Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTÍJDAGUr'27. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Verslunar- mannahelgin Upplýs- ingar fyrir ferðafólk UMFERÐARRÁÐ mun í samstarfi við lögreglu um land allt starfrækja upplýsingamiðstöð á skrifstofu sinni um verslunarmannahelgina. Þar verður safnað saman upplýsingum um umferðina, ástand vega og ann- að sem getur orðið ferðafólki að gagni. Þá verður útvarp Umferðarráðs með útsendingar á öllum útvarps- stöðvum um helgina eftir þörfum. I frétt frá Umferðarráði segir, að nauðsynlegt sé að ökumenn hafi ýmis atriði sérstaklega í huga þegar lagt er af stað út á þjóðvegina. Jafn og góður hraði skipti miklu máli, ökumenn þurfi að sýna varúð þar sem malarvegir taka við af vegum með bundnu slitlagi. Einnig eigi að hafa bílbelti spennt hvar sem setið er í bílnum. Þá er þeim eindregnu tilmælum beint til ökumanna að blanda ekki saman akstri og áfeng- isneyslu. KJaradeila flug- umferðarstjóra Fundað á ný eftir helgi FYRSTI samningafundurinn í kjara- deilu flugumferðarstjóra og ríkisins var haldinn hjá ríkissáttasemjara í gær. Þorleifur Björnsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir að aðilar hafi verið að kynna sín gögn, annað hafi ekki komið fram. Akveðið var að funda aftur eftir helgi, að öllum líkindum á mánudag. I millitíðinni verður reynt að koma á fundi með flugmálastjóm og full- trúum frá samgönguráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Þar verða skoð- aðir möguleikar á hagræðingu og m.a. rætt um vinnutíma, yfirvinnu og fjölgun í stéttinni. Þorleifur segist ekki vita til þess að nokkrar reglur séu til hér á landi um vinnutíma flugumferðarstjóra. Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra gera ráð fyrir að vinnuskylda sé 32 tímar á viku og að hámarksvinna samfleytt sé 8 klukkustundir. Þor- leifur segir að farið sé eftir þessum reglum í flestum vestrænum ríkjum og hér séu þær hafðar til viðmiðun- ar, en vinnutími íslenskra flugum- ferðarstjóra sé þó oft lengri. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Siglingamálastofnun um sleppibúnaðinn Eðlilegt að veita frest „MÉR þætti það eðlileg þróun, að ísetning þessa búnaðar yrði ekki lögskipuð strax, heldur verði fengin ítarlegri reynsla á hann með því að menn prófuðu hann í skipum sínum af fijálsum vilja,“ sagði Páll Guðmundsson, deildar- stjóri eftirlitsdeildar Siglinga- málastofnunar aðspurður um þá spurningu, hvort framlengja skuli frest á gildistöku skylduákvæða um sleppibúnað fyrir gúmmí- björgunarbáta í fiskiskipum. Eldri reglur strangari Komið hefur fram í fréttum að LÍÚ óskar eftir slíkri framleng- ingu. Páll sagði, að rétt væri að sá búnaður sem í marz sl. hlaut viður- kenningu stofnunarinnar og hefur þar með uppfyllt kröfur núgildandi reglugerðar um björgunar- og ör- yggisbúnað íslenzkra skipa frá 21. marz 1994, hefði ekki staðist þær kröfur sem gerðar voru í fyrri reglugerð. I eldri reglugerðinni segir, að búnaðurinn eígi að geta komið björgunarbátnum örugglega á flot, þó að skipið halli meira en sem nemur 60 gráða horni, þ.e.a.s. að búnaðurinn geti komið björgunarbáti á flot þó hann sé kominn í kaf. Samkvæmt nýju reglugerðinni er ekki lengur gerð krafa um að búnaðurinn uppfylli þetta skilyrði. Sigmundsbúnaður- inn svokallaði hefði verið endur- bættur nokkuð frá því íyrstu próf- anir voru gerðar á honum, en nýjustu prófanirnar, sem búnað- urinn hefði staðizt, væru ekki eins strangar og þær voru. Stöðug þróun Páll sagðist sannfærður um, að það ætti eftir að verða meiri þróun á þessum öryggisbúnaði sem um ræðir - í því sambandi lofaði til dæmis sá búnaður sem kynntur var í Morgunblaðinu í gær góðu, en Ijóst væri að í’ullnað- arprófanir á honum og viðurkenn- ing gæti tekið langan tíma, Eins væri eðlilegt að skipaeigendur vildu taka mið af því hvaða reglur munu gilda samkvæmt lCSB-til- skipun um búnað skipa á Evr- ópska efnahagssvæðinu. en enn mun vera nokkur bið á því að þær reglur liggi fyrir. Ovenju- legur sól- BLÍÐVÍÐRI var víða um land um síðustu helgi. Keppendur og áhorfendur á íslandsmótinu í torfæru nutu blíðunnar við Akrafjall, skammt frá Akra- nesi á laugardaginn. Guðný Yngvadóttir, konatorfæru- kappans Helga Schiöth, sem keppir I hverju móti tók sér sólarfrí í smástund. Hún lét sig ekki muna um að liggja innan um bensíntunnur og risavaxin keppnisdekk til að njóta sólar- innar, þegar hlé varð á keppn- inni. Hún er I aðstoðarliði Helga í hverri keppni og þau náðu fjórða sæti um helgina. Vegagerdin fylgist með ástandi Öshlíðarinnar ísafirði. Morfjunblaðið. BÆJARRAÐ Bolungarvíkur boðaði forsvarsmenn Vegagerðar ríkisins á ísafirði til fundar fyrir stuttu vegna öryggismála á Óshlíðarvegi milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Á fundinum var farið almennt yfir örggismál á hlíðinni sem og sögu- sagnir um að bergið í klettunum utarlega á Óshlíð, væri að gliðna í sundur. „Niðurstaða fundarins var sú að það er ekki hægt að lýsa því yfir að þarna sé engin hætta og heldur ekki að þarna sé stórkostlega mikil hætta. Vegagerðin mun fylgjast með Óshlíðinni eins vel og kostur er og það er ekki tilefni til að ótt- ast vegna þessa að mati hennar,“ Anægja með weg- skála @e æskilegt að þelr væru fleiri sagði Ólafur Kristjánsson, bæjar- stjóri í Bolungarvík. Ólafur sagði að saga þess efnis að bergið væri að gliðna, hefði ver- ið á kreiki í mörg ár en þessi sömu ár hefði bergið Iítið sem ekkert hreyfst. „Menn hafa séð þetta og viljað vekja athygli á því. Göngu- menn munu hafa farið þarna upp nýlega en ég held að það sé ekki ástæða til að óttast það að bergið sé að fara að hrynja yfir okkur en við höfum óskað eftir því að fylgst verði með berginu. Auk þessa rædd- um við um hreinsun vegrása á hlíð- inni, vamargarða og girðingar, byggingu fleiri vegskála, brimvörn auk þess sem við ræddum um Skálavíkurveginn og fleira.“ - Eru öryggismál á Óshlíð i eins góðu lagi og kostur er? „Það má alltaf gera betur og það er alveg ljóst að við viljum gjarnan fá fleiri vegskála. Við getum verið ánægðir með hvernig tií hefur tek- ist með byggingu þeirra fjögurra vegskála sem nú þegar eru á hlíð- inni, lýsingu og fleira, en það þarf að sjálfsögðu að gera meira á næstu árum,“ sagði Ólafur. Framboðsfrestur vegna formannsembættis Alþýðubandalagsins rennur út í dag Framboði Margrétar skilað fyrir hádegi FRESTUR til þess að skila inn framboðum til formanns Alþýðu- bandalagsins rennur út á hádegi í dag. Framboð Steingríms J. Sigfússonar, varaformanns Al- þýðubandalagsins, hefur borist en stuðningsmenn Margrétar Frí- mannsdóttur alþingismanns hafa tilkynnt að þeir mæti á skrifstofu Alþýðubandalagsins klukkan 11 í dag með framboð hennar. Engin framboð til varaformanns flokks- ins hafa enn borist og berist engin fyrir hádegi í dag framlengist framboðsfresturinn í tvær vikur til viðbótar. Yfirkjörstjórn flokksins hittist síðan í hádeginu og fer yfir framboðin og þau gögn sem þurfa að fylgja. Allir flokksmenn í Alþýðubanda- laginu hafa rétt til að kjósa for- mann og varaformann flokksins. Atkvæðagreiðslan er bréfleg og fér fram síðasta hálfa mánuðinn áður en landsfundur Alþýðubandalags- ins hefst, en hann verður haldinn dagana 12.-15. október. Talning atkvæða fer síðan fram á lands- fundinum. Berist ekkert framboð til varaformanns flokksins eftir að framlengdur framboðsfrestur rennur út fer kjör um varaformann flokksins fram á landsfundinum. Nöfn ekki færri en 80 og ekki fleiri en 100 meðmælenda úr þremur kjördæmum að minnsta kosti þurfa að fylgja framboði til formanns. Einar Karl Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalags- ins, segir að allir sem séu í flokkn- um eða hafa gengið í hann áður en kosning hefst hafi kosningarétt og fái atkvæðaseðil í hendur. í þessu tilviki þýði það að þeir sem séu orðnir flokksfélagar föstudag- inn 29. september hafi kosninga- rétt. Þá verði kjörgögn send út, en ekki sé frágengið hvort þau verði send félagsmönnum beint eða hvort flokksfélögin verði látin sjá um að koma kjörgögnunum til fé- lagsmanna sinna. Mönnum sé síð- an í sjálfvald sett hvernig þeir komi atkvæði sínu til skila, en til þess að það sé gilt þurfi það að hafa borist yfirkjörstjórn í hendur fyrir hádegi föstudaginn 13. októ- ber á öðrum degi landsfundar, en þá hefjist talning atkvæða. Einar Karl sagði að þetta væri í fyrsta skipti að kjör allra flokks- manna um formann færi fram þar sem fleiri en einn gæfi kost á sér til embættisins. í fyrra skiptið sem svona bréfleg atkvæðagreiðsla meðal allra flokksmanna hafi farið fram hafi aðeins núverandi for- maður og varaformaður flokksins gefið kost á sér og því sjálfkjörið í embættin. Reglunum hafi verið breytt á landsfundi árið 1991, en áður hafi forysta flokksins verið kjörin á landsfundi af landsfundar- fulltrúum. 2.570 félagar Aðspurður sagði Einar Karl að skráðir félagar í Alþýðubandalag- inu væru nú um 2.570 talsins og að undanförnu hefði þess orðið vart að fólk væri í auknum mæli að skrá sig í flokkinn. Hann sagði aðspurður að nægilegt væri að óska eftir inngöngu í fiokkinn til þess að gerast flokksfélagi og það væri síðan ákvörðun hvers flokksfélags fyrir sig hvort það krefðist til dæm- is greiðslu félagsgjalds eða ekki. Af hálfu flokksins væri hins vegar lagt til grundvallar það félagatal sem fyrir lægi við gerð kjörskrár áður en kosning hæfist og sú kjör- skrá yrði lögð til grundvallar við gjaldtöku flokksins af flokksfélag- inu. Félagið þyrfti að greiða 500 krónur af hvetjum flokksfélaga á ári og hvert félag yrði að standa skil á greiðslum í samræmi við kjör- skrána. Þá ætti hvert flokksfélag rétt á að senda fulltrúa á landsfund í hlutfalli við fjölda félagsmanna sinna og miðað væri við að einn landsfundarfulltrúi væri íýrir hverja níu félagsmenn. í yfirkjörstjórn Alþýðubanda- Iagsins vegna kosninganna eiga sæti Elsa Þorkelsdóttir, Ástráður Haraldsson, Sigi-íður Jóhannes- dóttir, Kristján Valdimarsson og Siguijón Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.