Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sagði ekki það sem hann sagði 11 11 i II ii i n II l 1 I I 1 II l i ; >að er svo gott á milli þeirra Vilíúálms og Davjðs af því þeir skilja hvor annan og þess vegna er Vilhjálmur einmitt rétti maðurinn til að túlka þaer raeður sera Davið flytur. J Gr/^ÍUhJ[)~ ______Þvotturinn verður enn hvítari með þessu nýja Ariel Future. . ._ Trúnaðarviðtöl við starfs fólk verða ekki afhent HÆSTIRÉTTUR hafnaði í gær beiðni fyrrverandi framkvæmda- stjóra verndaðs vinnustaðar í Vest- mannaeyjum um afhendingu skráðra viðtala, sem tekin voru við starfsmenn og verkstjóra vinnu- staðarins, vegna samskiptaörðug- leika þar. Framkvæmdastjóranum var sagt upp störfum eftir að skýrsl- ur, sem unnar voru eftir viðtölun- um, voru afhentar félagsmálaráðu- neytinu. Málið varðaði tvær skýrslur, sem félagsráðgjafi og sálfræðingur í Vestmannaeyjum gerðu í júlí og október 1987 um málefni verndaða vinnustaðarins, sem er stofnun fyr- ir fatlaða. Skýrslurnar voru unnar að beiðni stjórnar staðarins og fyrir tilhlutun svæðisstjórnar Suðurlands í málefnum fatlaðra. Skýrslunum fylgdu skráð viðtöl við starfsmenn vinnustaðarins, þ.e. öryrkja, verk- stjóra og framkvæmdastjóra og voru þær afhentar félagsmálaráðu- neytinu. í þeim voru m.a. frásagnir Mennta- málaráð- herra unir niðurstöðu RÚV BJÖRN Bjarnason mennta- málaráðherra segir það alfar- ið ákvörðun Ríkisútvarpsins að skjóta niðurstöðu Sam- keppnisráðs, um fjárhagsleg- an aðskilnað dagskrárgerðar frá öðrum rekstri, til áfrýj- unarnefndar samkeppnis- mála. „Eg hlýt að una þessari ákvörðun eins og aðrir og býð eftir niðurstöðu nefndarinnar. Þetta er alfarið málefni Ríkis- útvarpsins þangað til endan- leg niðurstaða liggur fyrir og ég tek enga afstöðu fyrr,“ segir ráðherra. af framkomu framkvæmdastjórans og viðhorfum í samskiptum við starfsmenn, greint frá viðtölum við hann og ýmsum svörum hans við spurningum skýrsluhöfunda. Hagsmunir viðmæl- enda ráða Framkvæmdastjóranum var sagt upp störfum og gerði hann ítrekað- ar tilraunir til að fá í hendur eintak af skýrslunum eða aðgang að þeim. í framhaldi af áliti umboðsmanns Alþingis fékk hann skýrslurnar af- hentar í nokkrum áföngum, en seinni hluti síðari skýrslunnar var afhentur 1993 og hafði hluti text- ans þar verið máður út. Viðtölin voru hins vegar ekki afhent. Hæstiréttur benti á að viðmæl- endum hefði verið heitið því, að viðtöl þeirra við félagsráðgjafann og sálfræðinginn yrðu trúnaðarmál þeirra og stjórnar vinnustaðarins og þegar það væri virt, að fram- kvæmdastjórinn fyrrverandi hafi fengið afhentar skýrslur að því marki er varði hann, þættu hags- munir viðmælendanna eiga að ráða því að honum yrði synjað um hin skráðu viðtöl. Maðurinn fór fram á 100 þúsund krónur í bætur, en Hæstiréttur tók þá kröfu ekki til greina þar sem hann hefði ekki lagt fram gögn henni til stuðnings. Rétturinn leit hins vegar svo á að í kröfunni fæl- ist krafa um kostnað vegna rékst- urs málsins og felldi málskostnað fyrir Hæstarétti niður. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Haraldur Henrysson, Garðar Gíslason og Hjörtur Torfa- son. Hjörtur skilaði sératkvæði og taldi kröfu mannsins um 100 þús- und krónur ekki úr hófi þegar litið væri til þess hve langt væri síðan fyrst reyndi á upplýsingaskyldu ráðuneytisins. Þá taldi hann einnig rétt að ríkissjóður greiddi mannin- um hæfilegan málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. RLR vísar fra * * kæru vegna IU Rannsóknarlögregla ríkisins hefur vísað frá kæru Einars Sveins Hálf- dánarsonar, stjórnarmanns í Is- lenska útvarpsfélaginu hf., um rann- sókn vegna viðskipta félagsins við Bíó hf. Ekki þykir tilefni til frekari könnunar eða rannsóknar á kæru- efnum, að því er fram kemur í bréfi Boga Nilssonar, rannsóknarlög- reglustjóra. Bíó hf. rekur kvikmyndahúsið Regnbogann og er í eigu Jóns Olafs- sonar, stjórnarmanns í íslenska út- varpsfélaginu. Kæra Einars laut að meintum bókhaldsbrotum og hugs- anlegum auðgunarbrotum. Eins og Morgunblaðið skýrði frá þegar kæran var lögð fram í apríl snerist þetta mál um samning ÍÚ við Bíó hf. um auglýsingar á kvikmynd- um sem sýndar voru í Regnboganum. Samningurinn kvað á um að ÍU fengi ákveðinn prósentuhlut af miðasölu en gæti í staðinn ráðið birtingartíma og magni auglýsinga að hluta til. Samningurinn skilaði minni tekjum en ráð var fyrir gert því aðsókn að myndunum varð fremur dræm. Eðlilegt segir ÍÚ Af hálfu ÍÚ var litið svo á að um tilraun hafi verið að ræða til að fá inn fleiri auglýsingar á slökum aug- lýsingartíma. Þá hafi verið unnt að nota þessar auglýsingar til að halda tímaáætlun í dagskrá. Samningur- inn hafi verið fullkomlega eðlilegur og brjóti á engan hátt í bága við hlutafélagalög. í bréfi rannsóknarlögreglustjóra, þar sem kærunni er vísað frá, segir m.a. að kæru- eða álitaefnin hafi verið könnuð rækilega með aðstoð löggilts endurskoðanda. Islenskar fornbókmenntir Egla er saga um syndara Doktorsritgerð Torfa H. Tulinius hefur verið gefin út hjá bókaútgáfu Sor- bonne háskóla í París en það mun vera undan- tekning að slík rit séu gefin út hjá því forlagi. I ritinu fjahar Torfi um fomaldarsögur Norður- landa og skáldaðar frá- sagnarbókmenntir á ís- landi á 13. öld í ljósi nýs skilnings á eðli miðalda- samfélagsins, sem sprottið hefur af rann- sóknum sagnfræðinga á síðustu áratugum, eink- um franskra sagnfræð- inga og hugarfarssögu þeirra, en einnig í ljósi kenninga formgerð- arsinna í bókmennta- fræði. - Hverjar eru helstu niður- stöður af rannsóknum þínum? „Eg nota aðferðir form- gerðarsinna til að komast að þeirri hugmyndafræði sem end- urspeglast í frásögnunum. Og ég held að mér hafi tekist að sýna fram á að fornaldarsögur Norðurlanda og Egils saga og Jómsvíkinga saga, sem ég skoða einnig, endurspegli fyrst og fremst hugmyndafræði og spennu í íslensku samfélagi á 13. öld, þ.e. á ritunartíma sagn- anna, þótt þær gerist í grárri forneskju og byggi að einhveiju leyti á munnlegum heimildum frá fornri tíð. í þessum sögum má t.d. sjá merki um breytingar á erfðavenjum, sem áttu sér stað á 13. öld, og valda togstreitu í ljölskyldum.“ - Þú leggur líka áherslu á mennta á miðöldum með hliðsjón að lesa Egils sögu sem stjórn- af þessum þjóðfélagsbreyting- málasögu? „Já. Ég held — eins og fleiri — að hlutverk þessarar sögu hafi m.a. verið að staðfesta póli- Torfi H. Tulinius ►Torfi H. Tulinius er fæddur í Reykjavík árið 1958. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð 1976, útskrifaðist úr Kennaraháskólanum 1982 með B.L.:próf og ári síðar frá Háskóla íslands með B.A.-próf í frönsku. Hann lauk maitrise- prófi í frönskum miðaldabók- menntum frá háskólanum í Lyon 1984 og doktorsprófi í norrænum miðaldabókmennt- um frá Sorbonne háskóla 1992. Hann hefur verið kenn- ari við Háskóla Islands frá 1988 og er nú dósent þar. Torfi er kvæntur Guðbjörgu Vilhjálmsdóttur kennslusfjóra í námsráðgjöf við Háskóla ís- lands og eiga þau tvö börn. um. - Þú talar líka um kristileg viðhorf í Egils sögu? „Já, mér sýnrst margt benda tísk völd Mýramanna í Borgar- til þess að hana megi túlka svo firði, þ.e. ættar Egils. Það var að Egill beri siðferðislega ábyrgð algengt í Evrópu að bæði kon- ungar og ýmsir höfðingjar rétt- á dauða Þórólfs eldri bróður síns. Egill græddi mjög á dauða hans lættu völd sín með því að búa og mér sýnist sagan segja okkur til meira eða minna goðsögu- að hann þurfi að taka út refs- lega forfeður sem stofna til veldisins sem þeir svo taka við. I Egils sögu er einmitt sögð saga af þeim Kveldúlfi og Skalla-Grími sem hafa á sér ingu fyrir það. Eg tel mig geta stutt þennan lestur minn á sög- unni með því að benda á kristi- legt táknmál sem finna má i henni, auk vísanna til frásagna þetta goðsögulega mót, því er Gamla Testamentisins en einnig Iýst hvernig þeir hröklast burt norrænna goðsagna sem Snorri frá Noregi og stofna sitt veldi á íslandi. En, eins og eldri er einmitt helsti heimildarmaður okkar um. Þau benda til þess fræðimenn hafa bent á, þá er að Egla sé fyrst og fremst saga landnám þeirra töluvert ýkt í um syndara en um Egil gilda sögunni miðað við aðrar heim ildir. Það gæti svo haldist hendur við það að sagan er rit uð þegar allur Borgarfjörður er kristin siðaboð því hann var prímsigndur. Dauði Böðvars, sonar Egils er svo rökrétt refsing við synd hans en á miðöldum kominn í hendur eins manns, var gjarnan talið að Guð væri þ.e. Snorra Sturlu- sonar sem er einmitt sjöundi maður frá Agli og af flestum talinn höfundur Eglu. Sögurnarend- urspegla rit- unartíma sinn að refsa foreldrum fyrir syndir þeirra ef börn þeirra dóu. Sonatorrek er síðan yfirbót Egils. Út frá þessu hef Sagan bæri þá að einhveiju ég svo stungið upp á því að það leyti keim af viðleitni hans til mætti sjá ákveðin atvik í lífi að skjóta hugmyndafræðilegum Snorra sem tilefni til að rita frá- stoðum undir stöðu sína sem sögn eins og Eglu, frásögn þar höfðingja en það er í samræmi sem sagt er frá bróðurmorði sem við það að ísleriskt þjóðfélag er aðalpersónan tekur út refsingu að færast nær því sem gerðist fyrir en sem er samt þess eðlis í öðrum kristnum löndum á dög- að það er ekki auðvelt að koma um Snorra. En ég tel óhjá- auga á þessa túlkun á henni kvæmilegt að skýra uppruna og nema þekkja túlkunarfræði þróun íslenskra frásagnarbók- kristinnar kirkju á miðöldum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.