Morgunblaðið - 30.06.1995, Síða 46

Morgunblaðið - 30.06.1995, Síða 46
46 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALUR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. FRUMSYNING: TOMMY KALLINN DAVID spaoe HEIMSKUR? HEIMSKARI? NEI LANG- h HEIMSK- I ASTUR!! I FARLEY SMELLUBINDI :<Y $ gJrJj? * V /// m i A hilluna með fýlusvipinn og dustum rykið af gamla hrossahlátrinum. Ef þú bilast ekki á þessari er eitthvað að heima hjá frænda þínum!!! Fylgstu meðTOMMY KALLINUM í vonlausustu en jafnframt ótrúlegustu söluherferð sögunnar. Einhver pissar á rafmagnsgirðingu, líkamspartar brenna, ástin logar og smellubindi komast aftur í tísku. ÖLLUM LEYFÐ ENDA MEINNHOLL! SÝND KL. 5, 7, 9 OG 11.10 „Svellandi gaman* mynd...tröllfyrídnar persónur vega salt í - ■ frumlegu * . v gamni...fersk mynd. ★★★ Ó.H.T. Rás 2 V (jjGÆÐA KVIKMYND" . . ★★★ h.K. DV „GÓÐA SKEMMTUN!" ★★★ MBL. □ [( iGilftíÍ 0 AKUREYHI Þér er boðið í ómótstæðilegustu veislu ársins, á frábæra gamanmynd sem setið hefur í efsta sætinu í Bretlandi undanfarnar vikur. Veislan stendur eins lengi og gestir standa í lapprinar af hlátri!!! Sýnd kl. 4.50, 7, 9 og 11.10. ★★★ DV * ★★★ RÚV ^ ★★★ Morgur Dulúðug og kyngimö§nuð’ I mynd frá Atom yk Egoyan, sem hlaut ' gagnrýnenda verðlaunin f l Cannes. ROB ROY Sýnd kl. 7 og 9. B.i. 12 ára GERARD DEPARDIEU NATHALIE BAYE DIDIER BOURDON mw UMÍM Sýnd kl. 9.10. Síðustu sýningar. SKOGARDYRIÐ GENERATI0NS Sýnd kl. 5 og 11. Síðustu .sýningar Hugh í felum ► LEIKKONAN Elísabet Hur- ley segist ætla að standa með unnusta sínum, Hugh Grant, sem var handtekinn nýlega fyrir ósið- legt athæfi með vændiskonu. „Eg stend með honum. Auðvitað er ég eyðilögð yfir þessu öllu, en efst í huga mér er örvænting fyrir hönd Hughs. Lögreglu- myndirnar af honum komu mér til að gráta. Hann leit út fyrir að vera svo hryggur og utan- gátta,“ sagði Elísabet við vini sína samkvæmt breska dagblað- inu Daily Express. Grant tókst að laumast frá Los Angeles í fyrradag. Ekki er vitað um dvalarstað hans, en líklegast þykir að hann hafi farið heim til Englands. Ljósmyndarar allra helstu blaða Bretaveldis söfnuð- ust saman á stærstu flugvöllum Englands, en náðu ekki mynd af honum. Hugh Grant fæddist fyrir 34 árum í vesturhluta Lundúna- borgar. Fyrrverandi kærustur lýsa honum sem „óþægilega feimnum" en heillandi og mynd- arlegum. Hann spilaði ruðning á sínum yngri árum og stóð sig nógu vel í skóla til að fá inn- göngu í háskólann í Oxford. A meðan hann var í námi þar fékk hann hlutverk í myndinni „Privi- leged“. Seinna útskrifaðist hann með gráðu í ensku, en gerðist þá auglýsingatextahöfundur um tima. En leiklistin hafði heillað hann upp úr skónum. Hann fékk hlut- verk í myndunum „White Misehi- ef“ og „Maurice" árið 1987. í þeirri síðarnefndu lék hann sam- kynhneigðan mann og fyrir þá túlkun sína fékk hann verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Eftir að hafa leikið í Fjórum brúðkaupum og jarðarför, sem sló í gegn svo um munaði, var Grant ráðlagt að hætta við að leika í myndinni Englendingnum sem hélt upp brekku en kom nið- ur fjallshlið. En hann lék i mynd- inni og neitaði að krefjast hærri launa en samið hafði verið um til þess að myndin stæðist fjárhags- áætlun. Nýlega lék hann einnig í Rosalegu ævintýri, eða „An Aw- fully Big Adventure“ og nýjasta mynd hans heitir Níu mánuðir. Sumir halda því fram að atvik- ið sé síður en svo slæmt fyrir Hugh Grant sem leikara. Hingað til hefur hann haft ímynd hins heilbrigða og fullkomna Eng- lendings. Talið er að atvikið komi í veg fyrir að hann festist í því hlutverki í Hollywood. Einnig er líklegt að áhorfendur flykkist á nýjustu mynd Grants, Níu mán- uði, til að líta þennan óhamingju- sama Englending augum. HUGH Grant. ELÍSABET Hur- ley í Lundúnum daginn eftir hneyksli unn- usta síns. Hún bar sig vel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.