Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ1995 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Landkynning aldarinnar? Frá Brynjólfi Stefánssyni: HVORT ER auðveldara að veiða fieiri erlenda ferðamenn til íslands eða færa að landi aukinn þorskafla? Flotinn eltist við hvert einasta síli, en væri ekki betra að klófesta laxana sem spóka sig um á götum stórborganna með fulla vasa af þýskum mörkum, amerískum doll- urum, japönskum jenum og enskum pundum? 1. Ferðaþjónusta er ört vaxandi atvinnugrein sem nú þegar skilar inn um 13% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. 2. í fyrra komu um 200.000 útlendingar til íslands. Sú tala gæti tvöfaldast fyrir aldamót með skilvirkri landkynningu. 3. Á næstu árum munu mörg hundruð milljónir manna verða á faraldsfæti. Fæstir þeirra koma til með að hugleiða ferðalag um stór- brotna náttúru íslands. Sóknarfærin í ferðaþjónustu eru því til staðar ef rétt er haldið á markaðssetningu landsins. Stærsta vandamálið er að sjálfsögðu kostn- aðurinn við landkynningu í hinum stóra heimi. Ég legg til framsækna hugmynd. Besta mögulega auglýsingin fyrir ísland er ekki dæmigerður ferðabæklingur heldur 100 mínútna kvikmynd - ævintýramynd á ensku, framleidd af amerískum kvik- myndarisa og dreift á heimsmark- Ævintýramynd Ef framleiða á fyrir heimsbyggð- ina bíómynd þá þarf að skilgreina markmiðin: a. Til að freista ferðamannsins verður að uppheija tignarlegt lands- lag íslands. b. Nauðsynlegt er að bjóða upp á spennandi og skemmtilegan sögu- þráð, sem jafnframt skírskotar til íslenskrar menningar. c. Sögupersónur verða að vera fjörugar og glæsilegar, en samt ein- kennandi fyrir land og þjóð. d. Kvikmyndin verður að vera forvitnileg, svo að áhorfendur hvar svo sem þeir eru í heiminum hugsi með sér: „Það væri sannarlega gam- an að heimsækja þetta land.“ e. Það verður að höfða til fjöld- ans. „Listræn“ gildi sem lagt hafa evrópska kvikmyndagerð í rús verða að víkja fyrir alhliða skemmtun. f. Til að ná árangri, verður að biðla til þeirra hæfustu í kvikmynda- heiminum. Helstu vandamálin eru tvíþætt: Annars vegar handrit sem sameinar íslenska hagsmuni og alþjóðlegar kröfur um skemmtanagildi og hins vegar að sannfæra stórt amerískt kvikmyndaver um að fjármagna og dreifa afurðinni. Fyrra vandamálið er auðleyst. Best væri að dusta rykið af nokkrum stórmennum úr þjóðsögunni og færa i nútímalegan búning. Tilvalið er að kalla til leiks hin norrænu goð, tröll, nornir, drauga og álfa. Allt uppren- anndi stjömur. Seinna vandamálið krefst frekari úrvinnslu, en íhugið að bandarískri kvikmynd er dreift í kvikmyndahús um allan heim, síðan liggur leiðin á myndband, svo er myndin sýnd í sjónvarpi um gjörvalla plánetuna. Á fimm ámm frá fmmsýningu hefur vinsæl kvikmynd borið fyrir sjónir yfir 400 milljón áhorfenda. Og hver veit nema að þeim tíma liðnum komi Hollywood-framhald! BRYNJÓLFUR STEFÁNSSON, Álfheimum 32, Reykjavík. Iþrótta- iðkun aldraðra Frá Þorsteini Einarssyni: IÐKUN „flatar-golfs“ (pútts) nýt- ur vaxandi vinsælda og er svo komið að gerðir hafa verið vellir við sumar félagsmiðstöðvarnar og á vegum stjórnar íþróttavalla borg- arinnar hefur verið lagað til fyrir iðkun íþróttarinnar á nokkrum stöðum. Tveir þessara valla borg- arinnar bera þó af en þeir em: 1) á Miklatúni í grennd við Kjarvals- staði og 2) meðfram norðanverðum gervigrasvellinum í Laugardal. Vonir standa til að við Ártún fáist afnot af góðum velli og vallar- húsi. Stjórn FÁÍA hefur hug á að fá við einhvern þessara valla að- stöðu til þess að lána kylfur og kúlur. Jafnvel er rætt um að koma á kennslu íþróttarinnar. í Fjöl- skyldugarðinum í Laugardal er til vinstri, þegar genginn er spölur innfyrir aðalhliðið; traðagolfvöllur (minigolfvöllur). Ollum em heimil ókeypis afnot og einnig fást lánað- ar kylfur og kúlur. Aldraðir njóta ókeypis aðgangs að garðinum. Stjórn FÁÍA sér ástæðu til að vekja athygli á þessari aðstöðu fyrir iðkun íþróttar sem hæfir vel öldruðum. Ætlun er það stjórnar FÁÍA að efna til keppni í flatar- golfi fyrir aldraða næstkomandi september. Með henni vill stjórn FÁIA hvetja til iðkunar flatargolfs (pútts). ÞORSTEINN EINARSSON, varaformaður Félags áhugamanna um íþróttir aldraðra. Fótlagainniskór Uppháir strigaskór íþróttaskór úr striga Litur: Brúnn m/hæl Tegund: 71156 StærÖir: 40-46 )™( Tegund: YV09 Litir: Svart og beige yLH)UKV StærÖir: 36-41 Stæröir: 36-46 Litur: Ljós beige Verð: 1.495,- Verö: 1.495,“ Verö: 995,” Opnum aftur eftir breytingar og stækkun Ný og betrí verslun Toppskórinn útsölumarkaður, Austurstrœti 20, sími 552 2727. Póstsendum samdægurs ______I___/ NÓATÚN 9 S»- Glænýr villtur lax íi/1 498■k° Vatnsmelónu*’ sataí''tat ýsuB'ókÁiosin 299" Laushakkað ungnautakjöt UN1 799r9 BESTU KAUPIN 1/2 lambaskrokkar DIAniðursagaðir NÓATÚN 17-S. 561 7000. ROFABÆ 39 - S 567 1200, LAUGAVEGI 166 - S 552 3456, HAMRABORG 14. KÓP - 554 3888, FURUGRUND 3, KÓP - S 554 2062, ÞVERHOLTI 6, MOS. - S. 566 6656, JL-HÚSINU VESTUR i BÆ - S. 552 8511 KLEIFARSELI 18 - S. 567 0900 3456, /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.