Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 13 LAIMDIÐ Vinsæll bandarískur sjónvarpsþáttur tekinn upp á Islandi Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir í UPPHAFI íslandsþáttarins hittir stjórnandi þáttarins, John Yiehman, íslenskan leiðsögumann sinn, en það er Ingimundur Þór Þorsteinsson, kunnur fjallagarþur, sem mun ganga með honum um hálendið. Atriðið var tekið upp í Austvaðsholti í LandSveit. Milljónir sjá gönguferð á „Laugaveginum“ Hellu - Tökur standa nú yfir hér á landi á vinsælum útivistarþætti, „Trailside, Make Your Own Advent- ure“ fyrir bandaríska sjónvarpsstöð, Public Broadcasting Service. Verið er að taka upp fyrsta þátt fyrir þriðja starfsár þáttaraðarinnar og verður hann frumsýndur í október nk. og fjallar um gönguferð á Islandi en umsjónarmaður þáttarins, John Viehman, mun ganga með áhorfend- um frá Heklu í Landmannalaugar og Þórsmörk, yfir Fimmvörðuháls og niður að strönd. Að sögn Valgeirs Guðjónssonar, sem er tengiliður hópsins á íslandi, komu 9 Bandaríkjamenn til landsins til að vinna að þessum þætti en ár- lega sýnir Pubiic Broadcasting Service 15 slíka þætti víða að úr heiminum. Næsta ár munu t.d_. verða á dagskrá, auk þáttarins frá íslandi, þættir um kajakasiglingar á Bahama- eyjum, fjallahjólreiðar í Kólórado, frumskógaferð á Kosta Ríka svo fátt eitt sé nefnt. Þrjár milljónir sjá hvern þátt Fréttaritari hitti framleiðanda þáttanna, Matt Cohen sem jafnframt er leikstjóri íslandsþáttarins, að máli á Hellu, þar sem verið var að gera klárt fýrir fyrstu töku. „Þættir þessir eru hálftíma langir og sýndir um gjörvöll Bandaríkin á um 300 sjónvarpsstöðvum. Sam- kvæmt könnunum horfa um þijár milljónir á hvern þátt og síðan er hann endursýndur tvisvar, einnig fer hann í dreifingu til nokkurra Evrópu- landa og Japans. Vinsældir hans hafa farið vaxandi, en efnið höfðar til fólks á öllum aldri sem vill ferðast sjálfstætt og takast á við náttúruna. Þeir eru teknir upp á sérstökum stöðum víða um heim, er ætlað að hvetja fólk til ferðalaga með því að sýna og kenna fólki á þann útbúnað sem til þarf fyrir margs konar úti- vistarferðir, s.s. göngur, hjólreiðar, tjaldferðir, kajakróðra, klettaklifur og þess háttar. Þessi sjónvarpsstöð er ríkisrekin 'og þannig frábrugðin öðrum stöðvum í Bandaríkjunum að engar auglýsingar eru á henni. Hún fæst við menningarleg málefni, fræðslu, ferðalög og þess háttar.“ Fimm millj- óna króna myndbands- tökuvél Hellu - Við kvikmyndun þáttarins er notuð ný Beta Cam myndbands- tökuvél sem Sonyfyrirtækið lánar kvikmyndatökuhópnum til að prófa á íslandi. Að sögn kvik- myndatökumannsins, Jeff Way- man, er þetta ný kynslóð mynd- bandstökuvéla sem komast eins nálægt gæðum kvikmyndatöku- véla og hægt er, en allur búnaður hennar er stafrænn. Aðéins eru til örfáar slíkar vélar í Bandarikj- unum, endar kostar eintakið um 80 þúsund dollara eða rúmar 5 milljónir íslenskra króna. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Morgunblaðið/Silli GUÐRÚN Haraldsdóttir, Ingibjörg Jósefsdóttir og sr. Sighvatur Karlsson við minnisvarðann um týnda. Minnisvarði um týnda Húsavík - Minnisvarði um týnda var afhjúpaður og vígður 17. júní í kirkjugarðinum á Húsavík við hátíðlega athöfn að viðstöddum mörgum ættingjum þeirra sem týnst höfðu og ekki fengið legstað í kirkjugarði, heldur í hinni votu gröf hafs eða vatna. Athöfnin hófst með því að Aðal- steinn Á. Baldursson ávarpaði við- stadda og rakti sögu og aðdraganda þessa máls. Ingibjörg Jósefsdóttir, öldruð ekkja, afhjúpaði svo minnis- varðann og sóknarpresturinn, séra Sighvatur Karlsson, flutti hugvekju og bæn og vígði minnisvarðann. Á minnisvarðann eru þegar 17 koparplötur með nöfnum þeirra, sem vitað er að týnst hafa á þess- ari öld úr Húsavíkurprestakalli og nágrenni. En áformað er að nöfn allra sem vitað er að týnst hafa á 19. öldinni verði síðar sett á minnis- varðann. Nýtt lag frumflutt í tilefni þessarar minningarhá- tíðar hefur tónskáldið Finnur Torfi Stefánsson samið lag við ljóð Ein- ars Benediktssonar, „Útsær“ að beiðni Jóns Ármanns Héðinssonar. Var lagið frumflutt af Hólmfríði Benediktsdóttur, söngkonu og Juli- et Faulkner, píanóleikara. Sérstök flöt var hönnuð í kirkju- garðinum síðastliðið sumar og í framhaldi af því boðaði sóknar- nefnd, formaður Björn G. Jónsson, Laxamýri, til fundar ættingja þeirra sem týnst böfðu og ekki fundist. Á þeim fundi voru kosin í sérstaka framkvæmdanefnd Aðal- steinn Á. Baldursson, Guðrún Har- aldsdóttir, Júlíana Dagmar Erl- ingsdóttir og Hjörtur Tryggvason, kirkjugarðsvörður og sá nefndin um alla framkvæmd og hefur leyst það verk fljótt og vel úr hendi. Þessi framkvæmd hefur að miklu leyti verið úármögnuð af ættingjum en framlög til fram- kvæmdanna er hægt að leggja inn á reikning nr. 5674 í Landsbankan- um á Húsavík. Morgunblaðið/Áslaug Guðmundsdóttir Hrist upp í mannskapnum KJ ARN ORKUKON AN Kristín í Gröf hristi slenið af konunum í Eyja- og Miklaholtshreppi og Kolbeinsstaðarhreppi eftir leið- inlegan vetur og dreif í fyrsta kvennahlaupinu sem haldið hef- ur verið í hreppunum. Mættu 32 konur á aldrinum 3 til 72 ára. Hlaupið var frá Laugagerðis- skóla og eftir það var boðið upp á hressingu hjá hótelstjóranum á Hótel Eldborg, Sigurði Einars- syni. Að þvi loknu fóru þær sem vildu í sundlaugina. 22 - 25. júlí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.