ Hilmarsson.
Börn ÖgmUndar og
Kristínar Magnús-
dóttur eru: Örn, f.
19.11. 1952, kvænt-
ur Ástu J. Ást-
mundsdóttur og
eiga þau þrjár dæt-
ur; og Ingibjörg, f.
2.5. 1955, gift
Kristjáni Ragnars-
syni og eiga þau
tvaer dætur.
Ögmundur lauk prófi frá
Verzlunarskóla íslands og
starfaði í áratugi sem skrif-
stofustjóri í raftækjaverk-
smiðju Rafha í Hafnarfirði. Síð-
ustu árin starfaði hann á skrif-
stofu Tollstjórans í Hafnarfirði.
Utför Ögmundar Hauks fer
fram frá Hafnarfjarðarkirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
15.00.
við Lionsklúbb Hafnarfjarðar í nóv-
ember 1958 og hefur verið þar fé-
Iagi nær óslitið síðan. Hann hefur
gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum,
var m.a. gjaldkeri klúbbsins á
þriðja ári og formaður hinna ýmsu
nefnda síðar, sem oftast tengdust
mannúðarmálum. Hann var ötull
við að kynna Lionsstarfið og var
meðmælandi nokkurra nýrra fé-
laga, fyrir það og önnur störf hefur
hann hlotið viðurkenningu frá Li-
onshreyfíngunni.
Um dagleg störf Ögmundar
Hauks brestur mig þekkingu til
umfyöllunar. Ekki er ég þó í vafa
um að af kunnáttu og samvisku-
semi hafi verið unnið, annað hefði
verið honum ólíkt.
Nú er komið að leiðarlokum. Ég
og félagar mínir í Lionsklúbbnum
munum ævinlega verða Ögmundi
Hauk þakklátir fyrir góðar og
skemmtilegar samverustundir.
„En aftur horfir ellin grá,“ mælti
eitt sinn skáldið Grímur Thomsen,
og bætti við: „Sólarlag liðinn dag
laugar í gulli þá.“
Nánustu ástvinum sendum við
samúðarkveðjur.
Friðgeir Guðmundsson.
Kveðja frá samstarfsmönnum.
Ögmundur Haukur hóf störf hjá
sýslumannsembættinu í Hafnarfirði
árið 1978 og starfaði þar óslitið til
síðustu áramóta er hann lét af störf-
um fyrir aldurs sakir. Hann starf-
aði alla tíð sem fulltrúi í tolladeild
embættisins. í byijun starfaði hann
með Gunnlaugi Guðmundssyni toll-
verði en frá þeim tíma hefur um-
fang tolladeildarinnar vaxið mjög
og afgreiðslur margfaldast.
Óhætt er að segja að Ögmundur
hafi sett mjög svip sinn á starfs-
hætti deildarinnar og átti sinn þátt
í því að gera hana öfluga og styrka.
Hann var vinnusamur og metnaðar-
fullur fyrir hönd embættisins og
lagði sig allan fram um að afgreiðsl-
ur gengu hratt og hnökralaust fyr-
ir sig. Hann var fljótur að aðlaga
sig breyttum starfsháttum og var
t.d. manna fljótastur að tileinka sér
tölvutæknina.
Ögmundur var alla tíð vinsæll
meðal starfsmanna. Hann var þægi-
legur í samstarfi og geðgóður. Það
var lán sýslumannsembættisins að
fá að njóta starfskrafta hans.
Um leið og Ögmundi eru þökkuð
störf hans í þágu embættisins vott-
um við ættingjum hans dýpstu sam-
úð.
ÖGMUNDUR H.
GUÐMUNDSSON
og gott. Guð veri með sálu hans
og styrki ættingja hans.
Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi
því táradaggir falla stundum skjótt
og vinir berast burt á tímans straumi
og blómin fólna á einni hélunótt.
Því er oss best að forðast raup og reiði
og ijúfa hvergi tryggð né vinarkoss,
en ef við sjáum sólskinsblett í heiði,
að setjast allir þar og gleðja oss. . '
Ólöf Hafsteinsdóttir.
Mig setti hljóðan þegar mér barst
andlátsfregn vinar míns Smára
Guðmundssonar. Það er nú svo að
þegar ættingjar og vinir hverfa á
braut sækja minningarnar á og
margt kemur upp í hugann. Kynni
okkar Smára hófust fyrir um það
bil tuttugu og fimm árum, en þá
flutti ég ásamt fjölskyldu minni í
Árbæinn, þar sem Smári var búsett-
ur. Margs er að minnast frá ungl-
ingsárum okkar Smára og mun ég
geyma þær minningar í hugskoti
mínu um ókomin ár. Ég minnist
ferðalags sem við fórum saman í,
bæði innanlands sem utan. Mér er
minnisstæð fyrsta ferð okkar
Smára til Spánar. Ætlunin var að
sjálfsögðu að koma dökkir heim,
en við fórum víst heldur geyst, því
endirinn varð sá að eftir fyrsta
daginn fórum við ekki úr fötum,
svo brenndir vorum við. Ég minnist
einnig margra ferða innanlands sem
eru eftirminnilegar.
Mótorhjóladellan greip okkur
Smára eins og marga aðra unglinga
á þeim árum og var þá ekki horft
í né stórar áhyggjur hafðar af hvort
búið væri að taka próf á slík tæki
eða ekki. Smári var heimagangur
á heimili foreldra mina og þótti öll-
um mjög vænt um hann í fyolskyld-
unni. Eins var með það að aldrei
mátti hann aumt sjá, þá gerði hann
sér jafnan far um að leggja sitt af
mörkum til að bæta þar úr ef hægt
var.
Þegar við Gyða hófum búskap á
Holtsgötunni var Smári tíður gestur
og síðar þegar við hjónin fluttum í
Árbæinn var hann aufúsugestur
okkar og ekki síður hjá dætrum
okkar en honum var mjög annt um
þær.
Ég kynntist líka annarri hlið á
Smára, en hann var góður verkmað-
ur og liðtækur til margra hluta.
Við feðgar kynntumst því þegar
hann starfaði hjá okkur við verslun-
arrekstur, einnig við ýmis störf sem
til féllu þar fyrir utan. En það var
sama hvort Smári hélt á skóflu eða
var með hamar í hendi, alltaf var
hann í stífburstuðum skóm og vel
klæddur, enda einstakt snyrti-
menni.
Ég gæti látið hugann reika og
tiltekið margt fleira um æsku okkar
allar götur til þessa dags, en læt
hér staðar numið. Ég vil að lokum
þakka Smára samfylgdina í gegn-
um árin og einnig það að hafa átt
þess kost að eiga hann að vini. Þó
að leiðir skilji um sinn sitja eftir
ljúfar minningar um góðan dreng.
Ég sendi foreldrum, systkinum og
öðrum ættingjum innilegar samúð-
arkveðjur.
Far í friði, kæri vinur.
Sigurður Gunnarsson.
Það er kaldur raunveruleikinn
þegar lengsti sólargangur er að
nálgast og fóstuijörðin er að skrýð-
ast sínu fegursta, að ungur maður
er skyndilega kalíaður yfír móðuna
miklu. En þannig er lífið, enginn
veit sína ævi fyrr en öll er. Við vin-
ir Smára Guðmundssonar drúpum
höfði og minnúmst góðs félaga. Við
minnumst fjölmargra samveru-
stunda í starfi og leik, en nú er
höggvið skarð í vinahópinn sem
verður vandfyllt. Við viljum með
þessum fáu kveðjuorðum þakka
Smára vini okkar fyrir allan þann
kærleika og vináttu sem hann sýndi
okkur.
Minningamar ylja, en þó munu
þær aldrei ná að fylla það skarð
sem Smári skilur eftir sig í hugum
okkar. Við sendum foreldrum,
systkinum og öðrum ættingjum
hugheilar samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Ellert, Pétur og Brynjar.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og sonur,
ÞRÖSTUR ANTONSSOIM,
Grænugötu12,
Akureyri,
lést miðvikudaginn 21. júní.
Fyrir hönd aðstandenda,
Áslaug Sigurjónsdóttir, ^
Sigríður Dagný Þrastardóttir,
Birgir Þór Þrastarson,
Davið Ómar Þorsteinsson,
Anton Gunnlaugsson, Jóna Kristjánsdóttir.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
HRAFNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Stóra-Nýjabæ
í Krísuvík,
áðurtil heimilis
á Austurbrún 6,
andaðist 20. júní á Heilsuverndarstöð
Reykjavikur.
Arnfríður H. Richardsdóttir, Gunnar Ó. Engilbertsson,
Kristín V. Richardsdóttir, Hjörtur Þ. Gunnarsson,
Kolbrún Gunnarsdóttir, Sigurður P. Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
ELÍN SIGURÐARDÓTTIR,
Víðihlíð,
Gindavík,
áður Suðurgötu 14,
Keflavík,
lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja miðviku-
daginn 21. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Gunnar Skarphéðinsson, Ragnhildur Gunnlaugsdóttir,
Héðinn Skarphéðinsson, Bergþóra G. Bergsteinsdóttir,
Njáll Skarphéðinsson, Þóra Helgadóttir,
Elin Skarphéðinsdóttir, Gylfi Björnsson.