Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ1995 45 FÓLK í FRÉTTUM Sly fastur í ►VÖÐVATRÖLLIÐ víðfræga, Sylvest- er Stallone, hefur nýlokið við að leika í spennumyndinni Judge Dredd. Hann segir að ekkert þýði fyrir sig að reyna að breyta um stíl. „Þegar ég reyndi fyrir mér í gamanmyndum gekk mér frekar illa, svo ég sneri mér aftur að því sem ég geri best, eða því sem áhorfendur vi^ja að ég geri - spennumyndum. Fólkið kann best við mig í hetjuhlutverkinu. En ef ég reyni fyrir mér í hlutverki sem krefst raunverulegra leikhæfileika, segir það: „Ef þú þarft endilega að vera að þessu, geturðu ekki gert þetta í myrkri heima hjá þér?“,“ segir Sylvester dapur. Stallone hefur haldið vinsældum sínum í tuttugu ár, eða síðan fyrsta Rockymyndin kom fram á sjónar- sviðið. Það er meira en margir aðrir leikarar í Hollywood geta sagt. „Ég held að allir leikarar fari í gegnum hæðir og lægðir á ferlinum. Ef maður kemst í gegn um lægðirnar og heldur sínu striki, held ég að áhorf- endur uppgötvi mann á ný. Fólki finnst gaman að „enduruppgötva" frægt fólk,“ segir Sly. Sylvester finnst gaman að leika persónur sem tala mikið og hafa eitthvað að segja, en segir að erfitt sé að kom- ast út úr þeirri ímynd að hann sé þessi þögla og sterka týpa. Hann verður var við að sumt fólk greini hann ekki frá Rocky Balboa, þekktustu persónu hans. „Það er mjög pirrandi. Jafnvel móðif mín hefur gerst sek um að blanda persónu minni og Rocky sam- an,“ segir hann. Sylvester Stallorie er bjartsýnn á fram- tíðina. Þó hefur hann vissar áhyggjur af ellinni og ætlar að reyna að nýta frægð- ina til fulls meðan hún er enn til staðar. liiis írska magadansmærin Vawn prst dansaði hún með U2 lú dansar hún með + Éfr sólstrandargæjarnir skítamórall dj þossi laugardagskvöldið 24. júní 1930 KDIÍIOL IIB©l.t5p 65 UT JULI Þriggja rétta matsebill Forréttir Reyktiir lax með sterkkrydduðum linsubaunum og stökku vermichelli Stökkt blandað salat með soya- og engifermarineruðum kalkúnabitum Saffranlöguð fiskisúpa með fínt skomu grœnmeti Aðalréttir Pönnusteiktur koli með rótargrœnmeti og steinseljusósu Grilluð kjúklingabringa, fyllt með hvítlauksbeikon rjóma- osti og borin fram með hrísgrjónum og hunangssoyasósu Ofhbökuð lambafillet með selleríkartöflumauki, og lamba kryddjurtarsósu Eftirréttur Súkkulaðimoussekaka með appelsínuvanillusósu Kr. 2.490 Hljómsveitin Dýrlingarnir leika fyrir gesti öll föstudags- og laugardagskvöld Borðapantanir í síma 551 1440 eða 551 1247. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.