Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 29
28 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ATVINNULE YSI- ÞJÓÐARBÖL ÞAÐ er ótrúlega stutt síðan, í árum talið, að atvinnuleysi hér á landi var nánast ekkert, um og innan við 1,5 af hundraði. Þannig var málum háttað árið 1991. Allar götur síðan hefur hallað undan fæti í atvinnumálum íslendinga, og í júnímánuði síðastliðnum höfðu aldrei, frá því mælingar hófust, mælst fleiri atvinnuleysisdagar, en þeir voru skráðir rúmlega 151 þúsund og hafði fjölgað um 2.000 frá því í maímánuði, en um 31 þúsund miðað við júní á síðasta ári. Þetta jafngildir því að um 6.700 manns hafi að meðaltali verið án atvinnu í júní 1995, eða 5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Síðastliðna 12 mánuði voru 6.322 atvinnu- lausir að meðaltali, sem jafngildir 4,8% atvinnuleysi, en árið 1994 nam atvinnuleysi 4,7 af hundraði. Vissulega hefur hlutfall atvinnulausra af vinnuafii örlítið batnað frá því sem var fyrstu mánuði þessa árs, en í janúar var það 6,8% af mannafla og í febrúarmánuði mældist það 5,7%. En því fer víðsfjarri, að tekist hafi að vinna bug á þessum vágesti, atvinnuleysisvofunni. Það sætir raunar nokkurri furðu, hversu litlar þjóðfélags- umræður hafa farið fram um þetta helsta böl þjóðarinnar. Það er engin lækning fólgin í fjárframlögum til svonefndra atvinnuskapandi verkefna frá hinu opinbera. Störfum er ekki fjölgað með þeim hætti til frambúðar. Varanlegar lausn- ir hljóta m.a. að vera fólgnar í því, að tryggja að sem mest fjármagn verði eftir hjá fyrirtækjunum í landinu, framleiðslu- fyrirtækjunum, sem þannig hafi burði til nýrra fjárfestinga og útrásar, sem skapi framtíðarstörf. Það er hryggilegt til þess að vita, að samkvæmt könnun sem Hagstofan gerði í vor, mældist atvinnuleysi meðal fólks á aldrinum 16-19 ára 15,2%. Fyrir ungt fólk, sem er að hefja þátttöku sína í atvinnulífinu, er það ömurlegt hlut- skipti að eiga engra annarra kosta völ en þiggja atvinnuleys- isbætur. Slíkt dregur mátt og þrek úr öllu fólki, en hlýtur beinlínis að verka sálardrepandi á ungmennin. Því mætti spyrja hvort taka beri upp umræðu um atvinnu- leysisbætur hérlendis, sem þegar er hafin erlendis, til dæmis í Bretlandi og Bandaríkjunum. Kemur ekki til greina að það væri bærilegra fyrir þá sem þiggja verða atvinnuleysisbætur úr sameiginlegum sjóðum landsmanna, að leggja einhveija vinnu af mörkum á móti, samfélaginu til góðs? Ekki skal hér lagður dómur á slíka tilhögun, en þeirri hugmynd varpað fram að slíkt gæti stuðlað að auknu sjálfs- trausti og bættri sjálfsímynd þeirra sem verða að taka við þessum bótum til skemmri eða lengri tíma. BREYTTAR ÁHERSLUR HJÁ BY GGÐ ASTOFNUN EGILL Jónsson alþingismaður, sem fyrir skömmu tók við stjórnarformennsku í Byggðastofnun, lýsir skoðunum sínum á stofnuninni og verkefnum hennar í athyglisverðu viðtali í Morgunblaðinu í gær. Stjórnarformaðurinn bendir á að aðstæður í þjóðfélaginu hafi breyst mikið á síðustu árum. Rekstrarskilyrði séu orðin sambærileg við það sem gerist í nágrannaríkjunum og arð- semiskröfur Byggðastofnunar við úthlutun á lánsfjármagni áþekkar því sem gerist hjá almennum lánastofnunum. Egill segir síðan: „Það sem ég tel að snúi fyrst og fremst að Byggðastofnun er að hjálpa til við að rækta garðinn, treysta grundvöll atvinnuveganna og hjálpa til við að vísa veginn í átt að nýjungum með leiðbeiningum og sérþekk- ingu. Að því þarf hún að vinna í nánu samstarfi við þá að- ila sem eru þátttakendur í atvinnulífinu og forsvarsmenn sveitarfélaganna í kringum landið. Byggðastofnun á fyrst og fremst að vera þar sem aðrir eru ekki, stuðla að og hvetja til nýjunga. Því fylgir gjarnan meiri áhætta. Okkar lífskjör í framtíðinni byggjast auðvitað á því að við getum nýtt þessi breyttu skilyrði í atvinnulífinu, aukið okkar framleiðslu og gert hana fjölbreyttari, ekki síst með því að nýta betur þær auðlindir sem þetta land býr yfir, bæði til lands og sjávar.“ Egill segir marga möguleika til atvinnusköpunar vera að finna í byggðum landsins. Hann boðar breyttar áherslur hjá Byggðastofnun vegna nýrra aðstæðna og bendir réttilega á: „Stjórnvöld þurfa að hafa sannfæringu fyrir því að byggða- málunum sé borgið í höndum Byggðastofnunar. Annars hljóta menn að finna sér aðrar leiðir í byggðamálum." LEIÐTOGAFUNDURIIMIM 1986 Ringnlreið vegna Reykj aví kurfundar Jacques Attali, sem lengi var nánasti ráðgjafi Frangois Mitterrands Frakklandsforseta, gaf á döfflinum út bók er byggir á dagbók hans á árunum 1986-88. Steingrímur Sigurgeirs- son kynnti sér bókina en þar er meðal ann- ars að finna athyglisverðar upplýsingar um Reykj avíkurfundinn 1986 Attali Mitterrand Thatcher Voru síður en svo hrifin Þetta er draumóra- kennt: Ronald Reagan á að hafa lagt til alls- herjar kjarnorkuaf- vopnun! Aðrir segja hann hafa lagt til að afvopnunin nái til helmings allra lang- drægra flauga og allra meðaldrægra flauga. Ringulreið og örvænting vegna frumhlaups þeirra. Eru Bandaríkin reiðu- búin að lýsa því yfir að þau sætti sig ekki við árás á Evrópu - óháð því hvaða vopn- um sé beitt - jafnvel eldflaugum? Líta Bandaríkin svo á að innrás í Evrópu sé ástæða til styijaldar? ... Án þessarar banda- rísku tryggingar eru engar tryggingar til staðar. Reagan á sér draum: Geimvarnaráætlunina sem á að losa heiminn við kjarnavopn. Ég trúi ekki á slíkt. En honum hefur verið boðið að losna við kjarnorkuvopnin og hann heldur að með því muni hann skipa sér sess í sögunni, sem hann ætti ekki annars án SDI! Hann er heill- aður af þessu. VERBATIM II eða Orðrétt, annað bindi, er heiti nýj- ustu bókar Jacques Attalis. Þó að bókin fjalli að miklu leyti um frönsk stjórnmál varpar hún einnig ljósi á margt athyglisvert varðandi utanríkis- stefnu Frakka í stjórnartíð Franco- is Mitterrands, fyrrum forseta. Meðal annars er að finna frásögn af viðbrögðum Frakka og Breta við Reykjavíkurfundi Ronalds Reagans og Míkhaíls Gorbatsjovs haustið 1986, þar sem margt forvitnilegt kemur fram. Bókin Verbatim, er kom út árið 1993, vakti töluverða athygli. í bókinni lýsti Attali umræðum innan frönsku stjórnarinnar á óvenjulega opinskáan hátt. Bókin var sett upp í dagbókarstíl og vitnaði hann orð- rétt í umræður á fundum, bréf og minnisblöð. Fjölmörg ummæli hátt- settra stjórnmálamanna og þjóðar- leiðtoga sem látin voru falla í þröngan hóp og alls ekki voru ætl- uð til opinberrar birtingar var að finna í bókinni. Var uppi sá orðróm- ur að Attali hefði gert samkomulag við Francois Mitterrand Frakk- landsforseta um að honum yrðu eignaðir flestir „gullmolar" bókar- innar. Bókin vakti hins vegar ekki síður athygli vegna deilu er kom upp milli Attali og rithöfundarins Elie Wiesel. Sakaði Wiesel Attali um að hafa tekið samtöl sem hann átti við forsetann (og ætluð voru til birting- ar) og gert að sínum. Verbatim spannaði tímabilið frá því að Mitterrand komst til valda árið 1981 fram til ársins 1986. Síð- ara bindið, Verbatim II, fjallar hins vegar um árin 1986-1988, en á því tímabili voru hægrimenn í ríkis- stjórn undir forsæti Jacques Chiracs, núverandi Frakklandsfor- seta. Uppbygging bókarinnar er sú sama og þeirrar fyrri. Attali rekur atburði hvers dags fyrir sig og því helsta sem þá bar á góma og eru kjaftasögur í stjórnkerfinu ekki undanskildar. Fjallað er nokkuð ít- arlega um viðbrögð Frakka og Breta við Reykjavíkurfundi Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og Mík- haíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga í nóvember 1986 og hefur ekki áður verið greint á jafn hreinskilinn hátt frá þeim. Ekkert tillit tekið til sérstöðu Frakka Miðvikudaginn 8. október berst Mitterrand bréf frá Reagan, þar sem hann tilkynnir um væntanleg- an leiðtogafund og greinir frá væntingum sínum varðandi fund- inn. Segir Reagan að hann búist ekki við neinu opinberu samkomu- lagi. Bandaríkjastjórn muni leggja megináherslu á að ná fram veruleg- um niðurskurði árásarvopna. í Reykjavík verði reynt að komast að því hvort að Sovétstjórnin sé reiðubúin að hefja uppbyggilegar viðræður um slík mál. Þá verði reynt að ná samomulagi um tak- mörkun kjarnorkutilrauna. Tekur Attali fram að Reagan hafi enn einu sinni sent staðlað bréf til allra aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins, án þess að taka neitt tillit til sérstöðu Frakka. Eina mikilvæga málið, sem líklegt virtist að hægt væri að ná samkomulagi um í Reykjavík, væri fjöldi meðal- drægra flauga í Evrópu. Laugardaginn 11. október hefst Reykjavíkurfundurinn. Attali ritar: „Við höfum ekki hugmynd um hvað þar hefur farið fram. Nokkrar fréttamyndir, það er allt. Kannski verður þetta, þrátt fyrir að búist hafi verið við öðru, einungis hefð- bundinn leiðtogafundur. Sunnudaginn 12. október berast Attali fyrstu fréttirnar frá íslandi: „Þetta er draumórakennt: Ronald Reagan á að hafa lagt til allsherjar kjarnorkuafvopnun! Aðrir segja hann hafa lagt til að afvopnunin nái til helmings allra langdrægra flauga og allra meðaldrægra flauga. Ringulreið og örvænting vegna frumhlaups þeirra." Mánudagurinn 13. október: „Samkvæmt þeim fregnum sem mér hafa borist komu Sovétmenn og Bandaríkjamenn mjög nálægt því að gera sögulegt samkomulag í Reykjavík í gær. Hvorki meira né minna en allsheijar afvopnun meðaldrægra flauga í Evrópu! Sov- étríkin hefðu fengið að halda 100 SS-20 í Asíu, Bandaríkin 100 kjarnaoddum á meginlandi sínu. Fjölda skammdrægari flauga yrði haldið í horfinu en samningavið- ræður um fækkun þeirra hafnar. Þá yrði langdrægum flaugum fækkað um helming á fimm árum. Samkvæmt þessu yrðu eftir 1.600 langdrægar flaugar og 6.000 kjarnaoddar. Og Bandaríkjamenn lögðu til að kjarnaflaugum yrði útrýmt með öllu á næstu fimm árum þar á eftir! Þetta myndi leiða til þess, að lokum, að sambærileg- um vopnum Frakka og Breta yrði einnig eytt. Ótrúlegt tilboð sem Sovétmenn höfnuðu ... vegna þess að Banda- ríkjamenn hefðu þá fleiri sprengju- flugvélar.“ Þá segir hann frá tilboði Reag- ans til Sovétmanna um að gildis- tími ABM-samkomulagsins um takmarkanir gagneldflaugakerfa yrði lengdur um fimm ár og enn um fimm ár ef öllum kjarnaflaug- um yrði utrýmt. Á þessum tíu árum mætti hins vegar halda rannsókn- um áfram og þan með gæti SDI, geimvarnaráætlun Reagans, haldið áfram. Að tíu árum liðnum mætti hvort ríkið fyrir sig koma fyrir varnarkerfi gegn kjarnorkuflaug- um. Þessu höfnuðu Sovétmenn og vildu strangari reglur um rann- sóknir á grundvelli ABM. Gorbatsj- ov er einnig sagður hafa tekið til- lögum Bandaríkjamanna um sam- nýtingu SDI-tækni með miklum fyrirvara. „Hann vill ekki SDI sem myndi eyða forskoti Sovétmanna á sviði langdrægra flauga. Boðað til fundar í Lundúnum Sérfræðingar Bandaríkjastjórn- ar, sem einnig voru óttaslegnir vegna tillagna Reagans, er hann byijaði að spinna sjálfur á fundin- um, reyndu að breyta þeim í tilboð um aðgang að ákveðnum eld- flaugastjórnkerfum og samstarfi til að draga úr kjarnorkuógn. Við gerum ráð fyrir að sérfræðingarnir hafi lagt sig fram við að breyta tilboði um kjarnorkuafvopnun í til- boð um stjórn, einföld tillaga yrði að flókinni tillögu! ... Allt þetta er þó einungis orðrómur. Mesta ósam- ræmið er í túlkun á því sem Reag- an forseti á að hafa sagt, lagt til, afsalað, náð fram. Hinir bresku vinir okkar eru best upplýstir um gang mála en jafnframt áttavillt- astir.“ Attali ritar í dagbók sína þennan sama dag um fyrirhugaðan fund Mitterrands og Margaretar Thatcher í Lundúnum. Hann segir að Mitterrand hafi borið fram ósk um að hitta Bretadrottningu en því hafi ekki verið hægt að koma við, þar sem að hún yrði í Kína. Þá hafi Thatcher lagt mikla áherslu á að engir ráðherrar yrðu á fundinum og því hafi hann verið takmarkaður við fimm, Mitterrand, Thatcher, Attali, Charles Powel og Christop- her Thiery. Fimmtudaginn 16. október hitt- ast Mitterrand og Thatcher í Lund- únum. Attali segir menn hafa verið þeirrar skoðunar að ef Bandaríkja- menn og Sovétmenn legðu alfarið langdrægum flaugum sínum myndi það styrkja Sovétríkin þar sem að þau hefðu yfirburðastyrk á sviði hefðbundinna vopna og efnavopna. Það væri einnig hrikalegt fyrir Frakka og Breta ef skammdræg vopn yrðu tekin með í dæmið. Hann segir að í fyrsta skipti hafi Thatcher verið höll undir kjarn- orkusamstarf Breta og Frakka þó að einu málsvarar þess í Bretlandi þessa stundina væru þeir David Steel og David Owen. Draumar Reagans Attali Iýsir viðræðum þeirra Thatcher og Mitterrand á eftirfar- andi hátt: Thatcher: Reagan er sannfærður um að SDI sé leið til að koma í veg fyrir stríð. Ég er ekki þeirrar skoðunar! Hann dreymir! Nýjum vopnum mun ávallt takast að kljúfa hinn ímyndaða skjöld SDI. Sovét- menn átta sig á þessu og hafa boðið Reagan nokkur atriði sem falla að draumi hans: þeir leggja til að ríkin losi sig við kjarnorku- vopn og vona að hann bíti á öngul- inn ... Ef Reagan hefði samþykkt tillögu Rússa um að gefa kjarn- orkuvopn upp á bátinn hefði orðið að gera kröfur á hendur Rússum varðandi hefðbundin vopn og efna- vopn. Ég sagði þetta við Reagan. Hann svaraði mér: „Við hefðum getað leyst það mál.“ Þér sjáið hver raunin er. Reagan hefur leik- ið af sér með því að fallast á að kjarnorkuvopnin hverfi! Ollu hefur verið snúið Rússum í hag á öllum sviðum! Mitterrand: Gorbatsjov veit að ef hann gerir engar tilslakanir varðandi SDI þá er ekki hægt að ná neinu fram. Það væri viðeigandi að Reagan semdi um raunhæfan frest. Sú hugmynd Reagans að leggja til tíu ár eru innantóm orð vegna þess að eftir tíu ár er ekki hægt koma neinu kerfi upp. Thatcher: Já, en Rússar græða tíu ár þar sem þeir geta gengið út frá því að engu verði komið upp. Gorbatsjov getur ekki krafist þess af Reagan að hann falli frá draumi sínum. Og tíu ár það eru langur tími. Það er ekki ekki hægt að fylgjast fyllilega með rannsókn- um og uppsetningu kerfa. Mitterrand: Ég er sammála yður. Ég er andvígur því að lang- drægum _ kjarnorkuvopnum verði útrýmt. Ég hef ekki áhyggjur af því að taktísk kjarnorkuvopn heyri sögunni til þó að ég sé þar ósam- mála mörgum frönskum stjórn- málamönnum. Ég hef rökrætt þessi mál við frönsku stjórnina og gert henni grein fyrir sjónarmiðum mín- um. Við getum ekki notað taktísku kjarnavopnin. Ef við gripum til þeirra værum við að opna fyrir kjarnorkustyijöld og það mun Frakkland ekki gera. Kjarnorku- herafli Bandaríkjamanna og Sovét- manna í Evrópu er þvert á móti T einungis útibú aðalkerfa þeirra og ég er ekki á móti því að leggja hann niður. Hann bætir engu við langdrægu vopnin þeirra. Thatcher: Ég er ekki sammála yður þar sem að við erum í NATO. Ef kjarnorkuherafli Rússa er skor- inn niður um helming verður okkar herafli einnig skorinn niður um helming. Það er of mikið fyrir okk- ur. Mitterrand: Nei, ég átti við stýri- flaugar og SS 20, ekki langdrægar flaugar. Thatcher: Já, en það má ekki gleyma því að ef Bandaríkjamenn hafa ekki kjarnorkuvopn í Evrópu munu Bandaríkin eiga eyðileggingu Chicago á hættu til að bjarga Par- ís, það er hættan af því að ijúfa tenginguna. Bandarískur forseti mun ekki taka þá áhættu að ráðist verði á Bandaríkin til að veija Par- ís. Myndum við efna til kjarnorku- stríðs til að bjarga Róm? Örugglega ekki! Bjarga Bandaríkin Evrópu? Mitterrand: Munu Bandaríkin ekki bjarga Evrópu með sínum eig- in vopnum? Ef sú er raunin eru Pershing-flaugarnar gagnslausar þar sem grípi Bandaríkjamenn til þeirra eiga þeir á hættu að skotið verði á Chicago og síðan Washing- ton. Thatcher: Eruð þér að segja að það vegi jafnþungt að skjóta Pers- hing-flaug og kjarnorkuflaug úr kafbát? Mitterrand: Já, ég held það. Eru Bandaríkin reiðubúin að lýsa því yfir að þau sætti sig ekki við árás á Evrópu - óháð því hvaða vopnum sé beitt - jafnvel eldflaugum! - og svo auðvitað að þau muni svara í sömu mynt. Líta Bandaríkin svo á að innrás í Evrópu sé ástæða til styijaldar? Ef svo er þá myndi það draga bandarískt landssvæði inn í átökin. Það er nauðsynlegt að Bandaríkin endurnýji þessa trygg- ingu og að hún nái til allra tegunda átaka í Evrópu. Án þessarar banda- rísku tryggingar eru engar trygg- ingar til staðar. Thatcher: Ég er sammála yður. Allt það sem_ gerðist í Reykjavík er hrikalegt. Ég mun hitta Reagan í nóvember og Kohl fer á mánudag- inn. Við höfum miklar áhyggjur. Mitterrand: Ég hringi í Kohl í kvöld. Thatcher: Þetta eru hræðilegir atburðir, sem hafa átt sér stað. Ég hef séð smáatriðin. Sérfræðing- ar okkar verða að leggja nótt við nýtan dag. Rússar hafa kynnt fyrir sérfræðingum Bandaríkjastjórnar tillögur um að báðir aðilar skeri niður um 50%. Reagan minntist ekki á neitt slíkt fyrir fundinn. Reagan sagði mér í símtali að þetta hefði verið stórkostlegt að SDI- umræðunni undanskilinni. Þetta hafi alls ekki verið fyrirséð og hann er mjög hrifinn af því. Vildi sess í sögunni Mitterrand: Gorbatsjov tekur þessa umræðu mjög alvarlega þar sem að hann dreymir um tvennt: afvopnun og áróður. Fyrir Banda- ríkin gerir þetta ekkert gagn. Thatcher: Mér líkar ekki það sem á sér stað í Bandaríkjunum. Reag- an á sér draum: Geimvarnaráætl- unina sem á að losa heiminn við kjarnavopn. Ég trúi ekki á slíkt. En honum hefur verið boðið að losna við kjarnorkuvopnin og hann heldur að með því muni hann skipa sér sess í sögunni, sem hann ætti ekki annars án SDI! Hann er heill- aður af þessu. Það er erfiðara að semja við einhvern sem á sér draum en einhvern sem á sér markmið. Það sem bjargar okkur er að hann fór í varnarstöðu er við ræddum við hann um að hætta við SDI. Það verður að gera Reagan ljóst að Rússar láta okkur aldrei hafa eftir- lit með neinu. Ég er viss um að núlllausnin varðandi meðaldræg vopn og það að Rússar falli frá efnavopnum þýði að þeir hafi unnið sér inn stig. Það er mjög mikilvægt fyrir þá. Mitterrand: Ef þetta heldur svona áfram þá gef ég út fyrirskip- un um framleiðslu efnavopna. Thatcher: Já, ég skil yður. Þeir hafa burði til að tortima kjarnorku- herafla okkar ... Mitterrand: Ég myndi vilja koma aftur að einfaldri spurningu til að spyija Bandaríkjamenn: hvað ætlið þið að gera ef Rússar stíga yfir landamærin að V-Evrópu? Ætlið þið að grípa til kjarnorkuvopna ykkar, já eða nei? Ef svarið er já þá er allt í besta lagi, ef svarið er nei er ekki mikið varið í bandalag okkar. Thatcher: Svarið er já á meðan þeir hafa hermenn í Evrópu. Mitterrand: Því er ég fyllilega sammála! Og þér sjáið vel að meðal- dræg vopn kæmu að litlu gagni. Thatcher: Þegar upp er staðið er ég sammála yður. Mitterrand: Það er því ástæða til að hafa áhyggjur. Það er einung- is vera bandaríska hermanna sem verndar Evrópu. Thatcher: Ef við sjáum fram á að dregið verði úr kjarnavopnum á tíu árum þá verður að undirbúa það af mikilli nákvæmni. Mitterrand: Þverstæðan er sú að skoðanakannanir sýna mikinn stuðning við Reagan vegna þess að hann stóð á sínu, sem var ein-> ~ mitt það sem hann gerði ekki í raun! Thatcher: Áhættan sem hann hefur tekið með þessu er sú mesta á forsetaferli hans. Mitterrand: Ekki hafa of miklar áhyggjur. Rússar geta ekki snið- gengið vandann vegna SDI. Það verður ekkert samkomulag. Thatcher: Það var það sem ég sagði Karpov [aðalsamningamanni Sovétmanna]. Bandaríkjamenn vilja þróa SDI og draga úr fjölda kjarnorkuflauga. Við erum ekki nægilega vel vopnum búin til að minnka kjarnorkuherafla okkar. Við erum í algjöru lágmarki. Mitterrand: Shultz sagði vicjp- Raimond fyrir fimmtán dögum: ' „Við munum ekki taka til greina að taka herafla Frakka með í dæm- ið en búið ykkur undir að það verði erfiðara eftir fimm ár.“ Hann gaf í skyn að Bandaríkjamenn myndu ekki fallast á að undanskilja Frakka að eilífu. Fáránleg sjónarmið Thatcher: Þetta er fáránlegt, jafnvel út frá sjónarhorni Banda- ríkjamanna! Vegna þess að vk"P" getum ekki fækkað vopnum okkar. Og ef vopn okkar eru talin með þá verða Bandaríkjamenn að fækka eigin vopnum enn frekar. Mitterrand: Já! Og þar að auki, ef þér ætluðuð að þróa fram nýja eldflaug þá yrðuð þér að sækjast eftir leyfi bandarísku öldungadeild- arinnar! Þetta leysir ekki okkar vanda! Ef enginn vafi léki á því að Bandaríkjamenn myndu veija okkur ef þörf væri á, ef það væri raunverulega enginn vafi til stað- ar, þá yrði aldrei stríð! Thatcher: Ég hef mínar efa- semdir. Gorbatsjov á við mikil efna- hagsleg vandamál að stríða. Við. . gætum aðstoðað hann við að draga úr herútgjöldum sínum. Væru Sov- étmenn á móti reiðubúnir að falla frá andstöðu sinni við SDI? Mitterrand: Ef til vill. Thatcher: Að minnsta kosti ef Bandaríkjamenn tækju frumkvæð- ið ... Mitterrand: Gorbatsjov hefur áhyggjur af því að þurfa að veija of miklu fjármagni til varnarmála. Ef hann gerir það ylli það efna- hagslegu hruni. Hann væri úr leik.“ Laugardaginn 16. október heim- sækir Richard Pearl einn af „hauk- um“ repúblikanastjórnarinnar Att- _ ali í Elysée-höllina. „Hann á í erfið- leikum með að gefa skynsamlega skýringu á afstöðu forseta síns,“ segir Attali. í raun hafi Pearl sagt að Reagan hafi lagt fram hrikalega tillögu til að koma í veg fyrir að gert yrði samkomulag á grundvelli enn hrikalegri tillögu, er hann hefði áður lagt fram. „Pearl, sem er enginn einfeldn- ingur, er í öngum sínum vegna þess sem að hann varð vitni að þarna. Ég finn það á mér að hann mun segja af sér,“ segir Attali. ^ Þegar hann spurði um þá tillögu að kjarnorkuvopnum yrði útrýmt svaraði Pearl að bandaríski utan- ríkisráðherrann hafi ekki fyrr en eftir á gert sér grein fyrir því hvaða afleiðingar tillögur Bandaríkja- stjómar gætu haft. „Þvílík ringulreið hjá ráðamönn- um heimsins," segir Attali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.