Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 2
:3..ÆMfei:tiDAGimkt.JÚLÍ.’l995........................................ .. ............................... MOKGUNBLADIÐ FRÉTTIR Villur í nýju símaskránni Hjúkrunarfræðingur orðinn líksnyrtir Morgunblaðið/Jón Svavarsson HLÚÐ að konu sem datt af reiðhjóli í gær Harður árekstur HARÐUR árekstur varð á Vestur- landsvegi skömmu eftir hádegi í gær. Bifreið, sem ekið var inn á Vesturlandsveg af malarvegi, lenti á lítilli fólksbifreið sem var á norður- leið. Ökumenn beggja bifreiðanna voru fiuttir á slysadeild en fengu að fara heim eftir skoðun. Tvö reiðhjólaslys urðu í Reykjavík síðdegis í gær. Sex ára drengur, sem var hjálmlaus á reiðhjóli, hjólaði yfir merkta gangbraut á Þarabakka og lenti á bifreið. Kona datt af reið- hjóli á gatnamótum Réttarholtsveg- ar og Miklubrautar um kl. 18. Þau voru bæði flutt á slysavarðstofuna með sjúkrabifreið og lögð inn til eft- irlits, en voru ekki alvarlega slösuð. JAN Mjaaland, formaður norsku sendinefndarinnar á úthafsveiðiráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að gott samstarf hefði verið milli Norð- manna og íslendinga á ráðstefnunni. „Það hefur ekki komið til þess í einu einasta tilviki, hvorki á formleg- um né óformlegum fundum, að full- trúar íslands og Noregs lýstu and- stæðum skoðunum, þvert á móti,“ sagði Mjaaland. Hann var spurður hvort Norð- Framtíð Fæðing-ar- heimilisins óviss HUGMYNDIR hafa komið fram um að loka Fæðingar- heimilinu við Eiríksgötu út þetta ár. Jón Þ. Hallgrímsson, yfír- læknir á kvennadeild Landspít- alans, segir að engin ákvörðun hafí verið tekin um málið. Það sé stjómamefndar Ríkisspítal- anna að taka um það ákvörðun. Reynt að spara Jón segir að stjórnarnefndin leiti nú allra leiða til að spara. Hún hafi óskað eftir tillögum frá einstökum deildum um sparnað. Lokun Fæðingar- heimilins sé ein þeirra sparnaðarhugmynda sem upp hafí komið. Fæðingarheimilið er nú lok- að vegna sumarleyfa starfs- fólks. Gert er ráð fyrir að heimilið verði lokað í sex vikur og að það verði opnað aftur í síðari hluta ágústmánaðar. Hvort hætt verður við að opna skýrist á næstu vikum. STARFSHEITI ungrar konu í Reykjavík, hjúkrunarfræðings að mennt og titluð þannig í síma- skránni 1994, breyttist snarlega í nýju símaskránni þar sem hún er nú titiuð „liksnyrtir". í samtali við Morgunblaðið kveðst konan hafa leitað skýringa hjá Pósti og síma, en starfsménn stofnunarinnar ekki kunnað nein svör við þessari einkennilegu villu. Hún er þó ekki óvön sér- kennilegum rangfærslum í síma- skrá, en eiginmaður hennar, sem er starfandi flugmaður, var titlað- ur bókasafnsfræðingur í skránni í fyrra en er nú án titils, án þess að hafa hirt sjálfur um að leið- rétta fyrri rangfærslu. Hún segir marga vini og ætt- ingja hafa rekið upp stór augu þegar þeir rákust á þessa snöggu breytingu á starfsvettvangi henn- ar og spurt hvort hún væri orðin leið á gamla starfinu. Onnur óþægindi hafi hins vegar verið smávægileg og ókunnugir ekki hringt og óskað eftir þjónustu líksnyrtis. Hún kveðst helst telja að hún menn væru búnir að kyngja þeim ákvæðum í samningsdrögunum þar sem mælt er fyrir um sérstakt tillit til strandríkja sem byggja afkomu sína að mestu leyti á sjávarútvegi. „Eins og ég sagði í ræðu minni á mánudag ætlum við ekki að fitja upp á ágreiningsefnum sem við teljum að búið sé að taka af dagskrá. Það þýðir ekki að við séum sáttir við ákvæði e-liðar 16. gr. samnings- draganna. En við teljum að búið sé að afgreiða það deiluefni." Æfíng slökkviliðs snerist upp í alvöra SLÖKKVILIÐSMENN á ísafirði voru óveiyu snöggir á vettvang í fyrrakvöld þegar eldur kom upp um borð í ísfisktogaranum Páli Pálssyni þar sem hann lá í ísafjarðarhöfn. Þegar tilkynning barst um eldinn voru þeir ein- mitt að gera sig klára í um- fangsmikla reykköfunaræfingu og marga óbreytta slökkviliðs- menn grunaði ekki hvað biði þeirra. „Við „gömlu refirnir1' vorum að fara að þjálfa nýJiðana þegar kallið kom,“ segir Páll Friðrik Hólm áhugaslökkviliðsmaður I samtali við Morgunblaðið. „Sum- ir okkar tóku tilkynninguna hæfilega alvarlega og héldu að þetta væri æfingin. Okkur fannst þó aðalbíllinn fara heldur hratt yfir en töldum helst að verið væri að kanna viðbrögð okkar.“ Þegar á höfnina var komið hafi orðið fórnarlamb einhvers hrekkjalóms. „Ég held að þetta hafi verið gert af ráðnum hug, en í gríni og ég held að þessi sending hafi ekki verið mér ætluð. Ég hef ákveðinn aðila grunaðan í því sambandi. Mér finnst hins vegar furðulegt að einhver geti gengið inn af götunni og breytt starfs- heiti mínu eins og ekkert sé hjá opinberri stofnun sem gefur út opinbera símaskrá. Starfsmaður P&S sagði að svo ætti ekki að vera, en kannski gæti maki gert eitthvað slíkt sem mér finnst þó afar hæpið að eigi að vera hægt. Ég sá hins vegar eyðublað af sama tagi og svo virðist vera að hver sem er geti gengið inn af göt- unni, skilríkjalaus, og breytt starfsheiti annarrar manneskju að vild. Það er vitaskuld óeðli- legt, hvernig svo sem málið er vaxið. Óskiljanlegir starfshættir Hún hefur nú óskað leiðrétting- ar á starfsheiti sínu í símaskrá. „Mér finnst þetta furðulegt, því Viðkomandi ákvæði fjallar um það með hvaða hætti eigi að taka tillit til nýrra aðildarríkja að svæðissam- tökum þeim sem fara munu með stjórn úthafsveiða á hveiju svæði. Ljóst er að það getur haft þýðingu þegar ákveðið verður hvaða réttinda Islendingar munu njóta í Smugunni. Vissar meginreglur Mjaaland vildi ekkert láta eftir sér hafa um áhrif hugsanlegs úthafs- veiðisamnings á fiskveiðideiluna við segir Páll að hlutverkum hafi verið skipt og nýliðar „settir af“ á „æfingunni". „Ég átti að vera aðstoðarmaður á æfingunni en skellti á mig tækjum og fór við annan mann um borð,“ segir • Páll Friðrik. „Mér þótti reykvélin spúa ansi svörtum reyk og við sáum ekki handa okkar skil. Þáð var ekki fyrr en þá að ég uppgöt- vaði að þetta gæti ekki verið æfing." Birgir Finnsson, staðgengill slökkviliðssljóra, segir að slökkviliðið hafi sjaldan eða aldr- ei verið jafn fljótt á vettvang en það skýrist einkum af því hve margir liðsmenn voru tilbúnir á að fólk getur gert slíkan grikk í illu og þolendur orðið afar ósátt- ir. Starfsmenn P&S hristu bara hausinn og höfðu ekkert í hönd- unum á borð við viðkomandi til- kynningu eða annað sem sýndi hvernig þetta hefði gerst. Þetta bendir til alvarlegrar veilu og þyrfti að athuga nánar. Einn starfsmaður sagði að vísu að vill- ur sem þessar gerðu vart við sig á stundum og mér skilst að marg- ar villur i skránni séu mjög undar- legar, þannig að helst er eins og kerfið hafi ruglast alveg. Ég hreinlega skil ekki starfshætti þeirra sem gerðu þessa nýju skrá,“ segir hún. íslendinga. Það kom hins vegar fram í samtölum blaðamanns við aðra úr norsku sendinefndinni að íslending- ar hefðu tekið afar virkan og upp- byggilegan þátt í störfum ráðstefn- unnar og það gæfi vonir um að vilji þeirra stæði almennt til að leysa óleyst vandamál á úthafinu. Út úr samningsdrögunum eins og þau lægju fyrir mætti lesa vissar megin- reglur sem hlytu að vera til leiðsagn- ar í viðræðum íslendinga og Norð- manna. stöðinni. „Það kann vel að vera að sumir nýliðanná hafi talið sig vera að fara á æfingu en yfir- mönnum var allan tímann ljóst að um alvöru útkall var að ræða,“ sagði Birgir. Býið var að slökkva eldinn þegar slökkviliðið koiji á vett- vang. Það reykræsti aftur á móti netageymsluna sem er aftur í skut en þar kom eldurinn upp. Að mati Birgis var aldrei nein hætta á ferðum og segir hann reyklosun hafa gengið hratt og vel fyrir sig. Talið er að neisti hafi komist inn á milli þilja en verið var að vinna í togaranum þegar eldurinn kom upp. Eldur í bruggtæki ELDUR kom upp í kjallara timburhúss á Vesturgötu í Reykjavík seint i gærkvöldi. Vel gekk að slökkva, en nokkr- ar skemmdir urðu á húsinu af völdum reyks. Talsverðan reyk lagði upp á efri hæð hússins þegar slökkvilið kom á stað- inn. Talið er að eldur hafí kviknað út frá bruggtækjum, en verið var að brugga landa í kjallaranum. Handtekinn Eigandi bruggtækjanna var ekki sáttur við veru lögreglu og slökkviliðs í húsinu og neyddist lögreglan til að flytja hann burtu í járnum. Talið er að hann hafí verið búinn að smakka framleiðsluna. Rann- sókn bruggmálsins stendur yfír. Fólk var í húsinu og í næsta húsi sem er sambyggt við það. Fólkið lét lögreglu vita af eld- inum. Tveir togarar kyrrsettir vegna skulda TOGARINN Atlantic King hefur verið kyrrsettur í Hafn- arfjarðarhöfn að beiðni norska ríkisolíufyrirtækisins Statoil. Togarinn er 900 tonn að stærð og hefur landað afla nokkrum sinnum á íslandi. Hann er skráður í Belize City og gerður út af fyrirtæki sem heitir Arctic Ice Corporation. Togarinn var kyrrsettur vegna skulda við Statoil. „Við höfum áhyggjur af þvf að fá of margar slíkar sendingar því bryggjuplássið hér er til ann- ars en að liggja við það,“ sagði Már Sveinbjörnsson fram- kvæmdastjóri Hafnarfjarðar- hafnar. Togarinn verður væntan- lega boðinn upp af sýslumann- inum í Hafnarfirði í október. Annað skip, Sambroe, hefur verið kyrrsett í Vestmannaeyj- um að kröfu Statoil. Skipið er einnig gert út frá Belize City én gert út af færeyskum aðil- um. Stálu haf- beitarlaxi Vogum. Morgunblaðið. TVEIR menn voru staðnir að verki við að stela hafbeitarlaxi hjá Vogavík í Vogum nýlega. Vaktmaður hjá Vogavík varð þeirra var og lét lögreglu vita. Laxinn, sem var heimtur úr sjó, beið slátrunar í kvíum. Mennirnir höfðu náð sjö löx- um. Að sögn lögreglu hafa þeir viðurkennt þjófnaðinn og sögðust þeir hafa ætlað að ná sér í 10 til 15 laxa og láta reykja. Sprengdu dufl í Vöðlavík Sprengjusérfræðingar Land- helgisgæslunnar fóru til Vöðlavíkur í gærdag til að eyða tundurdufli sem vegfar- endur höfðu fundið grafið til hálfs í fjörunni um helgina. Að sögn lögreglu á Eskifirði fóru tveir sprengjusérfræðing- ar í víkina ásamt lögreglu og sprengdu duflið, sem ekki reyndist í heilu lagi þegar til kom. Formaður norsku sendinefndarinnar á úthafsveiðiráðstefnunni Enginn ágreiningur milli Islands og Noregs New York. Morgunblaðið. Eldur kom upp í ísfisktogara á Isafjarðarhöfn Morgunblaðið/Úlfur Úlfarsson BRUNAÆFINGIN á ísafirði varð að alvöru þegar kviknaði í togaranum Páli Pálssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.