Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI BJARNIM. JÓNSSON NIRÆÐUR er í dag Bjarni Marteinn Jóns- son, Hrafnistu í Hafn- arfirði. Bjarni er Skag- firðingur að ætt, fæddur á Hrauni í Sléttuhlíð, en foreldrar hans voru Rannveig Bjarnadóttir frá Mannskaðahóli og Jón Zóphanías Eyjólfsson, húnvetnskur að ætt. Nokkru áður en Bjarni fæddist, höfðu foreldr- ar hans orðið að sjá á eftir þremur börnum, sem öll dóu úr barna- veiki í einni og sömu vikunni. Þegar Bjarni var á fimmta aldursári drukknaði faðir hans í Sléttuhlíðarvatni. Þá var ekki um annað að ræða en að bregða búi, og var Bjarna komið fyrir hjá frænda sínum Konráði Sigurðssyni og konu hans Indíönu Sveinsdóttur á Mýrum í Sléttuhlíð. Ólst hann þar upp við mikið ástríki og var Indíana honum sem hin besta móðir. Það er haft eftir Stefaníu systur Bjarna, að Indíana unni Bjarna mikið, tók ætíð málstað hans og dáðist að „hversu þrifalegur og fallegur hann var, aldrei með hor í nös eða angur í höfði,“ eins og hún orðaði það. Og sannspá var Indíana, er hún sagði að Bjarni yrði glæsimenni i sjón og raun, ef honum hlekktist ekki á og kæmist til fullorðinsára. Bjarni er af þeirri aldamótakyn- slóð, sem lagt hefur grunninn að því íslenska velferðarþjóðfélagi, sem við þekkjum í dag. Hann man tímanna tvenna. Flestir höfðu ekki möguleika á að ganga menntaveg- inn og þjóðin bjó við mikla fátækt. Sem barn og unglingur gekk Bjarni til verka í sveitinni. Bjarni kvæntist Sigríði Siguijónsdóttur frá Óslandi, Hofshreppi í Skagafirði og settu þau saman heimili á Akureyri, en þar fæddust börnin Hanna, síðar söngkona, og Frosti, sem ekki fyrir löngu lauk farsælum ferli sem flug- stjóri hjá Flugleiðum. Sigríður lést árið 1973. Sambýliskona Bjarna til margra ára var Unnur Guðnadóttir ættuð frá Stokkseyri, en hún lést árið 1990. Bjarni var hraustmenni hið mesta, svo af bar, og um áratuga- 'skeið kallaður Bjarni „sterki“, svo mikið hefur mönnum þótt til koma atgervi hans og fas allt. Hann hef- ur víða komið við á starfsferli sín- um, var hleðslumaður í hlíðum Akureyrarbæjár, var sjómaður til margra ára, á vertíð með Antoni bróður sínum í Vestmannaeyjum hjá hinum harðfylgna skipstjóra Hannesi á Hvoli, á síldarskipum frá Siglufirði og síðast en ekki síst sigldi hann á Súlunni og Sædísi frá Akureyri til Bretlands með fisk í síðari heims- styijöldinni, og setti þannig sjálfan sig í mikla lífshættu eins og svo margir aðrir sjómenn gerðu á þess- um viðsjárverðu tím- um til þess að færa björg í íslenska þjóðar- búið. í einni af þessum sjóferðum tókst Bjarna með snarræði að bjarga skipsfélögum á Sædísi úr lífsháska, þar sem bátinn var að reka upp í kletta úti fyrir Norð- vesturlandi í blindbyl og haugasjó, en stýrimanninum, Júlíusi Magnús- syni, varð á orði, að skipshöfnin ætti Bjarna lífið að þakka næst Guði. Bjarni kunni vel til verka í sláturhúsi og var fenginn nokkur haust til að stjórna og leiðbeina mönnum við fláningu. Um miðja öldina fluttist fjölskyldan suður til Reykjavíkur, þar sem Bjarni var fangavörður um margra ára skeið, en Pálmi bróðir hans var þá lög- regluvarðstjóri. í starfi sem fanga- vörður kom svo vel fram hversu mikill drengskaparmaður Bjarni er og hversu næmur hann er fyrir umhverfi sínu og ýmsum þáttum mannlegs lífs, og sáu börn götunn- ar í honum vin sinn, þegar þau þurftu að gista fangaklefa eftir að hafa komist í kast við laganna verði. Bjarni er mikill tilfinningamaður, næmur á bókmenntir og listir og þá einkum og sér í lagi sönglist. Hann var um margra ára skeið fé- lagi í Karlakór Akureyrar og tekur ennþá lagið í góðum félagsskap. Hann er einkar ljóðelskur, hag- mæltur og ríkur af frásagnarlist og ekki laus við eftirhermu og leik- hæfileika. Hann hefur fært sumar frásagnir sínar í letur, sem birst hafa í tímaritum og á bók, en einn- ig hafa frásagnarþættir hans verið fluttir í Ríkisútvarpinu. Á 100 ára afmæli Fellskirkju í Sléttuhlíð færði hann sveitungum sínum afmælis- kveðju í bundnu máli, sem Slétthlíð- ingar mátu mjög mikils. Bjarni er að heiman í dag. Á þessum merku tímamótum í lífi Bjarna þakka ég honum alla vin- áttu frá fyrstu tíð og við vinir hans og venslafólk óskum honum hjart- anlega til hamingju með daginn og biðjum Guð að gefa honum blessun- ar- og hamingjuríkt ævikvöld. Ólafur Ó. Jakobsson. Vinningstölur miövikudaginn: 21.júní1995 j VINNINGAR FJÖLOl VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING I 6 af 6 1 45.600.000 C1 5 af 6 tll+bónus 0 656.148 R1 5 af 6 10 25.330 Q 4 af 6 237 1.700 rm 3 af 6 Eufl+bónus 826 200 BÓNUSTÖLUR C3J@(30j Heildarupphæð þessa vlku 47.077.548 á Isl.: 1.477.548 UPPÍ-VSINGAR, SIMSVARI 91- 88 15 11 LUKKUUNA 98 10 00 • TEXTAVARP 451 BIRT UEO FYRIRVARA UU PRENTVIILUR fór til Sviþjóðar ...blabib -kjarni málsins! I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags ■ffigM Taska glataðist ÞORBJÖRG í Austurbrún 6 hringdi og kvað íþrótta- tösku hafa horfið. Taskan hékk á baki hjólastóls á ganginum heima hjá henni mánudaginn 19. júní rétt fyrir kl. hálfsex á hæð 7-6. Þorbjörg biður þann sem varð það á að taka- töskuna_ að skila henni aftur. í töskunni voru Polaroid myndavél og einnig vörur að verð- mæti upp á krónur 14 þúsund frá versluninni Tékk-Kristal, Pennanum, Hagkaup og filma frá Hans Petersen. Sími við- takanda er 553-1172. Einnig má skila töskunni til húsvarðar hússins. Taska týndist í miðbænum AFRÍSK basttaska með leðurhöldum og leðurloki týndist á Skólavörðustíg þriðjudaginn 20. júní milli kl. 17 og 18. Taskan er full af persónulegum munum sem eiganda þyk- ir mjög sárt að missa. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 472-1410 eða 552-3614. Fundar- laun. Hjól í óskilum GULT karlmannshjól hef- ur verið í óskilum í Tjarn- armýri í rúma viku. Uppl. í síma 551-2144. Skór teknir í misgripum í SUNDLAUG Garðabæj- ar voru teknir nýlegir brúnir karlmannaskór, Ecco, mánudaginn 13. júní milli kl. 9 og 11 um morguninn. Sá sem tók skóna í misgripum vin- samlegast skili skónum til Sundlaugar Garðabæjar eða hringi í síma 565-6296. Bílkerra hvarf MEÐALSTÓR bílkerra hvarf frá Ljósheimum í Reykjavík um miðjan maí. Þetta er heimasmíð- uð bílkerra úr grámáluðu jámi, klædd brúnum kros- svið. Felgur og öxull eru af Saab-bifreið og vara- dekk liggur fram á beisli. Ef einhver getur gefið upplýsingar um kerruna vinsamlegast hafi sam- bandi í síma 553-2819 eða við Þórð hjá Rannsóknar- lögreglu Reykjavíkur. Jakki týndist SVARTUR, ófóðraður jakki með einni tölu týnd- ist á Ingólfskaffi laugar- daginn 10. júní. Finnandi vinsamlegast hringi í Katrínu í síma 554-4196. Úr glataðist QUARTZ úr með brúnni ól glataðist í miðbænum fyrr í mánuðinum. Nafnið Matta og fleira er grafið aftan á úrið. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 567-1365. Poki skilinn eftir í Mjódd POKI var skilinn eftir í Gleraugnaversluninni í Mjódd fyrr í mánuðinum. í pokanum er postul- ínsdúkka. Eigandi pokans getur vitjað hans þar. SKAK IJmsjón Margelr Pétursson SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í undan- rásum á Intel atskákmót- inu í New York í síðustu viku. Rússneski stórmeist- arinn Evgení Pigusov (2.580) hafði hvítt, en Margeir Pétursson (2.565) var með svart og átti leik. Hvítur lék síðast 24. Rc3-e2 í erfiðri stöðu og setti á svörtu drottning- una. 24. - Bxe4! 25. Dcl - Dh2+ 26. Kf2 - Rd3+ 27. Hxd3 - Bxd3 28. f4 — Bf6 og með skiptamun og peð yfir, auk sóknar, vann svartur auð- veldlega. I dag eru liðin 70 ár frá því Skák- samband íslands var stofnað á Blönduósi þann 23. júní 1925. í tilefni afmælisins býður SÍ til skemmtikvölds að Faxa- feni 12 í kvöld kl. 20. Fyrir- lesari er Þráinn Guðmunds- son. Hann hefur skráð sögu Skáksambandsins, sem gefin verður út síðar á ár- inu. Með morgunkaffinu NONNI er mjög ánægður með litla, sæta, hvíta músaparið sem þið gáfuð honum í síðustu viku. ÉG var búin að vara hann við að kynna sér ættir sínar. Víkverji skrifar... VÍKVERJA hefur borizt skemmtilegt bréf frá Árna Brynjólfssyni, Rauðalæk 16, sem hann er hjartanlega ósammála að mörgu leyti en telur fulla ástæðu til að birta, stafrétt. xxx ARNI skrifar: „Ég veiti því at- hygli að sá sem skrifar Vík- veija sl. laugardag er mjög viðkvæm- ur fyrir málvillum og segir þar „kunnara en frá þurfi að segja að stafsetningarkunnáttu fer stöðugt hrakandi.“ Einkum virðist hann þó nú um stundir hræddur við ofnotkun Stórra Stafa í upphafi orða, sem hann segir til komna „vegna enskra áhrifa, sem víða læða sér lymskulega inn í íslenskuna". Svipað heyrist oft í Víkveijapistlum. Þetta eru algeng viðbrögð varð- andi íslenskt mál, þar sem of margir telja sig kallaða til að vanda um fyr- ir öðrum, rétt eins og að til sé ein- hver einhlítur rétttrúnaður hvað þetta varðar, aðeins svart og hvítt. Þar við bætist réttlætingin sem höfð- ar til þjóðernisrembunnar, að enskan bíði við hvert götuhorn til að bregða fyrir okkur fæti. — Nú eru það ekki lengur danskir dónar sem valda málspjöllum! XXX AÐ er engu líkara en menn hafi gleymt því hvaðan fram- farirnar koma, þær eru ekki sprottn- ar upp úr fornbókmenntum eða gömlum kirkjubókum, þær eru komnar frá löndunum umhverfis okkur og vafalítið mest frá ensku- mælandi löndum, — án þeirra viljum við ekki vera. Það skiptir ekki öllu máli hvort við skrifum eða tölum nákvæmlega rétt samkvæmt þeirri forskrift sem kennd er í skólum landsins, meira máli skipt- ir að við skiljum hvert annað og ekki síst þá útlendinga sem við lærum mest af, — jafnvel þótt þeir tali ensku. Þá sakar ekki skemmtileg tilbreyting í málinu, t.d. get ég vel unnt Vík- veija að nota ZETU, sem er til prýði. XXX ESSI sífelldu málhreinsunarskrif og raunar tal í ljósvakamiðlum, er farið að verða leiðigjamt. Það versta er þó, að menn þora varla fyr- ir sitt litla líf að andmæla, vegna þeirrar hættu að skrif þeirra og tal verði ekki samkvæmt reglu Stóra Bróður! Ég er þeirrar skoðunar að ef minni áhersla hefði verið lögð á stafsetningarstaglið og meira lagt upp úr fagurbókmenntum og Ijóða- skilningi væri skrifað og talað betra mál. Utanbókarlærdómur Ijóða hefur aldrei skapað skáld og stafsetning- arstagl lengir ekki líf tungumálsins. Það liggur við að ég sé ragur við að senda þér þessar línur af framan- greindri ástæðu, en á sama hátt og það þykja nú vera rök fýrir bestu ís- lenskunni, að illa upplýstir bændur hafi talað svo eða jafnvel mismælt sig fyrir öldum, gætu málvillurnar mínar verið kenndar í háskólum seinni alda, þ.e.a.s. ef fylgt verður óbreyttri fomgripastefnu varðandi „rétt“ málf- ar.“ xxx Odýru, gömlu og góðu hrífurnar, sem Víkveiji sagði frá sl. þriðjudag, að fengjust í Byko í Kópa- vogi eru sýnd veiði en ekki gefin - því miður. Eftir að Víkveiji sagði frá því, að slík hrifa væri seld í verzlun- inni fyrir 505 krónur hafði hrífusmið- urinn samband við Morgunblaðið og' sagði, að það væri skaftið eitt, sem kostaði 505 krónur. Jafnframt hafði starfsmaður Byko samband við blaðið og sagði að hrífurnar kostuðu nokkuð á annað þúsund krónur. Af þessu tilefni er rétt að fram komi, að Víkveiji fékk keypta hrífu af gömlu góðu gerðinni í Byko í Kópa- vogi hinn 15. júní sl. fyrir 505 krón- ur. Nokkrar hrifur af þessari gerð voru þar á boðstólum. Á hrífunni, sem Víkveiji keypti, var verðmiði, þar sem stóð, að hrífan kostaði 505 krónur. Við kassann í verzluninni fékk hrífan venjubundna meðferð og enn kostaði hún 505 krónur, sem Víkveiji greiddi og fór með sína hrífu, sem hefur komið að góðum notum síðan. Eftir ofangreindar athugasemdir skoðaði Víkveiji hins vegar kvittun, sem afgreiðslustúlkan prentaði út úr tölvu um leið og greitt var og þá kemur í ljós, að á kvittuninni stend- ur: hrífuskaft 1 stk, einingarverð 505 krónur. Víkveiji biður lesendur vel- virðingar á því að hafa vakið hjá þeim falskar vonir um að þeir gætu fengið keyptar svo ódýrar hrífur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.