Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ1995 25 AÐSEIMDAR GREINAR Kjarnorkutilraunir Frakka á að fordæma, ekki harma ÁKVÖRÐUN frönsku ríkis- stjórnarinnar um að hefja á nýjan leik tilraunasprengingar með kjarnorkuvopn neðanjarðar í Suð- ur-Kyrrahafi hefur vakið reiði um allan heim. Ákvörðunin vekur margar spurningar, ekki síst í ljóst þess við hvaða aðstæður og á hvaða tíma hún er tekin. Menn velta því fyrir sér hvort hún boði það sem koma skal í utanríkispóli- tískum áherslum eftir að hægri menn hafa nánast tekið öll völd í Frakklandi með kjöri Jaqúes Chiracs sem forseta, fyrir með traustan meirihluta á franska þinginu. Frakkar hafa lengi verið hvað óbilgjarnastir þjóða er kemur að kj arnorkuvígbúnaðarmálum. Þ.eir hafa gengið lengra en flestar aðrar þjóðir í ögrandi atferli á þessu sviði og má í því sambandi nefna staðar- valið fyrir kjarnorkutilraunir þeirra í fjarlægum heimshluta í mikilli óþökk nálægra ríkja. Frægar eru að endemum aðgerðir leyniþjón- ustu þeirra gegn friðarhreyfingum og andófsöflum, sbr. það þegar Rainbow Warrior var sökkt í höfn- inni í Auklandi á Nýja-Sjálandi á sínum tíma. Þvert á þróun mála Ákvörðun Frakka að hefja nú á nýjan leik tilraunir með kjamorku- vopn gengur þvert á þróun mála á alþjóðavettvangi. Að undanförnu hafa staðið yfir viðræður um fram- lengingu samningsins um bann við frekari útbreiðslu kjarnavopna (NPT) og náðist loks niðurstaða um ótímabundna framlengingu hans í síðasta mánuði. Sömuleiðis hafa samningaviðræður um að stöðva varanlega tilraunir með kjarnorkuvopn (CTBT) þokast áfram í Genf. I þessu ljósi verkar ákvörðun Frakka eins og hrein ögrun og það eins þótt þeir boði nú af sinni hálfu vilja til staðfest- ingar samningsins um tilrauna- bann eftir eitt og hálft ár. Þrátt fyrir langar og strangar samningalotur um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðarins á alþjóða vettvangi ríkir mikil óvissa á þessu sviði. Allmörg ríki eru talin vera á þröskuldi þess að koma sér upp kjarnorkuvopnum og sum þeirra reyndar þegar talin kjarnorkuvíg- búin án þess að þau séu flokkuð sem slík. Um árabil hafa flestir gengið út frá því sem gefnu að Israelsmenn búi yfir kjarnorku- vopnum, þjóðir eins og Pakistan, Indland og Brasilía eru þar rétt við þröskuldinn og enn aðrar eins og Norður-Kórea og írak liggja undir sterkum grun um að vera að undirbyggja kjarnorkuvígbún- að. Það gefur því augaleið að ákvörðun Frakka kemur ekki beint á heppilegum tíma fyrir þær þjóðir og samtök, einkum Sameinuðu þjóðirnar, sem eru að beita sér á þessu sviði. Ögrun við Kyrrahafsþjóðir Freklegust er þó ögrun Frakka í garð þjóðánna sem byggja land- svæði í Kyrrahafinu, enda hefur harðorðum mótmælum og fordæm- ingu rignt yfir þá úr þeirri átt. Ástralíumenn og Nýsjálendingar hafa gengið svo langt að ijúfa allt varnarsamstarf við Frakka sem er það næsta því sem þeir komast að klippa á stjórnmmálasamband. Smáþjóðirnar sem byggja Kyrra- hafseyjarnar sjálfar mega sín lítils gegn ofuivaldi stórveldisins en þeir sem þekkja til sögu Frakka á þess- um slóðum vita að hún er ófögur. Sennilega svíður þó Nýsjálendinga mest alla þjóða því þessi ákvörðun riijar upp gamlar væringar milli þeirra og Frakka og niðurlægjandi íhlutun Frakka um nýsjálensk inn- anríkismál á fyrri ára- tugum. Nýsjálendingar hafa gengið manna lengst í einarðri bar- áttu gegn kjarnorku- vígbúnaði og almenn- ingsálit þar er mjög róttækt í fordæmingu sinni á öllum umsvifum af því tagi. Nýja-Sjá- land er kjarnorkufrið- lýst svæði með sér- stökum lögum sem sett voru í forsætisráðherr- atíð Davids Lange. Rarotonga-samning- urinn frá 1985 lýsti Suður-Kyrrahafið Steingrímur J. Sigfússon kjarnorkuvopnalaust svæði og bannaði reyndar einnig tilraun- ir með hvers konar kjarnorkubúnað. Með framgöngu sinni á fyrri hluta níunda áratugarins í þessum efnum bökuðu Nýsjálendingar og' fleiri Kyrrahafsþjóðir sér óvild kjarnorku- veldanna sem þijósk- uðust við og var tæp- ast gróið um heilt. Kjarnorkuumsvif Frakka nú rétt við bæjardyr þessara íslendingar eiga að skipa sér í hóp þjóða, segir Steingrímur J. Sigfússon, sem for- dæma kjarnorkutil- raunir Frakka. þjóða eru því frekleg ögrun hvern- ig sem á það er litið. Fordæma ekki harma Mismunandi orðalag í mótmæl- um einstakra ríkja vekur athygli og ekki kemur á óvart að kjarn- orkuklúbburinn fer vægar í sakirn- ar gagnvart Frökkum en aðrir. Þannig nota bæði Bandríkjamenn og Rússar sama orðalagið „að þeir harmi“ ákvörðun Frakka á sama tíma og flestar aðrar þjóðir for- dæma hana afdráttarlaust. Því ber að fagna að Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra lét strax frá sér heyra, en lakara að hann lét sér nægja að nota sama orðalag og kjarnorkuvígveldin þ.e.a.s. „að harma“. Við hér heima vitum að vísu að slíkt orðalag hef- ur verið forystumönnum Fram- sóknarflokksins tamt í gegnum tíð- ina, en hér snúast hlutirnir ekki um orðanotkun heldur merkingu. Islendingar eiga skilyrðislaust að skipa sér í hóp þeirra þjóða sem fordæma framferði Frakka af- dráttarlaust. Höfundur cr alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið í Norðurlandskjfírdæmi eystra. I I I Í I úr GILDATIL I.JÚLÍ RELAX stóll Stillanlegt bak Þykk aýna POSTSENDUM SAMDÆGURR OPIÐ UM HELGAR Laugardaga kl. 10 - 16 Sunnudaga kl. 13 - 15 I I ÞAR SEM FERÐALAGIÐ BYRJAR! í \ SEGLAGERÐIN Eyjaslóð IR Reykjavík s. 51 I -2200 I í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.