Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR - —, Ný lög um þingfararkaup 30 millj. kostnaðarauki Sé þessari upphæð deilt niður á 63 þingmenn landsins koma um 444.000 krónur i hlut hvers og eins eða um 37.000 krónur á mánuði. q3- i G-/^u I^JO ——- - Menn áttu von á öllu öðru en að þingmenn enduðu sumarþingið með þjóðarsáttina á hælunum Morgunblaðið/Sig. Jóns. BLÁI turninn í miðju byggingarinnar setur mikinn svip á hana. Nýja fangelsisbyggingin á Litla-Hrauni tilbúin til notkunar í ágúst Selfossi. Morgunblaðið. Nýja afplánunarfangelsisbygging- in á Litla-Hrauni verður tilbúin til notkunar í lok ágúst, rúmu ári eft- ir að fyrsta skóflustungan var tek- in. Gert er ráð fyrir að fangelsis- byggingin verði tekin í notkun með haustinu og starfsemi í henni verði komin í fullan gang snemma árs 1996. Boðin hefur verið út bygging vinnu- og íþróttaskála og munu framkvæmdir við hann hefjast á þessu ári. Samþykkt hefur verið að taka lægsta tilboði í bygginguna frá JÁ-verktökum á Selfossi að upphæð kr 19,9 milljónir króna sem er 89,1% af kostnaðaráætlun. Þá er gert ráð fyrir að framkvæmdum við öryggismál fangelsisins verði að fullu lokið 1997. Ennfremur er unn- ið að tillögum um breytta nýtingu eldra húsnæðis á staðnum fyrir ýmsa stoðþjónustu við fangelsið. Heildarkostnaður 350 milljónir Auk byggingarframkvæmda á Litla-Hrauni hefur verið unnið að breytingum á yfirstjórn fangelsisins og störfum annarra starfsmanna, en hönnun hinnar nýju byggingar gerir ráð fyrir breyttum starfshátt- um í fangelsinu. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður vegna fram- kvæmda á Litla-Hrauni nemi um 350 milljónum króna, en fangarými á staðnum eykst um 70%. Stefnt er að því að undirbúningur geti hafist á þessu ári vegna bygg- ingar nýs afplánunar- og gæslu- varðhaldsfangelsis í Reykjavík. Bráðabirgðaáætlanir gera ráð fyrir að þeim framkvæmdum megi ljúka árið 2000. í skýrslu Fangelsismála- stofnunar fyrir 1994 kemur meðal annars fram að breytingar eru fyrir- sjáanlegar á starfsháttum fanga- varða sem þegar hefur verið hafist handa við að undirbúa í samvinnu við Fangavarðafélag íslands. Þetta er gert vegna nýrra krafna og breyttra áherslna í fangelsisrekstri hér á landi. Þá hafa öryggismál fangelsanna sætt heildarendur- skoðun og er enn unnið að breyting- um í þeim efnum hvað varðar tæknilega hlið mála, starfshætti og fyrirkomulag fangavistar almennt. Rithandarsérfræðingar Rithönd sem rannsóknar efni H araldur Árnason EINI íslendingurinn, sem er í fullu starfi sem rithandarsér- fræðingur, er Haraldur Árna- son hjá tæknideild Rannsókn- arlögreglu ríkisins. Hann hafði veg og vanda af skipu- lagningu ráðstefnu norrænna rithandarsérfræðinga sem fram fór í Reykjavík dagana 14. til 16. júní sl. - / hverju felst starf rít- handarsérfræðings? Starf rithandarsérfræð- ings hjá rannsóknarlögregl- unni er margbrotið. Það felst í hvers kyns skjalarannsókn- um. Þær skiptast almennt í tvennt: Annars vegar rit- handarrannsóknir (á ensku handwriting) og hins vegar eiginlegar skjalarannsóknir (document research). Ég starfa að hvoru tveggja. -Hvaða tæki notast ríthandar- sérfræðingur við í sínum rann- sókum? Smásjá og stækkunargler af ýmsum gerðum eru helztu hjálp- artækin við sjálfar rithandar- rannsóknirnar. Mikið er um að skera þurfi úr um hvort undirskriftir á t.d. verðbréfum, ávísunum og jafnvel erfðaskrám séu falsáðar eða ekki. En vitaskuld eingöngu í málum sem kærð eru til RLR. Við rannsóknir á skjölum að öðru leyti kemur ýmis önnur tækni til skjalanna. Undir eigin- legar skjalarannsóknir falla t.d. rannsóknir á skilríkjum, hvort þau séu fölsuð eða þeim hafi verið breytt. - Hve lengi hefur þú starfað á þessu sviði? Ég byrjaði að fást við verk- efni sem falla nú undir störf rit- handarsérfræðings þegar ég hafði hafið störf hjá tæknideild RLR, en á árinu 1990 fór ég síðan í sérþjálfun í þessum fræð- um hjá skjalarannsóknardeild brezka innanríkisráðuneytisins í Birmingham. - Er samstarf norrænna rit- handarséifræðinga umfangs- mikið? Við sem störfum við þetta á Norðurlöndunum höldum ráð- stefnu annað hvert ár. Þessar ráðstefnur eru vinnufundir þar sem við berum saman bækur okkar. Við komum með raunhæf verkefni til umföllunar. Stundum eru það verkefni sem við teljum áhugaverð fyrir einhverra hluta sakir; stundum eru það verkefni sem eru á borðinu í það og það skiptið. Einnig getur verið gott að geta borið þau mál sem menn eru að fást við undir álit kolleganna, sérstak- lega í málum þar sem einhver vafaatriði koma upp. Auk þess fáum við oft fyrirles- ara, t.d. úr dómskerfinu til að segja frá afstöðu þeirra til þess- ara mála. - Geturðu sagt frá einhverju forvitnilegu máli sem tekið var fyrir á ráðstefnunni? Á ráðstefnunni voru tekin fyr- ir tólf mál sem hvert um sig var áhugavert. Ég minnist til dæmis máls sem Svíar komu með. Þar var um að ræða mál þar sem einhver hafði gert sér leik að því að senda inn pantanir á alls kon- ar varningi með útfylltum pönt- unarseðlum á nafni ákveðins manns. Tiltekinn maður var grunaður um verknaðinn en ►Haraldur Árnason er fædd- ur árið 1941 í Reykjavík. Hann hóf störf hjá lögreglunni í Reykjavík árið 1963 og hjá Rannsóknarlögreglunni í Reykjavík 1974. Hann hefur starfað hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins síðan hún var stofnuð árið 1977. Haraldur hefur fengizt nær eingöngu við skjala- og rit- handarrannsóknir síðan 1989. Haustið 1990 aflaði hann sér sérfræðiþekkingar á því sviði hjá skjalarannsóknardeild brezka innanríkisráðuneytis- ins i Birmingham (Home Office Forensic Science Laboratory). Kona Haraldar er Jóna Gunnhildur Hermannsdóttir. hann neitaði öllum sakargiftum. - Hver var niðurstaðan í málinu? Við sem skoðuðum gögn máls- ins á ráðstefnunni vorum sann- færð um að sakborningurinn væri ekki sá seki. - Hafa rithandarrannsóknir haft mikið að segja fyrir dómsúr- skurði hér á landi? Þetta er spurning sem betur væri beint til dómara, en ég veit að niðurstöður rithandarrann- sókna hafa visst vægi í mati þeirra á dómsmálum þar sem þær koma við sögu. - Sumir trúa því að hægt sé að lesa ýmislegt um persónu manna út úr rithönd þeirra. Er eitthvað hæft í því? Ég tel þau vísindi ekki vera áreiðanlegri en stjörnuspár og því um líkt. Að minnsta kosti kemur slíkt starfi rithandarsér- fræðinga sem fást við lögreglurannsóknir ekkert við. Okkar rannsóknir snúast um að skera úr um hvort skjöl og undirskriftir séu falsaðar eða ekki, sem gerist með samanburði og öðrum full- komlega jarðbundnum aðferð- um. Við fáumst ekki við spá- dóma. - En ef þú ert eini sérfræð- ingurínn á þessu sviði er þá eng- inn annar sem getur gengið íþín störf? Þetta er visst vandamál. Mín bíða verkefni til þriggja mánaða núna. En slíkt er ekkert eins- dæmi. Ég verð bara að vona að einhveijum öðrum gefist tæki- færi til að afla sér þessarar sér- þekkingar, því að þessi þekking verður að haldast hjá RLR þegar að því kemur að ég hætti störf- um. Hafa visst vægi í mati á dómsmálum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.