Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181. PÓSTUÓLF 3040, NETFANG MBL^CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTKÆTI 85 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Rússar sagðir vanvirða siglingareglur á úthafskarfamiðum Stórtjón á veiðarfær- um íslenskra skipa Utiræktun Kínakál á markað STRAX eftir helgina er von á íslensku kínakáli í verslanir og er það fyrsta útiræktaða grænmetið sem kemur á markaðinn í sumar. Það kemur frá þeim .feðgum Jóhannesi Helgasyni í Hvammi og Helga Jóhannessyni í Garði í Hruna- mannahreppi, en þeir rækta kínakálið í heitum görðum og eru því oft á undan öðrum. Tíðarfarið sunnanlands hef- ur verið mjög hagstætt fyrir fljótsprottið grænmeti upp á síðkastið, en kuldi í vor gerir það hins vegar að verkum að hefðbundin ræktun verður lík- lega eitthvað síðar á ferðinni en í meðalári. Að sögn Kolbeins Ágústs- sonar, sölustjóra hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, er von á fljótsprottnum rófum og hvít- káli á markaðinn um miðjan júlí, en blómkál gæti orðið á ferðinni eitthvað fyrr. RÚSSNESKIR togarar virða sigl- ingareglur að vettugi og draga þvert á slóð annarra togara á þröng- um bletti á úthafskarfamiðunum á Reykjaneshrygg, um 570 sjómílur suðvestur af landinu, að sögn ís- lenskra skipstjóra á miðunum. Veiðarfæri slitnuðu aftan úr tog- aranum Ými og telur Hafsteinn Stefánsson skipstjóri tjónið nema tugum milljóna en hann vill ekki fullyrða að það hafi verið sök rúss- neskra togara. Þá rifu rússneskir togarar tvö troll Höfrungs III og metur Sturlaugur Gíslason skip- stjóri tjónið á allt að 10 milljónir kr. Skipin eru bæði á heimleið. Lítil veiði hefur verið á miðunum allt frá því sjómannaverkfallið leystist en 14 íslensk skip voru á miðunum. Aflaverðmæti Höfrungs III var um 7 milljónir króna að lok- inni fimm daga veiði. Færeyskur togari missti sitt troll eftir að japanskt skip togaði í slóð hans og auk þess hafa rússneskir togarar skemmt veiðarfæri hver annars. Sturlaugur segir að svo virðist sem Rússarnir hirði ekki um viðvaranir og hagi sér með alversta móti núna. Hafsteinn sagði að einhverra hluta vegna hefðu togvírarnir slitn- að á Ými og trollið farið í sjóinn. „Skemmd gæti hafa komið í vírana þegar einhver rak hlerana í þá en við áttum okkur ekki alveg á því,“ sagði Hafsteinn. Vilja gæsluskip á svæðið Hann sagði að Rússarnir væru mjög erfiðir í samvinnu og virtust ekki skilja hvernig þetta gengi fyr- ir sig, sérstaklega þegar einhver vindur væri og straumur. Hann sagði að æskilegt væri að gera Rússana ábyrga fyrir því tjóni sem þeir valda en þeir fáist ekki til að viðurkenna sök sína. „Tjónið hjá okkur skiptir einhverjum tugum milljóna króna,“ sagði Hafsteinn. Ægir Fransson, skipstjóri á Snorra Sturlusyni, og Sturlaugur segja stríðsástand ríkja á miðunum og barist sé um fiskinn á þröngum blettum. Þeir vilja að skip Land- helgisgæslunnar verði send á svæðið. „Það litla sem er veiðanlegt er á þröngum bletti og menn berjast um það. Það má segja að þeir dragi þvers og kruss og fari ekki eftir þeim vinnureglum sem við höfum tamið okkur,“ sagði Ægir. Á milli 70-100 togarar voru á þröngu svæði að veiðum, þar af fjöl- mörg rússnesk, tvö japönsk og nokkur færeysk skip. Skagamenn með fullt hús stiga SKAGAMENN sigruðu KR með tveimur mörkum gegn engu á heimavelli sínum í gærkvöldi, í fimmtu umferð fyrstu deildar karla í knattspyrnu. Fyrra markið gerði Haraldur Ingólfs- son úr vítaspyrnu og á mynd- inni sjást samherjar hans fagna honum og markinu. Síðara markið gerði Ólafur Þórðarson. Eftir fimm umferðir eru Skagamenn langefstir, með fullt hús stiga og sex stigum á undan næsta liði sem er KR. Keflvíkingar eru í þriðja sæti með átta stig og í fjórða sæti eru Eyjamenn sem sigruðu FH með sex mörkum gegn þremur í gærkvöldi. Grindavík fékk Fram í heim- sókn og lauk leiknum með jafn- tefli 2:2. Þá sigraði Leiftur Val á heimavelli þeirra síðarnefndu með tveimur mörkum gegn einu. Valur og Grindavík verma botnsæti deildarinnar. Kjaradeilan í álverinu í Straumsvík Árangfurslaus sáttafundur BÚIST var við að sáttafundi í kjara- deilu starfsmanna álversins og við- semjenda þeirra hjá ríkissáttasemjara yrði haldið áfram eitthvað fram eftir nóttu þegar Morgunblaðið fór í prent- un um miðnætti en enginn árangur hafði þá náðst á samningafundum -•*i^n hófust kl. 15 í gær. Framleiðsla i álverinu stöðvast á miðnætti í kvöld, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Aðspurður hvort stjórnvöld myndu grípa inn í og stöðva verkfallið með bráðabirgðalögum til að koma í veg Snjóalög í Þorskafirði Yta ruddi heimreiðina fyrir lokun álversins sagði Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra að laga- setning leysti ekki deiluna. Hún snér- ist ekki eingöngu um krónur og aura, heldur einnig skipuiagsmál. Opinskáar umræður Þórir Einarsson ríkissáttasemjari sagði þungt undir fæti í viðræðun- um. Umræður hefðu verið opinskáar í gær og deiluaðilar hefðu togast á um ýmsar útfærsiur eldri hug- mynda. 25 manna trúnaðarráð starfsmanna kom til fundarins ásamt samninganefnd verkalýðsfé- laganna'eftir kvöldmatarhlé kl. 21 í gærkvöldi. Síðdegis í gær fjölmenntu starfs- menn álversins1 við húsnæði ríkis- sáttasemjara og samþykktu ályktun þar sem skorað er á samninganefnd verkalýðsfélaganna að halda fast á kröfum starfsmanna. Miðhúsum. Morgunblaðið. MÚLI í Þorskafirði er nú í eyði yfir vetrarmánuðina en bóndinn þar dvel- ur á Akranesi um vetrartímann. Um síðustu helgi kom hann heim og fékk ýtu tii þess að ryðja heimreiðina og reyndust göngin um 5 metrar á dýpt. Til þess að koma rafstöðinni í gang þurfti hann að skrúfa frá olíu- tanki og þurfti bóndinn að _ moka þijá metra ofan á kranann. í sam- tali við fréttaritara sagði Páll Andrésson í Múla að bærinn væri ekki nema í 20 metra hæð yfir sjáv- armáli. Bændur eru farnir að sleppa fé ðíriu en bæði er gróður lítill og víða snjór inn til dala. Eitthvað ber á kali en sums staðar eru tún ekki öll komin undan snjó. Æðarvarp virðist vera í meðallagi en þó er hætt við því að um einhverj- ar tilfærslur sé að ræða. Gæs fjölg- ar. Útbreiðsla á jaðrakan hefur auk- ist en það munu vera' um 30 ár frá því hann hóf varp hér um slóðir. Vinnuafl, apríl 1993 til apríl 1995 150 þús. Vinnuafl 2oA 148.900 145.800 145 144.200 Atvinnulausir 140 8.700 140.200 135 136.300 137.200 Starfandi Atvinnuþátttaka eykst samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu íslands ■ Áskorun/4 Morgunblaðið/Golli Fjölgun um 3.000 á ári ATVINNUÞÁTTTAKA hefur aukist umtalsvert að undanförnu eftir stöðnun undanfarinna ára þrátt fyrir nánast óbreytt atvinnuleysi, skv. vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar og er áætlað að starfandi fólki á vinnumarkaði hafi fjölgað úr um 137.200 í apríl á seinasta ári, í um 138.700 í nóvember 1994 og í 140.200 í apríl á þessu ári eða um sem svarar 3.000 manns á einu ári, skv. niðurstöðum könnunarinnar. Þessi aukning er umfram fjölgun þeirra sem bætast í hóp fólks á vinnu- aldri á hveiju ári. Að sögn Ómars Harðarsonar hjá Hagstofunni er hér um marktæka aukningu starfandi fólks að ræða en skýringar á henni komi ekki fram í könnuninni. Að sögn Ómars varð vart við aukna atvinnuþátttöku í seinustu könnun Hagstofunnar í nóv- ember á seinasta ári og hún hefur haldið áfram skv. könnuninni sem gerð var í apríl. Hann taldi ósenni- legt að skýringin fælist í áhrifum kennaraverkfallsins en þá leituðu skólanemar í einhveijum mæli út á vinnumarkaðinn. Skv. upplýsingum Gunnars Sig- urðssonar forstöðumanns Vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðuneyt- isins, er ástæðu þessarar aukningar ekki að leita í fjölgun útlendinga á vinnumarkaði því engin teljandi aukning útlendinga í störfum hér á landi hafi átt sér stað frá gildistöku EES-samningsins 1. janúar 1994. Vinnumarkaðskönnun Hagstof- unnar var gerð í apríl og leiðir í ljós að hlutfall fólks á vinnumarkaði af öllum svarendum í könnuninni er 82,6% sem jafngildir um 148.900 manns, og er það rúmlega einu pró- sentustigi meiri atvinnuþátttaka en í seinustu þremur könnunum Hag- stofunnar í nóvember 1993 og í apríl og nóvember 1994.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.