Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 17 IMEYTEIMDUR Ýmsar tegundir dönsku ostanna uppseldar ÞAÐ var örtröð við kæliborðið þar sem dönsku ostarnir voru í Hag- kaup í Kringlunni í gær og þeir sem stöldruðu við til að skoða virtust almennt kaupa nokkra osta til að smakka. Viðskiptavinir veltu einnig töluvert fyrir sér verði miðað við íslensku ostana. Um 40 mismunandi tegundir voru fluttar til landsins, engir brauðostar heldur einungis rjóma- ostar, gráðostar og aðrir sælkera- ostar. I gærmorgun voru til 26 mismunandi danskar ostategundir í Kringlunni og því nokkrar tegund- ir þegar uppseldar. Sölutölur liggja enn ekki fyrir á einstökum tegundum en svo virðist sem danski kastalaosturinn og gráðostarnir séu mjög vinsælir. Suma ostana má kaupa í stórum einingum og þá eru þeir ódýrari en kemur fram í töflunni sem er birt hér á síðunni. Örn Kjartansson, rekstrarstjóri hjá Hagkaup, segir viðbrögðin hafa verið vonum framar og hann segist hafa orðið var við að fólk þekki þessa osta. Búist er við að birgðir endist fram yfir helgi. Örn telur víst að framhald verði á þessum innflutningi og í athugun er einnig innflutningur á öðrum ostategund- um. Hvað kosta ./ , i' i Kastali, hvitur Kastali, blár Rjómaostur m. ananas & hnetusp. Rjómaostur m. ananas & krókant Rjómaostur m. pipar Camilla, rjómaosturm. hvítlauk Ostarúlia m. hvítlauk Ostarúlla m. bl. pipar Marquis, mjúkurostur Saga, mjúkur osturm. hvíttauk & basil Lúxus yrja Bónda brie Gráðostur Islenskir ostar 1.304 kr/kg 727 kr/kg -n Z 1.264 kr/kg 1.008 kr/kg 1.467 kr/kg 1.240 kr/kg 1.065 kr/kg Danskir ostar 1.793 kr/kg 1.793 kr/kg 2.072 kr/kg 2.072 kr/kg 1.727 kr/kg 1.793 kr/kg 1.640 kr/kg J \__ Morgunblaðið/Golli BLÁR danskur kastalaostur, íslenskur kast- ali, íslenskur gráðostur, danskur rjómaostur með ananas og krókant og danskur kastali Verðmunurinn mjög mikill á rjómaostum Við lauslega verðkönnun sem gerð var í gær kom í ljós að verð- munurinn er einna mestur á íslensk- um og dönskum ijómaostum. Til dæmis kostar eitt kíló af dönskum ijómaosti með ananas og hnetu- spæni 2.072 krónur en íslenskur ijómaostur með ananas og krókant 727'krónur kílóið. Lesendum til glöggvunar þá kostar ein 110 g dós af íslenska ijómaostinum 80 krónur á meðan 125 gramma dós af þeim danska kostar 259 krónur. Að vísu er lagt meira í útlit danska ostsins, um er að ræða ostahring með möndíuspæni sem hægt er að bera fram þannig, en sá íslenski er borinn fram í plast- íláti. Erfitt er að full- yrða að um sambærilegan ost sé að ræða hvað varðar bragð og gæði enda alltaf smekksatriði. Sá danski er 31% feitur en sá íslenski 22% feitur. Innihaldslýsingin er ekki alveg eins. ' í íslenska ijómaostinum er undanrennukvarg, sýrt smjör, bragðefnin krókant og ananas, mjólkurprótein, bindiefni og rot- varnarefni. í þeim danska er geril- sneidd mjólk, ijómi, möndlur, an- anas, , appelsínulíkjör, matarlím, sykur, salt og mjólkursýrubasi. Örn segir að ijómaostarnir séu flokkaðir sem sérstakir sælkera- ostar og þeir séu greinilega dýrir í Danmörku líka. Grillsneiðar ekki á 4.999 kr. heldur 499 kr. MEINLEG prentvilla læddist í tilboð Nóatúns á þurrkrydduð- um framhryggjarsneiðum sl. fimmtudag. Sagt var að kílóið af þeim væri á 4.999 kr. Hið rétta er að grillsneiðarnar kosta 499 krónur kílóið. Appelsína og nýtt tríó vinsælustu Trópí-safarnir NÝIR Trópí-ávaxtasafar hafa kom- ið í hillur verslana í sumar og Tróp- ítríó í litlum fernum er nú næstvin- sælasti safinn frá Sól á eftir appels- ínusafanum sem hér hefur fengist í 23 ár. Sól hf hrærði upp í ávaxta- söfunum í vor; breytti umbúðum, setti á markað trió og rautt greip og skipti út ananassafanum. Jón Scheving verksmiðjustjóri segir að hætt hafi verið með evr- ópskan ananas og farið að flytja inn frosinn safa frá Hawai. Hann sé mun ferskari og margir hafa sagst vera ánægðir með breyt- inguna. Appelsínu- og greipsafarnir frá Sól eru keyptir af samlagi 19 bænda skammt frá Orlando í Flórída. Þar eru ávextirnir tíndir, kreistir og þykkni flutt hingað frosið eftir að vatn hefur gufað af safanum. Þykknið er svo blandað með ís- lensku vatni í hlutföllunum 1 á móti 5. Trópí appelsínusafi í lítra- og hálfslítrafernum er með ávaxtakjöti og endist í 5 vikur óopnaður í kæli. Sami safi fæst líka í litlum fernum, fjórðungs úr lítra, en á þær er sett án þess að loft komist að, endingin verður 3 mánuðir og ekki nauðsyn- legt að geyma í kæli. Ávaxtakjötið kemst á móti ekki með. Nýju safarnir Sömu sögu og af appelsínunum er að segja um greipsafann, nema hvað hvíta greipið sem lengi fékkst er horfið og rauður greipsafi kom- inn í staðinn. Hann er örlítið sæt- ari og ólíkt fallegri á litinn. Þessi safi fæst í 'A og 'A lítra umbúðum. Hin nýjungin, ávaxtatríó með appelsínusafa, guava og passíu- ávexti, fæst einungis í 1/4 lítra fernum. Appelsínan er unninn úr sama þykkni og hreini appelsínu- safinn, en tveir tíundu hlutar tríós- ins eru safar óvenjulegri ávaxta, sem fluttir er inn með flugi, þar sem þeir henta illa til frystingar. í heildina segir Jón Scheving að sala Trópí-appelsínusafa jafngildi því að hver Islendingur drekki ríf- lega eina litla fernu á mánuði. Þetta sé langvinsælasti safinn til margra ára. Nú sé tríóið næst, svo epla- safi, rautt greip, ananas og loks sveskjusafi. Pans í ágúst frá kr. 21.900 Við höfum fengið nokkur viðbótarsæti til Parísar á lága •verðinu í brottfarimar 2. og 9. ágúst í beina leigufluginu okkar. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti á meðan enn er laust. Nokkur viðbótarherbergi á Edouard hótelinu á hreint frábæru verði. Flugsæti kr. 21.900* Skattarkr. 2.100. Verð samtals kr. 24.000. Flug og hótel í viku 2. og 9 .ágúst kr. 29.900 Skattarkr. 2.100. \ferð samtals kr. 32.000. Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562-4600. ilmandi gott RIO kaffi í hlýíegu ög notafegu umhverfi í garnla Árbænum. Eitinig þarftu að prófafrægu lummu-uppskriftina hennar Sigurlaugar. DAGSKRA HELGARINNAR SYNINGAR A VEGUM SAFNSINS Sýningin MiX 5 á Ingólfstorgi er farandsýning á vegum borgarminjasafn- anna á Norðurlöndum. Sýningin fjallar um unglinga í dag og verður opin til 23. júlí. Aðgangur er ókeypis. "Reykjavík '44 - Fjölskyldan á lýðveldisári" á Árbæjarsafni sýnir daglegt líf Reykjavíkurfjölskyldunnar á stríðsárunum. Sýningin er fyrirtaks leiö til aö fræöast um tímabilið þegar afi og amma voru ung. Sunnudagur 23. júlí Hópreiö hestamanna úr Fáki á safniö kl. 15:00. Áö verður á túninu við Árbæinn og þar verður boröað nesti og slegiö upp dansiballi ef vel viðrar. Karl Jónatansson þenur nikkuna. Reiðtúr við aöaltorgiö. Krakkar fá að bregða sér á bak einum af Fáks- gæöingunum frá kl. 15:00 - 16:00. Skeifnasmíöi í smiðjunni við Árbæ. Pétur Þórarinsson söðlasmiður sýnir í gömlu skemmunni í Árbæ frá kl. 14:00 - 17:00 og gömul reiðtygi veröaþartil sýnis. Einnig venjulegir dagskrárliðir og veitingar á svæöinu J Leitið ekki langt yfir skammt! Komið í Árbæjarsafnið um ■ helgina og upplifið skemmtilegan og fróðlegan eftirmiðdag. ÁRBÆJARSAFN • REYKJAVIK MUSEUM ' SIMI 5771111 FAX 5771122

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.