Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bandarískir aðilar kynna sér íslenskar landbúnaðarafurðir Morgunblaðið/Sverrir JOHN Catsimatidis, t.v., og Simeon Mike Vouyiouklis. Deilurnar um lagningu Borgarfjarðarbrautar Engin sátta- tilraim gerð Ahugi á náttúruleg- um vörum að aukast HÉR Á landi eru nú staddir John Catsimatidis, eigandi Red Apple Company, og Simeon Mike Vouyiouklis, eigandi Louis Food Service Corporation, en fyrirtæki þeirra hafa undanfarið keypt ís- lenskt lambakjöt og lax til sölu í gegnum fyrirtæki sín í New York. Red Apple rekur 55 verslanir á svæðinu, en Louis Food Service er fyrst og fremst innflutnings- og dreifingarfyrirtæki. Ef varan ergóð og verðið raunhæft kaupir fólk Þeir Mike og John segja að markmið ferðarinnar sé einnig að sjá umhverfið þar sem afurð- irnar eru framleiddar og lítist þeim vel á aðstæður. Lambakjötið sem þeir kaupa er markaðssett sem náttúruafurð og segir John að markaður fyrir slikar vörur sé að aukast verulega í Bandarílg- unum. Hvað varði verð íslensku varanna, sem er talsvert hærra en verð svipaðrar vöru, segir John að ef varan sé góð og verð- ið raunhæft þá kaupi fólk. „Flestir Bandaríkjamcnn hafa áhyggjur af því að maturinn sem þeir borða komi frá menguðum svæðum,“ segir John. „Svo virðist sem ísland sé ósnertaf þessum vandamálum vegna legu landsins." Sem dæmi um aukinn áhuga á náttúrulegum afurðum segir John að fyrir um fimm árum hafi hlut- ur náttúrulegra og lífrænna vara verið nærri núlli í verslunum hans, en nú falli á milli 3-5% var- anna í þann flokk. Býst hann við að sá hluti nái allt að 20% hlut- falli þegar fram líða stundir. Sú afurð sem John og Mike hafa áhuga á að athuga með kaup á til að by rja með er íslenskt vatn og John bætir við að hann sjái mikla möguleika í skyri, sem sé einstæð afurð. Sigurður Baldvin Sigurðsson sem sér um markaðs- setningu afurðanna segir að nú sé einnig að hefjast sala á lamba- kjöti og laxi í verslunarkeðjunum Shoprite í New Jersey og Pantry Pride í Flórída. Einnig ætli Fresh Fields verslunarkeðjan að taka íslensku afurðirnar til sölu. „FULLYRÐING Davíðs Pétursson- ar um að núverandi végarstæði sé veðravíti, er gjörsamlega órök- studd. Það hafa aldrei fokið bílar út áf þessum vegi og það hafa ekki orðið fleiri slys á þessum vegar- kafla en almennt gerist á íslenskum vegum,“ segir Jón Kjartansson, bóndi á Stóra-Kroppi, í samtali við Morgunblaðið í framhaldi af frétt- um um deilur um vegarstæði nýrrar Borgarfj arðarbrautar. „Tillögur Vegagerðarinnar sem þeir kalla 2a og 2b gera ráð fyrir að vegurinn verði færður niður fyr- ir svokallaðan Rudda. Þannig að ef Davíð Pétursson á við sviptivinda upp múlann þá mun sú hætta heyra sögunni til ef vegurinn verður lagð- ur eins og tillaga 2a og 2b gera ráð fyrir. Hreppsnefnd Reykholtsdals- hrepps hefur lagt til að þessi leið verði farin. Vegagerðin ekki gert tilraun til sátta Það er hreinlega ekki rétt að mér hafi verið boðið að veglínan yrði færð fjær húsunum. Vegagerðin hefur ekki gert minnstu tilraun til þess að koma á sáttum í málinu. Í skýrslu skipulags ríkisins um mat á umhverfisáhrifum stendur: „Ekki hefur verið unnin tillaga um færslu vegarins, vegna þess að ekki hafa komið óskir um það frá landeiganda eða öðrum umsagnaraðilum." En svo segir: „Meðfylgjandi er rissuð inn veglína sem sýnir gróf- lega hugsanlega lausn þar sem veg- urinn yrði færður um nálægt 200 metra frá húsum á Stóra-Kroppi. Tillagan hefur í för með sér aukn- ingu landrýmis undir veg. Lengja þarf vegtengingu að Stóra-Kroppi um rúmlega 200 metra. Einnig þarf að gera ráð fyrir að gamli vegurinn milli Geirsár og Stóra- Kropps verði notaður sem tenging að Runnum, þannig að hann skilast ekki aftur til jarðarinnar.“ Þarna er Vegagerðin að finna allskonar annmarka á því að vegur- inn verði færður 200 metra fjær útihúsunum. Mér sýnist að þeir séu því að gera því skóna að þetta sé ekkert inni í myndinni. Ég lýsi furðu minni yfir því að um leið og Vegagerðin er tilbúin til þess að gera heimreið að Steðja sem er bæði löng og brött, að þeir telji það vera vandamál að lengja heim- reiðina að Stóra-Kroppi sem er á flötu landi. Málatilbúningur rökleysa Davíð segir að nýja veglínan sé síður en svo í óþökk íbúa héraðs- ins, en það er málatilbúningur sem á ekki við rök að styðjast. Eg bendi enn og aftur á mótmæli borgara- fundar í Logalandi sem haldinn var í desember, enda ályktaði hrepps- nefnd að fela Vegagerðinni að kanna aðra kosti í málinu og leggja til að vegurinn yrði um efri leið. Nær allir íbúar Flókadals skrif- uðu undir áskorunarskjal til hreppsnefndar um að færa stofn- brautina ekki frá dalnum og fjöl- margir íbúar Reykholtsdalshrepps hafa lýst því yfir að þeir séu and- vígir þessum tillögum. Það er ekki rétt að einungis tveir landeigendur af sex séu andsnúnir nýju veglínunni. Þeir bæir sem vegurinn fer um eru Steðji, Runn- ar, Stóri-Kroppur og Asgarður. Reyndar fer vegurinn um land Hamra, sem er í eyði og í eigu sveitarfélaga norðan Skarðsheiðar, en það hefur enginn afstaða komið fram frá þeim til þessa vegar. Það skiptir engu máli fyrir Hamra og Steðja hvernig vegurinn fer um þau lönd, þannig að það er skiljanlegt að eigendurnir taki ekki afstöðu. Ég bendi á það að Magnús Egg- ertsson bóndi í Ásgarði, Þorvaldur Pálmason og Sigríður Einarsdóttir ábúendur að Runnum, ásamt mér, hafa mótmælt tillögu Vegagerðar- innar skriflega. Ég fullyrði því að þrír af fjórum landeigendum, eða ábúendum, hafa mótmælt legu vegarins um Reykholtsdal." BROTIST var inn í fyrirtækið Skákprent í Dugguvogi í fyrrinótt og þaðan stolið tölvubúaði og ýmsum óbætanlegum gögnum. Að sögn Jóhanns Þóris Jóns- sonar, eiganda Skákprents, virðist sem innbrotsþjófarnir hafi verið búnir að undirbúa innbrotið því þeir brutu sér leið inn í húsið og beint inn í það herbergi þar sem búnaðurinn var. Fjögur önnur fyr- irtæki eru í húsinu en ekki var farið inn í þau. Tækin skipta minnstu Meðal þess tækjabúnaðar sem stolið var má nefna tvær tölvur, einn tölvuskjá, skanna og ýmis fleiri tæki. Jóhann segir að þenn- an búnað megi meta á þijár til fjórar milljónir. Það sé þó ekki hann sem mestu skipti heldur hugbúnaðurinn, sem fór með, og umfram allt það efni sem var í minni tölvanna. Af því má nefna * Ometanlegu efni stolið tvö tölublöð af tímaritinu Skák, eitt af tímaritinu Lopa og bandi og fjórar bækur. Þar fyrir utan voru uppskriftir að veiðiblöðum, ýmis merki og margt fleira. Vinnslu tímaritanna var um það bil að ijúka og segir Jóhann að fílmurnar að þeim hefðu líklega verið prentaðar út í dag ef ekki hefði farið sem fór. Hann segir starfsemina lamaða í bili og að langan tíma muni taka að vinna upp allt sem glataðist, ef það tekst þá nokkum tíma. Skáksagan glötuð Jóhann hefur gefíð út tímaritið Skák í 34 ár og hann segir að allt sem viðkomi því og öðm sem hann hefur fengist við sé inni í þessum tölvum. Segja megi að skáksagan hafí farið þama með þessum tækjum. Hann segir efnið ekki gagnast neinum nema sér. Þar fyrir utan hafí þjófamir skilið ýmis tæki eftir sem verði til þess að vélbúnaðurinn gagnist þeim ekki. Vill fá efnið aftur Jóhann var ótryggður. Hann vill eðlilega fá efnið sitt aftur og segist tilbúinn til að ræða málið við einhvern þann sem vilji gera eitthvað til þess. Hann vitnar í því samhengi til tölvu Þráins Bert- elssonar, sem stolið var á síðasta ári, og harða disksins úr henni en honum var skilað fyrir milli- göngu þriðja aðila. I fyrrinótt var einnig brotist inn í Birkituminn við Birkimel og þaðan stolið talsverðu magni af tóbaki auk peninga og sælgætis. Kostnaður vegna sjúkrahúsa, sjúkra- og lífeyristrygginga fer fram úr fjárlögum Stefnir í 950 milljóna króna halla á árinu KOSTNAÐUR vegna reksturs sjúkrahúsa, sjúkra- og lífeyris- trygginga stefnir í að fara 950 milljónir fram úr fjárlögum ársins að sögn Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra. Ingibjörg seg- ir að gera megi ráð fyrir að halli sjúkrahúsanna verði 400 milljónir, sjúkratrygginga 300 milljónir og lifeyristrygginga 250 milljónir. Davíð A. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítalanna, segir töluverðan vanda að halda rekstrinum innan fjárlaga. Ekki síst vegna þess að starfsemin skili meiri afköstum og sé því kostnaðarsamari en tvö síð- astliðin ár. Ingibjörg viidi ekki upplýsa um stöðu einstakra sjúkrahúsa. Hins vegar sagði hún greinilegt að sjúkrahúsin í Reykjavík ættu í miklum erfíðleikum með að halda sig innan ramma íjárlaganna og nokkur sjúkrahús úti á landi fengju aðstoð við að stuðla að sparnaði á haustmánuðum. Tilsjónarmenn sendir út á land „Fyrri ráðherra hafði gert samning við nokkur sjúkrahús úti á landsbyggðinni um að ákveðnar aðgerður yrðu til að halda kostn- aði innan fjárhagsramma. Ekki virðist alls staðar stefna í að svo verði og því hefur verið ákveðið að senda svokallað tilsjónarmenn á sjúkrahúsin samkvæmt ákvæð- um samningsins. Tilsjónarmönnunum er ætlað að aðstoða heimamenn við að kanna hvort hægt sé að draga úr fasta- kostnaði með einhveijum hætti. Ég get svo nefnt að sumar heil- brigðisstofnanir hafa sjálfar óskað eftir að fá til sín tilsjónarmenn til aðstoðar og stundum eflaust til að sanna ágæti sitt,“ segir Ingi- björg. Af öðrum aðgerðum sagði Ingi- björg að viðræður stæðu yfír við sérfræðinga til að lækka sérfræði- kostnaði og reglugerð til að lækkka lyfjakostnað tæki að fullu gildi 1. ágúst. Miðað við reynslu nágránna- þjóðanna má gera ráð fyrir að reglugerðin spari sjúklingum um 100 milljónir og ríkinu á bilinu 80 til 90 milljónir á ársgrundvelli. Ingibjörg sagðist hafa áhyggjur af því að hallinn nú yrði þungur baggi á ríkinu á næsta ári. Nauð- synlegt væri að horfa til lengri tíma en eins árs eins og gert hefði verið þegar hugað væri að sparn- aðaraðgerðum og gera þyrfti á því athugun hvort sumarlokanir í sparnaðarskyni skiluðu í raun ein- hveijum árangri. Óhjákvæmilegt að draga úr starfsemi „Við þurfum að huga að skipulags- breytingum og því hvort langar sumariokanir verða ekki einfald- lega að kostnaðarauka annars staðar í heilbrigðisþjónustinni. Hvort sem ríkisendurskoðun eða aðrir geta hjálpað okkur að fara ofan í saumana á því er nauðsyn- legt að hið rétta komi í ljós,“ sagði Ingibjörg. Hins vegar minnti hún á að allt- af væri óhjákvæmilegt að draga eitthvað úr starfsemi yfír sumar- leyfístímann því erfítt væri finna afleysingar fyrir starfsmenn með mikla sérfræðiþekkingu. Meiri afköst valda erfiðleikum Þó sumarlokanir ríkisspítalanna séu um 10% meiri en þegar mest var árið 1992 er starfsemin tæp- lega 10% meiri á fyrri hluta ársins en á sama tímabili_ síðastliðin tvö ár að sögn Davíðs Á. Gunnarsson- ar forstjóra. Hann segir eina af skýringunum að lokanir vegna langvinnra vinnudeilna hafi haft þær afleiðingar að starfsemin hafi ekki verið eins mikil og gert hafi verið ráð fyrir og kostnaður, t.d. vegna vinnulauna, hafi þar af leið- andi verið minni á árunum 1993 og 1994 en á þessu ári. Davíð sagði að starfsemin væri meiri en gert hefði verið ráð fyrir í upphafi ársins. Hann sagði jafnframt öfugsnúið að meiri afköst hefðu erfiðleika í för með sér fyrir reksturinn. „Auð- vitað er einkennilegt að á meðan mikið gleðiefni þykir að farþegum Flugleiða hafi fjölgað um 16% eykur aðeins á rekstrarvandann hjá okkur þegar okkur tekst, með minni lokunum eða útsjónarsemi, að íjölga sjúklingum um sama hlutfall. Þegar aðrir stefna að því að auka þjónustuna er okkur falið að draga eins og við frekast getum úr starfsemi spítalans til að halda kostnaðinum innan fjárlaga,“ sagði Davíð. 7 milljarðar á fjárlögum Davíð’ sagði að ríkisspítalar hefðu fengið 7 milljarða á fjárlög- um. „Ég á erfitt með að svara því núna hver staðan er því við vitum ekki ennþá hvað við fáum út úr sumrinu þegar mestu sparnaða- raðgerðirnar eru í gangi. Hins vegar tel ég afskaplega líklegt að okkur takist ekki að halda rekstr- inum innan fjárlaga nema með mjög afgerandi aðgerðum seinni- hluta ársins.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.