Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ ÓLAFSSON «4- Davíð Ólafsson, ‘ fyrrverandi seðlabankastj óri, fæddist 25. apríl 1916 í Bakkagerði í Borgarfirði eystra. Hann lést miðvikudaginn 21. júní sl. Davíð var sonur hjónanna Jakobinu Daviðs- dóttur og Björns Ólafs Gíslasonar framkvæmda- stjóra. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1935 og Bac. sc. oec. frá Christian Albrechts Universitát í Kiel í Þýskalandi árið 1939. Davíð var fiskimála- sljóri hjá Fiskifélagi íslands árið 1940 til 1967 og seðla- bankastjóri frá sama ári til árs- ins 1986. Hann gegndi að auki fjölmörgum trúnaðarstörfum og sat meðal annars stofnfundi Efnahags- og samvinnustofn- unar Evrópu í París árið 1948 og var síðan árlega fulltrúi á fundum stofnunarinnar og seinna Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu fram til árs- ins 1986. Hann var fastafulltrúi íslands í Alþjóðahafrannsókn- aráðinu á árunum 1952 til 1967 og í sljórn ráðsins frá 1964 til 1967. Hann var fulltrúi íslands í fastanefnd samkvæmt al- þjóðasamningi um fiskveiðar og í Norðaustur-Atlantshafs- fiskveiðinefndinni frá 1959 til ársins 1969, þar af formaður nefndarinnar á árunum 1966 til 1969. Davíð sat í stjórn Bjargráðasjóðs íslands frá 1940 til 1967. Hann var formaður sljórnar Hlutatryggingasjóðs bátaútvegsins og síðar Afla- tryggingasjóðs sjávarútvegsins til ársins 1967. Davíð sat í stjórn Fiskimálasjóðs frá árið 1954 og var formaður árið 1967 til 1968. Davíð sat á Alþingi sem vara- þingmaður Reyk- víkinga á árunum 1959 til 1962 og var landskjörinn al- þingismaður á ár- unum 1963 til 1967. Davíð átti sæti í bankaráði Fram- kvæmdabanka Is- lands árið 1961 tii 1966 og í sljórn Framkvæmdasj óðs íslands árið 1966 til 1967. Hann sat í stjórn Hafrann- sóknastofnunar og Rannsóknastofnun- ar fiskiðnaðarins frá 1962 til 1970. Hann var formaður stjórnar Fiskveiðasjóðs Islands 1967 tii 1986 óg Verðjöfnunar- sjóðs fiskiðnaðarins frá 1969 til 1986. Hann var formaður stjórnar sjóðsins Þjóðhátíðarg- jöf Norðmanna 1976 til 1977 og formaður stjórnar Ger- maníu 1972 til 1977. Þá var hann forseti Ferðafélags Is- lands 1977 til 1985 og formaður stjórnar Stofnunar Sigurðar Nordals 1986 til 1990. Davíð hlaut stórriddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu, Kommand- örkross dönsku Dannebrogs- orðunnar og norsku St. Olavs- orðunnar. Stórkross þýsku Verdienstorðunnar og heiðurs- merki sænska Rauðakrossins. Hann var heiðursfélagi í Fiski- félagi íslands, félaginu Germa- níu, Ferðafélagi Islands, Ges- ellschaft der Freunde Islands í Hamborg. Hann var kjörinn í heiðursráð Krabbameinsfélags íslands árið 1990. Eftirlifandi eiginkona Davíðs er Agústa Þuríður Gísladóttir, f. 4. apríl 1918. Börn þeirra eru Ólafur, ráðuneytisstjóri í for- sætisráðuneytinu, og Sigrún, rithöfundur. Útför Davíðs verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, og hefst athöfnin ki. 15. ÞEGAR fregnin um andlát Davíðs Ólafssonar barst um Seðlabankann þann 21. júní si. var eins og skugga brygði yfir stofnunina og þar minnt- ust menn hans með söknuði. Davíð var bankastjóri Seðlabanka íslands frá 1. ágúst 1967 til loka ágúst 1986 þegar hann lét af störfum vegna aldurs. Hann var því banka- stjóri í rúmlega nítján ár. Aður en Davíð tók við starfi seðlabankastjóra hafði hann verið forseti Fiskifélags íslands og fiski- málastjóri frá 1940 - 1967. Hann tók við þeim störfum stuttu eftir að hann kom frá námi í Þýskalandi þar sem hann tók hagfræðipróf við háskólann í Kiel. Auk þessara aðal- starfa gegndi Davíð ijölmörgum trúnaðarstörfum sem á hann hlóð- ust. Hann sat á Alþingi sem vara- þingmaður Reykvíkinga á nokkrum þingum árin 1959 - 1962 og sem landskjörinn þingmaður frá 1963 - 1967. Önnur trúnaðarstörf hans tengdust einkum sjávarútvegsmál- um og nýtingu auðlinda hafsins. , Þau ár sem Davíð gegndi störfum í Seðlabankanum tók bankinn beinni þátt í fjármögnun atvinnu- veganna í gegnum kerfi afurðalána en síðar varð. í bankanum hvíldi ábyrgð á framkvæmd þeirra mála ekki síst á herðum Davíðs Ólafsson- ar og þar naut bankinn hinnar miklu reynslu sem hann hafði af sjávarút- vegsmálum sem fiskimálastjóri. I Seðlabankanum er Davíðs minnst sem góðs félaga og trausts og vandaðs bankastjóra sem tók á hveiju máli af vandvirkni og með faglegri yfirsýn. Hann bar hag stofnunarinnar og starfsmanna hennar mjög fyrir bijósti. Davíð var alla tíð einkar vinveittur starfs- mönnum og tók mikinn þátt í fé- lagslífi þeirra ásamt eiginkonu sinni, ekki síst þeim þætti sem laut að útivist og ferðamálum. Þar var Davíð reyndar í essinu sínu því hann var mikill ferðagarpur og hafði yndi af gönguferðum. Sá áhugi kom m.a. fram í því að hann var um átta ára skeið forseti Ferða- félags íslands. Eiginkona Davíðs, Ágústa Gísladóttir, var traustur félagi hans á ferðalögum og reynd- ar í öllu hans lífi, en þau gengu í hjónaband árið 1941. Eftir að Davíð lét af störfum kom hann oft í bankann til að taka þátt í ýmsum samkomum á hans vegum. Þannig hélt hann sambandi við eldri starfsfélaga og sýndi jafnframt hlý- hug sinn til stofnunarinnar. Eg minnist t.d. einnar slíkrar heim- sóknar stuttu eftir að hann varð 75 ára gamall. Hann drakk kaffi með okkur í bankanum og ég tók sérstaklega eftir því að hann sagð- ist hafa haldið upp á 75 ára af- mæli sitt með því að ganga á Úlf- arsfell. Betur var það ekki gert að halda afmælisdaginn hátíðlegan að hans dómi. Þegar Davíð lét af störfum fór því fjarri að hann settist í helgan stein. Hann hóf þá að rita sögu útfærslu íslenskrar fiskveiðilög- sögu. Sat hann á söfnum bæði hér heima og erlendis og viðaði að sér heimildum af þeirri elju og sam- viskusemi sem jafnan auðkenndi störf hans. Ritun sögunnar er langt komin en honum entist þó ekki ald- ur til að ljúka því verki. Hann hef- ur hins vegar örugglega lagt vand- aðan fræðilegan grundvöll fyrir aðra til að Ijúka verkinu. Davíð Ólafsson var höfðinglegur maður í allri framkomu, kurteis svo af bar og einstaklega Ijúfur og yfír- lætislaus. Eg vil fyrir hönd Seðla- bankans senda Ágústu og börnun- um tveimur þeim Ólafi og Sigrúnu og öðrum ættingjum innilegustu samúðarkveðjur. Birgir ísleifur Gunnarsson. Davíð Ólafsson var stórbrotinn maður. Fór þar saman vallarsýn og mikill og traustur persónuleiki. Hann var afburða traustur og grandvar embættismaður, en um leið gæddur ríku frumkvæði og framtaki og var mjög virkur í lif- andi stefnumótun. Hann takmark- aði sig ekki við embættisskyldur, heldur lét mjög til sín taka í fé- lags- og menningarmálum og naut jafn óskoraðs trausts og viðingar á þeim vettvangi sem í starfi. Ungum var honum falin mikil ábyrgðarstaða, félagsleg jafnt sem embættisleg, er hann varð fiski- málastjóri aðeins 24 ára að aldri, og hafði hann síðan alla starfsævina mikla forystu í sjávarútvegsmálum, einnig eftir að hann varð seðla- bankastjóri og starfssvið hans færð- ist yfír til peninga- og lánamála og almennra efnahagsmála. Minnis- stætt er mér, að þegar sem ungling- ur var ég farinn að fylgjast með því sem Davíð lét frá sér í ræðu og riti, og hefur það ætíð verið málefnalegt, jákvætt og hressilegt, og það jafnt þótt á móti blési, sem í sjávarútvegsmálum var allt eins algengt og að fá meðbyr. Grunaði mig þá lítt, hve mikið lá fyrir mér að eiga saman við hann að sælda í starfi jafnt sem persónulega. Innganga mín á vettvang efna- hagsmála var hins vegar inn á al- mennt svið þeirra mála á vegum Framkvæmdabanka og Efnahags- stofnunar, en tekjumálastefna og úrlausnarefni í gengismálum á þeim vettvangi leiddu fljótt til mikilla samskipta við Fiskifélagið og Seðla- bankann. Efnahagsmál þess tíma voru sama sem sjávarútvegsmál í enn ríkari mæli og fyllri skilningi en síðar varð, en þá hlið mála tók Davíð að sér í Seðlabankanum í mjög góðu samstarfi við banka- stjórnina í heild, eftir að þangað kom 1967. Það hvarflaði held ég aldrei að honum að beita sér fyrir hagsmunavagn sérgreina í þjóðfé- laginu, heldur sá hann málstað sjáv- arútvegsins jafnan í Ijósi hlutverks hans í þágu heildarinnar, svo miklar taugar sem hann þó hafði til þeirra, sem þar lögðu hönd að verki. Út frá þessu viðhorfi fylgdi hann sett- um meginreglum ætíð fast eftir, hver sem í hlut átti, en tempraði það þeirri mildi, sem honum var lagin. Þess vegna urðu vinir hans einkum þeir manndómsmenn, sem stóðust slíka mælistiku og skildu, að ekki tjóaði að ætlast til annars. Eðlileg og átakalaus fyrirmennska og almenn virðing gerðu að verkum, að Davíð var yfirleitt falin for- mennska þeirra stjórna, sem hann tók að sér að starfa í, enda hélt hann stöðu sinnar vegna um megin- þræði og í nánum tengslum við hæstu stjórnvöld. Fáum mun hafa verið jafn lagið sem honum að segja stjórnmálamönnum afdráttarlaust, en af fullri hógværð, hvað gat geng- ið og hvað ekki. Seðlabanki og Efnahagsstofnun áttu óskiptan hlut að frumkvæði þess að koma Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins á laggirnar 1969. Samstarf okkar Davíðs varð þá mjög náið, er hann tók þar við for- mennsku, en ég tók þar stjórnar- sæti með honum og var um leið oddamaður í yfirnefnd Verðlags- ráðs sjávarútvegsins, eða aðrir sam- starfsmenn mínir í Efnahagsstofn- un. Milli þessara stofnana allra varð að ríkja náið samráð og eindrægni, sem og við hlutaðeigandi ráðherra og samtök sjávarútvegsaðila, og þurftu mál að leysast sem næst samhliða á hvoru tveggja vettvang- inum. Ometanlegt var þá að styðj- ast við svo traustan og gagnkunn- ugan mann sem Davíð, og gáfu togstreita og málamiðlanir þó sjald- an færi á að halda svo hreinum meginreglum sem vonir og fyrirheit stóðu til. Fundarstjórn Davíðs og framlagning mála var skýr og hóg- vær og í alla staði til fyrirmyndar. Andmæli samstarfsaðila voru sjald- an hvöss né hittu þau Davíð svo, að hann eða málefnið biði skaða af. Samleið átti ég einnig með Davíð í starfi mínu frá ársbyrjun 1972 sem forstöðumaður áætlanadeildar Framkvæmdastofnunar ríkisins, er vann framkvæmdaáætlanir fyrir sjávarútveginn og landshluta, um leið og hann var formaður stjórnar Fiskveiðasjóðs. Vorum við samheij- ar í að reyna að hafa hemil á of- þenslu fjárfestingar í atvinnuvegin- um, byggða á oftrausti á árangri útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Þar var við ramman reip að draga, svo sem berlega hefur komið í ljós. Samstarfið varð þó enn nánara eft- ir að ég gekk til liðs við Seðlabank- ann 1976 og tók að vinna að al- mennum lánsfjáráætlunum og gengismálum ásamt fleiru, sem í miklum mæli laut undir Davíð. Vandkvæðalaust var að eiga slík mál undir honum þrátt fyrir sjávar- útvegstengsli hans, þar sem hann var ekki síður aðhaldssamur við sínar stofnanir og málaflokka. Þá vorum við samtimis með nefndir að verki við mismunandi skuld- breytingar fyrir sjávarútveginn, er var heldur óljúf skylda, enda gerðar í því skyni að enda allar slíkar á vegum hins opinbera. Þegar Davíð lét af störfum fyrir aldurs sakir 1986, sleppti hann öllum nefndar- störfum af þessu tagi, og kom ég þá á ný inn í stjórn Verðjöfnunar- sjóðs og í varastjórn Fiskveiðasjóðs og varð á báðum stöðum áskynja um þá traustu arfleifð, sem Davíð hafði skilið eftir sig. Verkefnaskrá Davíðs rúmar ótrúlegan fjölda menningar- og þjóðþrifamála, sem mér gefst ekki tilefni til að reifa, þó að einu undan- teknu þar sem ég gerðist einnig sporgöngumaður hans. Hann tókst árin 1986-90 á hendur fyrstu for- mennsku í stjórn Stofnunar Sigurð- ar Nordals, sem annast ræktun og útbreiðslu þjóðlegrar bókmenningar í samvinnu við heimspekideild Há- skólans. Það var gæfa þeirrar stofn- unar að njóta starfskrafta hans við að koma henni á laggirnar, finna henni húsnæði og afla þess búnað- ar, sem við þurfti, og býr stofnunin enn í megindráttum að því. Ekki er getið trúnaðarstarfa fyrir tónlist, en þó voru Davíð og Ágústa einlæg- ir unnendur og stundendur góðrar tónlistar og létu sig til dæmis helst aldrei vanta á tónleika okkar í Pólý- fónkórnum. Davíð var gæfu- og gleðimaður í einkalífi, og áttu þau Ágústa óskipt mál um það. Heimili þeirra stóð mjög opið fyrir vinum og sam- starfsfólki og þar hafður í frammi góður fagnaður, gjarnan með söng og ferðamyndum og sjávarréttum, sem þau voru mjög snjöll að útbúa. Ferðalög og göngur voru snar þátt- ur.í lífi þeirra. Ógleymanleg er ferð, sem við Rósa fórum með þeim í Lónsöræfi sumarið 1979 á vegum Ferðafélagsins, og blandaðist þar blíða og slark með sérstæðum hætti. A tæpri syllu ofan beljandi Jökulsár horfðist Davíð í augu við ógnina og ákvað, hvar svamlað skyldi yfir og hvar tekið land á hin- um bakkanum, yrði honum það á að skrika niður leirbrekkuna. Fleira mætti til tína, ef tóm og tónn væri til. Undir ævikvöldið vakti fyrir þeim hjónum að komast í hægari bústað, og hafði Davíð þá forgöngu um það með fleiri góðum mönnum á vegum Bandalags háskólamanna að kanna og hanna þá sambyggingu, sem orðin er að veruleika að Þorragötu 5-9 suður undir Skeijafirði í nafni Skildinganess hf. Davíð tók þar fyrstu skóflustunguna fyrir rúmum tveim árum. En fáir njóta eldanna, sem fyrstir tendra þá, og brátt ágerðist mein Davíðs svo, að áhyggjusamt var, að hann næði þar ekki búsetu, sem þó varð snemma þessa árs. Við hjónin létum sann- færast, að þetta væri góður kostur, meðfram fyrir nábýli við Ágústu og Davíð og annað gott fólk. Höfn- uðum við í sama stigagangi og þau og höfum átt við þau gott samstarf um frágang . og fyrirkomulag. Hugðum við gott til þessa samfé- lags í upprifjun manna og málefna og góðra, genginna stunda, en nú hefur sól brugðið því sumri. Það skarð er Ágústu treystandi til að fylla svo sem best má verða. Davíð var gæddur sérstæðri hetjulund að hætti fornmanna. Hann mætti hveiju sinni æðrulaus því, er koma skyldi, og horfðist ódeigur í augu við örlög sín. Hann flíkaði ekki trú sinni, en ég tel að hún hafi verið traust og rótföst undir niðri, annað væri ekki í sam- ræmi við þá heilsteyptu skaphöfn, sem hann bar. Við grannarnir urð- um vitni að hljóðlátu og æðrulausu helstríði hans og ítrekaðri endur- lífgun, og skildum að slíka áraun mundi ekki auðið að leggja til lengd- ar á nokkurn mann. Þegar endirinn loks kom, var sem friður og kyrrð færðist yfír sviðið. Ég vil trúa því, að Davíð hafi eygt land handan hinnar miklu móðu og valið sér góðan landgöngustað líkt og við Jökulsá forðum. Blessuð sé minning hans og líkn syrgjendum. Bjarni Bragi Jónsson. Davíð Ólafsson var um langan aldur vinur fjölskyldu minnar. Náði vináttan jafnt til foreldra minna og okkar afkomenda þeirra. Fyrir mína daga var samstarf með Davíð og afa mínum Benedikt Sveinssyni á vettvangi Fiskifélags íslands. Ræktarsemi Davíðs og Ágústu Gísladóttur, eiginkonu hans, við okkur systkinin hefur orðið okkur til styrks og gleði. Fyrir þann hlý- hug allan er ástæða til að þakka sérstaklega á hinstu kveðjustund. Ég ólst upp við nána samvinnu föður míns og Davíðs^ á vettvangi Sjálfstæðisflokksins. Á viðreisnar- árunum var Davíð þingmaður um skeið og einnig í forystusveit Lands- málafélagsins Varðar, þar sem hann gegndi formennsku um tíma. Dró faðir minn aldrei dul á það, hve mikils hann mat störf Davíðs og treysti honum til allra vanda- samra verka og á ráð hans, þegar mikið var í húfi. Má þar minnast samstarfs þeirra í landhelgismálinu. Frá einum þætti þess segir Davíð í skemmtilegri grein í bókinni Bjarni Benediktsson, sem kom út '1983 undir ritstjórn Ólafs Egilssonar sendiherra. Davíð Ólafsson var ekki í hópi þeirra manna, sem lagði árar í bát, þegar hinu hefðbundna ævistarfi var lokið. Hann hóf störf sem fiski- málstjóri 24 ára gamall 1940, en frá 1967 til 1986 var hann seðla- bankastjóri. Við svo búið hefði hann getað sest sáttur í helgan stein, eftir að hafa sinnt vandasömum störfum af miklum dugnaði og sam- viskusemi. Þvert á móti lét hann víða að sér kveða, þar til veikindi hömluðu. Hann hafði lifandi áhuga á fjölmörgum sviðum. Var ætíð fengur að því að hitta hann og kynnast sjónarmiðum hans og af- stöðu til málefna líðandi stundar. Sýndi hann í því efni og samtölum meiri dirfsku en margur yngri mað- urinn. Minnist ég í því sambandi bréfs, sem hann ritaði í Velvakanda fyrir nokkrum árum, þar sem hann 'Áakti máls á því, hvers vegna ís- lendingar bæru einkum umhyggju fyrir hag skuldara, þegar þeir ræddu um vexti og peningamál. Fyrir utan skyldur heima fyrir var Davíð jafnan fulltrúi íslands í alþjóðasamtökum á starfssviði sínu. Tók hann meðal annars þátt í undir- búningi undir aðild íslands að Mars- hall-aðstoðinni 1947. Var hann alla tíð mjög áhugasamur um þátttöku íslendinga í vestrænu samstarfi. Lét hann að sér kveða í umræðum um utanríkis- og varnarmál á vett- vangi Sjálfstæðisflokksins og opin- berlega. Lagði hann okkur, sem yngri vorum, ómetanlegt lið, þegar á reyndi í þessum viðkvæmu mál- um. Leiðir okkar lágu saman í ýmsum störfum bæði opinberum og á öðr- um vettvangi. Vakti það ætíð at- hygli, hve vel Davíð hafði kynnt sér þau mál, sem til umræðu voru. Hann vildi ekki skjóta sér undan erfiðum ákvörðunum en taldi nauð- synlegt, að allir þættir úrlausnar- efnisins lægju skýrir fyrir, áður en niðurstaða fengist. Síðustu árin vann Davíð meðal annars að því að skrá sögu barátt- unnar fyrir útfærslu landhelginnar. í tímaritinu Stefni 1. tbl. 43. árg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.