Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ1995 37 SKÁK Ivantsjúk í brösum með Jóhann SKAK Bíkarkcppni Inlcl og PCA NEW YORK 20.-23. júní ÞRIÐJI stigahæsti skákmaður heims, Vasílí ívantsjúk frá Úkra- ínu var í miklu basli með að slá Jóhann Hjartarson út úr Intel- atskákmótinu í New York í fyrrakvöld. Tefldar voru tvær hálftíma- skákir. Jóhann hélt nokkuð örugglega jafntefli með svörtu í fyrri skákinni, en í þeirri síðari tefldi hann alltof glæfra- lega. ívantsjúk náði strax hættulegri gagnsókn og átti gjörunna stöðu, en þegar saxast tók á tímann fóru undar- legir hlutir að gerast. Fáir núlifandi skák- menn tefla betur en ívantsjúk, en veik- leiki hans eru taug- arnar og hann lék hverjum af- leiknum á fætur öðrum. Fyrst var hann tveimur peðum yfir með yfirburðastöðu, en missti það niður í jafntefli og síðan fékk Jóhann frábæran vinnings- möguleika. En hann missti af færinu og ívantsjúk náði aftur að laga stöðuna til. Eftir mikinn barning endaði skákin með jafn- tefli. Þá varð að tefla eina hraðskák til úrslita. Reglurnar segja til um að draga skuli um liti og sá sem fær svart hefur fimm mínútur gegn sex mínútum hvíts. Svarti dugar jafntefli til að komast áfram. Jóhann dró svart sem þykir betri kostur í þess- ari stöðu. En hann missti snemma peð og þótt Jóhann næði að flækja taflið héldu bæði taugar og staða Ivantsjúks og hann náði að inn- byrða viftninginn. Jóhann var afar óheppinn að dragast gegn ívantsjúk, sem hefur aldrei teflt betur en um þessar mundir og er þriðji stigahæsti skák- maður heims á eftir þeim Kasparov og Karpov. Frammistaða Jóhanns á atskák- mótum atvinnumannasambands- ins PCA hefur verið mjög góð, hann hefur tvívegis komist í að- alkeppnina. 1. umferð: ívantsjúk, - Jóhann Rjartarson 2-1 Speelman, Engl,- Kortsnoj, Sviss 2-1 Morozevitsj, Rús. - Vyzmanavín, Rús. 2-1 Christiansen, Band. - Júsupov, Þýskal. 1 Vi-Vi í gærkvöldi átti að tefla seinni hluta fyrstu umferðarinnar. Þá mættust: Kasparov, Rússl. - Adams, Englandi Smirin, Israel - de Pirmian, Band. Júdit Polgar - Ehlvest, Eistlandi Kramnik, Rússl. - Chernin, Ungvetjal. Við skulum grípa niður í seinni atskák þeirra Jóhanns og Ivant- sjúks, þegar allt fer úr böndun- um: Svart: ívantsjúk 33. - Hcl?! Léttir á hvítu stöðunni. Sterk- ara var 33. — Hcd2! og hvítur á ekkert viðunandi svar við hótun- inni 34. — Dh4. Lokin gætu orð- ið 34. Ha8 - Dh4! 35. Hxe8+ - Kh7 36. Hxg4 - Dxel+ 37. Kh2 - Hxg2+! og hvítur er óveijandi mát. 34. Hxcl — Dxcl 35. Hxg4 — h5 36. Hg3 - Dxel+ 37. Kh2 - Df2?? Eftir þessi mistök nær hvítur mótspili sem virðist duga til jafn- teflis. Rétt var 37. — h4 38. Hg4 - De2! 39. Hxh4 - Hd2 40. Dgl — Hxb2 með vinningsstöðu. 38. Db8 - Kf8 39. Dxe5 - f6 40. Dc5+ - Kf7 41. Da7+ - Bd7 42. Da2+ - Kf8 43. Da8+ - Kf7? Svartur varð að leika 43. — Be8, en þá er skákin jafntefli eftir 44. Da7 - Bf7 45. Da8+. 44. Dh8! - Df4 45. Dxg7+ - Ke8 46. Dg6+? Hvítur á frábæra vinnings- möguleika eftir 46. Dxf6! því svartur má ekki leika eðlilegasta leiknum 46. — h4 vegna 47. Dh8+ - Kf7 48. Dg8+ - Ke7 49. f6+! - Kxf6 50. Df8+ - Ke5 51. De7+ - Be6 52. Dc7+ - Hd6 53. Dg7+ - Df6 54. Hg5+ og svartur tapar drottn- ingunni. 46. - Ke7 47. Kh3? - De5 48. Dxh5 - Be8 49. Dh7+ - Bf7 50. Bf3?! - Hd3 51. Dh6 - Dxb2 52. Df4 - De5 53. Dcl - b3 54. Da3+ - Hd6 55. Bdl - Dxe4 56. Da7+! - Hd7 57. De3+ — Dxe3 58. Hxe3+ — Kf8 59. Bxb3 Jafntefli. Það er einmitt vegna slíkra sviptinga- skáka sem atskákin er orðin eins vinsæl og raun ber vitni. Boðsmót TR Boðsmót Taflfélags Reykja- víkur hefst mánudaginn 26. júní og lýkur mánudaginn 10. júlí. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi. Umhugsunar- tíminn verður Vh klst. á 30 leiki og síðan hálf klukkustund til að ljúka skákinni. Teflt er á mánu- dögum, miðvikudögum og föstu- dögum frá kl. 19.30. Mótið fer fram í félagsheimili TR Faxafeni 12 og er öllum heimil þátttaka. Margeir Pétursson Vasilí ívantsjúk RADAUGí YSINGAR , NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Sel- fossi, þriðjudaginn 27. júní 1995, kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Kambahraun 42, Hveragerði, þingl. eig. Einar Kristbjörnsson, Brenda Darlena Pretlova og Sigrún Pretlova, gerðarbeiðendur sýslumaðurinn á Selfossi og Byggingarsjóður ríkisins. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Smiðjustígur 6, Flúðum, Hrun., þingl. eig. Sigurður H. Jónsson, gerð- arbeiðendur Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Stofnlánadeild landbúnað- arins, Þór hf., Olíuverslun íslands hf. og Landsbanki (slands, fimmtu- daginn 29. júní 1995, kl. 10.30. Austurvegur 57, Selfossi, þingl. eig. Jóakim Elíasson, gerðarbeið- andi Trygging hf., föstudaginn 30. júní 1995, kl. 11.00. Lóðin „Mörk" úr landi Skálmholts, Villingaholtshr., þingl. eig. Jónína G. Færseth, gerðarbeiðandi Sparisjóðurinn í Keflavík, föstudaginn 30. júní 1995, kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Selfossi, 22. júní 1995. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins f Hafnarstræti 1, 3. hæð, þriðjudaginn 27. júní 1995 kl. 14.00, á eftirfarandi eignum: Fjarðarstræti 55, 0101, Isafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Isafjarð- ar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkámanna. Grundarstígur 26, Flateyri, þingl. eig. Reynir Jónsson, gerðarþeið- andi Tryggingastofnun ríkisins. Hjallavegur 17, Suðureyri, þingl. eig. Benedikt J. Sverrisson, Mar- grét Þórarinsdóttir og íslandsbanki hf. 0556, gerðarbeiðendur Siglu- fjarðarkaupstaður og íslandsbanki hf., lögfræðideild. Kjarrholt 5, Isafirði, þingl. eig. Gisli Skarphéðinsson, gerðarbeiðend- ur Bæjarsjóður Isafjarðar og Lífeyrissjóður Vestfirðinga. Mb. Auðunn ÍS-110, þingl. eig. Iðunn hf. útgerðarfélag, gerðarbeið- endur Bæjarsjóður Isafjarðar, Jöklar hf., Landsbanki Islands og Sjóvá- Almennar. Mánagata 1, Isafirði, þingl. eig. Frábær hf., c/o Jakob Ólason, gerðar- beiðendur Bæjarsjóður ísafjarðar og Innheimtustofnun sveitarfélaga. Sláturhús, Þingeyrarodda, Þingeyri, þingl. eig. Sláturfélagið Barði hf., gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Sýslumaðurinn á ísafirði, 22. júni 1995. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Aðalgötu 7, Stykkis- hólmi, þriðjudaginn 27. júní 1995 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: auglýsingar Akrar, Snæfellsbæ, þingl. eig. Elín G. Gunnlaugsdóttir, Þorvarður Gunnlaugsson, c/o KG, Kristján Gunnlaugsson og Ólína Gunnlaugs- dóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Bjarnarfoss, Snæfellsbæ, þingl. eig. Sigurður Vigfússon og Sigríður Gísladóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og innheimtu- maður ríkissjóðs. Vísir SH-343, þingl. eig. Hjálmur hf. og Arnarnes hf„ gerðarbeiðend- ur Skeljungur hf. og Sparisjóður Önundarfjarðar. Sýslumaðurinn í Stykkishólmi, 22. júní 1995. Uppboð á bifreiðum verður haldið á morgun, laugar- daginn 24. júní, á Eldshöfða 4, á athafna- svæði Vöku hf., og hefst það kl. 13.30. Sýslumaðurinn í Reykjavík. S0LU<« Notuð húsgögn Laugardaginn 24. júní 1995 verða seld notuð húsgögn (antik) úr Ráðherra- bústaðnum. Sala mun fara fram í Nóatúni 17, 4. hæð, kl. 13.00-16.00. Wríkiskaup Útboð f k i I a órangrif BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 552-6844, BRÉFASÍMI 562-6739 FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 568-2533 Föstudagur 23. júní 1. Kl. 18.00 Jónsmessunætur- ganga á Heklu. Ferð tileinkuð árbókinni nýju og glæsilegu, Á Hekluslóðum. Spennandi ganga á sjálfri Jónsmessunóttinni. Verð 2.500 kr. 2. Kl. 20.00 Jónsmessunætur- ganga á Helgafell. Gengið frá Kaldárseli á þetta „heilaga fjall". Verð aðeins 600 kr„ frítt f. börn m. fullorönum. BrottfÖr frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Helgarferðir 23.-25. júní Brottför kl. 18.00 1. Jónsmessunæturganga yfir Fimmvörðuháls. Ekið að Skóg- um, en farangur fluttur í Þól“s- mörk. Spennandi ganga í sumar- nóttinni (7-8 klst.). Gist í Skag- fjörðsskála og.tjöldum. 2. Jónsmessuferð í Þórsmörk. Gist i skála. Gönguferðir við allra hæfi. Þórsmerkurkort F.í. fylgir öllum farmiðum. Sunnudagur 25. júní 1. Kl. 10.30 Náttúruminjagang- an, lokaáfangi. Ganga frá Djúpa- vatni að Selatöngum í fylgd jarð- fræðinganna Hauks Jóhannes- sonar og Sigmundar Einarsson- ar. 2. Kl. 13.00 Selatangar. Tilvalin fjölskylduferð. Nánar auglýst um helgina. Dagsferðir í Þórsmörk sunnu- daginn 25/6 og miðvikudaginn 28/6. Brottför kl. 08.00 að morgni. Tilvalið að eyða sumar- leyfisdögum í Þórsmörk. Fjölskylduhelgi á álfaslóð- um í Þórsmörk 30/6-2/7 Fjölbreytt dagskrá fyrir unga sem aldna, fjölskyldugöngur, ratleikur (leitin að álfasilfrinu). Kvöldvaka. Mjög ódýr ferð. Gist i skála og tjöldum. Pantið tímanlega. Ferðafélag fslands. FERÐAFÉLAG % ÍSLANDS MóRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Fjölbreyttar sumarleyfisferðir: 1. 30. júní - 3. júlí (4 dagar) Vestfirsku „alparnir“. Dýra- fjörður, Lokinhamrar, Svalvogar. Gist í húsum. 2. 30. júní - 2. júlf (3 dagar) Hreðavatn - Langavatn - Hnappadalur. Bakpokaferð. Fá sæti laus. 3. 1.-6. júlí Vestfjarðastiklur (6 dagar). Biðlisti. 4. 1.-5. júlf Landmannalaugar - Þórsmörk. Fá sæti laus. 5. 8.-12. júlí Hvítárnes - Hveravellir. Nokkur sæti laus. Hornstrandaferðir 28. júní - 7. júlí: Hesteyri - Hlöðuvík - Hornvík, húsferð. 2.-11. júlí Hesteyri - Hlöðuvík - Hornvík, húsferð. Árleg Suður-Grænlandsferð Ferðafélagsins verður 3.-10. ágúst. Nánar kynnt síðar. Ath.: Sjálfboðaliða vantar til gæslustarfa í Hrafntinnuskeri fyrstu vikuna í júlí. Hallveigarstig 1 • sími 614330 Kvöidferð föstud. 23. júni Kl. 20.00 Jónsmessunætur- ganga: Marardalur - Hengill. Verð kr. 1.200/1.300. Dagsferð laugard. 24. júní Kl. 9.00 Ingólfsfjall. Fjallasyrpa 2. áfangi. Verð kr. 1.500/1.700. Dagsferð sunnud. 25. júní Kl. 10.30 Krísuvík - Herdísarvík. Gengin gömul póstleið. Brottför frá BSl, bensínsölu, miðar við rútu. Einnig uppl. í Textavarpi bls. 616. Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.