Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ 7 0 sóttu um 22 bygg- ingalóðir SJÖTÍU umsóknir bárust um 22 lóðir með 28 íbúðum á nýju bygg- ingasvæði á syðri brekkunni, sunn- an Hjarðarlundar á Akureyri. Bygginganefnd mun úthluta lóðun- um á fundi sínum í dag. Jón Geir Ágústsson bygginga- fulltrúi sagði að þetta væru fleiri umsóknir en sést hefðu í mörg ár á Akureyri þegar auglýstar eru lausar byggingalóðir og vissulega hlyti slíkt að vera tákn þess að betri tímar færu í hönd. Hann sagði vitað að margir hefðu beðið lengi eftir að fá að byggja á þessum slóðum, þ.e. í grónum, hverfum þar sem stutt væri í skóla, verslanir og aðra þjónustu. Góðar viðtökur „Þessar góðu viðtökur sýna að til er ijöldinn allur af fólki í bænum sem vill byggja og það er ánægju- legt. Flestir sem sækja um þessar lóðir eiga fasteignir fyrir og það á eftir að koma í ljós hvemig gengur að selja þær,“ sagði Jón Geir. Hann nefndi einnig að ekki væri loku fyrir það skotið í ljósi góðra við- bragða að boðið yrði upp á fleiri byggingasvæði á svipuðum slóðum. Þegar hefur verið hafist handa við gatnagerð á svæðinu og er stefnt að því að lóðimar verði bygg- ingarhæfar 1. ágúst næstkomandi. ------♦ ♦ ♦----- Samband norð- lenskra kvenna Hugað að fæðuvali barna YFIR 20 konur frá Skagafirði til Þórshafnar sátu aðalfund Sam- bands norðlenskra kvenna sem haldið var á Akureyri nýlega. Á fundinum fluttu þau dr. Krist- ín Aðalsteinsdóttir og Bjarni Guð- leifsson náttúrufræðingur erindi. Á fundinum var m.a. samþykkt ályktun um nauðsyn þess að huga betur að fæðuvali barna og ungl- inga, of algengt sé að skyndibitar og sjoppufæði séu aðaluppistaða í mataræði þessa hóps og skorað á foreldra og forráðamenn barna og unglinga að vera meðvitaðir um þá ábyrgð sem á þeim hvílir. Einnig var samþykkt áskorun til Ríkissjónvarpsins að fella niður auglýsingar frá kvikmyndahúsum á undan fréttatímum sem fundarkon- ur telja óþolandi yfirgang og áreiti. Samband norðlenskra kvenna hefur unnið að margvíslegum mál- efnum, m.a. að uppbyggingu Krist- ness á sínum tíma og vistheimilisins Sólborgar en nú hyggjast norð- lenskar konur beina sjónum sínum að umhverfismálum. Formaður Sambands norðlenskra kvenna er Halla L. Loftsdóttir. Dúndórstad og stemmning Hljómsveitin meðipííiiiiir ósamt flndré Bachmann og Hiidi G. Þdrholis halda uppi fjörina á laugardagskvöf Morgunblaðið/Rúnar Þór STARFSFÓLK ÚA á Akureyri og Grenivík hóf störf I frystihúsum félagsins að nýju eftir sjómanna- verkfall í gær. Einar Arnþórsson sem var að splæsa bönd á yfirbreiðslu sagðist vera afar glaður að vera kominn aftur í vinnuna. Um 350 af atvinnuleysisskrá þegar vinna hófst í frystihúsum Aliir hæstánægðir að byrja að vinna aftur UM 300 manns hurfu út af atvinnu- leysisskrá á Akureyri í gær þegar vinna hófst að nýju í frystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa eftir þriggja vikna stöðvun vegna sjó- mannaverkfalls. Þá fóru um 50 manns af skránni á Grenivík í kjöl- far þess að vinnsla hófst í frystihús ÚA þar. „Það eru allir hæstánægðir að vera byijaðir að vinna aftur,“ sagði Gunnar Vigfússon gæðastjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyringa í gær „fólk var búið að fá nóg af því að vera heima á bótum í þijár vikur.“ Hrímbakur EA kom með um 110 tonna afla, mest karfa og einnig þorsk og ufsa til vinnslunar sem hófst snemma í gærmorgun. Skóla- fólkið, um 80 manns byijaði að vinna í frystihúsinu í gær, en nýlið- arnir, þeir sem aldrei hafa verið í fiskvinnu áður byija eftir helgi. Þar er um að ræða um 20 manns, þann- ig að alls voru ráðnir til sumar- afleysinga um 100 manns. Hjólin snúast að nýju Búist er við að sögn Gunnars að vinna verði mikil á næstunni, næg- ur kvóti ætti að vera fyrir hendi eftir svo langt stopp. „Það er afar ánægjulegt að fólk- ið skuli verá farið að vinna að nýju. Þetta er nokkru fyrr en ég átti von á, ég bjóst ekki við að þeir myndu byrja fyrr en eftir helgi,“ sagði Björn Snæbjörnsson formaður Verkalýðsfélagsins Einingar. „Við erum vitanlega sæl með að um 350 manns á svæðinu skuli fara af atvinnuleysisskrá, 300 á Akureyri og 50 á Grenivík auk þess sem vinnsla hefst í Ólafsfirði eftir helgi. Það eru allir ánægðir þegar hjól atvinnulífsins fara að snúast að nýju, þetta var orðinn langur tími.“ Viðamiklar endurbætur á orgeli Akureyrarkirkju hafnar Fjárfesting sem end- ist í allt að 200 ár AKUREYRARKIRKJU var lokað í vikunni vegna viðamikilla viðgerða á pípuorgeli en samhliða viðgerðinni verður ráðist í nokkrar endurbætur á kirkjunni sjálfri. Orgel kirkjunnar ,sem er 34 ára gamalt, var vígt 26. nóbember 1961 en það er 45 radda frá Steinmeyer í Þýskalandi en tilkoma þess breytti á sínum tíma allri aðstöðu til tónlist- ariðkunar við kirkjuna. Björn Steinar Sólbergsson organ- isti sagði að lokið hefði verið við það í gær að taka hljóðfærið niður og þá myndast um 8 metra há hvelf- ing að baki þess. Fimm orgelsmiðir frá P. Bruhn og son í Danmörku eru að störfum við þetta verkefni en síðar í sumar koma aðrir starfs- menn fyrirtækisins sem taka að sér aðra þætti verksins. Hljóðfærið verður allt endurbyggt og stefnt er að endurvígslu þess 26. nóvember næstkomandi. Pípuverkið verður að langmestum hluta notað áfram en til að auka fjölbreytni verður bætt við fjórum nýjum röddum. Endist í 150-200 ár Stofnaður var sérstakur orgel- sjóður til að standa straum af þess- ari kostnaðarsömu viðgerð, en áætl- að er að um sé að ræða fjárfestingu sem endist í 150 til 200 ár með reglulegu viðhaldi. Sveinn Jónasson húsvörður í Akureyrarkirkju sagði að samhliða viðgerðinni yrði ráðist í endurbætur Morgunblaðið/Rúnar Þór VIÐAMIKIL viðgerð er hafin á orgeli Akureyrarkirkju, en sam- hliða henni var einnig ráðist í endurbætur a kirkjunni sjálfri. á kirkjunni, m.a. á að skipta út rafmagnsofnum og setja í þeirra stað vatnsofna í kirkjuna auk fleiri verkefna. Þá verður þak kirkjunnar endurnýjað en í þau 55 ár sem hún hefur staðið hefur aldrei verið sett varanlegt efni á þak hennar. Úr því verður bætt nú. Þijú tilboð bárust í það verkefni og var því lægsta tekið, frá Tré og blikki í Reykjavík. Lokuð ferðamönnum Vegna þessara framkvæmda verður Akureyrarkirkja lokuð til 16. júlí næstkomandi, en frá þeim tíma og fram á haust verður hún opnuð að hluta, m.a. verða þar sumartón- leikar, messur og aðrar minni at- hafnir, en einungis hálft kirkjuskip- ið verður í notkun fram á haustið. Kirkjan verður af þessum sökum ekki opin fyrir ferðamenn í sumar, aðeins er mögulegt fyrir ferðafólk að koma í kirkjuna eftir 16. júlí á þeim tíma þegar tónleikar eða guðs- þjónustur eru. Almenn- ingssalerni í miðbæinn BÆJARRÁÐ Akureyrar hef- ur samþykkt að gera tilraun með leigu á klefum með sal- ernisaðstöðu fyrir almenning sem settir verða upp á Mið- bæjarsvæðinu. Guðmundur Guðlaugsson, yfirverkfræðingur Akur- eyrarbæjar, sagði að um væri að ræða tilraun sem standa á til næstu áramóta. Alls verða settar upp fjórar ein- ingar á plani gengt Nýja bíói og verða þær settar upp á næsta hálfa mánuði eða þremur vikum. Gámaþjónustan hf. á ein- ingarnar og annast rekstur þeirra en áætlaður leigu- kostnaður er 104 þúsund krónur á mánuði. „Með þessari tilraun á að kanna hvort ástand þessara mála batni í bænum,“ sagði Guðmundur. Mengunar- varnir í mal- bikunarstöð UNNIÐ er að því að finna búnað til mengunarvarna á malbikunarstöð Akureyrar- bæjar. Guðmundur Guðlaugsson, yfirverkfræðingur bæjarins, sagði að malbikunarstöðin væri nú á sínu sextánda starfsári og væri komið að endurnýjun á vissum dýrum þáttum í stöðinni. Verið er að kanna hvort til sé búnaður sem hægt er að setja upp á stöðinni eða hvort fýsilegt sé að huga fremur að því byggja upp nýja malbikunarstöð. Slippstöðin Oddi Nýr fram- kvæmda- stjóri INGI Björnsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar-Odda og tekur hann við starfinu 1. júní næstkomandi. Á sama tíma lætur Guðmundur Tuliníus, sem verið hefur framkvæmda- stjóri fyrirtækisins síðustu tvö ár, af störfum. Ingi er fæddur á Siglufirði 1956, hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1977, BS-prófi í hagfræði frá háskólanum í Gautaborg 1982 og mastersprófi í hag- fræði árið 1984. Ingi var kennari við MA og VMA árin 1983-’86 og stundakennari við Háskólann á Akureyri 1987-’88. Hann var rekstrarráðgjafi hjá Iðn- þróunarfélagi Eyjafjarðar og framkvæmdastjóri sama fé- lags og samhliða störfum þar var hann framkvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarðar árið 1987. Þá var Ingi íjármála- stjóri Álafoss, 1988-’90, fram- kvæmdastjóri Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri 1990-’94 og síðasta ár .var hann framkvæmdastjóri Mecklenburger Hochseefisch- erei, dótturfyrirtækis Útgerð- arfélags Akureyringa í Þýska- landi. Eiginkona hans er Margrét Baldvinsdóttir og eiga þau þijú börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.