Morgunblaðið - 23.06.1995, Side 36

Morgunblaðið - 23.06.1995, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 ANTON GUÐJÓNSSON + Anton Guðjóns- son fæddist í Reykjavík 5. sept- ember 1922. Hann lést á Borgarspítal- anum 13. júní síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru Guð- jón Jónsson fisksali og Þuríður Sigurð- ardóttir. Systkini Antons eru Sigur- jón, látinn, Pétur, látinn, og Guðbjörg Rósa. Hálfbræður hans sammæðra voru Erlingur og Kjartan Ólafssynir, báðir látn- ir, og hálfsystur samfeðra Gyða, látin, og Asta Guðjóns- dætur. Hinn 18. ágúst 1945 kvæntist Anton eftirlifandi eig- inkonu sinni Guðrúnu Matt- híasdóttur, f. 16. nóvember 1924, og eiga þau sex börn. Þau eru: 1) Þuríður, gift Inga Sæv- ari Oddssyni og eiga þau fjögur Þar er hann pabbi minn, því má ei gleyma, þreklega vinnur sín daglegu störf. - Hagsæld í búi er að hafa hann heima, hugurinn glaður og lundin er djörf. Vinnan hans gefur það blessaða brauð, sem bjargar oss öllum frá hungri og nauð. Guð, þú varst góður að gefa oss hann pabba, sem gjörði okkur allt það, sem skylda hans bauð. (Kristján Sveinsson) ELSKU AFI. Mér finnst þetta ljóð lýsa þér svo vel, því þú varst aUtaf svo vinnu- samur. Okkur bræðurna langar til að þakka þér fyrir allt sem þú hef- ^fir gert fyrir okkur og segja þér að við söknum þín. Afí minn, ekki hafa neinar áhyggjur af ömmu, öll fjölskyldan mun hugsa vel um hana fyrir þig. Vertu sæll, afi minn, Guð blessi þig og varðveiti. Kristján Páll og Jóhann. Nú er ástkær afí okkar Anton Guð- jónsson dáinn. Ljúfar minningar frá æskuárum okkar verða sorginni yfirsterkari, minningar um hjarta- gæsku og væntumþykju hans til okkar systkinanna. Ofarlega í huga eru jólaboðin hjá afa og ömmu þar sem allir komu saman og glöddust. *MikiI eftirvænting ríkti ætíð meðal barnanna, að fá pakkann frá afa sem alltaf var stærstur undir jólat- börn og fjögur barnabörn. 2) Kjartan, kvæntur Þuríði Skarphéð- insdóttur og eiga þau fimm börn og sjö barnabörn. 3) Anný, gift Kristjáni Gunnarssyni og eiga þau fjögur börn. 4) Gunnar, í sambúð með Gunn- hildi A. Óskarsdótt- ur. Gunnar á einn son. 5) Ragnar, kvæntur Krist- björgu og eiga þau fjögur börn. 6) Anton, kvæntur Lovísu Svavarsdóttur og eiga þau þrjú börn. Anton Guðjónsson starfaði lengst af sem ieigubílstjóri, en hin síðari ár var hann starfs- maður á skrifstofu Hreyfils. Utför Antons fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. rénu. í þessu hlutverki kunni afi best við sig, í að gleðja barnaböm sín með rausnarlegum gjöfum hvort sem var á jólum, afmælum eða við önnur tækifæri. Líf og yndi afa okkar var að ferð- ast til útlanda með ömmu og njóta lífsins og komu þau ávallt frískleg og endurnærð heim. Þó afi færi til útlanda gleymdi hann aldrei okkur börnunum og kom hann alltaf heim með eitthvað sem gladdi smáfólkið. íþróttir áttu hug hans allan og þó var knattspyrnan helst í uppáhaldi. Valur var hans félag og var mark- mið hans að gera alla strákana í fjölskyldunni að heitum Völsurum. Eftirminnilegir eru íþróttabúning- amir sem við bræðumir fengum frá honum í afmælisgjöf. Elsku amma, við systkinin send- um þér okkar dýpstu samúð og biðj- um Guð að veita þér styrk. Minningar og þakklæti koma í hugann þegar leiðir skilja og þær góðu stundir sem við áttum saman gleymast ei. Við kveðjum afa að lokum með versi: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun 'þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jðnsson frá Presthólum) Hrafnhildur, Oddur, Gunnar og Ómar. MINNINGAR Nú er afi Toni dáinn. Þegar við systkinin hugsum um hann koma upp í hugann margar minningar. Þegar við komum í heimsókn í Spóahólana var gaman að velja barnaefni til að horfa á vegna þess að afi var búinn að safna miklu barnaefni á spólur fyrir öll litlu barnabörnin sín. Eftir allar kökurn- ar hjá ömmu Gunnu var farið og horft á barnaefnið. Afi og amma fóru oft til Benid- orm á haustin og þegar þau komu heim og lengi á eftir átti afi eitt- hvað til að stinga upp í litla munna. Ef ekkert var til gaf hann okkur tyggjó sem hann átti alltaf í vasan- um sínum. Afí Toni var mikill íþróttamaður. Núna seinni árin fylgdist hann vel með fótboltanum og handboltanum. Hann var mikill Valsari og það lá alltaf svo vel á honum þegar vel gekk hjá hans mönnum. Þegar hann var ungur tók hann sjálfur þátt íþróttum og var mikið í fimleikum. Hann spilaði líka brids og skák og fékk marga verðlaunabikara sem hann var búinn að gefa okkur barnabörnunum. Pétur bróðir afa Tona hefur örugglega tekið vel á móti honum hjá Guði, það er nefni- lega svo stutt síðan Pétur dó. Elsku afi, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að við hættum að hjóla upp í Spólahóla vegna þess að amma verður þar til að taka á móti okkur. Elsku afi, við söknum þín en við vitum að þér líður vel. Hvíldu í friði. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pét.) Andri, Eydís og Bjarni Antonsböm. I dag kveðjum við góðan vin og starfsfélaga Anton Guðjónsson. An- ton starfaði sem bifreiðastjóri á Hreyfli frá 1952 þar til hann tók við starfi innheimtumanns á 'skrif- stofu félagsins árið 1988. Einnig sat hann í stjóm félagsins í nokkur ár. Alla tíð einkenndust störf Tona, eins og hann var ávallt kallaður, af dugnaði og samviskusemi. Hann tók virkan þátt í öllu íþrótta- og félagsstarfí og var í skemmtinefnd til fjölda ára. Til vitnis um íþrótta- manninn má geta þess að hann las alltaf íþróttasíðurnar í dagblöðun- um fyrst og fylgdist með öllum íþróttaþáttum í útvarpi og sjón- varpi. Toni var léttur í lund og hrókur alls fagnaðar, góður vinur og ávallt boðinn og búinn að greiða götu annarra. Við sem störfuðum með honum kynntumst sérstaklega öll- um þessum góðu eðliskostum hans. Hann var alltaf fremstur í flokki í öllum söfnunum bæði vegna af- mæla og annarra tækifæra og gleymdi engum. Hann var einstak- lega harður af sér og bar sig vel í veikindum sínum, kvartaði aldrei og var aldrei frá vinnu vegna veik- inda. Hann gekk að öllum störfum með áhuga og samviskusemi. Nú að leiðarlokum viljum við þakka Tona samfylgdina og alla góðvildina. Við sendum eiginkonu hans, Guðrúnu Matthíasdóttur, og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þeim guðs blessunar. Starfsfólk Hreyfils. Okkur setti hljóða þegar við frétt- um um andlát Antons Guðjónssonar að kvöldi 13. júní sl. og við skildum allir að það var skarð fyrir skildi, svo stuttu eftir fráfall Péturs bróð- ur hans sem einnig var félagi okk- ar, þó að við hefðum vitað að hann ætti við mjög alvarlegan sjúkleika að stríða um langan tíma. En kallið kom fyrr en við bjuggumst við. Við, sem allir höfum notið vináttu hans og félagsskapar um áratugi, vorum þrátt fyrir það óviðbúnir frá- falli Antons. I reynd var það Anton sem hélt gufuklúbbnum saman með fómfúsu og óeigingjömu starfi sínu fyrir okkur. Það kom ekki upp það vandamál sem hann leysti ekki svo öllum líkaði. Það var Anton sem sá um allt er varðaði rekstur gufu- klúbbsins, sama hvort heldur var að minnast afmælis félaga eða skipuleggja ferðalög og hátíðir klúbbsins. Það var með ólíkindum hvernig hann kom öllu þessu í verk. Á yngri árum tók Anton virkan þátt í íþróttum, bæði í handbolta og knattspyrnu með Val og íþrótta- félagi Hreyfils. Einnig var Anton liðtækur brids-spilari og skákmaður nokkuð sleipur. Anton var starfs- maður Hreyfils mörg undanfarin ár, einnig var hann í stjórn Hreyf- ils og lánasjóðs atvinnubílstjóra. Þar sem og annars staðar vann hann af dugnaði og ósérhlífni. An- ton var þeim sérstöku eiginleikum gæddur að hann átti mjög auðvelt að gleðjast með vinum sínum og einnig að taka þátt í sorgum þeirra. Hann var maður mikilla tilfinninga. Okkur er kunnugt um að hann rétti mörgum manninum hjálparhönd, þegar illa stóð á. Mörg var sú ferð- in sem hann fór til að heimsækja vini og kunningja sem höfðu orðið fyrir áfalli. Megi það verða okkur öllum til eftirbreytni. Anton sýndi fjölskyldu sinni mik- inn kærleika, eiginkonu, börnum og barnabörnum. Hann var mikill bamavinur. Á unglingárum sínum var hann í KFUM. í því sambandi kom okkur í hug vers eftir séra Friðrik Friðriksson: Til himinsala mín ligpr leið, þar ljúft er heima að búa. Þar sorg er engin, ei synd né neyð, þar sé ég vinanna grúa. Þetta er kveðja til hans frá okkur í gufuklúbbnum. Við vottum Guð- rúnu eiginkonu hans, börnum og fjölskyldum þeirra, ásamt öðrum skyldmennum hans, sérstaka sam- úð. Við vitum að minningin um góðan dreng mun lifa. Gufufélagar. Afi minn, Anton Guðjónsson, var í vinnuni þegar hann veiktist. Hann var staddur í banka og var að út- rétta fyrir Hreyfil og hann kláraði sinn vinnudag. Það var nú líkt hon- um afa að ljúka sínu verki, því allt vildi hann hafa í röð og reglu. Afi minn fór síðan á Borgarspítalann en læknamir þar gerðu allt sem þeir gátu til að lækna hann en afi var svo veikur að þeir gátu ekki hjálpað honum. Ég sakna hans voðalega mikið því hann var góður maður. Afi hafði mikinn áhuga á fótbolta, liðið sem hann hélt með var Valur. Hann spilaði mikið brids og vann mikið af bikurum og medal- íum sem hann gaf okkur krökkun- um, sem við eigum í minningu hans. Svo fannst honum gott að fara í gufubað. Allir sem þekktu hann voru mjög hrifnir af honum. Við vorum í sumarbúst.að síðast- liðið sumar og afi og amma komu í heimsókn til okkar og komu eins og vanalega hlaðin kökum og gjöf- um. Við fórum í sund, golf, fótbolta og í pílukast og notuðum það ós- part. Það var ekki laust við að við yrðum aumir í handleggjunum dag- inn eftir. Afa þótti svo gaman að vera í sveitinni. Við fórum að skoða Hraunfossa, Barnafossa og Surts- helli. Afi var svo skemmtilegur og fjörugur og hann var alltaf að gera að gamni sínu. Það var sama hvar hann var og hvert hann fór, alltaf var hann hrókur alls fagnaðar. Við fórum öll að varðeldinum um kvöld- ið. Þar var hestaleiga, og afi bauð okkur krökkunum á hestbak. Það er erfitt að sætta sig við að afi sé dáinn. Ég bið guð að varð- veita afa og veita ömmu og okkur hinum styrk í sorginni. Hver vegur að heiman er vegur heim... (Snorri Hjartarson) Björgvin Sævar Ragnarsson. RAÐA UGL YSINGAR Kranamaður óskast á byggingarkrana. Gissur og Pálmi hf., símar 557 2265 og 557 6904. Jónsmessumót íHvammsvík Vinir og velunnarar Hvammsvíkur: Verið velkomin á Jónsmessumót í Hvamms- vík laugardaginn 24. júní. Mótið hefst með borðhaldi kl. 19.00. Púttkeppni fyrir börn og fullorðna. Skemmtileg verðlaun. Verð kr. 1.200 með mat Skráning í síma 566 7023. Tré - rósir - runnar Garðplöntusala ísleifs Sumarliðasonar, Bjarkarholti 2, Mosfellsbæ auglýsir tilboð: Himalajaeinir frá kr. 480, dvergfura kr. 530, birkikvistur kr. 225, blátoppur kr. 275, geisla - sópur kr. 460, flannentansrós kr. 400, hengi- baunatré kr. 1.490, gljávíðir kr. 25, loðvíðir kr. 40 og margt fleira. Sími 566 7315. Til sölu jörðin Stórhóll í Vestur-Húnavatnssýslu, ef við- unandi tilboð fæst. Vélar og bústofn getur fylgt. Upplýsingar gefur Torfi Sigurjónsson í síma 451 2599. A\V Tré og runnar Tilboð: Koparreynir og íslenskur reynir 300 kr. Runnamura, blátoppur, alparifs og birkikvist- ur 200 kr. Ýmsar fleiri tegundir á lágu verði. íslensk ræktun. Gróðrarstöðin Fífilbrekka v/Vesturlandsveg, Reykjavík, sími 567 3295. Meistarafélag húsasmiða Húsfélög og húseigendurí Ef þið þurfið á nýsmíði eða viðgerðum að halda, þá leitið til okkar. Það kostar ekkert að hringja og leita upplýs- inga eða til að fá ráðleggingar. Við höfum reynsluna og fagmennina. Símar 553 1277 og 553 6977.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.