Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ 26 FIMMTUDAGUR 27.. JÚLÍ 1995 AÐSENDAR GREINAR „Sáð er forgengilegu, en upprís óforgengilegt SKÓGAR eru ólíkir flestu öðru gróðurlendi um marga hluti. Þeir eru fjölskrúðugri en önnur gróðurfélög og vöxtur hvers árs safnast fyrir og geymist í formi viðar, en í graslendi hins vegar sölnar allur ofanjarðar- vöxtur að hausti og ekkert stendur eftir. Afurðirnar eru nýtanlegri en flestra annarra gróðurfélaga og gefa hámarksafrakstur af landi. Ekki er minnst um vert að í skjóli trjánna þrífst öll ræktun betur en á ber- angri og gefur margfalda uppskeru. Grasræktarlandið! Almennt áhugaleysi og jafnvel óbeit á skógrækt er nú á hröðu und- anhaldi. I mörg ár risu ýmsir forkójf- ar gegn skógrækt og sögðu, að ís- land væri „grasræktarland" og því bæri að teggja áherzlu á að dreifa tilbúnum áburði og sá grasfræi. Undanfarna þrjá áratugi hefur millj- ónum á milljónir ofan verið ausið í þetta og er árangur sáralitill, ef undan eru skildar sáningar á mel- gresi og t.únaræktun. Eg hef bent á þetta áður og líkt þessu við að mála hús með vatnslitum eða henda millj- ónum úi um glugga á flugvél. Draga má fram í dagsljósið fiölmargt sem styður þessar fullyrðingar, sem mörgum virðast fram settar af ábyrgðarleysi og fákunnáttu. Þetta byggi eg m.a. á eigin athugunum, en ekki síður á staðhæflngum As- laugar Heigadóttur, sérfræðings á Rannsóknastofnun landbúnaðarins (Rala), um að sáðgresið 1974-1981 sé allt dautt. - Reyndar er þetta löngu vitað og ábyrgöarhluti að halda dreifingu áfram eftir 1975. Meðal annars segir Björn Sigur- björnsson í Mbl. 19. 8. 1978: „Það nær engn átt að græða upp örfoka land á íslandi rneð dönskum tún- vingli.“ Fáein dæmi Skal hér fyrst vitnað til þess, er landgræðslustjóri boðaði fréttamenn á sinn fund árið 1978. Þó að langt sé um liðið, er þarft að vekja at- hygli á þessum fundi nú og líta á Hér fjallar-Ágúst H. Bjarnason um Land- græðslu ríkisins og gróðurlendið. það, sem þar var haldið fram. Af því mega menn læra, hve óvarlegt er að trúa staðhæfingum, sem eru reistar á þrákelkinni óskhyggju og óraunhæfum markmiðum. Kjarninn í boðskap landgræðslu- stjóra var þessi 1978: 1. íslendingar eru í sókn í viðureigninni við eyðing- ar- og uppblástursöflin. 2. Nú eru græddir upp rösklega 5.000 hektar- ar lands á ári með erlendu grasfræi og gerir það mun meira en að halda í við það, sem upp fýkur. 3. Ofbeit er ekki lengur alvarlegt vandamál hér á landi. 4. Algróið land brejdist tvímælalaust til batnaðar, ef á það er borinn áburður. Nú er ljóst, að þessar fullyrðingar fá ekki staðizt, en þær voru settar fram, þó að engar athuganir lægju fyrir um árangur, og tilgangurinn aðeins sá að slá ryki í augu fólks, svo að skuggi félli ekki á „áburðar- flugið“, sem var kostað af þjóðar- gjöfinni frá 1974. Um tíma var áburði dreift á gróin lönd í þeim tilgangi „að styrkja inn- lendan gróður", og var kallað „haga- bætur“. Sennilegra er þó, að áburð- ardreifmgin hafí fremur skaðað gróðurfélögin, valdið átroðningi og spillt högum til lengri tíma litið. Vert er að geta um stíflu í Eystri- Rangá. Ætlunin var að veita hluta árinnar yfir Imngvíuhraun og græða það upp í einni svipan tii að sýna mönnum, að hægur vandi væri að „grasklæða“ allt Island, „að minnsta kosti upp að jöklum," eins og kom- izt var að orði. Árangurinn er nú ekki meiri en svo, að örlitlar gróður- teygingar eru meðfram sytrunni, sem hverfur fljótt í sand og hraun. Dýr uppgræðsla það. Sem kunnugt er, var alaskalúpína flutt til landsins 1945. Sennilega er EKIÐ var með herfi í eftirdragi yfir gróskumikla loðviðirunna og lúpínufræi sáð í nýgræður. Stórlega sá á runnunum eftir þessa yfirferð. FYRIR um 20 árum var gerð fyrirhleðsia i Eystri-Rangá og kvísl úr Iienni veitt þvert yfir Langvíuhraun til þess að græða upp allt hraunið. Árangurinn er ekki annar en lítilfjörlegir gróðurteygingar meðfram kvíslinni. þetta sú planta sem bezt dugar skóg- ræktarmönnum við að undibúa jök- ulurðir undir gróðursetningu tijáa. Þegar skógur vex upp hverfur hún Begngal Isotexúíp Reykjavík sími 560 3878-Akureyri sími 4622850 Keftavík sími 421 3322 • Vestm.eyjum sími 481 1115 að mestu. Um 40 ár liðu þangað til áhugi vaknaði hjá Landgræðslunni að nýta hana, en segja má að síðan hafi þeir farið offari. Vissulega er það spurning hvort aðeins eigi að planta alaskalúpínu þar sem rækta á skóg, því að annars staðar er hún býsna áleitin og hverfur seint. Um þetta má vafalaust deila. En hitt eru hroðaleg vinnubrögð og óþolandi að menn frá Land- græðslunni skuli draga herfi yfir víðinýgræðing í örum vexti og rista í sundur á svæði, sem vart eða ekk- ert hreyfist, og dreifa þar lúpínufræi eins og gert var norður í Keldu- hverfi í fyrrasumar. Hér var illa að verki staðið og framkvæmdir óþarf- ar, sem kórónuðu endileysuna, því að tveimur árum áður höfðu gróður- spjöll verið unnin á algrónu útengi þar hjá, þegar stórum bílum frá Landgræðslunni var ekið yfír þau. Og þar var fleira, sem athygli vakti. Frammi á sjávarkambi var melgresi sáð á nokkurra kílómetra belti vest- an við Arnaneslón og var unnið við það í um hálfan mánuð. Nú hefur því öllu skolað í sjó fram og nokkrum tonnum þar kastað á glæ. Afram skal haldið þó Nú mætti ætla, að ábendingar um að miljónum króna hafi verið sólund- að í hreina og klára vitleysu, myndu hreyfa við ráðamönnum og þeir krefðust skýringa og rannsókna á starfseminni. Því er alls ekki að heilsa, heldur er þagað þunnu hljóði eða reynt að réttlæta mistökin, með- al annars með því að halda fram að hvorki var annarra kosta völ né bet- ur vitað í þá tíð. En það sem kyndug- ast er að enn er haldið áfram á sömu braut undir forustu „fagráðs", sem er launuð nefnd manna sem segjast hafa áhuga á lándgræðslu, en hafa litla og flestir enga mennlun á þessu sviði, en þar sitja alþingismaður, lögfræðingur, verkfræðingur, lands- lagsarkitekt, búfræðingur og tann- læknir. Meðal annars gekk Halldór Blön- dal fram fyrir skjöldu og reyndi að bera blak af Landgræðslunni. Eina, sem hann virtist þekkja til, voru melgresissáningar á Hólsfjöllum, en honum var ókunnugt um, að mel- gresi er aldrei sáð úr flugvél. Þá er oft vitnað í skýrslu Björns Sigur- björnssonar (1990), sem er umsögn um framkvæmd og mat á árangri landgræðsluáætlana 1974-1990. Að baki skýrslunni eru engar sjálfstæð- ar athuganir, heldur er hún unnin upp úr gögnum frá viðkomandi stofnununum. Af henni er því engar ályktanir unnt að draga um gagn- semi „fluggræðslu" og lítið skjól ’að vitna í hana. Sem dæmi um „vísinda- leg“ vinnubrögð höfundar má nefna, að í umsögn um árangur upp- græðslu segir orðrétt: „Hópur þing- manna fór um mörg svæðin 1984-86 og fannst sum þeirra i góðri fram- för.“ Það er ekki ónýtt að eiga góða að. Þó að skýrslan sé þunn í roðinu hvað fræðilega umfiöilun varðar, má ýmislegt úr henni lesa, sem furðu vekur. Til dæmis var Sandvatn á Haukadalsheiði stækkað með fyrir- hleðslu fyrir 1990. En eins og menn rekur minni til var ný stífla gerð þar sumarið 1994 við ærinn tilkostnað. Það er því eðlilegt að spyija hvort hér sé um tvíverknað að ræða, hvað honum valdi og hver sé kostnaður- inn. Þá áætiar Björn, að 1974-78 hafi verið uppgræddir samtals 6-7 þúsund hektarar lands. Á oama tíma telur landgræðslustjóri, að græddir væru rösklega 30.000 lia. Hér er um slíkan mun að ræða, að krefjast verður skýringa. En allt cr þetta nú dautt og til einskis var unnið. Undanhald Þegar það rann upp fyrir land- græðslumönnum a,ð grasið var allt dautt, var eitt af haldreipum þeirra að halda því fram að í kjölfarið hafi upp sprottið víðir og birki, jiökk sé túnvinglinum sem drapst. Um ínargt minnir þetta á það, sem segir í iielgri bók: „Sáð er forgengilegu, en upprís óforgengilegt, sáð er í vansæmd en upprís í vegsemd.“ Vera rná að telja megi þingmönnum eða einstaka landbúnaðarráðherra trú um r.ð birki vaxi upp af grasfræi, en varla verð- ur landgræðslumönnum ætlað slíkt trúarþrek. Hér er því enn og aftur verið að villa um fyrir fólki. Það er löngu vitað að íand tekur miklum breytingum bara við friðun og mjög víða eru það einmitt birki og víðir sem fyrst nema land. Full- víst er að dreifing áburðar og fræs hefur litlu breytt hér um, en kostað sitt. Einnig má benda á að stundum getur sáning grasfræs komið í veg fyrir eða- tafið um nokkur ár land- nám innlendra tegunda. Með öðrum orðum hafa rándýrar aðgerðir Land- græðslunnar seinkað eðlilegri fram- vindu gróðurs við friðun. Lokaorð Hér hefur verið sýnt fram á mis- tök og óhóflegan fjáraustur á opin- beru fé. Að nokkru er þetta viður- kennt af hálfu Landgræðslunnar í verki, því að þar á bæ segjast þeir stöðugt vera að breyta um aðferðir, m.a. með því að fela bændum verk að vinna í stað þess að nota flug- vél, og nú eru þeir farnir að stunda uppeldi plantna og rannsóknir. Allt er þetta þarft en þegar eru fyrir stofnanir sem sjá um sömu hluti. Þar er kunnátta til staðar, sem er ekki hjá Landgræðslunni. Um gróð- ureftirlitið er það að segja, að það byggir eingöngu á „sjónmati" en ekki mælingum og er einsdæmi í veröldinni. Nær væri að fela náttúru- fræðistofum eða óháðum aðilum það hlutverk. Þá eru hvergi til skýrslur um árangur og hann aldrei metinn, þótt ótrúlegt sé,.eins og Ríkisendur- skoðun benti á fyrir fáum árum. Mergurinn málsins er því sá, að endurskoða starfshætti Land- græðslu ríkisins og helzt sameina hana öðrum stofnunum. Þá sparast ófáar miljónir, sem nota mætti til raunhæfra verkefna við að græða upp landið. Höfundur hefur lokið doktors- prófi / grasufræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.