Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR GUÐRUNS. HELGADÓTTIR + Guðrún S. Helgadóttir fæddist I Keflavík, 6. janúar 1947. Hún lést í Landakots- spitala 12. júní síð- astliðinn. Guðrún var jarðsungin frá Keflavíkurkirkju 20. júní. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Hávamál) Orð þessi úr Hávamálum eiga vel við Guðrúnu, eða Nunnu eins og hún var ætíð kölluð, vinkonu okkar úr saumaklúbbnum sem okk- ur langar að minnast með örfáum orðum. Þó að klúbburinn sé kominn til ára sinna þá kom Nunna ekki formlega til liðs við okkur fyrren fyrir fímm árum síðan en hafði þó áður í langan tíma verið þátttak- andi í „klúbbastarfinu“. Það var eðlilegt að hún bættist seinna í hópinn því hún hafði búið erlendis í mörg ár. Við áttum svo margt sameiginlegt því við höfðum allar unnið saman hjá FlUgleiðum á Keflavíkurflugvelli til margra ára. Tengslin sem sköpuðust á sameig- inlegum vinnustað urðu að vináttu sem helst enn. Nunna lét sig aldrei vanta á „saumafundina" þótt veik væri enda óhugsandi að halda klúbb nema hún kæmi líka. Það var mik- il lyftistöng að fá Nunnu í klúbbinn hún hafði svo mörg áhugamál að umræðumar gátu verið býsna líf- legar og fjörugar. Það var farið yfír allan skalann allt frá ýmsum menningamálum niður í svæsnustu hviksögur. Að auki vorum við svo ríkar af reynslusögum af fyrrver- andi vinnustað að oft eyddum við góðum tíma í að rifja þær upp. Guðrún var mjög liðtæk í upprifjun- inni því hún var svo minnug og hafði svo skemmtilegá frásagnar- og leikhæfíleika að klúbbakvöldin snérust stundum upp í hina bestu skemmtiþætti. Á einhveijum tímapunkti þá hættum við að hafa kökuhlaðborð á fundunum og tókum upp þann sið að hafa mat. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni að mæta í klúbb til Nunnu því matargerð var eitt af hennar áhugamálum, maður átti alltaf von á einhverjum spenn- andi réttum á borðunum. Á þessum tímamótum streyma minningamar frá okkar samveru- stundum fram hver af annarri. Okkur er í fersku minni ferðalagið sem við fórum í til Lúxemborgar fyrir tveimur ámm síð- an. Sá staður varð fyr- ir valinu því ein úr saumaklúbbnum er búsett þar. Við leigð- um stóra rútu og ókum um. Á kvöldin borðuð- um við á hinum ýmsu veitingastöðum og var Guðrún látin um að velja þá. Hún var svo vel að sér í matargerð hinna ýmsu landa að henni var falið að velja réttina af matseðlin- um. Það var hrein unun að fylgjast með henni þegar hún var að panta, hún vildi vita allt um kryddið, hráefnið og matreiðsluna. Áhuginn var svo mikill að við hvöttum hana stundum að drífa sig í eldhúsið til að fylgj- ast með matseldinni. Skopskyn Nunnu var mjög sér- stakt, hún var mjög næm á spaugi- legu hliðamar á sjálfri sér og gerði óspart grín af þeim. Hún var mjög spurul og þurftum við oft að sitja fyrir svörum um hagi okkar og til- fínningar. Þessar yfírheyrslur voru mjög einkennandi fyrir Nunnu því hún spurði spurninga sem enginn annar spurði. Nunna var heims- dama og fagurkeri. Útlitið, fata- smekkur og heimilið hennar bar þess vel merki. Að horfa fram á lífsins leið oss lítið gagn fær veitt, því tjaldið er svo þykkt og þétt, sem þar er fyrir breitt. (Guðl. Guðm.) Það gagnar lítið að vera að spá í framtíðina hún er óskrifað blað. Þegar við stofnuðum klúbbinn fyrir tuttugu og þremur árum vissum við lítið um þau örlög sem biðu okkar enda ungar að árum og lífið var leikur einn. En við erum enn ungar en lífsreyndari og eigum erfitt með að skilja það hversvegna okkur var ætlað það hlutverk af fylgja tveim- ur úr okkar hópi á besta aldri til grafar með aðeins fárra ára milli- bili. Við sem ætluðum allar að eyða elliárunum saman. Við vinkonurnar þökkum fyrir að hafa fengið að vera með Nunnu þessi ár sem liðin eru og í huganum munu hún og Mæja Bjarna áfram verða okkur samferða á góðum stundum. Vegna búsetu, starfa er- lendis og veikinda getum við ekki allar fylgt Nunnu til grafar en við sendum Sigurði og bömunum okkar dýpstu samúð og vonum að Guð gefí þeim styrk til þess að glíma við sorgina. Saumaklúbburinn. Ég býst við að þetta verði síð- asta bréfíð sem ég rita þér að sinni + Útför móður minnar og tengdamóður, GUÐRÚNAR KATRÍNAR GUNNÞÓRSDÓTTUR, sem lést 22. júní sl., fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 1. júli kl. 10.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Gigtarfélag íslands eða önnur líknarfélög. Sveinn B. Sigurjónsson, Sigríður Gísladóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður. ömmu, langömmu og langalangömmu, HÓLMFRÍÐAR ÞÓRU GUÐJÓNSDÓTTUR, Frostafold 57. Kristján Þorgeirsson, Sigríður Ólafsdóttir, Guðmundur Þorgeirsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Þórunn Þorgeirsdóttir, Þórir Þorláksson, Svanlaug Þorsteinsdóttir og fjölskyldur þeirra. og ég geri ekki kröfu til þess að þú svarir mér um hæl. Þegar ég renni huganum yfír þau 24 ár sem við þekktumst og höfðum kynni hvor af annarri þá er óneitanlega margs að minnast en bréf þetta er ekki vettvangur til að minnast þeirra stunda. í Spámanninum eftir Kahlil Gibran segir hann um vinátt- una: „Vinur þinn er þér alit. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Og láttu vináttuna ekki eiga sér neinn tilgang annan en að auðga anda þinn, því að sú vinátta, sem leitar einhvers annars en síns eigin leyndardóms, er ekki vinátta, heldur net, sem kastað er í vatn og veiddir í tómir undirmáls- fískar." Þessi tilvitnun er tileinkuð þér því hún lýsir svo vel okkar vin- áttu og samskiptum um ævina. En tilvera okkar er undarlegt ferðalag og það er sagt að enginn ráði sínum næturstað né hve lengi við lifum. Þótt mitt innsæi segði mér að kveðjustundin væri að nálg- ast þá vonaði ég samt að baráttu- vilji þinn og dugnaður mundi duga til þess að við fengjum að hafa þig lengur. En þú varðst undan að láta og fjögurra ára hetjulegri baráttu þinni er lokið. Þú hefur nú fengið hvíldina og ert laus við þrautirnar sem þú óttaðist mest. Þú gerðir okkur sem í kringum þig voru lífið svo auðvelt að maður átti það stund- um til að gleyma því að þú stóðst í mikilli lífsbaráttu. Hugtakið „veik- indi“ var ekki til í þínu orðasafni. Engu mátti breyta og ekki vildir þú láta taka sérstakt tillit til þín vegna veikindanna allt átti að vera óbreytt og láta eins og ekkert hefði í skorist. Vinnuna stundaðir þú eins lengi og heilsa þín leyfði. Þú Iést þig aldrei vanta á mannamótin hvort sem þau voru hér heima eða að fara í ferðalög með ættingjum, vinum eða vinnufélögum. Sú stund sem við áttum saman á heimilinu þínu í maí sl. þegar ég dvaldi hjá þér yfír helgi er mér sú dýrmætasta af öllum þeim sam- verustundum sem við höfum átt um ævina. Okkur gafst tækifæri til að líta yfír farinn veg og rifja upp löngu liðna atburði sem höfðu vikið til hliðar fyrir nýjum. Við ræddum líka um lífið og tilveruna og meðal annars hvaða lífsstarf við mundum velja okkur í dag ef við stæðum á slíkum tímamótum. Þú gast hugsað þér fjölmiðlafræði. Þegar ég hug- leiði það nánar sé ég að margir af eiginleikum þínum hefðu nýst vel á þeim starfsvettvangi. Umhyggjan fyrir móðurmálinu, hæfileikinn til þess að skrifa á einlægan og skemmtilegan hátt, spurningarnar þínar, fróðleiksfýsnin og réttlætis- kenndin allt þetta samanlagt hefði gert þig að góðum blaðamanni. Réttlætiskennd þín var svo sterk að þú varst tilbúin til að berjast fyrir hvem sem var og fyrir hvaða málefni sem var eingöngu til þess að ná fram réttlætinu - hún var eitt af þínum séreinkennum. Við ræddum Iíka um það hvort við tryðum á líf eftir dauðann og kom ýmislegt fram í þeim efnum en þó vorum við sammála um það að eitthvað hlyti að taka við eftir þessa jarðvist. Það verður mér að minnst akosti auðveldara að sætt- ast við sorgina ef ég trúi því að við munum hittast aftur að lokinni dvöl á þessari Hótel Jörð, að þú verðir við innganginn og takir á móti mér þegar ég mæti á staðinn. Þú sigldir ekki alltaf sléttan sjó og þótt hann væri stundum úfinn og öldurnar jafnvel nokkuð háar sem þú þurftir að stíga gerðir þú það ætið upprétt. Að láta bugast eða sökkva sér í depurð þótt móti blési var ekki þitt eðli. Vegna fjarlægðarinnar gátum við ekki hist eins oft og við hefðum viljað en tæknin bjargaði okkur því símann notuðum við óspart. Símtöl- in gátu oft verið nokkuð löng og teigðust stundum fram á rauðar nætur, þegar flestir voru gengnir til náða vorum við enn að tala í símann. Það var svo ótal margt að tala um, lífíð og tilveruna, stjórn- mál, kvikmyndir, bókmenntir og ýmis mál líðandi stundar þú hafðir áhuga á svo mörgu. Ég á eftir að sakna þess mjög að heyra ekki leng- ur röddina í þér og þessa setningu í símanum eða á símsvaranum „þetta er Guðrún suður með sjó“ með þeirri áherslu sem þér einni var lagið. Þú varst spurul mjög um hagi manna og tilfínningar. Þú ein og enginn annar hafðir óskráð leyfi til þess að spyrja nærgöngula spurninga. Þú fékkst líka svör við þeim öllum því þér tókst að setja spumingarnar í slíkar umbúðir að það var ekki annað hægt en að svara þeim. En það kom sér stund- um vel að vera spurður því maður fékk oft góðar ráðleggingar í stað- inn - þú varst svo hreinskilin. Þú hafðir alveg einstakt skopskyn og í kringum spurningaleikina þína spannst oft ákveðin spenna maður hugsaði stundum „hvað ætlar hún að ganga langt“ en það endaði allt- af þannig að við veltumst um af hlátri. En þessar yfirheyrslur skil- greindum við alltaf sem einlægan áhuga á okkur en ekki forvitni. Þú ert ung, og þú ert skýr, 9g þú er ægifögur, í þér búa ævintýr og íslendingasögur. ((Davíð Stefánsson) Þetta ljóð á vel við þig. Þú ert alltof ung að kveðja okkur, brottför þín er ótímabær, það var svo margt sem þú áttir eftir að gera. Þú varst vel greind og skýr. Þú varst glæsi- leg heimskona með fágaðan smekk. Líf þitt var sveipað ævintýraljóma. Og þú hefur það fram yfír okkur að þú skilur eftir þig Nunnusögur sem við eigum eftir að ylja okkur við um ókomin ár. Guðirnir hefðu gjarnan mátt elska þig aðeins minna og lofa okk- ur að hafa þig lengur. Eg vona að Guð veiti Sigga og börnunum styrk til að meðhöndla sorgina og halda lífinu áfram. Samferðatíminn var alltof stuttur ég átti enga ósk heitari en að spum- ingaleikirnir héldu áfram og fá að hlæja með þér fram á elliár. Það verður erfítt að venjast fjarveru þinni en minningarnar em mér dýr- mætar og þær geymi ég. Ég held ég hafi þetta ekki lengra og kveð þig elsku Nunna með ljóði Davíðs Stefánssonar. Á þessum degi hefst vor hinzta ferð. Nú hjálpar engin bæn né sáttagerð. Við stillum hvorki stormana né rokið. En nú skal bergð hin beiska kveðjuskál. Vor borg er hrunin, samvistunum lokið, og flúinn brott hver fleygur sumargestur. Þú beinir þínum flota austur ál - ég einu skipi - vestur. + Sigríður Guðlaug Benja- mínsdóttir fæddist á Pat- reksfirði 26. september 1925. Hún lést í Reykjavík 5. júní síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju þann 9. júní. VIÐ eram nokkrar vinkonur sem langar að minnast Systu okkar sem er fallin frá eftir baráttu við illvígan sjúkdóm sem ekkert fékkst við ráð- ið. Systu kynntumst við í Hátúni 12, þar sem hún átti heima í mörg ár. Það var alltaf glatt yfír Systu, hún var alltaf í góðu skapi og aldrei sá maður dapurleika yfir henni jafnvel þótt hún ætti við þessa fötlun að stríða. Það var alltaf svo gott að sitja og spjalla við Systu um lífið og tilveruna, hún var svo hlý og ástkær, hún var vinkona sem var alltaf til staðar er eitthvað bjátaði á og hughreysti okkur ávallt. Systa var mjög félagslynd, og hafði gam- an af að vera innan um margt fólk Þín vinkona, Ingibjörg Sverrisdóttir. Víst er þetta löng og erfið leið, og lífið stutt og margt, sem út af ber. En tigið gegnum tál og hverskyns neyð skín takmarkið og bíður eftir þér. Hve oft þú hrasar, oft þig brestur mátt, hve undarlega er gott að sitja kyrr. Samt kemstu á fætur, réttir höfuð hátt, og hraðar þér af stað sem áður fyrr. Svo styttist þessi ganga smátt og smátt, og seinast stendurðu einn við luktar dyr. (Steinn Steinarr) Með þessum fáu línum kveðjum við Nunnu að sinni. Elsku Siggi, börn og aðrir ætt- ingjar, megi góður Guð styrkja ykkur á þessari sorgarstund. Jóhanna og Bjarni, Rann- veig og Elías, Þórdís og Margeir. Elsku Nunna. Minningamar um þig geymi ég fyrir mig til þess að taka fram og gleðjast yfir, ein — og ein með þér. Takk fyrir að vera eins og þú varst, einlæg og hreinskilin, og að taka mér eins og ég er. Hægur er dúr á daggamótt dreymi þig ljósið, sofðu rótt, Margrét Soffía. Elsku Nunna. Hver hefði látið sér detta í hug að milli okkar myndi takast slík vinátta? Byrjunin lofaði ekki góðu, en þrátt fyrir það urðum við ekki aðeins miklir mátar, heldur varð fjölskylda úr þessari ósennilegu byijun. Þú varðst sem önnur móðir þeirra Seans og Nickys. Ég, Patricia, kynntist einstakri og kjarkmikilli stöllu sem hafði til að bera kímni- gáfu sem var í hárréttu samræmi við okkar enska húmor. Og það voru ófá skiptin sem við þurftum á sameiginlegri kímnigáfu að halda. Mannstu vikuna sem þið Helgi, Jenný og Óli gistuð hjá okkur í gamla kotinu? Nunna, við eigum erfitt með að sætta okkur við að aldrei framar munum við heyra þinn fallega ís- lenska hreim — en samt, einmitt núna hljómar hlátur þinn í hlustum okkar. Hugrekki þitt var óviðjafnanlegt. Við eram þakklát að ástvinir þínir voru hjá þér þegar kallið kom. Þú varst elskuð af okkur líka. Nú er stundin komin að kveðja. „Hvíl vært, kæra Nunna; og engla-sveim- ur syngi þig til náða.“ Sean, Nicky og Patricia, Hamilton, Bermúda. og hafði gaman af tónlist og góðum bíómyndum. Nú hefur elsku Systa okkar kvatt þennan heim og er komin til hans Árna síns sem hún talaði mikið um. Um leið og við kveðjum Systu okk- ar, vottum við aðstandendum henn- ar okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur öll. Elsku Systa, takk fyrir allt. Guð geymi þig. 0, faðir, gjör mig blómstur blítt, sem brosir öllum mót og kvíðalaust við kalt og hlýtt, er kyrrt á sinni rót. (M. Joch.) Hin langa þraut er liðin. Nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt. Nú sæll. er sigur unninn og sólin björt upprunnin á bak við dimma dauðans nótt, (V. Briem) Þínar vinkonur. Sigurrós, Sigrún, Sesselíja, Ingibjörg, Helena, Jónína og Guðrún. SIGRIÐUR GUÐLAUG BENJAMÍNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.