Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ1995 33 Unnið var að skálasmíði og end- urnýjun skála í óbyggðum og greidd för gangandi fólks á öræfaslóðum með göngubrúm og merkingu leiða. Mikið var unnið á Kjalarsvæðinu og á leiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Á þessum árum opnaðist almenningi gönguleiðin góða um „Laugaveginn“, en hana hafa án efa fleiri fetað en nokkra aðra slóð milli skála í óbyggðum. Kynni urðu mikil og góð meðal fólks í Ferðafélaginu og marga fýsti að leggja hönd að verki. Á einum aðal- fundinum var greint frá því að ein- staklega margir gæfu sig fram til starfa og færri kæmust í vinnuferð- ir en vildu. Þetta var mjög að skapi Davíðs, en hann fór oftsinnis orðum um það, hvað innra starf félagsins væri mikils virði. Davíð Ólafsson var menningar- maður í þess orðs bestu og fyllstu merkingu. Hann skildi manna best þá hugsjón er Ferðafélag íslands byggir á og var henni trúr til ævi- loka. Eftir að Davíð lét af forsetastörf- um í félaginu árið 1985 og hafði að verðleikum verið kjörinn þar heiðursfélagi, lét henn sér ætíð annt um málefni þess og allan hag og sýndi iðulega hug sinn í verki, einnig eftir að heilsu tók að hnigna. Á aðalfundi félagsins árið 1994 mætti hann ásamt konu sinni og tók þar til máls, ráðhollur eins og löngum fyrr. Við sama tækifæri var félagsmönnum einnig tilkynnt um veglega gjöf þeirra hjóna til félags- ins, fagurt málverk af íslensku landslagi, er áður hafði prýtt heim- ili þeirra en sem í framtíðinni mun skipa heiðurssess í húsakynnum félagsins. Minnisstæðar eru mér velfarnaðaróskir Davíðs, er ég sá hann síðast; hlýtt var handtak hans og viðmót allt þótt markaður væri hann af sjúkdómi sínum. Stjórnarstörf Davíðs fyrir Ferða- félagið voru honum m.a. hugstæð sökum þess að hann var sannur ferðamaður og ferðafélagsmaður, víðförull um lönd og álfur en jafn- framt gagnkunnugur landi sínu og unnandi íslenskrar náttúru. Eigin- kona hans, Ágústa Þ. Gísladóttir, var honum alla tíð einkar samhent um þetta hugðarefni, sem og um málefni Ferðafélagsins. Lágu leiðir þeirra hjóna víða, einna saman eða í hópi góðra samferðamanna, og voru þær ferðaminningar þeim kært umræðuefni. Ferðafélagið þakkar Davíð Ólafs- syni farsæl forystustörf um margra ára skeið og alla velvild fyrr og síðar og flytur ekkju hans, börnum og öðrum nákomnum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur við fráfall hans. Páll Sigurðsson, forseti Ferðafélags íslands. Látinn er í Reykjavík Davíð Ól- afsson, fv. seðlabankastjóri, 79 ára að aldri. Hann var formaður fyrstu stjórnar Stofnunar Sigurðar Nor- dals sem skipuð var til þriggja ára 1. desember 1986. En stofnunin var sett á fót 14. september þá um haustið til að minnast þess að hundrað ár voru liðin frá fæðingu dr. Sigurðar og í þeim tilgangi að efla hvarvetna í heiminum kynn- ingu og rannsóknir á íslenskri menningu að fornu og nýjú. Kom það í hlut Davíðs Ólafsson- ar að hafa forgöngu um að afla fjár til stofnunarinnar fyrstu árin, láta hefja viðgerðir við húsið Þing- holtsstræti 29 sem menntamála- ráðuneytið hafði keypt til að hýsa stofnunina, ráða forstöðumann og marka starfsemi stofnunarinnar stefnu. Ég sem þetta rita var ráðinn til að gegna starfí forstöðumanns Nordalsstofnunar frá 1. janúar 1988 og átti þvi náið samstarf við Davíð Ólafsson um meira en tveggja ára skeið við að skipu- leggja starfsemi stofnunarinnar og efla hana. Áður þekkti ég hann ekkert nema af góðu orðspori en fáa hef ég átt samskipti við sem mér hefur verið ljúfara að kynnast og þótt jafnánægjulegt að þekkja. Áhugi Davíðs á að koma Stofnun MINNINGAR Sigurðar Nordals á fót svo að sómi væri að var óskiptur og samvisku- semi hans áð rækja sem best hvert það verkefni sem hann hafði tekið að sér. Átti stofnunin stuðning hans engu síður vísan eftir að hann hafði látið af stjórna.rformennskunni. Ungum hafði honum verið falin mikil ábyrgð. Þegar hann var valinn til að vera formaður stjórnar stofn- unarinnar átti hann að baki giftu- ríkan starfsferil sem opinber emb- ættismaður. Hann var embættis- maður sem rækti skyldu sína af trúmennsku, stjórnandi sem stjóm- aði með því að vera starfsfólki sínu til fyrirmyndar. Vakti hann þegar traust þeirra sem umgengust hann. Davíð var orðvar og hógvær í framgöngu en í spjalli var hann hveijum fróðari um land og sögu. Hann var einnig gjörkunnugur víða erlendis enda hafði hann ferðast mikið og tekið þátt í margháttaðri alþjóðasamvinnu og samningagerð. Menningaráhugi hans var fölskva- laus. Þau Ágústa Gísladóttir, kona hans, voru samrýmd og samtaka um að láta gott af sér leiða. Stjóm stofnunarinnar og gestir hennar nutu innilegrar gestrisni þeirra, ein- lægni og hlýs viðmóts. Ég votta henni og börnum þeirra samúð mína við fráfall Davíðs um leið og ég þakka störf hans fyrir Stofnun Sig- urðar Nordals og góð kynni okkar. Úlfar Bragason. Um langan aldur hafa leiðir ís- lenskra námsmanna legið til Þýska- lands. Einn þeirra er í dag kvaddur í hinsta sinn, Davíð Ólafsson, fyrr- verandi seðlabankastjóri. Hann lauk námi í hagfræði við háskólann í Kiel árið 1939 og hóf ári síðar störf sem fiskimálastjóri, sem hann gegndi til ársins 1967, er hann var skipaður bankastjóri Seðlabanka íslands. Davíð Ólafsson hafði mikinn áhuga á margvíslegu samstarfi Is- t Eiginmaður minn, SKÚLI MAGNÚSSON, fyrrv. vörubifreiðastjóri, Nýbýlavegi 86, Kópavogi, lést þann 27. júní síöastliöinn. Fyrir hönd annarra vandamanna, Stefania Stefánsdóttir. t Elskulegur eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN LÁRUS VIGFÚSSON, Hólavegi 1, Sauðárkróki, er lést 24. júní, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 1. júlí kl. 14.00. Guðrún Svavarsdóttir, Björn Jónsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Auðbjörg Þorsteinsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Kristin Þorsteinsdóttir, Kristján Jökulsson, Vigfús Þorsteinsson, Drífa Árnadóttir, Margrét H. Þorsteinsdóttir, Sæmundur Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, sonur og fað- ir okkar, HRANNAR GARÐAR HARALDSON, Safamýri 13, lést þann 28. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. lands og Þýskalands. Vildi hann m.a. með þeim hætti endurgjalda þekkingu og menningaráhrif sem hann varð aðnjótandi á háskóla- árum sínum. Hann var einn í hópi þeirra, sem að loknum hildarleik seinni heimsstyijaldarinnar tóku höndum saman og beittu sér fyrir sendingu fatnaðar og lýsis til stúd- enta við Kielarháskóla, þar sem allmargir íslendingar höfðu stundað nám. Undirritaður, sem stundaði nám við háskólann 10-15 árum eftir að þessar gjafasendingar áttu sér stað, varð þess greinilega var, hversu rausnarlegar þær þóttu á erfiðum tímum. Þá áttu þiggjendur sér fáa velgjörðarmenn erlendis. Þess vinarbragðs nutu íslenskir námsmenn við háskólann lengi á einn eða annan hátt. Davíð Ólafsson var meðal þeirra, sem þátt tóku í að endurvekja starf- semi íslensk-þýska vináttufélagsins Germaniu í byijun sjötta áratugar- ins, en félagið var upphaflega stofn- að árið 1920. Tók hann alla tíð virk- an þátt í starfsemi félagsins og gegndi m.a. störfum formanns árin 1972-1977. Lagði hann þar af mörkum fómfúst starf á sama tíma og hann gegndi fjölmörgum vanda- sömum og ábyrgðarmiklum störf- um á sviði þjóðmála. Hann var heið- ursfélagi Germaniu. Davíð Ólafsson átti að baki glæsilegan og farsælan starfsferil. Hann bar yfirbragð virðuleika og var um leið einstaklega hlýr í öllu viðmóti. Hann var ávallt til taks að leggja góðum málum lið, þegar til hans var leitað, og að miðla af þekkingu sinni og góðri yfirsýn. Fyrir hönd stjórnar Germaníu er Davíð Ólafssyni að leiðarlokum þakkað af heilum hug frábært og ánægjulegt samstarf. Eftirlifandi eiginkonu, Ágústu, börnum og öðr- um vandamönnum eru sendar ein- lægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Davíðs Ólafs- sonar. Þorvarður Alfonsson. Lára Kjartansdóttir, Jenný Lúðvíksdóttir, Hrannar Örn Hrannarsson, Kjartan Ingi Hrannarsson. t Móðurbróðir minn, SIGMUNDUR GUÐBJARTSSON vélstjóri, Hrefnugötu 3, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum fimmtudag- inn 29. júní. Sigmundur Arthússon. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi STEFÁN ARNBJÖRN INGÓLFSSON, Stapasfðu 15D, Ákureyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 27. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Auður Guðjónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, STEINUNNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, áðurtil heimilis í Ástúni, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilis Sunnuhlíðar. Guð blessi ykkur öll. Hrafnhildur Matthiasdóttir, Jón H. Guðmundsson, Birgir Matthíasson, Guðrún Ásmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Jarðarför bróður okkar, GUÐMUNDAR FRIÐRIKSSONAR, Stóra-Ósi, Miðfirði, fer fram frá Melstaðarkirkju laugardag- inn 1. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðný Friðriksdóttir, Jón Friðriksson. t Eiginkona mín, UNNUR GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR, Gnoðarvogi 60, Reykjavík, lést 11. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigurjón Eðvarð Sigurgeirsson, Þóra Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Rúnar Már Bragason, Árný Jóhanna Sigurjónsdóttir, Guðrún Hafliðadóttir, Jóhann Árnason. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ANTONS GUÐJÓNSSONAR, Spóahólum 14, Reykjavík. Guðrún Matthíasdóttir, Þuriður Antonsdóttir, Ingi Sævar Oddsson, Kjartan Antonsson, Þuríður Skarphéðinsdóttir, Anný Antonsdóttir, Kristján Gunnarsson, Gunnar Antonsson, Gunnhildur Óskarsdóttir Ragnar Antonsson, Kristbjörg Einarsdóttir, Anton Antonsson, Lovísa Svavarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.