Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra leiddi Li Lanqing, varforsætisráðherra Kina, um sögustaðinn Viðey en hádegisverður var snæddur þar í gær. Utanríkisráðherra átti fund með varaforsætisráðherra Kína Unnið verður að eflingu viðskipta milli þjóðanna EFNAHAGS- og viðskiptamál og samskipti á sviði sjávarútvegs og orkufreks iðnaðar voru rædd ítar- lega á fundi Halldórs Ásgrímsson- ar, utanríkisráðherra, og Li Lanq- ing, varaforsætisráðherra efna- hags- og viðskiptamála í Kína, í gærmorgun. Utanríkisráðherra segir að ákveðið hafi verið að stofna í haust sameiginlega nefnd eða viðskiptaráð sem hafi það verkefni að efla efnahagssam- vinnu milli þjóðanna. Mannrétt- indamál voru ekki rædd á fundi ráðherranna. Varaforsætisráðherrann og kona hans, frú Zhang Suzhen, þáðu að ioknum fundi ráðherranna hádegisverðarboð utanríkisráð- herrahjónanna í Viðey. Síðar um daginn tók borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, á móti kín- versku sendinefndinni í Ráðhús- inu. Að lokinni þeirri heimsókn var kvöldverður snæddur í Ráðherra- bústaðnum í boði utanríkisráð- herra. Skilur afstöðu íslendinga í Evrópumálum „Á fundi okkar ræddum við um efnahagssamvinnu í heiminum og hlutverk efnahags- og viðskipta- samtaka," sagði utanríkisráð- herra. „í ljós kom að hann er hræddur um að það gæti of mikill- ar vemdarstefnu hjá slíkum sam- tökum. Við urðum þannig sam- mála um að nauðsynlegt sé að auka samvinnu þjóða á vettvangi EIGINKONA kínverska ráðherrans, frú Zhang Suzhen, heimsótti Árbæjarsundlaug í gærmorgun og þar tók stór hópur barna á móti henni. alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) sem Kínveijar eru raunar ekki enn aðilar að.“ Halldór sagði að kínverski ráð- herrann hefði fullan skilning á ástæðum þess að íslendingar hafi ekki gengið í ESB, þ.e.a.s. vegna fiskveiðistefnu sambandsins. Hann hafi lagt áherslu á að ríki þyrftu að halda fullu sjálfstæði sínu og yfírráðum yfir auðlindum sínum jafnvel þótt þau hefðu með sér ákveðna samvinnu í efnahags- málum. „Við ræddum mjög lengi um efnahagssamvinnu ríkjanna og það er mikill vilji fyrir því að auka verslun og samskipti milli þjóð- anna,“ sagði Halldór „Hingað til hefur mjög lítið verið flutt út til Kína frá Islandi. Það hefur verið mikill vilji af þeirra hálfu að finna leiðir til að efla viðskipti land- anna.“ Niðurstaðan varð sú að sögn ráðherra að í'framhaldi af heim- sókn forseta íslands til Kína í byijun september muni koma hingað til lands sendinefnd erin- dreka úr kínversku viðskiptalífi. I þeirri ferð verði sett á fót sameig- inleg nefnd eða viðskiptaráð þjóð- anna til þess að vinna að auknum viðskiptum og efnahagssamvinnu. ■ Telur samstarf/19 Vinsældir þjóðarleiðtoga heima fyrir Davíð Oddsson er vinsælastur DAVÍÐ Oddsson forsætísráðherra er sá þjóðarleiðtogi, sem nýtur mestra vinsælda í sínu heima- landi, samkvæmt niðurstöðum könnun Gallup í 18 ríkjum. Á íslandi fór könnunin fram 20.-25. apríl síðastliðinn og sögð- ust 64% landsmanna sáttir við frammistöðu Davíðs sem for- sætisráðherra. I engu af hinum ríkjunum fimmtán, þar sem spurt var sömu spurningar, fékk þjóð- arleiðtoginn jafngóða útkomu. Ef tekið er tillit til þeirra, sem sögðust ósáttir, kemur Lee Teng- Hui, forseti Taiwans, þó bezt út, en 62% sögðust sáttir við frammi- stöðu hans og 10% ósáttir. Á Is- landi sögðust 22% óánægðir með frammistöðu forsætisráðherrans. Jean Chrétien, forsætisráð- herra Kanada, hefur einnig góð- an stuðning. Um 62% Kanada- manna segjast sáttir við frammi- stöðu hans. Óvinsælastir eru John Major, forsætisráðherra Bret- lands, Gyula Horn í Ungveija- landi og Felipe Gonzalez á Spáni. Jafnframt var spurt hvort fólk væri ánægt eða óánægt með Iýð- ræðið, sem það byggi við. Aðeins rúmlega helmingur, eða 54%, Is- lendinga sagðist ánægður með framkvæmd lýðræðis og 23% sögðust óánægðir. Þó voru ein- ungis tvær þjóðir ánægðari með lýðræðið á heildina litið, Kanadá- menn og Bandaríkjamenn. 14% 17% 23% 22% 21% 22% Helga Jónsdóttir nýskipaður stjórnar- formaður Landsvirkjunar Þakka traust sem mér er sýnt HELGA Jónsdóttir, aðstoðarbanka- stjóri Alþjóðabankans í Washington og verðandi borgarritari Revkjavík- urborgar, hefur verið skipuð stjórn- arformaður Landsvirkjunar. Varaformaður verður dr. Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmda- stjóri. Núverandi umboð stjórnar rennur út þann 30. júní n.k., og tekur ný stjórn við þann 1. júlí. Annar formaður Landsvirkjunar frá upphafi Helga tekur við starfi Jóhannesar Nordals, sem gegnt hefur starfinu frá stofnun Landsvirkjunar. árið 1965, eða í 30 ár. Helga sagðist í samtali við Morg- unblaðið. þakka það traust sem henni væri sýnt með skipuninni. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er samstarfsverkefni margra aðila og ég vonast til þess að ná góðu samstarfi við stjórn og starfs- menn,“ segir hún. Helga segir að á þessu stigi málsins geti hún ekki sagt til um neinar áherslur sem stjórnarfor- maður enda sé hún búin að vera erlendis í þrjú ár. Auk þessa hefur Þorkell Helga- son, ráðuneytisstjóri, verið skipaður sérstakur fulltrúi Iðnaðarráðuneyt- isins í stjórn Landsvirkjunar. Vara- maður hans er Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri. Samskiptaörðugleikar í Langholtskirkju Búist við sáttum í næstu viku LÍKUR eru taldar á að sættir tak- ist í deilum, sem verið hafa innan Langholtskirkjusafnaðar. Sátta- fundi, sem sr. Ragnar Fjalar Lárus- son, prófastur, hafði boðað í dag, hefur verið frestað fram á miðviku- dag í næstu viku vegna anna próf- asts. Þar er talið líklegt að gengið verði frá samkomulagi um ýmsar verþlagsreglur og málið þurfi því ekki að koma til kasta biskups ís- lands. Guðmundur E. Pálsson, formað- ur sóknarnefndar Langholtskirkju, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að báðir aðilar hefðu lýst því yfir að þeir gengju til sátta af heil- indum og því teldi hann að vandinn væri ekki óyfírstíganlegur. Að- spurður um ástæðu ósamkomulags innan safnaðarins sagði hann að meðal annars hefðu menn ekki ver- iu á eitt sáttir um leigu á kirkju til ýmiss konar tónlistarflutnings. „Sóknarpresturinn telur að kirkjuna eigi fyrst og fremst að nota til helgi- halds. Sóknarnefndin og organist- inn eru ekki sammála prestinum um útfærslu á þessu, enda fáum við tekjur af útleigunni. Það má segja að þetta sé ekki svo stórt deiluatriði að það hefði ekki mátt laga, ef menn hefðu snúið sér að því fyrr.“ Aðspurður um fregnir af ósætti vegna orgelsjóðs kirkjunnar sagði Guðmundur að þær væru á mis- skilningi byggðar. „Orgelnefnd fékk það hlutverk að safna til orgel- kaupa og ávaxta það fé. Það er hins vegar rétt að það láðist að leggja reikningana fram á aðalfundi sóknarnefndar, en það voru mistök. Það er ekkert athugavert við þessa reikninga og þeir hafa verið yfir- farnir af endurskoðanda orgel- nefndar.“ Málið langt komið „Úrslitafundur í þessari deilu verður á miðvikudag og ég býst fastlega við að þá náist sættir,“ sagði sr. Ragnar Fjalar Lárusson, prófastur, en hann hefur gegnt hlutverki sáttasemjara í deilunni. Ragnar sagði að málið væri langt komið, en hann myndi tala einslega við aðila þess fyrir fundinn á mið- vikudag og bæri hann ekki árangur yrði málinu vísað til biskups. „Þetta mál snýst fyrst og fremst um sam- skiptaörðugleika milli sóknarprests- ins og organistans, þótt fleiri komi þar að,“ sagði hann. „Það er erfitt ef ekki ríkir einhugur og samstarfs- vilji innan kirkjunnar. Þarna deilir hæfileikaríkt fólk og við höfum öll hug á að lagfæra þetta.“ Jón Stefánsson, organisti, vildi í gær láta hafa það eitt eftir sér að hann vonaði það besta. Ekki náðist í Flóka Kristinsson, sóknarprest. Vinsældir nokkurra þjóðarleiðfoga 10% 8% 39% 47% 15% 27% 51 % 48% 18% Hlutlausir 71% Ósáttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.