Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Erni KE 13 verður breytt mikið í Póllandi í haust Burðargeta aukin úr 750 tonnum í 1.100 ÁKVEÐIÐ hefur verið að end- urnýja nótaskipið Öm KE 13 veru- lega í Póllandi í haust. Burðargeta skipsins verður aukin úr 750 tonn- um í um 1.100 og sett í það ísvél og ísblöndunarkerfi til kælingar á aflanum, loðnu og síld. Nánast allt framskip Arnarins verður nýtt eftir breytingarnar, sem munu kosta um 160 milljónir króna. Verkið verður unnið hjá Nausta- skipasmíðastöðinni. Undirbúning- asvinna er þegar hafin, en áætlað er að verkinu ljúki um næstu ára- mót. Nauðsynlegt að kæla aflann Öm Erlingsson, útgerðarmaður Arnarins, segir að nauðsynlegt hafi verið að gera hvort tveggja í senn, að auka burðargetu skipsins og meðferð aflans um borð. „Ætli menn sér að auka verðmæti síldar og loðnu, sem við emm að veiða, er nauðsynlegt að kæla aflann niður og halda þeirri kælingu þar til komið er að landi, þannig að hægt sé að vinna fískinn til mann- eldis eða í hágæðafiskimjöl. For- sendan er kerfi til kælingar, til dæmis ísblöndunar, sem við verð- um með um borð,“ segir Örn. Gæði aflans aukin með MMC-ísblönd- unarkerfi Örn KE var smíðaður í Noregi 1966 og var yfirbyggður og lengd- ur árið 1976. Hann mælist nú 365 tonn, en burðargeta af ókældri loðnu og síld er um 750 tonn. Öll tilskilin leyfi hafa nú fengizt hjá lánastofnunum og öðram til að hefja endurbæturnar á skipinu og eru efniskaup að hefjast. Örninn fer svo utan til Póllands síðar. Nýjar snurpuvindur settar í skipið Breytingarnar era hannaðar af Skipatækni hf. Eftir þær verður mesta lengd skipsins 55,7 metrar, breiddin 10 og dýpt að efra þilfari 7 metrar. Rúmmál einangraðra lestartanka verður saltals um það bil 1.150 rúmmetrar, Rúmmál ferskvatnsgeyma til ísframleiðslu um 135 rúmmetrar og nýir olíu- geymar rúma 115.000 lítra. Nyjar snurpuvindur verða settar í skipið, ný 250 KW hliðarskrúfa að framan verður einnig sett í skipið og í framskipið kemur einn- ig ný ljósvél fyrir hliðarskrúfu og CSW kælikerfið. 30 tonna ísframleiðsla á sólarhring Kælikerfið byggist á lofttæmi- dælum, .ísframleiðslu, blöndunar- kerfi fyrir fisk og „loftuppblönd- un“ á ís og fiski. Kerfið er hannað og keypt af MMC A/S í Noregi. Með þessu kerfi er hægt að kæla aflann niður í 1 til 2 gráður á selsíus á nokkram klukkustund- um. Notaður er ís úr fersku vatni, svo ekki verði hætta á auknu salti í fískimjölinu. Afköst ísvélarinnar era um 30 tonn á sólarhring. Land- að verður úr kipinu með þessum dælubúnaði. Hægt er að bæta ís inn á lestartankana á siglingu með lofttæmi-dælum og blanda ísnum saman við aflann með loftupp- blöndunarkerfinu. Skipið á að geta komið með um 1.000 tonna afla, niðurkældan í ís, að landi eftir breytingamar. Þá verður ný og stærri skrúfa sett á Örninn og nýr niðurfærslug- ír við aðalvélina. Loks verður stýr- ið stækkað í samræmi við nýja skrúfu. Fengu 200 tonn af karfa á þremur sólarhringnm Karfinn fékkst á Reykjanesgrunninu og svokölluðum Fjöllum JÓN VÍDALÍN frá Þorlákshöfn lenti í góðri karfaveiði á dögunum. Um 200 tonn af karfa fengust á aðeins þrem sólarhringjum. Að sögn Sverris Gunnlaugsson- ar, skipstjóra á Jóni Vídalín, fékkst karfínn á Reykjanesgranninu og á Fjöllunum svokölluðu. Þetta hafi verið ævintýraveiði og menn fegn- ir að vel skuli ganga svona strax eftir verkfalt. „Jú, ætli þetta hafí ekki verið um þrír sólarhringar og sextán timar frá bryggju að bryggju, eins og maður segir. Þetta er nú samt að verða árviss viðburður. Það má segja að það hafí verið hægt að ganga að karfanum vísum hér á Fjöllunum um 17.júni undanfar- in ár,“ sagði Sverrir. Koma illa út úr sumrinu Jón Vídalín var á leiðinni aftur á miðin þegar Verið hafði samband við skipið enda að miklu að keppa. „Við komum alveg hrikalega illa útúr þessu sumri. Fyrst verkfallið, sem var alltof langt, og síðan eig- um við að vera mættir með skipið í slipp í Póllandi 31.júlí, þannig að það er ekki mikill tími eftir,“ sagði Sverrir. Hásetahluturinn allt oflítill Aðspurður sagðist Sverrir ekki vita hver hásetahluturinn væri eft- ir túrinn enda væru menn yfirleitt ekki að gaspra um svoleiðis. „En hann er alltof lítill og það hefur ekkert breyst eftir verkfallið,“ sagði Sverrir. FRETTIR: EVROPA Sameiginleg utanríkisstefna ESB Bretland og Þýzka- land deila um atkvæðagreiðslur Bonn, London. Reuter. BREZKIR og þýzkir ráðamenn deila um hvort taka beri ákvarðanir um sum málefni á sviði hinnar sameiginlegu utanríkisstefnu Evrópusambandsins með atkvæðagreiðslu, í stað samhljóða samþykkis eins og nú tíðkast. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýzkalands, lagði til í ræðu sinni um Evrópustefnu ríkisstjómarinnar í Sambandsþinginu að sumar ákvarð- anir um utanríkismál yrðu teknar með auknum meirihluta. Hann benti á að innri markaður Evrópuríkja hefði aldrei komizt á án meirihlutaatkvæða- greiðslna. Áherzlan á samhljóða sam- þykki við tillögum um utanríkismál í ráðherraráði ESB yrði ýmist til þess að stöðva ákvarðanatöku eða útvatna ákvarðanimar þannig að þær öfluðu ESB engrar virðingar. Ekkert ríki þvingað til hernaðaraðgerða Heimild er fyrir því í Maastricht- sáttmálanum að taka upp atkvæða- greiðslur um útfærslu stefnu, sem þegar hefur verið samþykkt sam- hljóða, og lagði Kinkel til að þessi heimild yrði nýtt á skýrt afmörkuð- um sviðum. Utanríkisráðherrann tók fram að taka yrði sérstakt tillit til aðildarríkja, sem yrðu undir í atkvæðagreiðslu ef niðurstaðan hefði neikvæðar afleið- ingar fyrir þau. „ÖIl aðildarríkin — jafnvel ef þau leggjast gegn ákvörð- uninni — verða að vera reiðubúin til að styðja meirihlutaákvörðun, einnig fjárhagslega," sagði Kinkel. Hann sagði hins vegar ljóst að ekkert ríki yrði neytt til þess gegn vilja sínum að taka þátt í hernaðaraðgerð. Major andvígur Þýzkir sósíaldemókratar, sem eru í stjómarandstöðu, fögnuðu tillögum Kinkels. John Major, forsætisráð- herra Bretlánds, hafnaði þeim hins vegar algerlega í viðtali við The European. „Meirihlutaatkvæða- greiðslur um ákvarðanir í utanríkis- málum eru hvorki skynsamlegar í grundvallaratriðum né í reynd,“ sagði Major. „Það á ekki að skylda neitt aðildarríki ESB til að fram- fylgja stefnu, sem gengur gegn þjóð- arhagsmunum þess.“ Major sagði jafnframt að meiri- hlutaatkvæðagreiðslur myndu varpa ljósi á deilur innan ESB og grafa undan trúverðugleika sambandsins út á við. Reuter Fastheldni við markmið um myntbandalag JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, hvetur leiðtoga Evrópu- sambandsríkjanna, sem setjast á rökstóla í Cannes á mánudag og þriðjudag í næstu viku, til að Ieita Ieiða til að fjölga störfum og að halda fast við markmið um að koma á myntbandalagi Evrópu- ríkja árið 1999. Á blaðamanna- fundi í Brussel í gær sagði Santer að ESB yrði að koma þeim boð- skap á framfæri við evrópskan almenning „að Evrópa stefni fram á við, sterk og án hiks.“ Hann sagði fastheldni við markmið um myntbandalag mikilvæga til þess að ekki yrði slakað á þeim efna- hagslega aga, sem undirbúningur þess hefði haft í för með sér. Bretar hindra þýðingaráætlun Lúxemborg. Reuter. BRETAR stóðu á miðvikudag öðra sinni í vegi fyrir því að áætlun Evr- ópusambandsins (ESB), sem kölluð hefur verið Ariane og ætlað er að styrkja þýðingar og dreifingu á bók- um sem skrifaðar eru á minna út- breiddum tungumálum aðildarríkj- anna, yrði að veruleika. Bretar halda því fram, að ekki hafi ennþá verið sýnt fram á nauðsyn áætlunarinnar.með nægjanlega sterk- um rökum, en henni er ætlað að auð- velda þýðingar bóka á og úr t.d. finnsku, flæmsku og grísku, og telja að hún yrði ekkert annað en sóun á fé. Menningarmálaráðherra Frakka, Philippe Douste-Blazy, heldur öðru fram; hann sagði eftir fund menning- armálaráðherra ESB að fulltrúar allra hinna aðildarlandanna 14 stæðu að áætluninni og myndu leita leiða fram hjá neitunarvaldi Breta. „Með tilliti til áhuga hinna 14 munum við vinna að því að sjá hvern-1 ig við komumst áleiðis," sagði ráð- herrann á blaðamannafundi. Til þess að áætlunin nái fram að ganga er samhljóða samþykkis krafízt. Mouskori hin versta Að Bretland skuli beita neitunar- valdi sínu í þessu máli hefur vakið mikla reiði meðal evrópskra bókaút- gefenda. Söngkbnan gríska, Nana Mouskouri, sem er fyrrverandi menn- ingarmálaráðherra Grikklands og nú- verandi þingmaður á Evrópuþinginu, brást Iíka illa við. Sjálf syngur hún og talar á sex tungumálum og ásákar Breta um þröngsýna eigingirni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.