Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ1995 49
STÆRSTA
TJALDIÐ MEÐ
p, „Funheit rómantik!
>að eru ekki margar kvikmyndi
sem fylia mig jafnmikiili gleði
Leonard Maltin",
ggg ENTERTAINMENT
^ TONIGHT
2075
Ef þú hefðir elskað 1500 konur, myndir þú segja kærustunni frá því?
Johnny Depp og Marlon Brando, ómótstæðilegir í myndinni um
elskhuga allra tíma Don Juan DeMarco
EFTIRFORIN
Komdu á HEIMSKUR HEIMSKARI strax.
Þetta er einfaldlega fyndnasta mynd ársins.
Það væri heimska að bíða.
Aðalhlutverk: Christopher Lambert og
John Lone.
etlian kawke
julie
del
SÍMI 551 9000
JÓNSMESSUNÓTT
py
EITT SINN
STRIÐSMENN
Rómantiska gaman-
myndin Jónsmessunótt.
Aðalhlutverk: Ethan
Hawke (Reality bites) og
Julie Delpy
(Hvítur í triologiu
Kieslowskys).
Ef þið komið og sjáið
myndina
Jónsmessunótt, eigið
þið kost á að vinna
máltíð fyrir tvo á
Boston-kjúklingum eða
ferð fyrir tvo til
Dusseldorf með LTU -
Ferðamiðstöð
Austurlands.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11. b.i. 16.
KULNAHRÍÐ Á
BROADWAY
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
KRISTINN Alfreðsson
og Magnús Kjartans-
son á góðri stundu.
VIKINGASVEITIN skemmti
gestum; Hermann Ingi Her-
mannsson, Snorri Eggerts-
son og Hanna Björk
Guðjónsdóttir.
<
Morgunblaðið/Halldór
Landnámssýn-
ing í Hafnarfirði
► SAMHLIÐA Víkingahátíðinni í Hafn-
arfirði er haldin listsýning við hlið
Fjörukráarinnar þar í bæ. A sýningunni
eru listaverk eftir ýmsa listamenn og
tengist efniviður verkanna goðafræði
og daglegu lífi forfeðra okkar. Sýningin
var opnuð síðastliðinn laugardag og
mætti margt góðra gesta.
ÞÝSKUR listamaður, Dieter Scholz,
kennir Ara Posocco að höggva
likneski af Freyju.
ANTON Mosimann, í miðið, ásamt Ragnari Wessman yfirmat-
reiðslumanni á Grillinu, til hægri og einum gesta sinna.
Anton Mosimann
hér á landi
NÝLEGA var á ferð hér á landi
hinn þekkti svissneski matreiðslu-
maður Anton Mosimann sem
starfað hefur í Bretlandi um ára-
bil. Mosimann var yfirmatreiðslu-
niaður á Dorchester hótelinu í
London þar til hann opnaði sinn
eigin veitingastað, Mosimann’s,
einnig í London. Auk þess að reka
hann hefur hann einnig gefið út
fjölda heimsþekktra matreiðslu-
bóka.
Matreiðslumenn Hótels Sögu
hafa farið út til Lundúna og unnið
hjá Mosimann í nokkrar vikur í
einu og lært þannig af honum.
Meðfylgjandi mynd er tekin þegar
Mosimann heimsótti Grillið nýlega
þar sem hann snæddi kvöldverð
ásamt nokkrum gestum sínum.
Fullkomnun
í byssusmíði
JÓHANN Vilhjálmsson vélvirki
útskrifaðist í vor frá einum virt-
asta byssusmíðaskóla heims,
Skóla byssusmiða í Liege í Belg-
íu. Námið tók þrjú ár og veitti
Jóhanni gráðuna „fullkomn-
unarstig“ í byssusmíði.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Jóhann að námið hefði
verið erfitt, sérstaklega fyrsta
árið. „Það var mjög erfítt til
að byija með. Ég talaði ekki
málið þegar ég fór utan, auk
þess sem námið var þungt,“
segir Jóhann. Fjórtán nemendur
hófu nám fyrsta árið, en aðeins
sjö komust áfram.
Mikil áhersla er lögð á gaml-
ar hefðir í skólanum og er mest
allt unnið í höndunum. Kennd
er smíði allra tegunda byssna
og hnífa. Jóhann er eini íslend-
ingurinn sem útskrifast hefur
frá skólanum
Eftir bytjunarörðugleika
gekk námið mjög vel hjá Jó-
hanni. Hann fékk tvenn verð-
laun á öðru ári sínu í skólanum
og í ár fékk hann hin virtu verð-
laun Samtaka byssusmiða í Li-
ege, sem telst vera mikill heið-
ur.
Eftir útskrift bauðst Jóhanni
starf hjá einu virtasta byssu-
smíðafyrirtæki heims, Auguste
Frankotte, sem á sér 200 ára
sögu. Fyrirtækið hefur ekki tek-
ið menn í vinnu í mörg ár, svo
ráðningin er mikil upphefð fyrir
hann.
Anægð
songkona'
► SÖNGKONAN Gladys
Knight lætur ánægju sína í ljós.
Hún fékk nafn sitt greypt í
gangstéttina á Hollywood Bo-
ulevard og er þar með komin
í hóp með mörgum frægustu
stjörnum Hollywood.