Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + Kristjana Rann- veig Friðriks- dóttir • fæddist 7. júní 1922 í Mörk á Síðu. Hún lést 13. maí 1995 að Kirkju- bæjarklaustri. Ut- för hennar fór fram frá Prestsbakka- kirkju laugardag- inn 20. maí. For- eldrar hennar voru hjónin Ólafía Jóns- dóttir, f. 20.1. 1894, d. 24.8. 1924, frá Blesahrauni og Friðrik Kristófers- son, f. 8.5. 1890, d. 25.5. 1974, bóndi og söðlasmiður í Neðri- Mörk á Síðu. Kristjana Rann- veig átti eina alsystur Jóhönnu Guðrúnu, f. 19.5.1919, húsmóð- ur á Kirkjubæjarklaustri, og tvö hálfsystkin, Ólaf f. 23.10. 1926, bílstjóra í Kópavogi og Ragnhildi f. 24.12. 1931, banka- ritara í Reykjavík. KRISTJANA Rannveig, eða Veiga í Mörk eins og hún var ævinlega kölluð, var Skaftfellingur. Friðrik, faðir hennar, var sonur Kristófers bónda og pósts á Breiðabólstað, sem var sonur sr. Þorvarðar Jóns- sonar á Prestsbakka og konu hans Sigríðar Pálsdóttur frá Hörgsdal. Móðir Friðriks var Rannveig dóttir Jóns Bjarnasonar bónda í Mörk og konu hans Sigríðar Þórhalladóttur frá Mörk. Ólafía, móðir Veigu, var dóttir Jóns Jónssonar bónda í Blesahrauni, sem var sonur Jóns Bjarnasonar bónda í Mörk. Móðir Ólafíu var Jóhanna Jónsdóttir frá Blesahrauni. Foreldrar Veigu, þau Friðrik og Ólafía voru því náskyld eins og títt var í sveitinni milli sanda. Veiga var aðeins tveggja ára þegar Ólafía móðir hennar lést úr berklum og talið var að veikindin hefðu sett nokkuð líkamlegt mark á litlu stúlkuna. Þá tóku móðurfor- eldrarnir í Blesahrauni hana í fóst- ur. En Jóhanna, amma Veigu, dó þegar hún var fímm ára og þá fór hún niður að Mörk til Friðriks, föð- ur síns, og seinni konu hans Stein- unnar Ólafsdóttur frá Mörtungu, og ólst Veiga upp hjá þeim og átti heimili í Mörk meðan öll lifðu. Veiga stundaði lögbundna skóla- göngu í farskóla sveitarinnar og sóttist námið vel bæði til munns og handa. Bústörf lærði hún svo af þeim Steinunni og Friðriki, sem bæði voru óvenju myndvirk. Steinunn var einstök matmóðir og lærð í karlmannafatasaumi en Friðrik var góður bóndi, sem sýndi öllu lífí virðingu, auk þess að vera söðlasmiður sveitarinnar. Á yngri árum var Veiga nokkra vetur í vist í Reykjavík en öll sumur austur í Mörk á meðan fjölskyldan bjó þar. Kynni mín af Veigu og fólkinu í Mörk hófust árið 1942 þegar ég kom þangað fyrst sjö ára gömul til sumardvalar en þá var Veiga tvítug og í blóma lífsins. Feður okkar voru bræður og í Mörk, þar sem ættin átti djúpar rætur, hét hver klettur og hóll sínu nafni og tengdust þau örnefni Iífi genginna kynslóða og þeirri veröld sem var fyrir daga tæknialdar. í Mörk var tvíbýli. í vesturbænum bjuggu frændur okkar Eiríkur Ein- arsson og bróðir hans Siguijón, organisti sveitarinnar, ásamt aldr- aðri móður sinni Ástu Eiríksdóttur frá Mörtungu. í austurbænum bjó auk Friðriks og Steinunnar og barna þeirra, Eiríkur Ólafsson, bróðir Steinunnar, sem átti hluta af jörðinni. Heimilislífið einkennd- ist af góðvilja og samlyndi og minn- ingamar um kynnin af Merkurfólk- inu eru mér dýrmætar og af því tagi sem aldrei verður fullþakkað. Það var mikill munaður að fá sem barn að rísla sér í skjóli þessa góða fólks. Veiga átti sinn stóra og ómetan- lega þátt í heimilishaldinu í Mörk þar sem ríkti greiðasemi og gest- risni og margir áttu þangað erindi, ekki síst í tengslum við starf Frið- riks sem söðlasmiðs. í erfiðum veik- indahrinum Steinunnar stóð Veiga fyrir heimilinu með myndarbrag og dugnaði. Mikil var önn daganna en Veiga var árrisul, vinnusöm og rösk til allra verka. Hún var jafn- víg á inniverk sem útiverkin og minnist ég hennar sérstaklega í essinu sínu við heyskapinn þegar vel viðraði. Sá var háttur í sveit- inni á þessum árum þegar rigndi og ekki viðraði til heyskapar að konur kepptust við ýmis búverk svo sem þjónustubrögð, prjónaskap, saumaskap, þvotta, bakstur og þess háttar auk hinnar daglegu umönn- MINNINGAR unar, matargerðar og fjósaverka. Þessi tímabil gátu orðin æðilöng því fyrir kom að ekki þornaði á steinum svo vikum skipti. Þegar rigndi settist Friðrik í Mörk við iðn sína og leðurilmurinn fyllti húsið á meðan hann sinnti nýsmíði eða við- gerðum á aktygjum og reiðtygjum sveitunga sinna. En mér virtust flestir aðrir karlmenn liggja löng- um stundum á rúmum sínum þegar ekki viðraði til heyskapar. Allir vissu að karlmenn „þurftu að fleygja sér“ en aldrei minnist ég þess að kona þyrfti að hvíla sig nema þá örvasa kerlingar, sem lágu óáreittar á rúmum sínum eins og karlar. Ég man hve mér fannst þetta skrítið og finnst það enn, en þessi viðhorf virðast ómeðvituð og innbyggð í menningu okkar. Svo mikið er víst að frændur mínir á Síðunni voru einstök ljúfmenni og barnbestu menn sem ég hef nokkru sinni kynnst og leiddu þeir gjarnan óvita sér við hönd. Stopular frístundirnar notaði Veiga til að líta í bók, því hún var alla tíð bókhneigð og mikill lestrar- hestur, eða þá hún greip í handa- vinnu sér til skemmtunar. En best naut hún sín á hestbaki og þá var eins og „ásjónan breyttist", eins og Steinunn orðaði það. Veiga var mikil hestakona enda hafði hún gott lag á hestum. Minnisstæðar eru ferðir okkar Veigu, Ragnhildar og mín, austur í Prestsbakkaheiði að sækja illviðráðanlega meri, Sokku að nafni, sem var þýðust allra á skeiði, en sótti svo stíft í stóðið þar austur frá að henni héldu engin bönd. Svo virtist sem aldrei hefði tekist að temja skepnuna til fulls og þessi villta frelsisþrá í brjósti hennar heillaði okkur og seyddi. Tímafrekt var að sækja Sokku austur í Prestsbakkaheiði því fyrst þurfti að leita uppi stóðið og síðan gat verið þrautin þyngri að koma beisli á merina. Veiga fór fyrir okkur en við Ragnhildur kom- um í humátt á eftir hálfsmeykar ef styggð kæmi á stóðið sern æddi yfír hvað sem fyrir varð. Ég sé Veigu enn fyrir mér þar sem hún einbeitt á svip gengur öruggum skrefum í átt til Sokku með brauð- bita í framréttri hönd og beislið vandlega falið fyrir aftan bak. Og fyrr en varði hafði hún skepnuna á valdi sínu. Stoltar og glaðar riðum við aftur heim á leið með Sokku í taumi, og Veiga kátumst af öllum. Eitt sinn fór Veiga í mikinn reiðtúr út í Holtsdal ásamt öðru ungu fólki í sveitinni. Það hafði tekið langan tíma að undirbúa ferðina og eftir- væntingin var mikil, en við sem vorum of litlar til þess að fara með sáum þetta ferðalag í hillingum lengi á eftir. I Mörk ólust upp að mestu tveir elstu systursynir Veigu þeir Friðrik KRISTJANA RANNVEIG FRIÐRIKSDÓTTIR og Guðni Rúnar, synir Jóhönnu og manns hennar Ragnars Pálssonar frá Blesahrauni sem höfðu flust í Hveragerði. Veiga sinnti drengjun- um sem besta móðir og voru þeir augasteinar og eftirlæti alls heimil- isfólksins í Mörk. Seinna tók Veiga að sér að hugsa um heimilið fyrir Jóhönnu í veikindum hennar og veit ég að hún og hennar fólk taldi sig eiga Veigu þökk að gjalda. Friðrik í Mörk andaðist árið 1974 og síðan var jörðin seld. Þegar Veiga átti ekki lengur skjól í föður- garði fluttist hún suður og fékk vinnu við að annast aldraða á heim- ilum sínum. í fyrstu líkaði henni starfið vel, en þegar til lengdar lét reyndist það henni erfitt sem von- legt var, því kringumstæðurnar buðu ekki upp á langdvalir á hveij- um stað. Því þurfti hún aftur og aftur að venjast nýjum aðstæðum sem reyndi mikið á hana. Veiga fór að kenna heilsubrests og um miðjan níunda áratuginn fluttist hún aftur austur á Síðu og þá á dvalarheim- ili aldraðra á Kirkjubæjarklaustri þar sem hún naut hinnar bestu umönnunar til hins síðasta. Jó- hanna systir hennar og Ragnar bjuggu í næsta húsi og voru þau og börn þeirra Veigu ómetanleg stoð og stytta seinustu árin og átti hún hjá þeim athvarf sem gott var að leita til. Veiga naut sín ekki fyllilega seinustu árin en alltaf var frænd- ræknin sú sama og ánægjulegt að hitta hana. Við fórum gjarnan sam- an austur í Mörk að hitta Siguijón, þegar ég átti leið um Síðuna, en hann bjó þar lengst gamla Merkur- fólksins. Eitt sinn spurði ég Veigu hvort hún væri ekki til með að koma í bíltúr og þá spratt hún upp úr rúminu og svaraði að bragði að sig langaði að heimsækja hana Rósu á Hörgslandi Hávarðardóttur og hann Jakob frænda okkar. Við áttum yndislega kvöldstund með þeim hjónum og afkomendum þeirra. Nokkrum mánuðum síðar var Rósa öll. Líf mannlegt endar skjótt. Og nú er hún Veiga í Mörk líka búin að kveðja þennan heim og eftir lifir minningin um góða konu. Hún sofnaði svefninum langa inn í bjarta vornóttina í sveitinni sinni fögru. Blessuð sé minning Veigu í Mörk. Rannveig Jónsdóttir. JÓHANNES TH. JÓNSSON + Jóhannes Th. * Jónsson fæddist á Upsum á Dalvík 19. júlí 1919. Hann lést á Dalbæ, dval- arheimili aldraðra á Dalvík 23. júní siðastliðinn. For- eldrar hans voru: Baldvina Gunnlaug Jóhannsdóttir og Jón Jóhannesson. Bræður hans voru: Bjarni d. 1971 og Kristján Eldjárn d. 1975. Þann 25. sept- ember 1948 kvænt- ist Jóhannes eftirlifandi eigin- konu sinni Hrönn Krisljáns- dóttur. Börn þeirra eru: 1) Kristján f. 14. desember 1946 d. 13. júlí 1958, 2) Anna Bald- MEÐ ÞESSUM orðum kveðjum við föður okkar. Hafinn til hæða horfir nú þinn andi heimslífs á öldur í hvíld og kyrrð. Stormum og stríði stendur þú yfir með æðri sjón í himins hirð. vina f. 4. mars 1949, maki Skarp- héðinn Pétursson, eiga 4 börn, 3) Guðlaug f. 8. októ- ber 1960, maki Hákon Óli Guð- mundsson, eiga 2 börn, 4) Birna f. 2 apríl 1969, maki Birgir Ossurar- son, eiga 1 barn. Jóhannes lagði stund á sjó- mennsku frá 14 ára aldri, síðast var hann skip- stjóri á Bjarma II sem hann átti í félagi við aðra. Jóhannes verður jarðsung- inn frá Dalvíkurkirkju föstu- daginn 30. júní kl. 13.30. Hðfðingi héraðs, hátt þín minning standi, ávaxtist hjá oss þitt ævistarf. Þjóðrækni, manndáð, þol og tryggð í raunum þitt dæmi gefi oss í arf. (Einar Benediktsson) Anna Baldvina, Birna og Guðlaug. ÞORSTEINN JÓHANNESSON + Þorsteinn Jóhannesson fæddist 19. febrúar 1914 að Gauksstöðum í Garði. Hann lést á Landspítalanum hinn 24. júní s. 1. Foreldrar hans voru Jó- hannes Jónsson, útvegsbóndi, Finnssonar á Gauksstöðum og Helga Þorsteinsdóttir, Gíslason- ar á Meiðastöðum. Systkini Þor- steins: Kristín, f. 21.11. 1915, d. 22.6. 1982; Jón, f. 30.12. 1914 - dvelur á Hrafnistu í Hafnar- firði; Gísli, f. 31.5. 1918, d. 9.1. 1919; Sveinbjörg, f. 26.12.1919, - húsfrú á Blönduósi; Ástríður, f. 23.5. 1921, d. 13.3. 1988; Gísli Steinar, 26.9. 1924, útgerðar- maður í Reykjavík; Jóhannes Gunnar, f. 7.8. 1926, útgerðar- maður í Keflavík; Kristín Ást- hildur, f. 10.4. 1928, húsfrú á Blönduósi; Þórður Kristinn, f. 4.11. 1929, skipsljóri í Hafnar- firði; Sigurlaug, f. 28.7. 1931, d. 3.1. 1933; Sigurlaug Erla, f. 4.3. 1933, húsfrú í Reykjavík; Matthildur, f. 22.4.1935, d. 5.11. 1959; Einar, f. 28.5. 1937, vél- stjóri á Blönduósi. Þorsteinn kvæntist 26. nóv- ember 1938 Kristínu Ingimund- ardóttur. Hún er dóttir Sigríðar Þórðardóttur frá Hala í Djúp- árhreppi og Ingimundar Jóns- sonar frá Holti i Stokkseyrar- hreppi, kaupmanns í Keflavík. Kristín og Þorsteinn byggðu sér heimili að Reynistað i Garði og bjuggu þar alla tíð. Þau eignuð- ust sex dætur, sem eru: Sigríður Inga, f. 11.7. 1940, maki Guð- mundur Guðmundsson, búsett í Garði; Helga Jóhanua, f. 14.2. 1942, maki Þórður Gúðmunds- son, búsett í Garði; Unnur, f. 26.2. 1944, maki Árni Valur Viggósson, búsett á Akureyri; Erla Kristín, f. 3.10. 1950, maki James Robertson, búsett á Ak- ureyri; Ingibjörg Jóna, f. 22.12. 1955, maki Bragi Árnason, bú- sett á Akureyri, og Gunnþór- unn, f. 2.3.1958, sambýlismaður Sævar Elisson, búsett í Garði. Þorsteinn rak útgerð ásamt föður sínum og bróður og var fyrst skipsljóri á báti þeirra, Jóni Finnssyni, en eftir 1950 stjórnaði hann fyrirtækinu í landi. Þeir feðgar ráku salt- fisk-, skreiðar- og síldarverkun um árabil. Þorsteinn starfaði mikið að félagsmálum sjómanna og fiskverkenda og gegndi þar ýmsum ábyrgðarstöðum. Hann vann einnig mikið að slysa- varna- og björgunarmálum. Þorsteinn vann að framfara- málum í Garðinum. Var meðal annars i hreppsnefnd um ára- bil. Þorsteinn var ýmis sómi sýndur fyrir störf sín, m.a. með riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir nokkrum árum. Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur hið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Stórmenni er fallið í valinn. Mér er til efs að honum tengdaföður mínum hefði líkað að heyra talað um sig sem stórmenni, en þannig kynntist ég honum og þannig mun hann lifa í minningu minni; sem sannur íslenskur höfðingi og dreng- ur góður. Þorsteinn á Reynistað var maður sem hafði vinnu að hugsjón. Hann var sístarfandi og leið ekki vel í sparifötunum. Hann vann vel og eftir hann liggja mikil verðmæti, bæði andleg og veraldleg. Verð- mæti sem ekki verða endilega í krónum talin, heldur fyrst og fremst sem dýrmætt veganesti fyrir afkom- endur hans og samferðamenn. Þor- steinn var frumkvöðull á mörgum sviðum. Stórhuga, hugsaði alla tíð fram í tímann og framkvæmdi aldr- ei neitt sem ekki var vit í. Hann hafði stórt hjarta og átti mikið að gefa, en hann vann góðverkin í kyrrþey og kærði sig ekki um hrós né gullhamra. Því miður fékk ég ekki að kynn- ast honum fyrr en hann var kominn á efri ár, en kynni okkar voru afar góð og gáfu mér dýrmætan fíár- sjóð. Við áttum margar góðar stund- ir saman, þar sem aðalumræðuefnið var gjarnan sjósókn, útgerð og físk- vinnsla á árum áður. Hann sagði mér frá ýmsu áhugaverðu, oft af gáska, en alltaf var stutt í ábyrgðar- fullan og metnaðarfullan manninn sem hann hafði að geyma. Þorsteinn var mér góður tengda- faðir og það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast honum, sem ég mun ævinlega verða þakklátur fyrir. Það er varla hægt að tala um Þorstein á Reynistað án þess að tala um Kristínu líka. Þau voru sem ein manneskja, svo aðdáanlega sam- rýmd og kærleikurinn milli þeirra svo fallegur og hlýr. Eftir að heilsu beggja fór að hraka hafa þau gætt hvort annars og hjúkrað eftir bestu getu og alltaf voru þau saman um alla hluti. Tæp 60 ár fengu þau að vera saman og til síðustu stundar var það kærleikurinn og virðingin sem einkenndi samband þeirra. Lífíð var oft erfitt og margar þrautir og þungar þurftu þau að bera, en þau báru þær saman. Tengdafaðir minn sagði einhverntíma að hann ætlaði að ,drepast standandi", hann gat ekki hugsað sér verra hlutskipti en að þurfa að liggja aðgerðarlaus og vera öðrum baggi. Hann fékk ósk sína nánast uppfyllta og þó söknuð- urinn sé sár, þökkum við fyrir að hann fékk að halda reisn sinni til hins síðasta. Guð blessi minningu þessa góða manns, sem nú stýrir báti sínum til friðarlanda. Árni Valur Viggósson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.