Morgunblaðið - 22.07.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.07.1995, Qupperneq 1
64 SÍÐUR B/C 164. TBL. 83. ÁRG. LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ1995 ' PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vestnrlönd hafna samkomulagi um að Serbar viðurkenni Bosníu Hóta Bosníu-Serbum hörðum loftárásum London, Sarajevo, Washington. Reuter. Reuter SVEIT átta Tornado-orrustuþotna úr þýska flughernum lenti í gær á herfluvellinum í San Damiano á Italíu. Ætlunin er að nota þotumar til að liðsinna herjum Atlantshafsbandalagsins í Bosníu og veita sveitum Sameinuðu þjóðanna vernd. VESTURLOND hótuðu Bosníu- Serbum í gær hörðum loftárásum Atlantshafsbandalagsins og sögðu eftir neyðarfund 16 ríkja í London að gripið yrði til aðgerða réðust Bosníu-Serbar að Gorazde, einu griðasvæða Sameinuðu þjóðanna í austurhluta Bosníu. Um tíma leit út fyrir að Carl Bildt, sáttasemjari Evrópubandlagsins í Bosníu, hefði náð samkomulagi við Serba um að þeir viðurkenndu sjálf- stæði Bosníu, en Bandaríkjamenn lýstu því yfir í gærkvöldi að þeir hefðu hafnað samkomuiaginu ásamt nokkrum öðrum þjóðum. Bildt sagði að Frökkum hefði þótt samkomulagið „ásættanlegt", en þurft hefði samþykki allra aðilja að ríkjahópnum, sem er að reyna að koma á friði í Bosníu. Það hefði ekki fengist. í hópnum eru Banda- ríkjamenn, Rússar, Frakkar, Þjóð- verjar og Bretar. Rússar tregir Bandaríkjamönnum og þeirra heistu stuðningsmönnum tókst ekki að fá Rússa til fylgis við harðar aðgerðir á fundinum í London. „Heimurinn lætur ekki bjóða sér fleiri innantómar hótanir,“ sagði Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, eftir fundinn. Hann bætti við að öllum ákvörðunum yrðu að fylgja tafarlausar gerðir og árásir Atlantshafsbandalagsins yrðu að vera viðameiri, en þær takmörk- uðu hernaðaraðgerðir, sem Serbar hefðu hingað til getað látið sér í léttu rúmi liggja. Aðrir ráðherrar á fundinum og ýmsir leiðtogar Vesturlanda lýstu yfir ánægju með fundinn. Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, kvaðst hins vegar aldrei hafa séð „jafn glæsilega til raun til að skjóta sér undan vanda“. „Enn eitt . . . fíkjublað „Meira hálfkák, annað samkomu- lag, enn eitt sameiginlegt fíkjublað,“ sagði Haris Silajdzic, forsætisráð- herra Bosníu, í Sarajevo eftir fundinn. Mohammed Sacirbey, utanríkis- ráðherra Bosníu, sagði að niðurstaða fundarins hefði verið „grimmileg" vegna þess að örlög annarra músl- ima á öðrum griðasvæðum en Gorazde hefðu verið hunsuð. Sacirbey lýsti hins vegar yfir ánægju með niðurstöðu fundar mú- slimskra ríkja í Genf og kvaðst hafa skuldbindingu nokkurra þeirra um að útvega Bosníuher vopn til að hjálpa múslimum að veijast „þjóðar- morði“ Bosníu-Serba. Fimm létu lífið í árásum Króatíu- Serba á griðasvæðið í Bihac í gær og hermt var að 12 þúsund manns hefðu flúið heimili sín. Sprengjuregninu linnir ekki í Gorazde. Um svipað leyti og fundi var slitið í London féllu þar fjórir í sprengingu og sjö særðust. Bosníu-Serbar gerðu harða hríð að griðasvæðinu í bænum Zepa, en hermt var að þeim hefði ekki tekist að brjóta varnir múslima um hana á bak aftur. Gíslar særðir í Kasmír Srinagar. Reuter. SKÆRULIÐAR í Kasmír, sem halda fimm Vesturlandabúum í gíslingu, sögðu í gær að tveir gíslanna hefðu særst, þegar til skotbardaga kom milli þeirra og indverskra her- manna. Al-Faran-samtökin sögðu í yfirlýsingu að til harðra átaka hefði komið í gærmorgun við indverska hermenn og hefðu þau staðið í 25 mínútur. Sam- tökin sögðu einn skæruliða hafa særst alvarlega en tóku ekki fram hve alvarlega gísl- arnir tveir áttu að hafa særst. Þá áttu tveir stjómarhermenn að hafa fallið. „Við höfum margsinnis tek- ið það fram við fjölmiðla að ekki ætti að elta okkur en Ind- landsstjóm varð ekki við þeim tilmælum,“ sagði í yfirlýsing- unni. Embættismenn undrandi Indverskir embættismenn sögðust vera mjög undrandi á fréttum af skotbardaganum. „Eg hef engar upplýsingar um slíkt,“ sagði talsmaður stjórn- arinnar við blaðamenn. Þvert á móti hefðu fulltrúar skæm- liðanna átt í viðræðum við samningamenn stjórnarinnar síðdegis á föstudag. „Þeir minntust ekki á neinn skotbar- daga þá. Sveitir okkar hafa fyrirmæli um að draga sig til baka og lenda ekki í átökum,“ sagði talsmaðurinn. Samkomulagí náð í Grosní Grosní. Reuter. SAMNINGAMENN Rússa og Tsjetsjena sögðust í gær hafa náð samkomu- lagi í grundvallaratriðum um stöðu uppreisnarhéraðsins Tsjetsjníju, sem hefur verið helsti ásteytingarsteinninn í friðarviðræðunum í Grosní, og von- uðust til að geta undirritað það í dag. Vjatsjeslav Míkhaílov, aðalsamn- ingamaður Rússa, staðfesti þetta og einn af samningamönnum Tsjetsjena kvaðst búast við að samkomulagið yrði undirritað í dag. Samningamennirnir vildu ekki skýra frá því hvað fælist í samkomu- laginu. Tsjetsjenska samninga- nefndin hefur krafist algjörs sjálf- stæðis, en Rússar hafa hingað til sagt að héraðið geti fengið takmark- aða sjálfstjórn en verði að lúta rúss- nesku stjórnarskránni, sem merkir að Tsjetsjníja verði áfram hluti Rúss- lands. Deilan blossaði upp árið 1991 þegar yfirvöld í Tsjetsjníju lýstu yfir sjálfstæði héraðsins. Samninga- mennirnir hafa verið að ræða loðna málamiðlunaryfirlýsingu í fjórum línum, sem Míkhaílov sagði að kæmi til móts við sjónarmið allra aðila deilunnar. „í línunum fjórum er öll- um spurningunum svarað, meðal annars fjórum atriðum - varðandi rússnesku stjórnarskrána, [tsjetsj- enska] stjórnarskrá, sjálfsákvörðun- arrétt og reglur í þjóðarétti." Tsjetsjenar höfðu ennfremur kraf- ist þess að efnt yrði til þjóðarat- kvæðagreiðslu um stöðu héraðsins. Vilja ekki tilheyra Rússlandi Takmörkuð sjálfstjórn myndi ekki nægja tsjetsjenskum hermönnum á vígvellinum ef marka má viðbrögð yfirmanns þeirra, Balaudíns Beldojevs. „Jafnvel þótt Dúdajev [leiðtogi Bosníu] segi að við verðum að ganga í Rússland gerum við það ekki,“ sagði hann. Viðræðurnar fara fram í byggingu sendimanns Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu í einu úthverfa Grosní. Hópur kvenna safnaðist saman við bygginguna í gær eins og oft áður og hrópaði vígorðið: „Sá sem berst ekki hefur þegar tapað.“ Reuter MÖRG hundruð manns flúðu í gær heimili sín skammt fyrir utan Áþenu vegna mikilla skóg- arelda, sem yfirvöld fá ekki neitt við ráðið. Eldurinn kviknaði snemma í gærmorgun skammt frá Penteli-fjalli í útjaðri Aþenu. Hvasst var í veðri og eldurinn breiddist hratt úr. Samkvæmt fréttaskeytum náði hann yfir 15 km svæði og höfðu bæði skóg- lendi og mannvirki orðið honum að bráð. Að sögn lögreglu hafði fólk verið flutt brott úr fimm íbúðahverfum, barnasjúkrahúsi Mörg hund- ruð manns flýja elda á Grikklandi og sumarbúðum við rætur Pent- eli. Hvassviðrið gerði erfitt fyrir um flug og því var ekki hægt að varpa vatni yfir eldinn úr lofti svo tímum skipti. Dimitris Katri- vanos, starfsmaður innanríkis- ráðuneytisins, sagði að þetta væri „mesti eldur sem nokkru sinni hefur geisað á þessum slóð- um“. Lýst hefur verið yfir neyðarástandi á svæðunum norð- austur af Aþenu og herdeildir sendar til að aðstoða nokkur hundruð slökkviliðsmenn, sem þegar berjast við eldana. Svartur reykur lagðist yfir Aþenu, en höfuðborgin var ekki talin í hættu. Grunur ieikur á að um íkveikju hafi verið að ræða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.