Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
þ!5> 6ANGI&
Grettir
Tommi og Jenni
PIP YOU REALLV THINK I
UUA5 60IN6 TO 5HARE THI5
ICE CREAM CONE WITHYOU?
v------N
VE5, I
THÓU6HT
THAT
t-'5
D\D VOU REALLV
THINK WE WERE/ VE5, V
BÖTH60IN6T0 TH0U6HT|
IICK THE 5AME V THAT
ICE CREAM CONE?'
Hélstu virkilega að ég ætlaði Já, ég Hélstu virkilega að Já, ég
að deila þessum ís með þér? hélt það við myndum bæði hélt það
sleikja sama ísinn?
ALL RI6HT! Ynotaftern
HERE, / YOU'VE
TAKE IT! \LICKEP iT!.
l c 9 ) y c ^ \
Allt í lagi! Ekki eftir
Hérna, taktu að þú hefur
hann! sleikt hann!
BREF
HL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Orð í tíma töluð
Frá Rúnari Kristjánssyni:
ATHYGLISVERT er að ýmsir
hagsmunaaðilar um inngöngu í
Evrópusambandið, hafa verið
óhressir með þjóðhátíðardagsræðu
Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra og látið það ótæpilega í ljós.
Undirritaður, sem er algerlega
andvígur aðild að Evrópusam-
bandinu, telur að sérhver íslenskur
þegn ætti að virða það við forsæt-
isráðherra hveiju sinni, að hann
gæti ítrustu varfærni þegar um
er að ræða mál sem varðar sjálf-
stæði og frelsi þjóðarinnar.
Skammtímasj ónarmið
Aðilar úti í bæ, sem sjá eingöngu
einhveija tímabundna hagnaðarvon
í málum eins og aðildinni að Evr-
ópusambandinu, virðast ekki hug-
leiða þessi flóknu mál út frá þjóð-
legu sjónarmiði. Þeir virðast alveg
leiða hjá sér þá hættu sem þarna
er eða getur verið á ferðinni varð-
andi forræði okkar í eigin málum.
Hagnaðarvon skammtímans virðist
ráða öllu í afstöðu slíkra aðila. Og
áhætta þeirra sem einstaklinga er
vafalaust lítil. En áhætta íslensks
forsætisráðherra er mikil þegar
þessi mál eru annarsvegar, áhætta
varðandi framtíð þeirrar þjóðar sem
hefur trúað honum fyrir fjöreggi
sínu, áhætta varðandi þann dóm
sem sagan mun fella yfír honum,
ef þróun mála yrði á versta veg.
Það ætti því að vera hveijum sönn-
um Islendingi fullkomlega skiljan-
legt og skapfellt, að sá maður er
situr í forsæti íslensku ríkisstjórnar-
innar hveiju sinni, með þá ábyrgð
á herðum sem því fylgir, vilji sýna
fyllstu gát varðandi mestu örlaga-
mál þjóðarinnar.
Ábyrgð ráðamanna
Þeir sem hafa mest eggjað til
óhæfuverka í tímans rás, hafa oft-
ast horfið bak við aðra þegar að
ábyrgðinni kemur, enda oftast haft
sérstakt lag á því að vera ábyrgðar-
lausir. Óhamingja heilla þjóða hefur
oft átt rætur sínar að rekja til slíkra
ævintýramanna, sem hafa steypt
öllu í botnlausa eymd vegna sér-
gæsku sinnar.
Davíð Oddsson ber mikla ábyrgð
og hann hefur reynst varfærinn og
gætinn varðandi Evrópumálin. Það
er von mín að svo muni áfram verða.
Þeir sem deila á hann varðandi
það, ættu frekar að athuga eigin
gang og spyija sjálfa sig hver þeirra
ábyrgð sé varðandi heill og ham-
ingju íslenskrar þjóðar í nútíð og
framtíð. Ræða Davfðs Oddssonar
forsætisráðherra þann 17. júní sl.
fól í sér mörg orð í tíma töluð og
full ástæða er til þess fyrir alla
landsmenn að hugleiða þau í al-
vöru. Ekki síst vegna þess að á
degi Jóns Sigurðssonar er ætíð við
hæfi að undirstrika nauðsyn þess
að varðveita það sem hann eyddi
ævi sinni í að ávinna fyrir okkur,
ásamt fleiri góðum íslendingum
þeirra tíma.
RÚNAR KRISTJÁNSSON,
Skagaströnd.
Heilsufar ráða-
manna heimsins
Frá Páli Gíslasyni:
HEILSUFAR ráðamanna heims-
ins hefur oft haft mikla þýðingu
um framvindu mála.
Alkunna er hve stofnun þjóða-
'bandalagsins eftir fyrri heims-
styijöldina 1914-1918 fór illa af
stað og gekk ekki vel, meðal ann-
ars vegna þess að Bandaríkin
stóðu alltaf utan við það, en W.
Wilson forseti veiktist af heilablóð-
falli og gat lítið sinnt málum.
Veikindi og hrörnun Roosevelts
í lok síðari heimsstríðs hafði mikil
áhrif á fundum hans með Stalín
og Churchill, þegar skipað var
málum heimsins.
Mér duttu í hug þessar stað-
reyndir nú þegar sýnd var mynd
í sjónvarpsstöðvum um orrustuna
við Waterloo í leikformi, þar sem
Bretar og Prússar gersigruðu
Napoieon. Þar kom til að Napoleon
gekk ekki heill til skógar. Bretar
voru komnir til Waterloo með 67
þúsund manna lið og Frakkar með
70 þúsund manns, en Prússar voru
væntanlegir með töluvert fjöl-
mennara lið.
Áætlun Napoleons var að sigra
Breta fýrst áður en Prússar kæmu,
enda hafði hann þrautþjálfaða
hermann úr ótal orrustum. En þá
gerðist óhappið. Napoleon gekk
með gyllinæð við endaþarm og
skyndileg storkun kom í þessar
æðar, sem bólgnuðu út með mikl-
um verkjum og eymslum, svo
Napoleon var algjörlega ófær um
að sitja hest í tvo daga.
Hermenn Napoleons biðu eftir
því að foringinn, sem ávallt hafði
fyllt þá eldmóði, birtist. Þessir
dagar urðu afdrifaríkir, því að á
meðan komu Prússar og sótt var
að Frökkum frá tveimur hliðum
og Napoleon beið síðasta ósigur
sinn.
í dag vita læknar að tiltölulega
einfalt hefði verið að laga ástand
Napoleons með smásprettu, en svo
var ekki þá. Læknar Napoleons
voru samt hinir færustu læknar og
ruddu nýjum leiðum braut í læknis-
fræði, s.s. í sambandi við aflimanir
til bjarga lífi ungra hermanna.
Ekki er ósennilegt að ennþá sé
það svo að heilsufar ráðamanna
heimsins hafi afgerandi þýðingu
ef svo ber undir.
PÁLL GÍSLASON,
læknir.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.