Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Samkeppni eða ekki samkeppni ÞAÐ VAR ekki ætlun mín í upp- hafí þegar ég skrifaði grein í blaðið að tvær framhaldsgreinar fylgdu í kjölfarið, en þar sem Morgunblaðið beinlínis óskar eftir því í leiðara að ég upplýsi lesendur blaðsins um ákveðin atriði og svo hitt að mér þykir umræðuefnið áhugavert ákvað ég að skrifa þriðju greinina. Þar sem ég er algerlega sammála Morgunblaðinu um að umræða um þau mál sem drepið hefur verið á er löngu tímabær væri æskilegt að fleiri aðil- ar kæmu að umræð- unni og umfram allt haldi henni á málefna- legum nótum. I miðvikudagsblað- inu er mér helgaður annar leiðarinn og að auki er viðtal við fé- lagsmálastjóra Versl- unarráðs Islands sem eingöngu snýst um greinar mínar og í fimmtudagsblaðinu birtist síðan grein eftir framkvæmdastjóra Radiómiðunar. Leiðarahöfundur gerir að umtalsefni rök mín fyrir því að markaðslögmál- in virkuðu ekki sem skildi, þegar einungis einkafyrirtæki kepptu um sölu farsíma og telur mig nota sömu rök og markaðsráðandi einkafyrir- tæki gera og í fyrirsögn talar hann um röksemdir einokunarfyrirtækja. Auðvitað eiga þau sjónarmið sem ég hef sett fram um heppilegasta fyrirkomulag á sölu notendabúnaðar ekkert skylt við einokun þar sem mitt sjónarmið er að hafa skuli al- gerlega opna samkeppni á því sviði. Það sem mig og leiðarahöfund greinir á um er að hann vill banna Pósti og síma að taka þátt í þessari samkeppni þótt það sé staðreynd sem bent var á í fyrri grein að verð til neytenda hafí fyrst lækkað þegar Póstur og sími kom inn í samkeppnina. Framkvæmdastjóri Radiómiðunar kallar skoðanir mínar ríkisfor- sjárhyggju og telur þær jafnvel hættuiegar framtíð þjóðarinnar en þar sem hann fjallar ein- göngu um sölu notenda- búnaðar er rétt að benda á eftirfarandi. Þessi umræða hófst með kröfu leiðarahöfundar um að Póstur og sími hætti þátttöku í sam- keppninni og hefur Kristján ítrekað sett fram sömu sjónarmið en ég hef aldrei lagt til að hann eða aðrir hætti þátttöku í sam- keppninni. I nágrannalöndum okkar taka símastjómir fullan þátt í hlið- stæðum rekstri. Nú virðist samkeppnin fara enn harðnandi og er það vel, því þegar Bónus fór að selja farsíma sýndu Ég vil vara við þeim hugmyndum, segir Bergþór Halldórsson, að brjóta Póst og síma upp í margar óhag- kvæmari rekstrar- einingar. þeir bæði Pósti og síma og Radió- miðun að gera mætti enn betur og ég tel að þeirra þátttaka sé eitt það besta sem gerst hefur á þessum markaði, séð frá neytendum, síðan Póstur og sími kom inn á' hann. í leiðaranum 19. júlí kemur fram að lítil bílaumboð hérlend nái samn- ingum sem geri þau samkeppnishæf og varla gildi flóknari lögmál um farsíma. Ekki ætla ég að dæma um hvort milliliðakostnaður hjá bílainn- flytjendum er hér meiri eða minni en í öðrum löndum, á því skortir mig þekkingu. Söluaðilar farsíma náðu á sínum tíma samkeppnishæfu verði ef þeir miðuðu við verðið hver hjá öðrum, en það var einfaldlega hærra verð en gilti í öðrum löndum og var ekki reynt í leiðaranum að skýra hvers vegna það var. Skýringin er hins vegar ekki langt undan, því hún er mjög skilmerki- lega sett fram í grein félagsmála- stjórans á blaðsíðu 6 í sama blaði. Hann segir, til að útskýra ástæðu verðlækkana á farsímum: „Annars vegar komu fram ýmsar tækninýj- ungar í tengslum við farsíma sem gerðu að verkum að framleiðsluverð lækkaði verulega á mjög skömmum tíma. Það sem aftur á móti sprengdi markaðinn var yfirlýsing Motorola- fyrirtækisins að það hygðist á skömmum tíma ná 40% markaðs- hlutdeild í sölu farsíma. Til að ná þessari markaðshlutdeild bauð fyrir- tækið farsíma á mjög lágu verði. Þetta var alger stríðsyfirlýsing og aðrir framleiðendur tóku að elta uppi verð Motorola." Framkvæmda- stjóri Radiómiðunar skýrir svo hvers vegna Iækkaður framleiðslukostn- aður skilaði sér ekki hér en hann segir: Stóru markaðirnir fengu for- gang og liðu allir söluaðilar á ís- landi fyrir það. Þetta verður ekki sagt mikið skýrar og er nákvæmlega það sama og ég hef haldið fram. Fulltrúar Motorola-fyrirtækisins komu til landsins árið 1989 í leit að söluaðila fyrir farsíma og á fundi sem við þáverandi yfirmenn notendabúnað- ar áttum með þeim var lagður grunnur að samstarfi fyrirtækjanna í þeim anda sem félagsmálastjórinn lýsir og hefur sá samningur skilað íslenskum neytendum tugum eða jafnvel hundruðum milljóna í lægra verði á farsímum. Það er hins vegar ekki rétt að fyrirtækið hafi gert strangar tryggingakröfur, en vafa- lítið hefur stærð Pósts og síma ýtt undir trú þeirra á að markmiðin væru raunhæf. Mér er ekki alveg ljóst hvað fé- lagsmálastjórinn á við þegar hann segir samkeppnisstöðu ójafna vegna þess að P&S gat gert heildarsamn- inga fyrir bæði stofnbúnað og not- endabúnað því hann veit vel að af helstu söluaðilum notendabúnaðar Motorola, Alcatel og Northern Telcom kaupir P&S lítinn sem engan búnað fyrir almenna símakerfið. Félagsmálastjórinn segir að Verslunarráð Islands hafi aldrei kvartað yfir að Póstur og sími byði síma á lægra verði en samkeppnis- aðilarnir, en ég sagði að kvartanir hefðu oft fylgt í kjölfar verðlækk- ana. Til að hressa aðeins upp á minni félagsmálastjórans vil ég benda honum á bréf frá Verslunar- ráði til Verðlagsstofnunar dags. 25. júní 1992 sem undirritað er af hon- um sjálfum og fylgt var eftir með grein í Dagblaðinu og frétt í sjón- varpi. í bréfínu vitnar félagsmálastjór- inn í auglýsingar frá P&S þar sem hann telur boðið óeðlilega lágt verð og að auki var boðin ákveðinn fjöldi síma á tilboðsverði og grunaði hann að fleiri símar hefðu farið á tilboðs- verðinu en tilkynnt var í upphafi. Hann nefndi til samanburðar verð samkeppnisaðila sem var verulega hærra og óskaði rannsóknar á mál- inu. Verðlagsstofnun tilkynnti P&S þann 8. sept eftir að hafa skoðað innkaupsverð tækjanna að hún gerði engar athugasemdir. Voru hagsmunir neytenda í fyrir- rúmi í þessari kæru Verslunarráðs eða taldi félagsmálastjórinn sitt hlutverk að reyna að haida verðinu uppi? Umræðan um hvort hafa eigi eitt eða tvö GSM-farsímakerfi er að mínum dómi enn mikilvægari en umræðan um notendabúnaðinn. Rök leiðarahöfundar um það mál voru þessi: „Það væri ekkert við það að athuga að erlent skipafélag tæki upp samkeppni á flutningaleiðum hingað við íslensk skipafélög. Með sömu rökum er ekkert við það að athuga að erlent fyrirtæki taki upp samkeppni við Póst og síma um rekstur GSM-símakerfis.“ Ég vona að leiðarahöfundur taki það ekki illa upp þótt ég játi að ég næ ekki rökunum. Þau einu rök sem eru einhvers virði í þessu sambandi er trúverðugur rökstuðningur fyrir því að verð til neytenda verði lægra ef byggð eru upp tvö kerfi heldur en ef allir notendur eru tengdir sama kerfinu. Ég reyndi að rökstyðja hið gagn- stæða í fyrri grein minni og sé ekki annað en notendur muni þurfa að greiða a.m.k. hálfan annan miljarð í fórnarkostnað fyrir samkeppnina ef byggt yrði upp annað kerfi. Ég hef enga löngun til að Póstur og sími hafi einokunarstöðu á svið- um þar sem hægt er að sýna fram á að annað rekstrarfyrirkomulag sé hentugra fyrir neytendur, eins og gert hefur verið í sölu notendabún- aðar. En á sama hátt tel ég fráleitt að koma á samkeppni, sem kostar neytendur hærra verð fyrir þjón- ustuna og milljarða fjárfestingu sem byggist algerlega á kaupum á er- lendri vöru eins og mér virðist ger- ast með samkeppni í GSM-þjónustu. Samkeppnin skilar oft lægra verði til neytenda en hins vegar verður að gæta þess þegar komið er á sam- keppni á ákveðnu sviði að ganga ekki of langt i að vernda samkeppn- isaðilana hvern fyrir öðrum. Póstur og sími nýtur stærðar sinnar í sam- keppni við önnur fyrirtæki en eins og félagsmálastjóri Verslunarráðs benti á skilar þetta sér beint í iægra verði til neytenda. Á nákvæmlega sama hátt heldur væntanlega eng- inn því fram að það sé jafnræði með kaupmanninum á horninu ann- ars vegar og Bónus eða Hagkaup hins vegar en síðarnefndu fyrirtæk- in hafa ásamt nokkrum öðrum fyrir- tækjum skilað neytendum ómældum upphæðum í lægra vöruverði. Þess vegna vil ég vara mjög ákveðið við þeim hugmyndum að bijóta Póst og síma upp í margar óhagkvæmari rekstrareiningar. Ég verð að lýsa því yfir að ég tel það mjög ómaklegt að vera vændur um ósannsögli í forystu- grein í virtasta dagblaði landsins en þar segir leiðarahöfundur það skaðlegt að yfirverkfræðingurinn fari frjálslega með staðreyndir. Mér er ekki alveg ljóst hvaða staðreynd- ir ég fór fijálslega með en höfund- ur segir í lok leiðarans: „Hvað kost- ar hún (upplýsingahraðbrautin) hjá Pósti og síma? Hvernig væri að Bergþór Halldórsson upplýsti les- endur Morgunblaðsins um þann kostnað? Þá kemur í ljós hveijir bera hina raunverulegu ábyrgð á kerrustígunum." Ástæða þess að ég nefndi ekkert verð fyrir leigulínu til útlanda var einfaldlega sú að í Morgunblaðinu 6. júlí sl. var sagt frá viðtali við Gústav Arnar þar sem gerð var grein fyrir þessum gjöld- um. Þar sem leiðarahöfundur óskar sérstaklega eftir að ég endurtaki þær upplýsingar skal það fúslega gert. Póstur og sími leigir línur og ákveður verð á línum hálfa leið til útlanda en símastjórn í því landi sem línan tengist til ákveður verðið fyrir hinn hlutann og er það verð oftast svipað og íslenska verðið en þó nokkuð mismunandi eftir löndum Verð Pósts og síma fyrir 1 Mb/s línu er á mánuði 1.344.000 kr. án VSK en með slíkri línu hefur flutn- ingsgeta Internetsins áttfaldast á tæpu ári. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa 8.000 einstaklingar aðgang að Intemetinu þannig að hver þeirra þarf að greiða 168 kr. á mánuði fyrir hlut Pósts og síma og svipað fyrir hlut hins landsins eftir að flutningsgetan hefur verið aukin. Morgunblaðið getur vafa- laust upplýst hvað þessir aðilar þurfa að borga mánaðarlega fyrir aðgang að Intemetinu. Eins og ég nefndi i fyrri grein minni kom fram tillaga frá Pósti og síma sem byggðist á að mismun- andi þjónustuaðilar samnýttu línur þannig að Póstur og sími leigði að- gang að Intemetinu hér heima. Með þátttöku allra- sem reka Internet- þjónustu hefði verið hægt að fá verðið fyrir tengingu i Netið hér á verulega lægra verði en lína til út- landa kostar með sömu bandbreidd. Ég vona að leiðarahöfundi fínnist þetta nægar upplýsingar, en hveiju þæf breyta um ábyrgðaraðila „kerrustíganna" er mér ekki ljóst. Höfundur er yfirverkfræðingur hjá Pósti og síma. Bergþór Halldórsson ÍSLENSKT MÁL Eignarfall í samsetningum orða táknar alls ekki alltaf hvers „eign“ eitthvað sé. Guðsþjón- usta er ékki þjónustan sem „guð á“, auk heldur ekki þjónusta sem hann lætur í té, heldur er það „þjónusta við guð“ (sbr. lat. genetivus obiectivus). Augnaþjónusta er ekki þjón- usta „sem augun eiga eða inna af hendi (!)“, heldur ein tegund sýndarmennsku. Augnaþjónn vinnur vel, meðan yfirboðarinn horfir á, en svíkst um þar á milli. Ferðaþjónusta er ekki þjón- usta „sem ferðir inna af hendi (!)“, heldur þjónusta vegna ferða, eins og segir í íslenskri orðabók, og ekki síður þjónusta við ferðamenn. Ferðaþjónusta gæti auðvitað heitið ferða- mannaþjónusta (þjónusta við ferðamenn), en fyrra orðið er betra, þar sem það er styttra og aðeins ein-samsett. Birna G. Bjarnleifsdóttir hef- ur árum saman unnið að því að festa orðið ferðaþjónusta í málinu, og á hún þökk og æru fyrir það. Skrípi eins og „ferða- mannaiðnaður" (e. travel ind- ustry) eru því að hverfa; eða hvaða iðnað inna erlendir ferða- menn af hendi hér? Þjónusta við þá er ekki iðnaður í íslensk- um skilningi og ekki sinna þeir iðnaðarstörfum. Ég hef heyrt' og séð menn reyna með vífilengjum og útúr- snúningum að hamla gegn orð- inu ferðaþjónusta. Það hefur sem betur fer ekki tekist, sjá fyrmefnda orðabók og svo Orðastað Jóns Hilmars Jóns- sonar. ★ Fyrir löngu var birt hér í pistlunum drepfyndin þula eftir Baldur Eiríksson frá Dvergs- stöðum í Eyjafirði. Umsjónar- manni hefur verið leyft að birta Umsjónarmaður Gísli Jónsson 806. þáttur fáeinar vísur úr dvergsmiðju hans þar sem hann glímir við erfiða, forngilda bragarhætti og leysir þrautir með prýði. Hér er stamhenda: Þann er eg veit veita víst gisti eg, allþyrstur. Hreifur eg skál skála, skírveigar stórteyga. Meðan þar gutl gutlar galbrattur á smjatta, þar til eg full fullur frá slaga, þá dagar. ★ Baldur Ingólfsson hefur orð- ið um sinn: „Furðulega lífseig er lang- lokan að ráða niðurlögum eldsins í stað þess að slökkva hann. Þessi draugur hefur riðið húsum í útvarpi og blöðum svo lengi sem ég man. í vetur virt- ist heldur draga af honum en nú er því líkast að hann sé að magnast aftur svo að tími er til kominn að reyna að kveða hann niður og nota sögnina að slökkva. Er ekki eðlilegra að segja: Eldurinn var slökktur á hálftíma, verið er að slökkva eldinn, eldurinn slökktur heldur en: Niðurlög- um eldsins var ráðið á hálf- tíma, verið er að ráða niðurlög- um eldsins, niðurlögum eldsins ráðið. Það er einhver ankannalegur rímna- eða dróttkvæðaþefur af drauginum.“ ★ Árið 1496 voru nokkrir menn saman komnir á Skeggjastöðum á Langanes- ströndum og vottuðu bréf sem þar var gert. Einn þeirra er skráður „kristallr arnbjarnar- son“. Væntanlega héti þessi maður Kristhallur í þjóðskrá nú, sbr. Þórhallur. Ég get að vísu ekki sannað að þarna hafi ekki verið heiti steinsins sem á latínu nefnist chrystallus, en ólíklegt þykir mér það. Ekki segir meira af Krist- halli Arnbjarnarsyni né nafni hans, og væri þó vel athugandi að lífga það við. ★ Áslákur austan kvað: Norður í Naumdælafylki Nereiður vafðist í silki. Og biðlamir kóptu, og biðlamir snóptu með augu sem stóðu á stilki. ★ Sagnaviðurlag er einhver sérkennilegasti og fallegasti setningarliður í máli okkar. Það fer á eftir sögn og kemur í stað- inn fyrir heila setningu. Dæmi: Hann lá sofandi í rúminu. Hún stóð keik í baráttunni. Jafnan er hægt að skjóta og + vera inn á undan sagnarviðurlagi: Hún stóð í baráttunni [og var] keik. En þá erum við búin að gera eina setningu að tveimur, til verulegra lýta. Hér í blaðinu 28. júní sl. stóð undir mynd: „Sitjandi til hægri er brosmildur Norman Lam- ont. . .“ Þetta er ensk orðaröð, ekki íslensk. Hér hefði farið vel á að nota sagnarviðurlag: Lengst til hægri sat Norman Lamont [og var] brosmildur á bekknum. Sagnarviðurlag er í mikilli hættu, en brotthvarf þess væru syrgileg málspjöll. Enskan er víða ágeng. Spyr- ill á Rás II: „Eru fólk ...?“ En fólk er eintala. Er fólk ekki hissa á þessu málfari? ★ Hlymrekur handan kvað: Landabruggsstampasvínssálum svíður, ef hampalínsgálum er vísað til drykkju í velsæmisskikkju og þær kneyfa af kampavínsskálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.