Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 3 ÍK ■• a/'a Nú eru liðin 40 ár síðan Samband garðyrkjubænda var stofnað. Af því tilefni var ákveðið að gefa út bók um sögu garðyrkjunnar á íslandi sem kemur út á þessum tímamótum. Á liðnum árum hefur framleiðsla og vöruúrval frá íslenskum garðyrkjubændum aukist stórlega, samhliða vaxandi neyslu á grænmeti, aukinni hagræðingu og tækni við íramleiðsluna. í dag eru 135 garðyrkjustöðvar starfræktar innan vébanda Sambands garðyrkjubænda, sem samsvarar því að yfir 450 ársverkum sé skilað við garðyrkju á íslandi. Þegar tekið er tillit til þeirra þjónustugreina sem hafa atvinnu af frumframleiðslunni má ætla að garðyrkjan skapi um 900 ársverk til viðbótar. Það munar um minna. Til gamans má geta þess að áætlað smásöluverð á heildarframleiðslu garðyrkjunnar nemur nú um 2 milljörðum króna á ári. Um 88% af framleiðslukostnaði tómata byggist á innlendum aðföngum og vinnuafli og svipað má segja um aðrar afurðir garðyrkjubænda. Það er von okkar að nálægð íslenskra garðyrkjubænda við markaðinn og einstakur hreinleiki íslenska grænmetisins muni tryggja öllum Islendingum hreint, ferskt, hollt og bragðgott grænmeti um ókomna framtíð. BImmmvM ÍSLENSK GARÐYRKjA - okkar allra vcgna! Mlfe ÍSLENSKUR LANDBUNAÐUR sölufélag GARÐYRKJUMANNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.