Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 19 Verslunarhús hrynur til grunna í Seoul Reuter ENGU var líkara en fimm hæða álma Sampoong-verslunarhúss- ins í Seoul hefði hrunið ofan i grunninn. AÐSTANDENDUR fólks sem beið bana eða talið var hafa orðið undir rústunum er versl- unarhúsið hrundi gátu ekki hamið tilfinningar sínar á slys- stað í gær. Tugir týndu lífi og mörg hundr- uð slösuðust Seoul. Reuter. FJÖRUTÍU og tveir menn að minnsta kosti biðu bana og rúm- lega 700 slösuðust þegar,hluti stórs verslunarhúss hrundi til grunna í Seoul í Suður-Kóreu í gær. Nokkru áður höfðu öryggis- eftirlitsmenn iðnaðarráðuneytisins verið kallaðir í bygginguna til þess að rannsaka sigskemmdir á efstu hæð hússins. Talið er að allt að eittþúsund manns hafi verið inni í Sampoong- verslunarhúsinu þegar það hrundi síðdegis að staðartíma. Með öllu var óljóst hversu margir kynnu að vera lokaðir inni í rústunum. Því var talið, að tala látinna ætti jafnvei eftir að margfaldast. Um helmingur hússins stendur enn uppi en um 100 metra löng fimm hæða álma þess jafnaðist við jörðu. Sprungur í burðarvirki Öryggiseftirlitsmaður verslun- arinnar hafði fundið sprungur á efstu hæð sem bentu til skemmda í burðarvirki og byggingargalla og gert yfirmönnum viðvart. Haft var eftir starfsstúlku að mörgum klukkustundum áður en húsið hrundi hefðu sést augljós merki þess að byggingin væri að sligast en engar viðvaranir hefðu verið gefnar út. Talsmenn björgunarsveita sögðu, að óttast væri að talsverður fjöldi fólks hefði lokast inni í rústunum. Vart væri hægt að reikna með því að^ viðkomandi myndu sleppa lifandi tækist að ná brakinu ofan af þeim. Miðað við að reykur hefði stigið upp af rústunum nokkuð lengi eftir að húsið hrundi mætti ætla að fólk, sem lokast hefði inni, hefði kafnað. Sampoong-verslunin er í hverf- inu Kangnam sem efnað fólk býr í og útlendingar sem búsettir eru í Seoul sóttu hana mikið. Hvert stórslysið á fætur öðru Það tafði fyrir björgunarstarfi, að sjúkrabifreiðar og farartæki björgunarfólks urðu að bijótast leiðar sinnar á mesta háannatíma. Gripið var til þess ráðs að flytja björgunarmenn á vettvang með þyrlum. Óhappið í Seoul kemur í kjölfar ijölda tjóna á mannvirkjum í Suð- ur-Kóreu sem flest hver hafa ver- ið rakin til gáleysis af mannavöld- um og þess að reglum um bygg- ingaöryggi hafi ekki verið fram- fylgt- Aukinn vandi af vændi í Berlín Berlín. Morgunbladið. Póstþjónusta Svifaseinir í suðrinu Amsterdam. Reuter. GREINILEGUR munur er á ríkjum í norður- og suðurhluta Evrópu þegar póstþjónusta er annars vegar, að því er fram kemur í nýlegri könnun sem Alþjóða póstsambandið gerði, en það eru samtök póstfyrir- tækja í Evrópu og Norður- Ameríku. Það kemur líklega fáum á óvart að póstþjónustan í Suð- ur-Evrópu reyndist mun verri en í Norður-Evrópu. Voru ítal- ir sagðir ákaflega svifaseinir þegar póstur frá Grikklandi, Spáni, Finnlandi, Svíþjóð og írlandi var annars vegar. Sam- kvæmt evrópskum stöðlum á póstur að berast á milli landa innan álfunnar á þremur dög- um. Póstþjónustan á Norður- löndum reyndist best, sérstak- lega ef bréf voru send frá einu Norðurlandanna til annars. Sem dæmi um muninn á póstþjónustunni var nefnt að 1% líkur voru á því að bréf frá íslandi til Ítalíu bærist innan þriggja daga. í flestum tilfell- um skiluðu bréfin sér eftir fimm til sjö daga. Þegar bréf voru send frá Ítalíu til íslands, var annað upp á teningnum, því þá voru 97% líkur á því að þau bærust á réttum tíma, innan þriggja daga. EFTIR að Berlínarmúrinn féll hefur enginn atvinnuvegur vaxið jafn ört í Berlín og vændi. Stórfyrirtæki á borð við Sony, IBM og Mercedes Benz komast ekki í hálfkvisti við þessa elstu atvinnugrein allra tíma. Vændi er leyfilegt innan vissra marka í Þýskalandi og er það eitt og sér þvi ekki vandamál fyrir Ber- línarbúa, heldur hvernig það er rek- ið. Atta þúsund manns hafa atvinnu af vændi með einum eða öðrum hætti í borginni. Yfir helmingur þeirra eru útlendingar, yfirleitt ung- ar austur-evrópskar eða thailenskar stúlkur, sem oft eru fengnar til starfans á fölskum forsendum. Þeim eru gefin fyrirheit um vinnu á bar eða við einhver sýningar- störf. Þegar þær koma síðan til Berlinar er vegabréfið tekið af þeim og þær látnar fá reikning fyrir flugfargjaldinu, sem á að greiðast samstundis. Yfirleitt kunna þær ekki tungu- málið og þekkja engan mann í borg- inni. Þetta nefnist „nútíma þræla- hald“ því stúlkurnar ná aldrei að vinna upp i skuldina og eru því fastar á vafasömum skemmtistöð- um svo lengi sem hórmangararnir vilja. Fæstar af þessum stúlkum hafa kjark til að tilkynna yfirvöldum um þann órétt, sem þær eru beittar, Útlendingar hnepptir í „þræla- hald nútímans“ enda eiga þær ekki annan að hér í borg en melludólginn. í þeim málum, sem lögreglan hefur fengið í hendur, hefur reynst erfitt að ná þeim seku. „Þegar við látum til skarar skríða fara stúlkurnar einhvern veginn alltaf verst út úr þessu en ekki glæpamennirnir, sem eru ótrúlega vel skipulagðir," sagði Andreas Reinhardt, yfirmaður í lögreglu Berlínar, í viðtali við Berliner Zeit- ung. Peningarnir lokka En ekki eru allar erlendar vændiskonur þvingaðar til starfans. Fyrir margar austur-evrópskar stúlkur er það draumurinn að kom- ast í vestrið þar sem peningarnir lokka. Vændi getur gefið vel í aðra hönd, þótt glæpaflokkarnir græði alltaf mest. í skoðanakönnun, sem gerð var meðal skólafólks í Moskvu árið 1990, lenti vændi í 9. sæti á óska- listanum um eftirsóttustu störfin. Það viitist vinsælla hjá rússneskum stúlkum að starfa við vændi en til dæmis leikstjórn. En þær gera heldur ekki ráð fyr- ir því að þær verði læstar niðri í kjallara við komuna til Berlínar, látnar greiða allt frá hálfri milljón til tveggja milljóna króna og vera ánauðugar eftir það. Eins og gefur að skilja græða glæpasamtökin mikið fé og alltaf er verið að opna nýja staði með stúlkum, sem tala ekki orð í þýsku, en engum hinna eldri staða er lok- að. Eftirspurnin er næg og talið er að á hveijum degi í Berlin kaupi 25 þúsund manns sér blíðu í örmum vændiskvenna. Glæpasamtök frá Búlgaríu og ríkjum Sovétríkjanna fyrrverandi eru iðnust við þessa starfsemi. Þessi glæpasamtök hafa verið lagin við að komast undan laganna vörðum með þrautskipulögðu samstarfi. Gallinn er sá að réttarkerfi ná- grannaríkjanna vinna ekki saman á meðan glæpamennirnir vinna sem einn maður. Þýska vitnaverndin nær til dæm- is ekki út fyrir landamæri Þýska- lands og stúlkurnar eru því varnar- lausar þegar þær halda heim til Austur-Evrópu. Vegna þessa hefur gengið erfiðlega að ná glæpamönn- unum og tilraunir til að bregðast við þessu hafa misheppnast. Minnstu kornbirgð- ir í 20 ár ALÞJÓÐA hveitiráðið (IWC) skýrði frá því í gær að sam- kvæmt spám þess hefðu korn- birgðir í heiminum ekki verið lægri í 20 ár og þyrfti að auka framleiðslu ætti að koma í veg fyrir verðhækkanir. Sagt var að kornbirgðir væru engu að síður nægar til að upp- fylia eftirspurn út þetta ár, en næsta ár liti illa út. Banna að sökkva olíupöllum 11 EVRÓPURÍKI samþykktu í gær bann við því að sökkva olíuborpöllum á hafí úti. Tvær þjóðir af 13 aðiljum að ráði, sem stofnað var til að vemda Norð- ursjó, lögðust gegn banninu: Bretar og Norðmenn. Warren Burger látinn WARREN Burger, sem var for- seti hæstaréttar Bandaríkjanna í 17 -,ár, lést úr hjartaslagi á sunnudag. Richard Nixon for- seti skipaði Burger hæsta- réttardómara árið 1968 og átti hann að stemma stigu við vinstri áhrifum í rétt- inum, en í tíð hans breyttist hins vegar margt í fijálslyndi- sátt. Burger greiddi atkvæði gegn því 1974 að Nixon fengi umráð yfir segulbandsupptök- um sínum úr Hvíta húsinu og varð það til þess að forsetinn, sem skipaði hann, sagði af sér tveimur vikum síðar. N-Kórea biðst afsökunar NORÐUR-Kóreumenn báðu Suður-Kóreumenn í gær afsök- unar á því að þeir skyldu hafa neytt suður-kóreskt skip til að draga norður-kóreskan fána að húni er það lá í hafnarborg í Norður-Kóreu á meðan neyð- arfarmi af hrísgijónum var skipað upp. Suður-Kóreumenn gerðu í síðustu viku samkomulag við Norður-Kóreumenn um að flytja hrísgijón til Norður- Kóreu endurgjaldslaust. Átaldir fyrir tillitsleysi BRESK þingnefnd átaldi í gær stjórnir breskra fyrirtækja fyrir að hika ekki við að veita sjálfum sér hvers kyns sporslur og svim- andi launahækkanir og reka starfsfólk um leið. Sagði að stjórnir bresku gas-, rafmagns- og vatnsveitanna hefðu gerst berar að einstöku „tillitsleysi“ og almenningur hefði „óbeit“ á því misrétti, sem þar ríkti. Kjarnorka í Iran RÚSSAR ætla að reisa kjarn- orkuver í íran, að því er haft vareftir kjarnorkuráðherra Rússlands í gær. Bandaríkja- menn hafa lýst sig andviga því að Rússar reisi verið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.