Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Borað eftir heitu
vatni í Krýsuvík
BORUN holu eftir heitu vatni
er nýlokið í Krýsuvík og þyk-
ir ljóst að mikil orka er í
henni. Vatnið á að nota til
að hita upp hús í Krýsuvík
og jafnvel framleiða raf-
magn.
Holan er 322 metra djúp
og er vatnið í henni líklega
200 til 230 gráða heitt. Hrá-
orkan sem holan gefur er
u.þ.b. 10 megawött en ekki
liggur enn fyrir hve mikið
af orkunni nýtist. Það eru
Krýsuvíkursamtökin sem
standa að boruninni fyrir fé
sem ýmsir velunnarar sam-
takanna hafa látið af hendi
rakna. Snorri Welding, fram-
kvæmdastjóri Krýsuvíkur-
samtakanna, segir að hita-
veita í Krýsuvík sé alger for-
senda þess að samtökin geti
haldið starfsemi sinni áfram
en yfir 2 milljónir fara árlega
í upphitunarkostnað með
dísilolíu. Um tólf karlar eru
nú á vistheimili samtakanna
og komast færri að en vilja.
Verið er að byggja upp deild
fyrir konur með aðstoð
kvenna í Soroptimistaklúbb-
um frá Hafnarfirði og
Garðabæ.
SÍF eykur veltu þrátt
fyrir minni útflutning
Um 24% veltuaukning hjá
Nord Morue í Frakklandi
VELTA Sölusamband íslenskra
fiskframleiðenda (SÍF) hf. fyrstu 6
mánuði ársins var 3,6 milljarðar
króna og jókst um 5,9% miðað við
sama tímabil í fyrra. Útflutningur
dróst hins vegar saman um 5,7%
að magni. Rekstur dótturfyrirtæk-
is SÍF, Nord Morue í Frakklandi,
hefur gengið mjög vel. Veltuaukn-
ing er um fjórðungur frá sama
tímabili í fyrra, en veltan hafði þá
aldrei verið meiri. Gunnar Örn
Kristjánsson, forstjóri SÍF, segist
tiltölulega sáttur við gang mála til
þessa, en telur ólíklegt að náist
að flytja jafnmikið út á þessu ári
og því síðasta.
Fyrstu 6 mánuði ársins flutti
SÍF út samtáís 14.200 tonn af
saltfiskafurðum og skreið á móti
15.000 á sama tíma í fyrra. Verð-
mæti útflutningsins var þó 200
milljónum króna meira en þá og
segir Gunnar Öm að þar ráði
mestu hagstæðari flokkun á salt-
fiskinum nú en í fyrra. Nú hafi
meira af stórum fiski farið utan.
Verð á helztu mörkuðum hefur
verið breytilegt, en hefur þó að
meðaltali þokazt eitthvað upp á
við.
Fyrstu sex mánuði ársins varð
verulegur samdráttur í afla tveggja
helztu fisktegundanna sem fara í
salt. Þorskaflinn dróst saman um
17% og ufsaafli um 27%. Þrátt
fyrir hækkandi verð á ufsa er lítið
framboð af honum og ganga veið-
arnar illa. Um helmingur ufsakvót-
ans er enn óveíddur.
Velgengni hjá Nord Morue
Velta Nord Morue þetta tímabil
í ár var 1.654 milljónir franka á
móti 1.332 í fyrra. Aukningin milli
ára er 24,6%. Nord Morue hefur
selt alls 4.836 tonn af ýmsum af-
urðum umrætt tímabil á móti 3.813
tonnum í fyrra og nemur aukning-
in 27%. Þessi aukning á fram-
leiðslu og sölu hefur náðst þrátt
fyrir að umfangsmiklar endurbæt-
ur á verksmiðjunni eftir bruna
standi nú yfir, en áætlað er að
þeim ljúki í haúst.
700 tonn k,eypt frá Noregi
Þá hafa SÍF og Nord Morue
keypt um 700 tonn af saltfiski frá
dótturfyrirtækinu SÍF Union í
Noregi fyrri helming þessa árs.
Það er heldur minna magn en sama
tíma í fyrra. Gunnar Órn Krist-
jánsson, forstjóri SÍF, segist til-
tölulega sáttur við árangurinn til
þessa, meðal annars í ljósi minnk-
andi afla. Hann segir að fram-
leiðsla í júní og júlí sé afar lítil og
býst ekki við að hún aukist í ág-
úst. Því séu litlar líkur á því að
sama magn verði flutt utan og í
fyrra. „Á hinn bóginn er mjög
ánægjulegt hve vel gengur hjá
Nord Morue, þrátt fyrir áföll vegna
bruna með skömmu millibili," seg-
ir Gunnar Örn Kristjánsson.
Tuttugu o g níu feijuflugvélar á Rey kj aví kurflugvelli
TALSVERÐUR fjöldi var af ferju-
fiugvélum á Reykjavíkurflugvelli í
gærkvöldi og að sögn Guðjóns Atla-
sonar, starfsmanns Flugþjónustunn-
ar, eða 29 talsins. Sér Flugþjónustan
um að afgreiða þessar vélar, selja
þeim eldsneyti, gera flugáætlanir,
gefa flugmönnum upp veðurspá svo
eitthvað sé nefnt. Flestar hafa vél-
arnar verið 30-40, sem er afar
Feijuflug
eykst
óvenjulegt. Guðjón segir að þessi
fyöldi hafí verið algengur á árunum
1987-89, en undanfarin 2-3 ár hafí
ferjuflug dregist saman samfara
kreppu. Nú virðist vera sem kaup á
smærri vélum séu að glæðast og
hafi fyöldi flugvéla sem stöðva hér
á leið yfír Atlandshafíð verið heldur
á uppleið. Eru vélar bæði á leið til
Bandaríkjanna og eins til Evrópu.
Guðjón segir að vélamar séu allt frá
því að vera tveggja sæta upp í þotur
af ýmsum stærðum og gerðum.
Smábátaeigendur óhressir með reglugerð um sljórn fiskveiða
Ætla að óska eftir fundi
með forsætisráðherra
„ÉG FINN það á félagsmönnum að
mælirinn er orðinn fullur. Á þá voru
sett lög sem þeir eiga mjög erfítt
með að sætta sig við og þeir hafa
orðað það þannig að nú sé greinilega
verið að nudda salti í sárin eða jafn-
vel sparka í menn liggjandi. Fyrstu
viðbrögð okkar verða þau að óska
eftir fundi með forsætisráðherra, og
skýra málin fyrir honum með það
fyrir augum að þessu verði breytt,"
sagði Órn Pálsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands smábátaeig-
enda í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Ný lög um stjóm fískveiða voru
samþykkt á alþingi 15. júní síðastlið-
inn, sem kveða á um að frá og með
1. september næstkomandi verði öll-
um krókabátum skipt í tvo flokka,
þ.e. krókabáta í bann- og sóknar-
dagakerfí og krókabáta með þor-
skaflahámarki.
„Ef jiað gengur ekki eftir,“ sagði
Örn, „get ég engu spáð um framhald-
ið, en ég fínn að menn eru búnir að
fá nóg. Þeir stunda einstaklingsút-
gerð, sem er atvinnuskapandi rekst-
ur, umhverfísvænn og skilar að landi
hágæðahráefni og standa og falla
með sinni útgerð sjálfír. Það er ekki
hægt að líða árásir á þennan útgerð-
arhátt öllu lengur, án þess að nokkur
rök séu lögð á borðið.
Við erum ósáttir við það hvemig
lögin era túlkuð í nýrri reglugerð.
Það hefur alltaf verið rætt um skil-
greiningu á sóknardegi á þeim
grunni að hann sé miðaður við 24
klukkustundir, án tillits til þess hve-
nær sólarhringsins sjósókn sé hafin.
Nú leggur sjávarútvegsráðherra á
það ofuráherslu að sóknardagur skuli
teljast frá miðnætti til miðnættis."
Menn velji sjálfir
hvenær þeir rói
Örn segir að bent hafi verið á að
vilji menn nýta þessa fáu daga, sem
þeim sé úthlutað í bann- og sóknar-
dagakerfinu sem best, eigi þeir að
hafa sjálfval um það hvenær þeir
hefji róður og hvenær þeir ljúki hon-
um. Með því að hafa fyrirkomulag-
ið á þann hátt sem sjávarútvegsráð-
herra leggi áherslu á, reyni menn
að byija eins snemma og hægt er í
stað þess að fara eftir veðurfari.
„Tökum algengt dæmi, mann sem
bíður eftir að veður lægi og kemst
ekki fyrr en um eftirmiðdaginn út í
róður,“.segir Öm. „Ef hann verður
ekki sloppinn inn fyrir miðnætti, telj-
ast þetta vera tveir dagar. Við kom-
um með óskir um að þessu yrði
breytt, en því var hafnað."
Öm segist líka hafa borið fram
ósk um að tekið yrði tillit til óviðráð-
anlegra aðstæðna, eins og vélarbil-
ana eða veðurs á veiðislóð, eftir að
haldið væri úr höfn, og mönnum þá
gefinn kostur á að sigla strax i land
án þess að sú sjósókn teldist til veiði-
dags, enda sannanlega enginn afli
veiddur né veiðarfærum dýft í sjó.
Knúnir til að taka áhættur
„Þessu var einnig hafnað og við
stöndum framrni fyrir því að menn
verði knúnir til þess að taka óþarfa
áhættur og hanga úti á sjó í þeirri
von að veður lægi og dagurinn komi
að einhveijum notum.“
Sóknardagakerfið kemur ekki til
framkvæmda fyrr en 1. febrúar, en
Örn segir að þessi túlkun ráðuneyt-
isins á lögunum hafi óneitanlega
áhrif á val trillusjómanna. Umsókn
þeirra um þorskaflahámark þurfí að
liggja fyrir 1. ágúst. „Þetta gerir
sóknardagakost enn verri en ella og
leiðir til þess að fleiri hrökklast inn
í þorskaflahámarkið, þótt þeir geti á
engan hátt séð að þeir geti náð end-
um saman inni í kerfinu, með þeim
aflaheimildum sem það kerfi býður
þeirn."
Morgunblaðinu tókst ekki að ná
tali af Þorsteini Pálssyni, sjávarút-
vegsráðherra, í gærkvöldi.
Arekstur
í Svínahrauni
Umferð
tafðist um
klukkustund
HARÐUR árekstur varð á mót-
um Þrengslavegar og Suður-
landsvegar í Svínahrauni síð-
degis í gær og tafðist umferð
um svæðið í um klukkustund.
Tveir voru í hvorum bíl og voru
farþegar beggja bifreiðanna
fluttir á sjúkrahús.
Áreksturinn varð með þeim
hætti að bifreið sem var á leið
vestur Þrengslaveg var ekið inn
á Suðurlandsveg og lenti hún
framan á bifreið sem var á leið
í austurátt eftir Suðurlands-
vegi. Að sögn lögreglunnar á
Selfossi eru báðir bílarnir taldir
ónýtir.
Tekiná 141
UNG stúlka var tekin fyrir
að aka á 141 km hraða í
gærdag á veginum undir
Hafnarfjalli. Voru þrír far-
þegar í bílnum og mikil um-
ferð var á veginum.