Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐALSTEINN TRYGGVASON + Aðalsteinn Tryggvason fæddist 31. júlí 1913 í Reykjavík. Hann lést hinn 14. júní sl. Foreldrar hans voru hjónin Krist- jana Halldóra Guð- laugsdóttir, frá Hvammi í Eyjafirði, fædd 12. desember 1884, dáin 1970, og Jóhann Tryggvi Björnsson, skip- stjóri frá Reykja- vík, fæddur 18. nóvember 1877, dá- .inn 1967. Aðalsteinn var yngst- ur fjögurra barna þeirra hjóna. Systkini Aðalsteins voru: Fann- ey, bókavörður, f. 1907, d. 1986, Kristbjöm, yfirlæknir og pró- fessor, f. 1909, d. 1983, Þuríð- ur, húsfreyja, f. 1911, d. 1987. Aðalsteinn kvæntist eftirlifandi konu sinni Sigríði Þorláksdótt- ur frá Bolungarvík árið 1942. Börn þeirra eru: Krisljana, bóka- vörður, f. 1943, maður hennar er Stefán Snæbjöms- son. Þorsteinn, raf- virki, f. 1945, Jó- hann Tryggvi, framkvæmdastjóri, f. 1948, kona hans er Aðalbjörg Þor- varðardóttir. Sól- veig myndlistar- kona, f. 1955, mað- ur hennar er Ing- ólfur Araarsson. Málfríður, textíl- listakona, f. 1960, maður henn- ar er Tor Jenssen. Aðalsteinn Tryggvason lauk prófi í raf- virkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík 1934 og starfaði við rafvirkjun til æviloka. Utför Aðalsteins verður gerð frá Fossvogskirkju mánudag- inn 26. júní og hefst athöfnin kl. 13.30. GÓÐUR drengur er genginn. Aðalsteinn Tryggvason raf- virkjameistari lést aðfaranótt 14. júní sl. Þegar kallið kom var hann staddur í sumarleyfí suður á Mall- orka ásamt eiginkonu sinni Sigríði Þorláksdóttur, syni sínum Tryggva og fjölskyldu hans. Með Aðalsteini Tryggvasyni er genginn einn af þessum eftirminni- legu mannkostamönnum sem þröng kjör kreppuáranna mótuðu í upp- vextinum með sérstæðum hætti. Engum manni hef ég kynnst sem borið hefur jafnótvíræða virðingu fyrir starfí sínu og þeirri Guðsgjöf að mega vinna og verða öðrum að liði. Aðalsteinn átti langan starfsald- ur að baki er hann lést. Hann hóf nám í rafvirkjun árið 1930 þá sautj- án ára að aldri og starfaði að grein- inni síðan. En löngu áður 'hafði hann með sendlastörum og viðvik- um aflað tekna sem jiann lét renna til æskuheimilisins. Á langri starfs- ævi var víða komið við. Um tíma starfaði hann að rafvæðingu á landsbyggðinni. Tiltók hann þá gjaman Isafjörð og býli við I>júp. Hann vann við raflagnir í ýmsar stórbyggingar í Reykjavík t.d. Þjóð- leikhúsið og rafverktaki var hann við byggingu íþróttahallarinnar í Laugardal og Norræna hússins, svo fátt eitt sé nefnt. Aðalsteinn hafði á seinni árum með höndum allyfír- gripsmikla umsjónar- og viðhalds- þjónustu fyrir ýmsa aðila varðandi rafbúnað. Má þar til nefna Stjómar- ráð íslands, sendiráð Bandaríkj- anna og Danmerkur, Vegagerð rík- isins, Umferðarmiðstöðina o.fl. Þótt Aðalsteinn hafí á allra síðustu árum tekið þá stefnu að draga úr umsvif- um sínum, hægja örlítið á ferðinni, var hann samt sístarfandi. Jafnvel þegar hann tók sér frí frá erli hvers- dagsins var það ekki til þess að sitja með hendur í skauti. Verkefn- in við og í kringum sumarbústaðinn við Elliðavatn voru honum óþrjót- andi viðfangsefni. Ekki af því að brýna nauðsyn bæri til að mála eða moka, heldur af því að iðjuleysi féll honum ekki. Það var ekki í eðli Aðalsteins Tryggvasonar að láta fara mikið fyrir sér. Hann var jafnvel fremur hlédrægur maður. En þegar starfíð var annarsvegar stóð fátt fyrir hon- um. Þetta átti ekki síst við í sam- bandi við undirbúning stórra sýn- inga í Laugardalshöllinni. Þá var oft keppt við klukkuna að ljúka mætti flóknu og vandasömu verki í tæka tíð. Þær urðu margar „redd- ingarnar“ fyrir síðbúna sýnendur, sem lentu á Alla rafvirkja og hans liði. En öll vandamál var reynt að leysa af hendi með ljúfmennsku, lítillæti og eins vel og efni stóðu til. Viðamiklar stórsýningar, eins og t.d. sjávarútvegssýningarnar, höfðu fyrir löngu sprengt þann orkuramma sem Iþróttahöllinni var settur. Það þurfti kunnáttu og út- sjónarsemi til að leysa allra þarfír. Mér er nær að halda að Aðalsteinn, með einhveijum óskiljanlegum hætti, hafí magnað upp meiri raf- orku í höllinni en send var inn í hana. í nokkurri mótsögn við starf- ið að sýningum í Laugardalshöllinni var nákvæmnisvinnan við lýsingu listaverka í Norræna húsinu. Lýsing Móðir okkar, t STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR andaðist föstudaginn 23. þessa mónaðar. Gústav Nilsson, Ólafur Nilsson, Bogi Nilsson, Anna Nilsdóttir. t Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og lang- amma STEFANÍA S. STEFÁNSDÓTTIR, áðurtil heimilis i Stóragerði 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 28. júní kl. 13.30. Þeim.sem vildu minnast hennar, er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Anna Kristín Bjarnadóttir, Bjarni Garðar Guðlaugsson, Ingi Þórðarson, Ingveldur B. Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR listaverka er vandasamt viðfangs- efni sem krefst skilnings og næm- leika. Þama var Aðalsteinn einstak- ur vegna reynslu sinnar. Þó að „sér- fræðingar" væru ekki efstir á vin- sældalista hans var hann hvað þetta varðar -einn af þeim. Aðalsteinn var gerður heiðursfé- lagi Iðnaðarmannafélags Reykja- víkur 31. júlí 1988 og heiðursfélagi Félags löggiltra rafverktaka varð hann 29. apríl 1994. Aðalsteinn unni íslenskri náttúru og ferðalög um landið voru honum áhugamál. Ófáir voru steinamir frá ýmsum landshomum sem fundu leið á Guðrúnargötuna í úlpuvasa hans. Steinar sem síðar urðu tilefni frásagna og uppriijunar skemmti- legra ferðalaga. Og heimurinn um- hverfís varð ekki útundan. Einkum á seinni ámm freistuðu fjarlægir staðir. Öllu nýju sem á vegi varð var mætt með áhuga og jákvæðri forvitni. Ekki féll þó allt í „kramið" og fékk þá viðeigandi einkunnarg- jöf. Þó að Aðalsteinn væri maður starfsins, var það samt fyrst og síðast fjölskyldan sem allt snerist um. Ekki svo mikið í orði sem á borði. Þegar eitthvað bjátaði á var hann á réttum stað. Bar nafn með rentu og var sá klettur sem byggja mátti á. Hann var heldur ekki einn. Studdur af góðri eiginkonu , Sigríði Þorláksdóttur, sem var meiri þátt- takandi í daglegu starfí hans en augað sá, trúi ég hann hafi séð flesta drauma rætast. Aðalsteinn Tryggvason raf- virkjameistari hefur þjónað út sinn tíma. Leiðir skilur um sinn. Um leið og þessi góði vinur er kvaddur, dvelur hugurinn hjá Sigríði, tengda- móður minni, í þeirri fullvissu að bjartar minningar megni að styrkja hana í harmi. Stefán Snæbjörnsson. Þegar andlátsfregn berst manni verður ákveðið tómarúm í hugar- fylgsnum manns, en hversvegna? Þessi leið er okkur jú öllum búin og við höfum alla ævina til þess að búa okkur undir þessa hinstu för. Þó kemur fregnin alltaf jafn mikið á óvart. Góður vinur er látinn, Aðalsteinn Tryggvason, rafvirkjameistari. Að- alsteinn er fæddur á Vesturgötu 44 og átti heima vestur á Bakka, sem kallað var, þar sem nú stendur Stálsmiðjan. Þegar Aðalsteinn er sex ára flytur fjölskyldan austur í bæ, innst á Grettisgötuna þar sem hann býr öll sín uppvaxtarár. Leik- svæði krakkanna var þá gjáman í Norðurmýrinni og ekki renndi hann grun í það þá að hann ætti eftir að reisa þar hús með bróður sínum á árunum 1941-42, sagði Aðal- steinn í viðtali sem haft er við hann í tímariti, sem gefið var út í tilefni af 120 ára afmæli Iðnaðarmannafé- lagsins í Reykjavík. Eftir ferming- una gerðist Aðalsteinn sendisveinn hjá Ormsbræðrum, sem þá voru með aðsetur við Óðinsgötu. Þar kynnist hann ýmsum ágætum mönnum, sem áttu eftir að reynast honum vel síðar. í byijun kreppunn- ar kemst hann í rafvirkjanám hjá nýstofnuðu fyrirtæki „Rafmagni" og lýkur þar námi árið 1934. Það er fróðleg sú lýsing, sem Aðalsteinn gefur á ástandinu í þjóðfélaginu á þessum árum í fyrrnefndu viðtali. Þar segir hann meðal annars: „Hef alltaf verið lagnari við skrúfjámið en pennann." Kreppa og atvinnu- leysi var mikið á þessum ámm, það varð að taka allt sem bauðst, strax á námsárunum var hann sendur út á land, til að vinna við raflagnir, eftir sveinsprófíð vann hann á ýms- um stöðum úti á landi, hann vann meðal annars við raflýsingu húsa á ísafírði um eins árs skeið, á Akur- eyri var hann í rúmt ár hjá Indriða Einarssyni. Þegar ég kynntist Aðal- steini á fímmta áratugnum þá vann hann með Jónasi Guðmundssyni við raflagnir í hús hér í borg. Það voru mörg húsin sem þeir félagar lögðu í, það var mikið keppikefli að vera mgð rafvirkjUM sem voru fljótir að leggja rafmagnsrörin í loftin. Þeir félagar fylgdust vel með sínum húsum og voru vandvirkir. Eitt stærsta verkefni Aðalsteins er Laugardalshöllin, en í hana lagði hann allar raflagnir í upphafi og. sá svo um lýsingar á sýningum þar. Þá sá hann um raflagnir og lýsingu í Norræna húsinu. Aðal- steinn gekk í Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík, hann var í skemmti- nefnd og varastjórn um margra ára skeið, hann sá um allan ljósabúnað og lýsingu þegar það félag hélt málverka- og listmunasýningamar árin 1977 og 1980, þá tók hann þátt í endurbyggingu Baðstofu iðn- aðarmanna eftir brunann og það var einmitt hann sem fann glerkúfla á kyndlana í Baðstofunni, eftir að hafa farið yfír alla þá myndalista sem hann kom höndum yfír, þetta lýsir Aðalsteini einna best, hann gafst aldrei upp, hann leysti hlutina með sinni eljusemi og prúð- mennsku, hann var fastur fyrir og fljótur að komast að Iqamanum í hverju máli, var ekki langorður en lét verkin tala. Það var fyrir einu ári að hann baðst undan endurkosn- ingu í trúnaðarstörf fyrir félagið. Hann var þó ávallt með hugann við félagið, fyrir tæpum fjómm vikum hrindi hann í mig sem oftar til að segja mér að hann gæti ekki komið á aðalfundinn þar sem að hann yrði ekki í bænum, hann bað mig um að skila kveðju til félaganna, sem ég og gerði, það var það síð- asta sem ég heyrði frá honum. Aðalsteinn var heiðursfélagi í Iðn- aðarmannafélaginu í Reykjavík. Kona hans Sigríður Þorláksdóttir tók mikinn þátt í störfum manns síns, hún bjó honum og bömum þeirra fagurt heimili á Guðrúnar- götu, það var gott að leita til henn- ar þegar einhvers þurfti með að gera fyrir Iðnaðarmannafélagið og vil ég færa henni hér með þakkir fyrir það. Og nú er komið að leiðar- lokum, Aðalsteinn er farinn, þar er genginn traustur og góður drengur. Eg vil svo að lokum votta eftirlif- andi konu, bömum og fjölskyldum þeirra samúð því minningin um góðan dreng lifir. Gissur Símonarson. Hann Alli er dáinn. Yfír heimilinu að Guðrúnargötu 5 og öllum ætt- ingjum og vinum grúfír sorgin. Mörg em þau heimili hér í bæ sem hafa treyst á Alla í baráttunni við myrkrið. Því fór hann í einskon- ar krossferðir um bæinn á hveiju hausti, til þess að sjá um að raf- magnið væri í lagi á þessum heimil- um og bar hann einkum umhyggju fyrir gamla fólkinu. Aðalsteinn var mikill reglumað- ur, alltaf mættur til starfa á sama tíma og tilbúinn að klifra upp í stiga og stillansa, sem öðrum leist ekki á. Hann sá um raflagnir í mörgum stórbyggingum s.s. Umferðarmið- stöðinni og Laugardalshöllinni, en fyrir stærri sýningar þar var oft unnið nótt með degi. Einnig sá Aðalsteinn um að koma fyrir lýs- ingu í myndlistarsölum. Var það mikið þolinmæðisverk því engu mátti skeika með lýsinguna hjá listamönnunum. Hafði hann komið sér upp safni ljóskastara til þess að ná sem bestum árangri í lýsingu. Hjónin Aðalsteinn og Sigríður voru mjög gestrisin og samhent, og var það ekki lítils virði að hús- móðirin var alltaf til staðar til að taka við skilaboðum og halda sam- bandi við vini og viðskiptamenn. Alli var mjög félagslyndur maður og lét sig sjaldan vanta á fundi í þeim félögum sem hann átti hlut- deild í. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík var þar efst á blaði. Sat hann t.d. í skemmtinefnd í mörg ár. Voru þá haldnir margir skemmtilegir fundir og hittust þar eldri og yngri félagar og tengdust vináttuböndum. Þegar endurbyggja þurfti Bað- stofu iðnaðarmanna, lagði Alli mikla vinnu í að leita uppi samskon- ar lampa og upphaflega voru á handskomum örmum, gerðum af Ríkarði Jónssyni myndskera. Fund- ust þessir lampar eða lampanlutir úti í Frakklandi. Ef stund gafst milli stríða var skroppið í sumarbústaðinn að dytta að eða gróðursetja tré og var þarna kominn hinn myndarlegasti tijá- lundur, sem hann var mjög stoltur af. Fjölskyldan öll átti þarna marg- ar ánægjustundir, en mest var ánægjan þegar húsbóndinn hossaði bamabömunum. Þau hjónin Aðalsteinn og Sigríð- ur hafa verið vinir okkar í nærri 60 ár. Við sendum Sigríði og fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Karítas og Ríkarður. • Fleiri minningargreinar um AðalsteinTryggvason bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Blómastofa Friöfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tíl kl. 22,- einníg um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Vandaðir Cegsttinar VaranCcg minning TASTEINN Brautarholti 3. 105 Reykjavík Sími: 562 1393 Urval Ijóskera, krossa og fylgihluta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.