Morgunblaðið - 22.07.1995, Side 20
20 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Hitabylgja í Evrópu
Tólf deyja
á Spáni og
meng’un
vex
Sevilla, París. Reuter.
HITABYLGJA í Andalúsíu í
suðurhluta Spánar hefur orðið
ellefu manns að bana, aðallega
öldruðu fólki. Dauðsfall 46 ára
skokkara í Madrid er einnig
rakið til hitans.
Hitinn hefur verið yfir 40
stigum frá því á sunnudag og
stundum jafnvel náð 50 stigum
í borgunum Sevilla og Cordoba.
32 til viðbótar hafa verið
fluttir á sjúkrahús í Andalúsíu,
þeirra á meðal 20 ára karlmað-
ur sem fékk hitaslag við hjól-
reiðar.
Veðurfræðingar segja ekki
óeðlilegt að mikill hiti sé á þess-
um slóðum á þessum tíma árs.
Hins vegar sé ekki algengt að
hitinn sé svo mikill langt fram
á kvöld eins og nú. Búist er
við að hitabylgjan gangi yfir á
sunnudag.
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins verða íslenskir
ferðamenn lítið varir við hita-
bylgjuna þar eð þeir dveljast
flestir við strönd Miðjarð-
arhafsins.
Mikil mengun í París
Hitabylgja hefur einnig verið
í Frakklandi og yfirvöld í París
gáfu út viðvörun vegna meng-
unar. Þau mæltust til þess að
ung börn, asmasjúklingar og
aldrað fólk héldu sig innan-
dyra, auk þess sem borgarbúar
vöruðust reykingar og of mikla
áreynslu.
Hitinn í París var 35 stig og
logn, þannig að loftmengunin
var mikil ög myndun ósons,
sem getur valdið öndunarerfið-
leikum, fór yfir hættumörk.
Forsætisráðherra Spánar borinn þungum sökum
Neitar því að hafa
tengst árásum á ETA
Madrid. Reuter.
FELIPE Gonzalez, forsætisráðherra
Spánar, kvaðst í gær ekki ætla að
verða við kröfum um að hann segði
af sér og boðaði þegar í stað til kosn-
inga vegna ásakana um að hann
væri viðriðinn ólöglega starfsemi
sveita sem börðust gegn Aðskilnað-
arhreyfingu Baska (ETA) á síðasta
áratug. Dagblaðið El País lýsti þess-
um ásökunum sem „pólitískri
sprengju“ en Gonzalez sagði þær
„algjöran tilbúning".
Ricardo Garcia Damborenea, fyrr-
verandi flokksbróðir Gonzalez og
áður embættismaður í Baskahér-
uðunum, hélt því fram að forsætis-
ráðherrann hefði verið viðriðinn
starfsemi svokallaðrar Frelsishreyf-
ingar gegn hermdarverkamönnum
(GAL). Hreyfingin var óvönd að
meðulum í baráttunni gegn ETA og
drap 27 manns í nokkrum tilræðum.
Gonzalez efndi til blaðamanna-
fundar vegna málsins í gær og þótt
hann hafnaði afsögn og kosningum
féll hann frá því að draga það að
ræða málið á þinginu þar til það
verður sett í september. Hann kvaðst
hafa boðist til þess að veija sig á
sérstökum aukafundi á þinginu í
næstu viku.
Málinu lýst sem
„pólitískri
sprengju“
Forsætisráðherrann benti á að
Damborenea iagði ekki fram neinar
sannanir fyrir staðhæfíngum sínum
og óvild sósíalistans í garð Gonzalez
er vel þekkt á Spáni. Gonzalez gaf
í skyn að Damborenea hefði sjálfur
verið viðriðinn aðgerðirnar gegn
ETA og væri að reyna að skella
skuldinni á ráðamenn í Madrid.
Spænsk dagblöð hafa hins vegar
mánuðum saman verið með vanga-
veltur um að Gonzalez væri „Herra
X“, óþekktur maður sem hefði verið
heilinn á bak við árásimar á ETA.
Enn eitt hneykslismálið
„Þetta er pólitísk sprengja, sem
verður að aftengja áður en þing kem-
ur saman,“ sagði í forystugrein E1
País. „Ásakanimar eru svo alvarleg-
ar að þær krefjast tafarlausra
svara.“
José Maria Aznar, leiðtogi Þjóð-
arflokksins, krafðist þess að forsæt-
isráðherrann segði af sér og boðaði
til þingkosninga. Leiðtogi Samei-
naðra vinstrimanna, Julio Anguita,
tók undir þá kröfu.
Stjórn Sósíalistaflokksins missti
þingmeirihluta sinn á mánudag, þeg-
ar katalónskir þjóðernissinnar sögðu
skilið við hana. Stjómin hefur staðið
mjög höllum fæti að undanförnu
vegna annarra hneykslismála, sem
leiddu til þess að Gonzalez bauðst
til að boða til kosninga næsta vor.
Spænskur dómari, Baltasar Garz-
on, hóf nýja rannsókn á starfsemi
GAL í desember og lét þá handtaka
Julian Sancristobal, sem var æðsti
embættismaður Spánar á sviði ör-
yggismála, vegna meintrar aðildar
hans að mannráni árið 1983. GAL
rændi þá Segundo Marey, sem var
ranglega talinn hátt settur félagi í
ETA.
Sósíalistar gagnrýndu Garzon
dómara harkalega og sögðu að hann
væri að hefna sín vegna brostinna
framavona innan fiokksins þegar
hann gegndi embætti í innanríkis-
ráðuneytinu. Garzon bauð sig fram
í kosningunum í júní 1993, var þá á
framboðslista sósíalista, þótt hann
lýsti sér sem óháðum.
Málefni
kvenna
ÞINGKONA þjóðernissinna,
Taljana Búlgakova, reynir að
breiða yfir plastbijóst sem þing-
maðurinn Vjatsjeslav Maratsjev
bar á fundi í Dúmunni í gær. Þar
var verið að ræða málefni
kvenna. Maratsjev er þekktur
fyrir skrípalæti á þinginu.
Aðalvandinn hversu
hægt gengur
A
G HEF ekki áhyggjur af
ályktun ráðstefnunnar, heldur
aðgerðunum í kjölfar henn-
ar. Að því sem þjóðir heims hafa
komið sér saman um til bæta stöðu
kvenna, verði hrint í framkvæmd,"
segir Gertrud Mongella, fram-
kvæmdastjóri Kvennaráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna sem haldin
verður í Peking í Kína í september
en hún er stödd hér á landi í tveggja
daga heimsókn. Mongella hefur
gegnt ráðherraembættum í heima-
landi sínu, Tanzaníu, fór m.a. með
málefni kvenna, auðiinda og ferða-
þjónustu auk þess sem hún var um
skeið ráðherra án ráðuneytis. Hún
hefur einnig verið virk innan SÞ þar
sem hún hefur m.a. farið með mál-
efni Indiands.
Ekki kínversk ráðstefna
Ráðstefnan í Kína er sú fjórða sem
haldin er um málefni kvenna. I drög-
um að henni eru tólf málefni er varða
konur á dagskrá: M.a. að vinna bug
á fátækt, bæta menntun, heilsu-
gæslu, mannréttindi, ákvarðanatöku
í efnahagsmálum og stjórnmálum,
frið og áhrif vopnaðra átaka á kon-
ur, umönnun bama, umhverfismál
og hlutverk fjölmiðla, en það er í
fyrsta sinn sem síðasttalda atriðið
verður á dagskrá. Farið verður yfir
árangurinn frá fyrstu ráðstefnunni
sem haldin var í Nairobi og áfram
unnið með þijú aðalmálefnin frá
þeirri ráðstefnu: jafnrétti, þróun og
frið.
Er Mongella var innt álits á þeirri
Framkvæmdastjóri
kvennaráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna, Ger-
trude Mongella hitti
Urði Gunnarsdóttur
að máli. Mongella segir
engan árangur nást
með því að hunsa ráð-
stefnuna, sé ætlunin að
refsa ríkjum á þann
hátt fyrir mannréttinda-
brot, verði að hunsa
flest lönd heims
gagnrýni sem sett hefur verið fram
um að ekki sé rétt að halda ráðstefn-
una í Kína vegna mannréttindabrota
stjómvalda þar og illrar meðferðar á
konum og stúlkubörnum, segir hún
að þessi gagnrýni sé einfaldlega of
seint á ferðinni. Ráðstefnunni hafí
verið valinn staður í Peking á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna og þjóðir
heims hafí samþykkt staðarvalið.
„Nú er best að fara á ráðstefnuna
og láta málefni kvenna hafa for-
gang. Þegar ég kom hingað var mér
sagt frá heimildarmynd sem sýnd
var hér, „Biðsalur dauðans". Ég get
ekkert tjáð mig um hana þar sem
að ég hef ekki séð hana. Ég vil hins
vegar benda þeim sem sagt hafa að
rétt sé að hunsa ráðstefnuna vegna
mannréttindabrota Kínveija, á að
ætli þeir að halda slíkum hugsana-
hætti til streitu, neyðist þeir til að
hunsa flest lönd veraldar. Ég nefni
Rúanda og Bosníu sem dæmi, þar
hafa skelfileg mannréttindabrot átt
sér stað. Við ætlum að hittast til að
reyna að vinna bug á þeim. Ef ráð-
stefnan verður^hunsuð, verður eng-
inn ávinningur af henni. Þetta er
ekki kínversk ráðstefna, heldur ráð-
stefna á vegum Sameinuðu þjóð-
anna.“
Á hvaða sviði telur þú konur hafa
náð mestum árangri?
„Því að málefni kvenna hafa fest
sig í sessi. Á síðustu tíu árum hefur
sú breyting orðið að málefni kvenna
eru ekki lengur einskorðuð við þær,
heldur telja menn nú með réttu að
þau varði þjóðfélagið allt.
Þátttaka kvenna í stjórnmálum
hefur aukist, ég nefni sem dæmi
Indland sem hefur gert breytingar á
stjórnarskrá landsins til að tryggja
að hlutfall kvenna í borgar- og
sveitastjórnum fari ekki undir ákveð-
ið lágmark.
Þögnin um vandamál kvenna hef-
ur verið rofin, við höfum gert okkur
betur ljóst í hveiju þau felast. Þát-
taka kvenna í verkalýðsmálum hefur
aukist. Æ fleiri konur stunda vinnu
utan heimilis, og í æ fleiri löndum
eru sett lög sem tryggja eiga konum
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
GERTRUDE Mongella.
jöfn laun og karlar. Aðalvandinn er
hins vegar sá hversu hægt gengur."
Sýna verður þolinmæði
Þegar Mongella er spurð hvaða
árangur hafi náðst á þeim þremur
kvennaráðstefnum sem haldnar hafa
verið, segir hún að sýna verði þolin-
mæði. Konur hafí verið kúgaðar í
árþúsundir en aðeins tuttugu ár séu
frá því að fyrsta ráðstefnan var hald-
in. „Vandamálin hafa verið fyrir
hendi svo lengi og einn helsti vand-
inn er hversu djúpar rætur mismun-
unin á sér. Hún hefur verið fest i lög
og það tekur langan tíma að breyta
hlutunum.
Ráðstefnur leysa vandann ekki
einar og sér, það hafa verið haldnar
fjölmargar ráðstefnur um frið og
samt geisa fjölmörg stríð. Fæst
þeirra mála sem SÞ fjalla um verða
leyst á svipstundu. Á ráðstefnum sem
þessari er mögulegt að skapa grund-
völl fyrir umræður um málefni sem
fínna verður langtímalausnir á.“
Þú tekur þá ekki undir með Mad-
eléine Albright, sendiherra Banda-
ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum,
sem lagði nýlega til að kvennaráð-
stefnan í Peking verði síðasta fj'öl-
Maó hugði
á sápugerð
Peking. Reuter.
LITLU munaði að Maó Tsetung,
stofnandi kínverska alþýðulýð-
veldisins og leiðtogi þess í tæpa
þijá áratugi,
yrði sápu-
gerðarmaður,
að sögn kín-
versks dag-
blaðs. Þá ihug-
aði Maó einnig
að verða lög-
regluþjónn, lög-
fræðingur og
stundaði um
skamma hríð
nám í viðskipta-
fræðum eftir að
hann lauk herþjónustu.
í blaðinu eru raktar fjölmargar
sögur af Maó frá yngri árum en
aðdáunin á honum hefur færst
mjög í aukana að undanförnu.
Þar segir að Maó hafi verið
mjög ráðvilltur í kjölfar uppreisn-
arinnar sem velti síðasta keisara
Qing-ættarinnar úr sessi árið 1911.
Maó hafði gengið í hinn nýja kína-
her en hætti eftir hálft ár.
Maó sá auglýsingu frá lögreglu-
skóla og skráði sig til náms. Hann
skipti hins vegar um skoðun er
hann sá auglýsingu frá skóla sem
kenndi sápugerð. Maó þótti námið
fýsilegur kostur þar sem ekki var
krafist skólagjalda og nemendur
fengu mat og húsnæði. Maó, sem
vann sér inn sjö silfurdali á mán-
uði á þeim tíma, greiddi einn dal
í skráningargjald og fékk inni í
sápugerðarskólanum.
Vinur Maós fékk hann hins veg-
ar til þess að greiða enn einn silf-
urdal til þess að skrá sig í laganám
og enn annar taldi hann á að skrá
sig i viðskiptaskóla fyrir einn dal.
Maó skipti um skoðun og skráði
sig í annan viðskiptaskóla en þar
fór kennslan fram á ensku og
Maó, sem talaði nær enga ensku,
hætti námi eftir mánuð.
Að lokum fékk Maó inngöngu í
menntaskóla í Hunan-héraði, þar
sem hann vann til fyrstu verðlauna
fyrir ritsmíðar á kínversku.
menna ráðstefna stofnunarinnar?
„Þetta er skoðun Albright, hún
hefur fullt leyfi til hennar. Það er
hinsvegar undir aðildarlöndum SÞ
komið hvað verður."
Hagsmunir allra kvenna
fara saman
Telur þú að hagsmunir kvenna í
þróuðum ríkum og þróunarlöndum
fari saman?
„Hagsmunimir eru hinir sömu þó
að þeir séu misbrýnir. Ég nefni sem
dæmi launamismun, aðstöðumun og
ofbeldi gegn konum sem á sér stað
um allan heim, hjá fátækum og rík-
um. Kona á Vesturlöndum vill fá
uppþvottavél, kona í þróunarlandi
leitar að vatni til að þvo upp í. Kon-
ur eru nær alls staðar í minnihluta
á þingi, hvort sem er í Japan, Kenýa
eða Islandi. Ég er gamall kennari
og þar gilti það að allt sem var und-
ir 50% var einfaldlega falleinkunn.
En gleymum því ekki að konur eru
ekki af sama tagi; þær eru eins ólík-
ar og þær eru margar."
Fullyrt hefur verið að ekki sé
hægt að ná neinum árangri á hinum
fjölmennu ráðstefnum Sameinuðu
þjóðanna vegna ólíkra hagsmuna,
t.d. varðandi trúmál og stjórnmál.
Að ályktanir ráðstefnanna verði
gagnslitlar þar sem engan megi
styggja, t.d. var fullyrt að ekki hefði
náðst samkomulag um að krefjast
,jafnréttis“ karla og kvenna, heldur
aðeins „sanngimi“ á kvennaráðstefn-
unni í Peking?
„Það síðastnefnda er ekki rétt.
Krafan um jafnrétti er eitt aðalatrið-
ið á dagskrá fundarins. Og ég minni
enn og aftur á að við erum ekki eins,
bakgrunnur fólks er ólíkur. Þetta er
grunnurinn að starfí Sameinuðu
þjóðanna og á þeim vettvangi hefur
að endingu náðst samkomulag í
deilumálum. Það sem skiptir máli er
hvort farið verður eftir ályktunum
ráðstefnunnar. Því hef ég mestar
áhyggjur af, ekki ráðstefnunni
sjálfri."
UNGUR og
ómótaður
Maó.
AÍ
I
I
>
I
I
>
>
>
i
i
í
I
i
I
\
\