Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ1995 MORGUNBLA.ÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ALVERSDEILA A HÆTTUPUNKTI KJARADEILAN í álveri íslenzka áifélagsins í Straumsvík er komin á hættulegt stig. Seint í gærkvöldi hillti enn ekki undir samkomulag. Semjist ekki fyrir miðnætti í kvöld verður straumur tekinn af kerum álversins og starfsemin stöðv- uð. Það bar þó vott um að þokazt hefði áleiðis að verkalýðsfélög- in, sem hlut eiga að máli, höfðu boðið sameiginlega atkvæða- greiðslu um kjarasamninga, til að koma til móts við kröfu vinnu- veitenda um einn viðsemjanda, og gert með sér samstarfssamn- ing. Jafnframt er ljóst að vinnuveitendur hafa, vegna hagræðing- ar í álverinu, boðið launahækkanir sem eru mun meiri en laun- þegar á almennum markaði — sem margir hverjir starfa hjá fyrirtækjum,. sem náð hafa fram umtalsverðri hagræðingu — hafa þurft að sætta sig við. Það ætti að vera öllum ljóst hversu alvarlegar afleiðingar þess yrðu, ef álverið stöðvaðist í kvöld. í Morgunblaðinu á mið- vikudag kom fram að þrjá til sex mánuði gæti tekið að koma rekstrinum í fullan gang að nýju, og stöðvunin gæti ko.stað þjóðarbúið marga milljarða króna. Jafnframt fer það ekki á milli mála að stöðvist álverið eru áform Alusuisse-Lonza um að ráðast í tíu milljarða króna fjár- festingu við stækkun Straumsvíkurverksmiðjunnar úr sögunni — ef þau eru það ekki nú þegar vegna kjaradeilunnar. Stækkun álversins myndi færa fjölda manns atvinnu og stuðla að auknum hagvexti. Því verður tæplega trúað að forystumenn verkalýðs- félaganna í álverinu hyggist taka slíka áhættu. Það er rétt, sem Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra segir í Morgunblaðinu í dag, að lagasetning leysir ekki kjaradeiluna eða þann vanda, sem síendurteknar vinnudeilur í Straumsvík er. Vinnuveitendur og verkalýðsfélög hljóta að leysa deiluna og sýna þá ábyrgð, sem aðrir aðilar vinnumarkaðarins hafa sýnt með samningum sín á milli undanfarin ár. STONDUM VIÐ GERÐA SAMNINGA * ISLENZKUM stjórnvöldum barst í fyrradag þriðja rökstudda álitið frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um að gera bæri breytingar á íslenzkum reglum til þess að uppfylla samnings- skuldbindingar samkvæmt samningnum um Evrópskt efnahags- svæði. Að þessu sinni telur ESA tvö atriði viðvíkjandi álagningu vörugjalds brjóta EES-samninginn. Annað þeirra, gjaldfrestur vegna greiðslu vörugjalds af innlendum vörum, er talið hygla innlendum framleiðendum umfram erlenda. Rökstutt álit er efsta stig athugasemda ESA .til stjórnvalda EES-ríkis, áður en stofnunin ákveður að vísa máli til EFTA-dóm- stólsins. Það að íslenzkum stjórnvöldum hafa borizt þrjú slík álit, öll á þessu ári, sýnir að brugðizt hefur verið of seint við athugasemdum stofnunarinnar. Þannig gerði ESA fyrstu bréf- legu athugasemdirnar við álagningu vörugjalds fyrir hartnær ári. Það var fyrst nú fyrir nokkrum dög'um, að ákveðið var að setja á fót starfshóp fjármálaráðuneytisins og hagsmunaaðila til að undii’búa breytingar á reglum um vörugjald. Hefði slíkt ekki mátt gerast fyrr? Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir í Morgunblaðinu í dag að samskipti íslenzkra stjórnvalda og ESA séu með ágætum og vitnar í tölur úr ársskýrslu ESA fyrir síðasta ár máli sínu til stuðnings. Þær tölur fara ekki á milli mála, en benda má á að á þessu ári hefur kvörtunum til ESA vegna íslenzkra laga og reglna fjölgað og yfir tugur mála, sem snúa að íslenzkum stjórn- völdum, er þar til meðferðar. Þá kemur fram í sömu ársskýrslu að Islendingar hafi staðið sig verst EFTA-ríkjanna við lögleið- ingu EES-reglna. í grein í Morgunblaðinu fyrir skömmu báru forsvarsmenn ráðuneyta því meðal annars við er rætt var við þá um efni árs- skýrslu ESA, að fé og mannskap skorti og einn taldi misskilning í ráðuneytunum oft orsökina. Svo virðist þó sem stjórnsýslan gæti haldið betur á sínu. Aftur á móti er það hárrétt hjá íjármálaráðherra, að breyting- ar á lögum taka oft alltof langan tíma á Alþingi, þótt fyrir liggi að þingmeirihluti sé fyrir málum. Breytingar á lögum um einka- sölu ríkisins á áfengi, meðal annars vegna athugasemda ESA, voru þannig tafðar með málþófi í þinginu. Þetta er enn eitt dæmið um starfshætti Alþingis, sem þurfa endurskoðunar við. Það er engin afsökun að önnur ríki standi.sig lítið betur en Island í þessum efnum. Island hefur gengizt undir ákveðnar skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum, sem ber að upp- fylla. Sem lítið ríki, sem á nánast allt sitt undir alþjóðaviðskipt- um, þarf ísland á alþjóðasamningum á borð við EES að halda til að tryggja rétt sinn. Hann er í hættu, standi íslenzk stjórn- völd — jafnt þing sem stjórnsýsla — ekki við skuldbindingarnar. Fyrirburar í hitakössum hafa þörf fyrir umhyggju • Ska íslenskra barna verður að taka í gegn • Asískar konur fim 67% skólabarna ] tíl skólahjúkrunar ings vegna vanlíð Alþjóðleg hjúkrunarráðstefna stendur nú yfir í Reykjavík og koma fyrirlesarar víðs vegar að úr heiminum. Margir þeirra eru virtir fræði- menn sem miðluðu af reynslu sinni og þekk- ingu til fróðleiksþyrstra ráðstefnugesta. María Hrönn Gunnarsdóttir ræddi við þijá fyrirlesaranna um störf þeirra. SÓLFRÍÐUR Guðmundsdótt- ir, lektor við námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands og skólahjúkrunar- fræðingur, hefur undanfarin þijú • skólaár safnað upplýsingum um hvers vegna börn í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu leita til skóla- hjúkrunarfræðings. Sólfríður segir að niðurstöðurnar séu um margt athyglisverðar en 2.482 börn, eða 67% barnanna, hafi leitað til hjúkrunarfræðingsins á tímabilinu. Að meðaltali stunduðu 560 börn nám á hveiju skólaári í skólanum þar sem rannsóknin var gerð. Það barn sem oftast kom til hjúkrunarfræðingsins kom 76 sinn- um en flest komu þau 1-10 sinnum. Stúlkur voru í miklum meirihluta þeirra sem leituðu aðstoðar eða tæplega þrír fjórðu. Eitthvað gerist í 5. bekk Það vakti sérstaka athygli Sól- fríðar að helmingi fleiri börn í 5. bekk komu til hjúkrunarfræðingsins en börn í 4. bekk. „Það er eitthvað sem gerist í 5. bekk. Ég á eftir að athuga niðurstöðurnar nánar en hef velt þessu mikið fyrir mér. Ég get ekki tengt þetta við kyn- þroska því kynþroskabreytingar eru ekki byijaðar hjá nema fáum á þess- um aldri. Ég velti því einnig fyrir mér hvort það skipti máli að 5. bekkjar skólastofurnar eru nálægt stofu hjúkrunarfræðingsins en svo virðist þó ekki vera. Heimsóknunum íjölgar þegar börnin fara í 6. bekk og enn frekar þegar þau koma upp í 7. bekk. Skólastofur þessara bekkja erú langt frá aðsetri hjúkr- unarfræðingsins og þau láta það síður en svo aftra sér frá því að koma. Það er þó augljóst að það hvernig börnum líður í skólastofunni hefur áhrif á hvort þau koma til hjúkrunarfræðingsins.“ Aðsóknin mest á mánudögum Sólfríður segir að flestir hafi komið á mánudögum eða 30%, þrátt fyrir að hjúkrunarfræðingurinn hafi verið minnst við þann vikudag vegna nemendaverndarráðsfundar í skólanum, sem ekki var hægt að hnika til. Sólfríður telur líklegast að skýringin sé sú að mörg börn eigi tvö heimili. Þau gleymi skóla- bókunum þegar þau fari á milli heimilanna og óregla komist á svefntímann og því fylgi bæði þreyta og streita. Tilfinningalegt ofbeldi algengt Langflestir þeirra sem leituðu aðstoðar, eða 60%, kvörtuðu undan líkamlegum verkjum og þá aðallega höfuð- eða magaverk. Sálfélagsleg vanlíðan angraði 6% barnanna auk þess sem 14% þeirra kvörtuðu fyrst um líkamlega vanlíðan sem var þó klárlega af sálfélagslegum toga. „Það er oft erfitt að greina hvað er orsök og hvað er afleiðing og börnin greina það ekki alltaf sjálf af hveiju þeim líður illa,“ segir Sól- fríður. Þá komu mörg börn vegna ofbeld- is. Sólfríður lagði áherslu á að skoða þyrfti tilfinningalegt ofbeldi sem hún segir að sé algengt. Dæmi um ■ slíkt er þegar einhver pissar ofan í stígvél skólasystkinis síns eða felur úlpu þess. „Þetta hefur verið kallað að stríða en það er verið að traðka á sjálfsvirðingu þeirra sem verða fyrir þessu.“ Sólfríður segir að næsta skref sé að búa til áætlun til að taka á þessu og að í haust verði haldið námskeið fyrir skólahjúkrunarfræðinga þar sem þetta verður m.a. rætt. Minnst fjögurra stunda viðvera Sólfríður segir að skólahjúkrun- arfræðingur verði að vera við minnst 4 klukkustundir á dag því börnin tjái sig ekki fyrr en traust hafi skapast milli þeirra og hjúkrun- arfræðingsins. „Til að það gerist verður hann að vera á staðnum þegar börnin eru í skólanum," segir Sólfríður og bætir við að ekki séu allir skólar einsetnir og að í sumum skólum sé skóiahjúkrunarfræðingur ekki til staðar með opinn viðtalstíma heldur komi frá heilsugæslustöð til að sinna heilbrigðiseftirliti. Skólahjúkrun á tímamótum Tilgangurinn með rannsókninni var að sögn Sólfríðar að afla þekk- ingar á sviði skólahjúkrunar því það sé svo lítið vitað um hvers vegna börn leiti aðstoðar og hvaða aðstoð þau fái. „í Kanada var skólahjúkr- un stundum kölluð „invisible" hjúkrun eða hin ósýnilega hjúkrun því hjúkrunarfræðingarnir hafa svo mikið að gera að þeim gefst lítill tími til að skrá heimsóknirnar,“ segir Sólfríður. „Það vita því fáir hvað við erum að gera í þessu sam- bandi.“ Hún segir að skólahjúkrun standi á tímamótum. Þeir tímar séu liðnir þegar starf skólahjúkrunarfræð- ingsins snerist mest um að setja á PATRICIA Becker, sem er prófessor við hjúkrun- ardeild háskólans í Wisconsin í Madison, hefur gert viðamiklar rannsóknir á hvernig hægt sé að draga úr streitu ungbarna á vökudeildum. Hún seg- ir að Vesturlandabúar hafi verið svo uppteknir af tækni- nýjungum og þeim möguleikum sem þær gefi til að halda lífi í fyrirburum að andlegar, félagslegar og til- finningalegar þarfir þeirra hafi oft gleymst. Patricia segir að fyrstu tveir til þrír dagarnir ráði mestu um hvort fyrirburi nái að halda. lífi. Nýleg lyf sem gefin séu þeim-börnum sem hafi óþroskuð lúngu hafi aukið lífslíkur þeirra en þau breyti engu um það hvernig þeim reiði af að öðru leyti. Umhverfi vökudeilda Að sögn Patriciu verða tæplega 40% fyrirbura í Bandaríkjunum fyrir varanlegum skaða af því að koma of snemma í heiminn. Rúmlega 60% þeirra séu lánsam- ari en helmingur þeirra komi þó til með að eiga í ein- hveijum vandræðum þegar þeir byiji í skóla, m.a. með einbeitingu. Þau gætu og átt við námserfiðleika og hegðunarvanda að stríða, en það hafi ekkert með greind að gera. Því minni sem börnin séu þegar þau fæðist' því hættara sé við að þau eigi í varanlegum þroska- vandamálum. Helmingur þeirra barna sem fæðist und- ir 800 grömmum að þyngd hljóti alvarlegan skaða. Patricia segir að hún og samstarfsfólk hennar reyni að finnn Iciðir til að koma í veg fyrir að þetta gerist. Litlu mam gleymdust í i „Þessi börn ættu undir eðlilegum kringum- stæðum að vera enn í móðurkviði en hafa fæðst inn í heim þar sem þeim er haldið á lífi í mjög tæknilegu umhverfi. Við erum að reyna að finna út hvernig hægt sé að gera umhverfi vökudeildanna þannig úr garði að börnunum líði vel. Við skoðum t.d. hvað gerist þegar hjúkrunarfræðing- arnir annast börnin svo sem þegar þeir skipta á þeim, gefa þeim að borða eða baða þau. Margar rannsóknir sýna að mikið rót kemur á barn þegar skipt er um bleiu á því. Súrefnismagn í blóði þess fell- ur, hjartsláttur eykst og öndun verður óregluleg. Við reynum að veita barninu stuðning og hjálpa því í gegnum þessar nauðsynlegu athafnir." Patricia segir einnig að áríðandi sé. að Pati Bec

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.