Morgunblaðið - 23.06.1995, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 35
síðan hjá Jóni Bjömssyni, kaup-
manni frá Bæ í Bæjarsveit. Hann
hafði ætlað sér til framhaldsnáms
til Þýzkalands og var ferðbúinn, er
faðir hans lézt, 5. október 1922.
Hann sneri aftur, tók þá við búinu
og bjó fyrst með móður sinni, en
síðar einn. Sigríður lézt 27. júlí 1936.
Kristján Blöndal á Gilsstöðum
var fæddur 2. júlí 1972, dáinn 21.
nóvember 1941. Hann vartvísöngs-
maður góður, eins og Vatnsdals-
Blöndalir, listfengur og afbragðs
leturgrafari. Kristján var kvæntur
Elinu Jósefínu, f. 16. ágúst 1872,
d. 3. júní 1954, dóttur Magnúsar,
hreppstjóra á Hnausum í Vatnsdal.
„Hann lagði tunnu af spíritus árlega
til búsafnota, og var þó mesti hófs-
maður," segir Lárus Jóhannesson í
Blöndalsætt um Magnús.
Þau Kristján áttu níu börn: Láms
Þórarinn, búfræðing; Guðrúnu;
Emilíu, bústýru á Gilsstöðum; Krist-
ínu, veitingastýru á Blönduósi;
Magnús, bónda á Gilsstöðum; Lauf-
eyju í Hjarðarholti; Hjörleif Björg-
vin á Gilstöðum; Asgeir, bónda á
Blöndubakka; óskírða dóttur; og
Huldu Steinunni, er gift var Alberti
frá Kötlustöðum í Vatnsdal.
Þau Laufey og Ásgeir voru einu
börn Kristjáns, er áttu afkomendur.
Laufey réðst til vistar í Hjarðar-
holti hjá Þorvaldi frænda sínum.
Þau giftust 3. marz 1939, og eign-
uðust tvær dætur, Sigríði og Krist-
ínu Jósefínu. Þorvaldur lézt 31.júlí
1968.
Eldri dóttir þeirra er Sigríður,
húsfreyja í Hjarðarholti, f. 21. jan-
úar 1938, giftist Jóni Þór Jónas-
syni, bónda og oddvita í Hjarðar-
holti, frá Bessastöðum í Fljótsdal,
sonar Jónasar, bónda þar Þorsteins-
sonar, og konu hans Soffíu Ágústs-
dóttur frá Langhúsum í Fljótsdal.
Þau Sigríður eiga þrjú börn: Maríu,
kennara í Reykholti; Þorvald Tóm-
as, bónda og varaþingmann í Hjarð-
arholti, kvæntan Hrefnu Bryndísi
Jónsdóttur, bankamanni, og Ragn-
heiði Laufeyju, kennara á Klébergi
á Kjalarnesi, sambýlismaður Sig-
geir Lárusson, vélsmiður.
Yngri dóttirin er Kristín Jósefína,
læknaritari í Reykjavík. Hún var
gift Ólafi Ólafssyni, bæjargjaldkeri
á Selfossi, og eiga þau tvö böm:
Margréti Elísabetu, við nám í list-
fræði í París, og Laufeyju Þóm gift
Grétari Pétri Geirssyni, skrifstofu-
manni.
Sambýlismaður Kristínar er
Gunnar Baldursson, verkstjóri..
Vorið 1955 lézt móðir mín. Varð
þá að ráði að þau Laufey og Þor-
valdur tækju mig í sveit, en Bene-
dikt bróðir minn hafði verið þar tíu
árum áður.
Mér hefur óvíða liðið jafn vel og
í Hjarðarholti. Það em mikil við-
brigði fyrir móðurlausan lítinn
dreng að fara sumarlangt frá föður
sínum og systkinum. Þá skiptir öllu,
að hann fái gott atlæti og öryggi.
Það fann ég í Hjarðarholti. Laufey
var mér afskaplega góð, og þau
bæði. Mér var ekki ofgert í vinnu,
en hafði þó skyldum að gegna, reka
og sækja kýrnar, sækja hestana,
hjálpa til við fjósverkin og snúa.
En ég fékk einnig að fara minna
eigin ferða eins og kötturinn.
Þau Laufey og Þorvaldur bjuggu
rausnarbúi og vom hjúasæl. Þau
vom ekki harðir húsbændur. Aldrei
var unnið eftir kvöldmat, nema við
rúning, og aldrei á sunnudögum.
Þá daga gerði hver það sem hann
vildi og var oft farið í útreiðatúra
um nágrennið. Ég spurði Þorvaldur
síðar af hverju. Hann svaraði því
til, að faðir sinn hefði haft þennan
háttinn á: „Og honum búnaðist
ekki verr en öðrum bændum."
Mér er minnisstætt þetta sumar
1955. Það rigndi nánast hvern dag,
og komu þrír sólardagar allt sumar-
ið. Einn bar upp á sunnudag, og
sögðu vinnumennirnir mér að sækja
hestana, því að nú átti að fara í
útreiðartúr. En sem ég var að
hlaupa af stað, leit Þorvaldur inn
til okkar og spurði, hvort við vildum
gera honum þann greiða að vera í
heyskap þennan daginn, - það hefði
ekki verið svo mikill þurrkur hingað
til. Okkur var bættur þessi sunnu-
dagur með frídegi síðar.
Þorvaldur var Bændaflokksmað-
ur, - kaus Gísla Sveinsson í forseta-
kosningunum, - studdi Andrés í
Síðumúla. Skipti sér lítt af stjóm-
málum, en réði því sem hann vildi.
Hann komst þó ekki undan mann-
virðingum, var m.a. oddviti í Staf-
holtstungum og formaður stjórnar
Sparisjóðs Mýrasýslu. Hann hélt
alltaf fund í hreppsnefndinni 17.
júní, og þá voru útsvör lögð á.
Daginn eftir var ég svo sendur með
útsvarseðilinn niður í Bakkakot, en
þaðan fór hann boðleið um sveitina.
Þegar fram komu hugmyndir á
viðreisnaráranum um að gera
Sparisjóð Mýrasýslu að útibúi Bún-
aðarbankans, gerði Þorvaldur sér
ferð til Reykjavíkur að hitta Bjarna
Bendiktsson, forsætisráðherra,
frænda sinn. Þorvaldur sagði
Bjarna að þeir ættu að láta Spari-
sjóðinn í friði. Það hefur ekki verið
verið minnst á þetta mál síðan.
Þorvaldur réði því að Friðjón Svein-
björnsson, sá mæti drengskapar-
maður, er lézt langt um aldur fram,
var ráðinn spárisjóðsstjóri.
Laufey gekk ekki til útiverka.
Hún réði innan dyra. Hún bjó til
góðan mat og var hugkvæm í að
hafa hann fjölbreyttan. Nú var ég,
og er, mesti gikkur á mat. Oft var
það að ég rétt nartaði í matinn, -
en svo undarlegt sem það er, þá
man ég eftir þessum mat: Gratíner-
aður saltfiskur með blómkáli, tóm-
ötum, kartöflum og jafnvel gúrkum,
- ýmsa rétti, sem vora utan við
venjulega matseld á þessum tíma,
- og einn réttur er sá, sem ég man
alltaf eftir: Það vora hnausþykkar
baunir í aðalrétt, ekki saltkjöt og
baunir, heldur aðeins baunirnar, og
síðan þykkar pönnukökur á eftir.
Eitt sumarið komu fréttir um það
að Bjami á Laugalandi væri farinn
að rækta sveppi. Það var hlegið um
allan Borgarfjörð að Bjama, sjálf-
stæðismanninum, sem væri farinn
að rækta gorkúlur. Var það nema
eðlilegt, aðeins eitt til tvö ár liðin
frá því að epli og appelsínur feng-
ust aðeins á jólum.
Laufey sendi mig ríðandi til
Bjarna að kaupa sveppina og 'eftir
það vora sveppir fastur liður á
matseðlinum í Hjarðarholti og bætt-
ust við ferska tómata og gúrkur,
sem var keypt á Laugalandi
(Varmalandi), þegar við fórum
þangað að synda, og ýmsa garð-
ávexti, sem hún ræktaði.
í annað sinn sendi hún mig í
erfiðara erindi. Kvenfélögin í Borg-
arfirði ákváðu merkjasölu til að
styrkja byggingu Elliheimilis í
Borgarnesi. Laufey hafði lengi ver-
ið í stjórn Kvenfélags Stafholts-
tungna og var formaður þess um
hríð. Við fóram tveir ríðandi frá
Hjarðarholti á merkjasöludegi, sem
var örugglega sunnudagur. Það var
haugarigning. Niðurrigndir fóram
við á milli bæja í Stafholtstungum
að selja merki dagsins. Okkur var
vitanlega tekið eins og af fjöllum,
gefið heitt að drekka á hveijum bæ,
og keypt merki. En á einum stað
fengum við hvorki greiða né seldum
merki. Laufey hafði haft efasemdir
um að við færum í þessíuferð, Bósi
og ég, - en hún varð hugsi þegar
við sögðum henni, hver hafði ekki
viljað kaupa merkin.
Síðustu misseri ævi sinnar bjó
Laufey í Dvalarheimili aldraðra í
Borgarnesi, sem ég seldi merki til
að byggja.
Það eru liðin fjörutiu ár frá því
ég kom í Hjarðarholt í fyrsta sinn.
Þar leið mér vel í þau fimm sumur
sem ég var þar. Eg man æ hlýj-
una, mildan svipinn hjá þessari fá-
látu frænku minni og gæzkuna, sem
hún bjó yfir.
Blessuð sé minning Laufeyjar
Kristjánsdóttur Blöndal.
Haraldur Blöndal.
+ Þórir Ólafsson
fæddist í
Reykjavík 2. októ-
ber 1922. Hann lést
á heimili sínu 15.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Ólafur Teitsson,
skipstjóri, f. í Ráða-
gerði í Görðum á
Álftanesi 12. janúar
1878, og Kristín
Káradóttir, húsmóð-
ir, f. í Lambhaga í
Mosfellssveit 14. júlí
1897. Þórir ólst upp
fyrstu æviár sín á
Spítalastíg 10 en síðan Berg-
staðastræti 30. Hann átti einn
albróður, Karl Pálma Ólafsson,
leigubilstjóra, og þrjú hálfsystk-
ini samfeðra, þau Guðmund
Waage, Jósefínu Waage, hús-
móður, og Valborgu Waage,
húsmóður. Þau þrjú eru öll lát-
in. Þórir kvæntist Petrínu Krist-
ínu Björgvinsdóttur hinn 8. nóv-
ember 1947. Foreldrar hennar
voru Kristín Jóhannesdóttir,
húsmóðir, og Björgvin Guð-
mundsson, trésmiður. Þórir og
Petrína eignuðust þrjú börn,
þau Kristínu, Kolbrúnu og Ólöf,
fimm barnabörn og
fjögur barnabarna-
börn. Kristín er
verslunarskóla-
gengin, húsmóðir
og býr í Reykjavík,
og er gift Kristjáni
Daðasyni, málara-
meistara. Kolbrún
er meinatæknir og
er búsett í Sviþjóð.
Ólafur er guðfræð-
ingur og býr í
Reykjavík. Fyrstu
sjö árin bjuggu Þór-
ir og Petrína. í Berg-
staðastræti 30. Síð-
an byggðu þau sér heimili í
Heiðargerði 68 í Reykjavík og
hafa búið þar í 40 ár. Þórir lauk
prófi sem loftskeytamaður árið
1943. Fyrst vann hann sem
magnaravörður hjá Ríkisút-
varpinu, en siðan sem loft-
skeytamaður á útvarpsstöðinni
á Vatnsenda, þar sem hann vann
allt til ársins 1987, er hann varð
að láta af störfum sakir veik-
inda. Hann lauk símvirkjameist-
araprófi á starfsferli sínum.
Utför Þóris fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
SUMUM kynntumst við vel og
þekkjum lengi, en aðra þekkjum við
skemur og jafnvel alltof stutt. Þann-
ig fínnst mér að ég hafi þekkt Þóri
skamma stund. Við kynntumst fyrir
um sex árum þegar ég kvæntist
Kristínu dóttur hans. Kynni okkar
voru traust og áttum við margar
góðar stundir saman. Þórir var glað-
lyndur og glettinn og kunni vel að
segja frá.
Oftar en ekki bar dægurþras
þjóðmálanna á góma. Oftast vorum
við á öndverðum meiði og þá varð
heldur en ekki líf í tuskunum. Hann
hafði fastmótaðar skoðanir á flest-
um hlutum og varð þeim ekki hagg-
að. Ég gerði jafnvel í því að vera á
öðru máli, jafnvel þó að ég hafi á
stundum verið sammála honum.
Þó samfylgdin í þessu lífi hafi
ekki verið löng í mannárum talið
skilur Þórir eftir sig sterkar minn-
ingar um allar samverustundirnar.
Ég sendi Petrínu, börnum, barna-
börnum, öðrum ættingjum og vinum
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Að lokum eftir langan, þungan dag,
er leið þín öll. Þú sest á stein við veginn,
og horfir skyggnum augum yfir sviðið
eitt andartak.
Og þú munt minnast þess,
að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu
lagðir þú upp frá þessum sama stað.
(Steinn Steinarr)
Kristján Daðason.
ÞORIR
ÓLAFSSON
t
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legrar eiginkonu minnar og fósturmóður,
ÓSKAR SIGMUNDSDÓTTUR,
Höfðagrund 6,
Akranesi.
Eiríkur Jensen,
Simonetta Bruvik,
Kristín Bruvik,
Bertha Bruvik.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og jarðarför ástkærrar dóttur minnar og systur
okkar,
BJARKAR INGÓLFSDÓTTUR,
Ennisbraut 37,
Ólafsvik.
Ingólfur Gunnar Gíslason,
Anton Gísli Ingólfsson, Vagn Ingólfsson.
t
Okkar innilegustu þakkir færum við
þeim fjölmörgu, sem veittu okkur styrk
í sorg okkar með blómum, samúð og
hlýju, við fráfall elskulegs eiginmanns,
fósturföður, tengdaföður og afa,
HERMANNS TORFASONAR,
Höfðagrund 12,
Akranesi.
Guð blessi ykkur öll.
Halldóra Ólafsdóttir,
Oddrún Sverrisdóttir, Pálmar Einarsson,
Guðrún Sverrisdóttir, Hreinn Vagnsson
og barnabörn.
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vináttu við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
KARENAR M. SLOTH GISSURARSON,
Árskógum 6,
Reykjavík.
Megi blessun Guðs fylgja ykkur.
Inga Kjartansdóttir, Guðni J. Guðnason,
Gunnar Kjartansson, Ágústa Árnadóttir,
Anna Kjartansdóttir, Björn S. Lárusson,
Erla Kjartansdóttir, Sigurbjörn E. Kristjánsson,
Sonja Kjartansdóttir,
Kristján Kjartansson, Stefanía K. Karlsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð við and-
lát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Austurbyggð 17,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á C-gangi dvalarheimilisins Hlíðar
og lyflæknisdeildar Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar.
Þór Þórisson, Sigríður Jónsdóttir,
Sigrún Þórisdóttir, Björn Halldórsson,
Erna Þórey Björnsdóttir, Gunnar Þórir Björnsson,
Ásrún Þóra Björnsdóttir,
Fanney Ásgeirsdóttir, Þorsteinn Halldórsson,
Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Árni Þór Hallgrímsson,
Sigurður Ásgeirsson
og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
ÓLAFS INGIMUNDARSONAR
múrarameistara,
Keflavík.
Einnig þakkir til allra þeirra, sem .sent
hafa minningargjafir til ýmissa líknar-
félaga.
Rósa Teitsdóttir,
Sigurfríð Ólafsdóttir Jegárd, Finn Jegárd,
Sigurvin Ólafsson, Gunhild Hannesson,
Guðmundur Ólafsson, Lea G. Daviðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.