Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 17 VIÐSKIPTI Mun minna traust hjá neytendum vestan hafs cw York. Reuter. TRAUST fólks á efnahagnum í Bandaríkjunum hefur ekki dvínað eins mikið í þrjú ár og í júnímánuði, þótt ýmislegt bendi til áframhaldandi styrks á að minnsta kosti nokkrum sviðum að sögn rannsóknarstofnun- arinnar Conference Board. Almenningur er einnig svartsýnni á horfur það sem eftir er ársins sam- kvæmt skoðanakönnun ráðsins, sem fylgir í kjölfar upplýsinga frá stjórn- völdum um aukin fasteignaviðskipti og meiri sölu varanlegrar vöru, svo sem bíla og rafeindatækja. Robert Rubin fjármálaráðherra kallar þessi auknu umsvif „uppör- vandi bendingar" um að líklegustu horfur í efnahagsmálum séu öruggur vöxtur og lítil verðbólga á ný. Umsvif hafa ekki aukizt eins mik- ið í ár og í fyrra vegna þess að seðla- bankinn hefur hækkað vexti nokkr- um sinnum til að draga úr þenslu og afstýra verðbólgu. Stjóm seðlabankans kemur saman í næstu viku til að íhuga ráðstafanir til að halda efnahagnum á réttum kili um leið og uppi eru vangaveltur um að vextir verði lækkaðir til að koma í veg fyrir samdrátt. Samanborið við maí voru aðspurð- ir í könnuninni svartsýnni á við- skiptahorfur. Þeim sem töldu auðvelt að fá atvinnu fækkaði. Færri en áður töldu að viðskipta- horfur mundu batna á næstu sex mánuðum. Þeim sem töldu að at- vinnutækifæri yrðu næg fækkaði. Þeim sem gera ráð fyrir bættum hag næstu sex mánuði fækkaði líka. Úsalan er hafin Opiötil 17.00 laugardag Kvenfataverslunin ovdlioii nuulemoiselle Laugavegi 97, sími 551 7015 Atlas Copco keypti Mil- waukee El- ectric Tool Chicago. Reuter. SÆNSKUR framleiðandi rafmagns- verkfæra, Atlas Copco, hefur sam- þykkt að greiða 550 miiljónir dollara fyrir Milwaukee Electric Tool Corp. í Bandaríkjunum. Þar með kveðst Atlas Copco fá aðgang að 2 milljarða dollara mark- aði, sem sé í vexti þótt hægt hafi á efnahagsbata í Bandaríkjunum. Atlas Copco hefur aukið umsvif sín í heiminum á þremur árum og segir kaupin á bandaríska fyrirtæk- inu tvöfalda heimssöluna í rúmlega 700 milljónir dollara. Árið 1992 keypti Atlas Copco AEG í Þýzkalandi og ári síðar Kango í Bretlandi. Fyrr á þessu ári var stofn- að sameiginlegt fyrirtæki Atlas Copco og verksmiðju, sem framleiðir raf- magnsverkfæri í Changohun í Kína. Sala Milwaukee Electric í fyrra nam 367 milljónum dollara og níu tíundu hennar takmörkuðust við Norður- Ameríku. Milwaukee Electric hefur bækistöðvar í Brookfi- eld, Wisconsin og er deild í einkafyr- irtækinu ESSTAR Inc. Samkeppni í greininni hefur harðnað vegna nýrra verkfæra frá Black & Decker Corp. og Mikita. „Takmark Atlas Copco er að verða forystufyrirtæki á sínu sviði,“ sagði Michael Treschow forstjóri og kvað kaupin á Milwaukee í samræmi við þá stefnu. ♦ ♦ ♦------- Dresdner- banki eignast Kleinwort London. Reuter. DRESDNER Bank í Þýzkalandi keypti á dögunum brezka fjárfest- ingabankann Kleinwort Benson fyrir einn milljarð punda og báðir aðilar fagna samrunanum. Aðalframkvæmdastjóri Dresdner Bank, Jiirgen Sarrazin, sagði að bankinn hefði haft of fáa umboðs- menn í London og kallaði kaupin stórt skref í fyrirætlunum bankans um fjárfestingar á alþjóðavettvangi. Sarrazin og stjórnarformaður Kleinworts, Rockley lávarður, lögðu áherzlu á að brezki bankinn mundi ráða málum sínum sjálfur innan Dresdner-kerfisins og taka við allri fjárfestingarstarfsemi Dresdners utan Þýzkalands. Dresdner greiðir 725 pens á hluta- bréf í Kleinwort. Flestir viðurkenndu að verðið væri sanngjarnt, þar sem Kleinwort hefði átt erfítt uppdráttar á þessu ári. Sarrazin segir að útþensla Dresdn- ers muni ekki koma niður á umsvifum bankans í Frankfurt og þessari út- þenslu sé lokið. Næst muni bankinn beina athyglinni að Bandaríkjunum og Asíu. Kunnugir telja að Dresdner hafi neyðzt til að láta til skarar skríða þegar stærsti banki Þýzkalands, De- utsche Bank, sameinaði fjárfestingar sínar erlendis hjá deild sinni í Bret- landi, Morgan Grenfell. HYUnDHI ...til framtíðar ði n b u r 84 hestöfl ve þ e g a r ð i at r i r allt annað stenst sama ð ð Aukabúnaður á mynd, álfelgur og vindskeið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.