Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 13 LANDIÐ Römm er sú taug sem rekka dregur föðurtúna til Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjörnsdóttir. HELGIK. Hjálmsson, einn landeigenda, stendur við tjörnina, sem eitt sinn iðaði af lífi, bæði fugla og fiska. Kaldalóni - Mitt í svellkuldagarr- anum geyslaði sólarhlýja í brjóst- um þeirra góðu gesta sem fylltu kirkjuna í Unaðsdal sunnudaginn 16. júlí, þá er hin glæsilega ferm- ingarathöfn fór þar fram á tveim- ur börnum þeirra Elínar Kjart- ansdóttur frá Unaðsdal og manns hennar Hrafnkels Þórðarsonar læknis í Hankeland sjúkrahúsinu í Bergen, komin yfir höfin blá til æksustöðvanna í eyðimörkinni á Snæfjallaströnd. Það er engin smáupplifun fyrir þá sem í auðn- inni standa að vita slíka samkomu ALLT kjöt sem á innlendan markað fer er skoðað af dýralækni og met- ið af kjötmatsmanni. Á meðfylgj- andi mynd eru Þórarinn Jónsson á svið setta og taka þátt í þeim kærleiksríka fögnuði sem ferm- ingarathafnir hafa í skauti sér fólgnar, og þá ekki síður þá til- finningaríku tryggð þeirra sem hlut eiga að máli að þeirra hamingjudyggð nýt- ur sín hvergi betur en í sínum hjartfólgn- ustu heimahögum. Þá er heldur ekki að neita, að slíkar athafnir eru stórhá- tíðarstundir fyrir sóknarprest okkar Djúpmanna, séra Baldur Vilhelmsson prófast í Vatnsfirði, sem svo ríkulega sóp- aði að í þakkarkveðj- um hans til fyrrver- andi búenda í þessari sveit hans og hann þjónað hefur með sæmd og prýði frá upphafi hans prestsskapar. Þótt nú sé mesti snjór sem kom- ið hefur á öldinni í Snæfjalla- hreppi er þar ekki síður mikið gras, sem engum nýtist, en eftir- sóttur munaður þeim er vestan Djúpsins búa að fá að slá þar tún- in þar sem þar eru víða svo dauð- kalin tún, að ekki eru Ijábær á stórum stykkjum. og Guðrún Margrét Sigurðardóttir að meta stórgripakjöt og fullvissa sig um að skepnan hafi verið heil- brigð, svo kjötið geti farið í sölu. Hornafjörður - Frárennslismál við Hornafjörð eru í miklum ólestri. Allt frárennsli sem fer frá íbúum Hafnar fer óhreinsað að öllu leyti út í Hornafjörð og ná lagnir sums staðar rétt út fyrir göturnar niður í fjöru. Einungis á einum stað í plássinu, á svokölluðu Leirusvæði, er frárennslið leitt í rotþró áður en það fer út á leirurnar. Vandamálið er stórt og mikið í sniðum og úr- bóta þörf fyrir allnokkuð löngu. Nú þegar hefur verið unnin skýrsla um þessi mál fyrir bæjarfélagið og er unnið út frá henni. Kostnaður við þær úrbætur sem gera þarf hlaupa á hundruðum milljóna og með það fyrir augum er erfitt fyrir ekki . stærra bæjarfélag að byrja á stór- framkvæmdum sem þessum. Eftir sameiningu sveitarfélagana hér í kringum Höfn hefur þetta verkefni stækkað með stærra sveit- arfélagi. Erfitt er að meta hvar vandamálið sé verst á svæðinu. íbú- um og eigendum Fornustekkalands- ins í Nesjum er nú nóg boðið af aðgerðaleysi yfírvalda hér í bæjar- félaginu. Þeir sendu harðort bréf til bæjaryfirvalda og afrit af því til heilbrigðisnefndar staðarins og fór afrit einnig í umhverfisráðuneytið. En málum er þannig háttað í Nesja- hverfinu að afrennsli úr rotþró sem upphaflega var einugis ætluð fyrir Nesjaskóla rennur í opinn skurð í „Urbóta er þörf “ landi Fornustekka. Einhveijir van- kantar eru á þrónni því of mikið yfirborðsvatn virðist renna í hana svo.rotnun verður ekki sem skyldi í henni og rennur lítið sem ekkert rotnaður úrgangurinn út í opinn skurðinn vestan við Nesjaskóla fram með veginum niður að hesta- mannasvæði staðarins að Fornu- stekkum og síðar skilur þessi skurð- ur áhorfendasvæði hestamanna og keppnissvæðið í sundur og liggur síðar niður í svokölluð rot rétt aust- an við hesthúsin á svæðinu. Eflaust muna einhveijir eftir því sem sóttu Fjórðungsmót hestamanna í Horna- firði á dögunum að annað veifið allan mótstímann gall í hátölurum svæðisins að halda bömum frá skurðinum við mótssvæðið og vita þeir sem á hlýddu, hvers vegna þessi áminning var látin fara til áhorfenda. Jens Einarsson sem sá um framkvæmdir vegna mótsins sagði að það sem hafði bjargað þeim fyrir horn í þetta skiptið hafi verið tvær úrhellis rigningar rétt fyrir mótið sem hreinsuðu það allra versta úr skurðinum en samt hafi þefurinn upp úr skurðinum legið annað veifið yfir svæðið. Eigendur Fornustekka hafa bent bæjaryfirvöldum á að úrbóta sé þörf strax og heilbrigðisnefnd stað- arins hefur tekið í sama streng og átti úrbótum að hafa verið lokið fyrir júní 1995. Eina svar sem Fornustekkaeigendur fá frá bæjar- yfirvöldum er að fullur vilji sé af hálfu bæjarins til að leysa þessi mál með viðunandi hætti og verði þetta skoðað af þeirra hálfu og úrbætur eigi að liggja fyrir við gerð fjárhagsáætlunar bæjarins fyrir ár- ið 1996. Á meðan mega þeir sem við þetta búa og starfa láta sér lynda þefinn sem af þessu leggur og þá hættu sem af skapast fyrir mannfólkið og lífríkið í nálægu votlendi. Mál sem þessi eru sýslunni ekki til sóma gagnvart gestum og gangandi. Eins og kunnugt er þá er starfandi Eddu- hótel á sumrin í Fjölbrautaskólan- um í Nesjum og ein aðalgönguleið þeirra sem þar gista er niður með þessum skurði. Á lognkyrrum kvöldum eftir heitan sólardag er lítill sómi að þeim fnyk sem leggur á móti gestum og æði vafasöm land- kynning af þessum sóðaskap sem þarna er. Morgunblaðið/Jens Guðmundsson. UNAÐSDALSKIRKJA á hátíðarstundu ný yfirfarin og endurbyggð. Morgunblaðið/Silli Kjötið metið á Húsavík Ritun Byggðasögu Skagafjarðar að hefjast Ritverk í fimm til sex bindum Sauðárkróki - Að frumkvæði Hér- aðsnefndar Skagafjaðar hefur verið sett á laggirnar nefnd til þess að annast útgáfu á Byggðasögu Skaga- fjarðar. Auk héraðsnefndarinnar eru það Sögufélag Skagfirðinga, Kaupfélag Skagfirðinga og Búnaðarsamband Skagfirðinga sem standa að útgáf- unni, og leitað hefur verið til Hjalta Pálssonar, skjalavarðar á Sauðár- króki, varðandi það að ritstýra verk- inu. Gert er ráð fyrir að þegar í haust verði hafist handa varðandi efnisöflun, en í Byggðasögunni verð- ur saga allra þeirra jarða sem vitað er til að hafa einhvern tíma verið í byggð og er því þetta rit nokkurs konar framhald af Jarða- og búenda- tali í Skagafirði frá 1781, en auk þess verður lýsing á jörðum, húsa- kosti, hlunnindum og ræktun, en einnig verður gerð grein fyrir ör- nefnum og sögustöðum, og öðrum þeim fróðleik sem jörðunum tengjast svo sem þjóðsögum og slíku. Þá er gert ráð fyrir að þær mynd- ir sem tiltækar eru verði birtar með lýsingu hverrar jarðar, þannig að menn geti gert sér grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa. Samkvæmt áætlun útgáfunefndar Byggðasögunnar er stefnt að því að fyrsta bindi geti komið út árið 1999, en síðan eitt bindi á ári þar til út- gáfu sögunnar er lokið. Fyrstu þrjú þúsund miðunum í forsölu fylgir geisladiskurinn: Journey to the top of the world* með hljómsveitum sem spila á tónleikunum Við verðum með sérstakt fjölskyldusvæði fyrir okkur, gömlu pönkarana sem tökum krakkana með og förum snemma i háttinn. Og að sjálfsögðu er fritt inn fyrir börn yngri en 12 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.