Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Samhverf rými MYNPIIST Lisiasafn Kópavogs — Geröarsafn HÖGGMYNDIR Gerður Helgadóttir. Opið alla daga (nema mánud.) kl. 12-18 til 16. júlí. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá kr. 3.000. HINN 17. maí voru tuttugu ár liðin frá því listakonan Gerður Helgadóttir féll frá. Erfingjar hennar færðu Kópavogsbæ að gjöf listaverkin sem voru í dánarbúi hennar, og var sú gjöf kveikjan að tilurð þess lista- safns sem nú er risið í Kópa- vogi og ber nafn listakon- unnar. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn hefur starfað í rúmt ár og á þeim tíma fest sig hægt og örugglega í sessi á vettvangi íslenskrar myndlistar. Eins og vænta mátti hóf safnið starf sitt m.a. með sýningu á verkum listakonunnar sem það er kennt við, en þó er tæplega ofsagt að sú sýning sem nú stendur yfir í safninu á verkum Gerðar er áhuga- verðasta sýningin sem hald- in hefur verið á myndum hennar allt frá 1980, þegar verk hennar voru sýnd á Kjarvalsstöðum í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Hér gefst nýrri kynslóð sýn- ingargesta gott tækifæri til að kynnast verkum þessar- ar sérstæðu listakonu. Sýningin er tvískipt og eru höggmyndir listakon- unnar frá sjötta áratugnum í öndvegi; járnskúlptúrar, víraverk og nokkur lykil- verk úr bronsi frá um 1960 ásamt klippimyndum og teikningum skapa sterka heild í efri salnum, þar sem verkin fá gott rými til að eiginleikar þeirra fái notið sín. Á neðri hæð eru síðan verk frá síðari hluta sjöunda áratugarins - högg- myndir mótaðar í leir, gifs eða jafn- vel steinsteypu, sem einnig gegnir miklu hlutverki í þeim steindu gluggum sem hér eru og eiga ásamt nokkrum mósaíkmyndum sinn þátt í að loka hringnum í því yfírliti yfir listferil Gerðar, sem má lesa úr sýningunni. Það sem fyrst vekur eftirtekt gesta er fínleiki og nákvæmni þeirrar úrvinnslu formsins, sem er að finna í hveiju verki. Þetta á jafnt við hina fjölmörgu nær vél- rænu jámskúlptúra frá fyrri hluta sjötta áratugarins, sem og þyngri og lífrænni verk í leir, gifs eða steinsteypu sem voru unnin hálfum öðrum áratug síðar; allt er unnið í þaula af mikilli fagmennsku, hvert verk virðist heilt og endanlegt. Annað höfuðeinkenni verka lista- konunnar er samhverfa rýmisins. í nær öllum höggmyndum hennar leitar bygging verksins inn á við, hverfist um sjálft sig og lokar þann- ig rýminu. Þetta kemur jafnt fram í fjölmörgum jámskúlptúmm, s.s. „Komposition" verkum frá 1952-3 (nr. 7, 10, 13, 20, 26), svifmyndum frá 1952 (nr. 9, 12) og 1956 (nr. 21, 22, 23) og reisulegum víravirkj- um frá 1957-8 (nr. 18, 19) sem leir- og bronsverkum frá 1970 (nr. 30, 33, 34). Undantekningar frá þessu er einkum að finna í brons- verkunum frá um 1960, eins og sést t.d. í „Hliðskjálf" (nr. 15) og „Orgeifúgu" (nr. 17), sem bijóta af sér þessar ósýnilegu takmarkanir og leita út á við, en margir telja einmitt þessi verk meðal bestu höggmynda Gerðar. Þessi lokun rýmisins kemur fram með öðrum hætti í nokkrum verk- um úr steinsteypu og gleri, þar sem glögglega má finna þau áhrif sem listakonan varð fyrir við kynni sín af list Forn-Egypta eftir að hún ferðaðist til Egyptalands 1966. Hér er þyngd efnisins látin ráða lokun formanna þannig að glerið nær aðeins að hleypa örfáun geislum í gegn; það er þykktin sem hér lokar rýminu öðru fremur. Af listasögu tuttugustu aldar má sjá að með verkum sínum í málm hefur Gerður verið í fram- varðarsveit nýsköpunar í högg- myndalistinni á sjötta áratugnum. Að sama skapi voru verk hennar áratug síðar öðru fremur byggð á persónulegri sköpunarþrá, en sóttu lítið til samtímalistarinnar sem þá var horfin að öðrum viðfangsefn- um. Þetta endurspeglar sýningin og gefur góða mynd af hvoru tveggja. Samhliða sýningunni hefur verið gefin út vegleg bók um listakon- una, sem einnig þjónar hlutverki sýningarskrár. Hér er að fínna samantekt um listferil Gerðar sem Guðbjörg Kristjánsdóttir listfræð- ingur hefur skrifað. í grein sinni fjallar Guðbjörg um helstu þættina í höggmyndagerð listakonunnar og hvernig þessi, listsköpun tengist samtímaþróun í listinni, einkum í París þar sem Gerður bjó og starf- aði lengstum. í skránni er einnig að finna viðtalsbrot, minningarorð, yfirlit yfir sýningarferil og æviatr- iði auk fjölda mynda. Þetta er veglegt rit og fróðlegt, og smávægilegar ritvillur trufla ekki. Hins vegar er verra að ekk- ert samræmi er á milli númera ljós- mynda og verkaskrár, auk þess sem í bókinni eru myndir af ýmsum höggmyndum sem ekki eru á sýn- ingunni; þetta kann að skapa nokk- urn rugling varðandi heimildagildi og tilvísanir. Sem fyrr segir er sýningunni skipt í tvo hluta sem markast af tímabilum í listferli Gerðar. Upp- setningin er yfirleitt góð og eink- um njóta járnmyndirnar sín vel í efri salnum. Það er nokkuð dimmara yfir síðari verkunum, þar sem dags- ljósið er nánast gert útlægt úr salnum, þannig að sam- spil Ijóss og skugga verður lítið í fjölskrúðugum glugg- um og lágmyndum sem þar eru. Einnig er einkennilegt að sjá verkið „Þögn 1“ (nr. 61) hér á gólfinu, þegar listakonan hefur sjálf sett það á stall á einkasýningu í Þýskalandi' 1970 sam- kvæmt ljósmynd í sýning- arskrá. Á sýningunni er lítillega snert á öðrum þáttum í ævistarfi listakonunnar sem hún er ekki síður þekkt fyr- ir, þ.e. gerð steindra glugga víða um lönd og hönnun mósaíkmynda, sem m.a. má finna hér á landi á Tollhús- inu við Tryggvagötu í Reykjavík og í Skálholts- kirkju. Slík verk verða aldr- ei dregin saman í sýningu, en vitneskja um þau þarf að fylgja allri kynningu á verkum listakonunnar. Hér er merkileg sýning á ferðinni sem vert er að benda öllum listunnendum á að missa ekki af og ættu þau hvatningarorð einkum að beinast að yngri kynslóðinni sem ekki hefur séð mikið til verka Gerð- ar áður. Es.: Nú í vor kom fyrir almenn- ingssjónir stækkun af einu síðasta verki Gerðar Helgadóttur, högg- mynd sem Kvenfélagasamband Kópavogs hefur kostað og verður endanlega sett upp í nágrenni safnsins. Ber að þakka þetta rausn- arlega framtak; stækkunin hefur tekist einkar vel og njóta form lista- konunnar sín ekki síður í þessum stærðum en í frumverkinu. Núver- andi staðsetning verksins er hins vegar með öllu óveijandi, þó tíma- bundin sé; umsetin umferðamerkj- um sem trufla alla sýn að því á þessu hringtorgi hraðans er þessi glæsta mynd sem skopparakringla, sem ökumenn bíða eftir að falli á hliðina. Vonandi bera ráðamenn bæjar og lista í Kópavogi gæfu til að koma þessu tilkomumikla verki undan sem fyrst, á einhvern þann stað þar sem það fær notið þess næðis og friðar sem öll almennileg listaverk krefjast, eigi þau ekki að breytast í umferðarvita eða auglýs- ingaspjöld. Eiríkur Þorláksson GERÐUR Helgadóttir á vinnustofu sinni í París. Fyrirlestrar í Norræna húsinu í NORRÆNA húsinu á laugardag kl. 16 verða haldnir fyrirlestrar í tengslum við sýninguna „Norrænir brunnar“ sem nú stendur yfir í sýn- ingarsölum og umhverfi Norræna hússins. Fyrirlestrarnir eru tveir og er sá fyrri eftir Halldór Bjöm Run- ólfsson listfræðing og kallast erindi hans „Bautasteinar". Þar fjallar Halldór Bjöm um nor- ræna útilist samtímans í tengslum við foma hefð og mun í erindinu reyna að sýna fram á, að hér sé um endurheimt týndrar hefðar að ræða. Bautasteinar, rúnasteinar, haug- ar og helg vé vora norræn listaverk síns tíma. Þau vora jafnframt end- urheimt hefðar frá bronsaldartím- anum, þegar bautasteinar og önnur stórvirki voru helsta tjáningarform listamanna. Þannig má segja að norræn samtímalist, sem virkjar umhverfi sitt, sé elsta samfellda list- hefð okkar. Þessu hafa norrænir listamenn ekki gleymt. Þeir hafa varðveitt arfínn með nýjum for- merkjum ,og nýjum áherslum, en andinn er alltaf samur við sig. Seinni fyrirlesturinn heldur Ing- var Cronhammar myndlistarmaður og hann mun tala út frá eigin verk- um og sýna litskyggnur af þeim. Ingvar er af sænsku bergi brotinn en hefur búið og starfað í Dan- mörku til margra ára. Hann hefur unnið mikið með innísetningar og stór útilistaverk. Allir eru velkomnir á fyrirlestr- ana, aðgangur er ókeypis. KYNNING á verkum Hugh Dunford Wood verður opnuð í Gallerí Fold á laugardag, ennfremur sýnir hann í Þrastarlundi. Gallerí Fold og Þrastarlundur Enskur listamaður sýnir verk sín KYNNING á verkum listmálarans Hugh Dunford Wood verður opnuð í Gallerí Fold við Rauðarárstíg á laugardag. Ennfremur stendur yfir sýning á verkum hans í Þrastarlundi. Wood er fæddur í Englandi árið 1949. Hann nam myndlist við ýmsa skóla í Bretlandi, Brasilíu, Frakk- landi og á Spáni. Hann hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum víða um heim. Myndirnar sem hann sýn- ir era landslagsmyndir gerðar með akrýllitum. Opið er í Gallerí Fold virka daga kl. 10-18 og laugardaga 10-16. Kynningunni þar lýkur 15. júlí, en í Þrastarlundi 16. júlí. Sissel Tolaas á * Sólon Islandus SÝNING norsku listakonunnar Sissel Tolaas verður opnuð á Sólon ísland- us laugardaginn 1. júlí kl. 18. Sýnir listakonan þar röð 12 ljósmynda með tilheyrandi textum og kallast inní- setningin „Njósnari undir yfirborði 11“ (Underwater Spy II) og er tengt verki með sama nafni á sýningunni „Norrænir brannar" sem nú stendur yfír í Norræna húsinu. Sissel Tolaas er fædd 1959 í Noregi en hefur búið og starfað í Berlín síðan 1986. Á áranum 1980 til 1985 stundaði hún nám við Lista- akademíuna í Bergen, listaakademí- una í Varsjá og Poznan og listaaka- demíuna í Osló. Sissel Tolaas hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir list sína og hefur vinnur jafnt með ljós- myndir, myndbönd, innísetningar og hin margvíslegustu umhverfis- verk. Sýningin á Sólon íslandus stend- ur til 24. júlí. Styrkir menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar 27 skipta með sér 4,9 milljónum BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu menningarmálanefndar um styrk til 27 aðila, samtals að upphæð 4,9 milljónir. 79 umsóknir bárast um styrki. Samþykkt var að hámarksúthlut- un yrði kr. 300 þúsund, sem komu í hlut sex aðila; Gunnsteins Ólafs- sonar hljómsveitarstjóra, Kammer- sveitar Reykjavíkur, Kirkjulistahá- tíðar, Óháðu listahátíðarinnar, Rót- arinnar, samtaka um eflingu textíl- iðnaðar og Söngsveitarinnar Fíl- harmóníu. Fjórir fá úthlutað kr. 200 þús. en það eru Leikhópurinn Pandóra, Félag íslenskra myndmenntakenn- ara, Jón Kaldal III, og Sig. Hallds. ásamt Daníel Þorsteinssyni. Ellefu fá úthlutað kr. 150 þús. en það era Camerarctica, kammermús- ík., Frank Ponzi, Halla M. Jóhannes- dóttir o.fl., Hart í bak, útgáfufélag, Heimskórinn, Inga Bjarnason, Hvunndagsleikhúsið, Leikhópurinn Erlendur, Norræna rannsóknarleik- smiðjan, Sigrún Sól Ólafsdóttir, Skúli Halldórsson tónskáld og Tríó Reykja- víkur. Sex fá úthlutað kr. 100 þús., Áshildur Haraldsdóttir, Islensk graf- ík, Jazzkvartett Reykjavíkur, Katrín Á. Johnson og Hildur Óttarsdóttir, Páll P. Pálsson og Þorsteinn J. Vil- hjálmsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.