Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SVEINNMAR GUNNARSSON + Sveinn Már Gunnarsson fæddist í Reykjavík 16. mars 1947. Hann lést á heimili sínu í Mosfellsbæ 13. júlí síðastliðinn. Útför Sveins Más Gunnarssonar fór fram frá Lágafells- kirkju i Mosfellsbæ 26. júlí. FÉLAGI minn og starfsbróðir Sveinn Már Gunnarsson, er kvaddur hinstu kveðju í dag. Fer ekki hjá því, að hugurinn leiti til baka yfir horfin ár, enda margs að minnast. Ég kynntist Sveini fyrst haustið 1967, er við settumst í læknadeild ásamt rúmlega 70 öðrum stúdent- um. Um helmingur þessa hóps náði að ljúka námi og halda hópinn fram til 1974, en þá dreifðist hópurinn, þó að vinatengslin hafi haldist. Tók- ust fljótlega náin kynni með okkur Sveini, enda áhugamálin svipuð. Árin í læknadeild voru sérkenni- legt bland af alvöruþunga og vissu ábyrgðarleysi. Það var lesið stíft fyrir prófin og skiptist þá oft á svartsýni og sjálfsöryggi. „Þetta er ekki þunglyndi, þetta er raunsæi," sagði Sveinn gjarnan, er við tókum dýfurnar saman og þrjú rúnnstykki með þykku smjöri og osti náðu ekki að létta hugann. En Sveinn var góður námsmaður og lauk öllum prófum eins og til var ætlast og með góðum einkunnum. Eftir prófin sló hópurinn gjaman á léttari strengi og sleppti fram af sér beisl- inu, en þó oftast innan marka skyn- seminnar. Þessi þversögn námsár- anna var einkar skýr, er við dvöld- umst í Glasgow sumarið 1969 við krufningar. Sveinn naut sín einkar vel í þeirri dvöl, var ötull og ná- kvæmur við verkefni dagsins og hrókur alls fagnaðar með hvellan hlátur sinn og húmor á kvöldin. „Han er sá söd,“ var sú einkunn, sem danskir læknanemar af hinu kyninu gáfu Sveini. En alvara lífsins smáfærðist yfir hópinn. Á námsárunum stofnuðu flestir úr hópnum fjölskyldu og eins og gengur tóku afkvæmin að birt- ast m§ð tilheyrandi umstangi og áhyggjum. Fljótlega eftir að námi lauk eignuðust Sveinn og Elsa, þá- verandi kona hans, tvö eldri böm sín, Jóhönnu Margréti og Sævar Má. Partí námsáranna urðu hljóð- látari og vörðu skemur og alvöru- þrungnar umræður frammi í eld- húsi, gjarnan um læknisfræðileg málefni,' urðu ráðandi, eiginkonun- um til lítillar ánægju. Leiðir okkar Sveins lágu að hluta saman á kandidatsárinu, en skildi síðan um tíma, er ég hélt til Vestur- heims, en hann í austurveg til sérnáms. Það var því mjög ánægju- legt að snúa heim til íslands upp úr 1980 og taka upp þráðinn aftur, þar sem Sveinn hafði valið svipaða braut og ég í sérnámi sínu, en auk almennra bamalækninga nam hann hæfingu fatlaðra barna. Fengu fjöldamargir skjólstæðingar Grein- ingarstöðvar að njóta sérþekkingar hans, en hann var þar í hlutastarfí allt þar til hann lét af störfum síð- astliðið haust vegna veikinda sinna. Hann var einstaklega vel liðinn af starfsfólki stöðvarinnar, auk þess sem þekking hans á hreyfihömlun- um var slík, að erfitt verður að fylla það skarð. í þessu samhengi er einnig rétt að minnast á störf hans og áhuga á vandamálum barna með misþroska, en á því sviði var hann í fremsta flokki og tók meðal annars virkan þátt í störfum norræns vinnuhóps. Þó að leiðir okkar lægju mikið saman í vinnunni eftir að sérnámi lauk, urðu samskipti fyrir utan vinnuna minni en skyldi. Oheyrilegt vinnuálag í krefjandi störfum átti stóran þátt í þessu, en jafnframt hlutu breytingai' á einkahögum Sveins að hafa þar áhrif, er þau Elsa slitu samvistir. En þær stundir, sem við áttum saman voru ekk- ert síðri en gleðistundir námsáranna. Hinn skarpi húmor og sér- stæði hlátur einkenndu hann alla tíð og við gátum enn hlegið sam- an að bröndurum úr Áfram-myndunum, sem við kunnum nán- ast utan að í gamla daga. Það var líka gaman að fylgjast með, hvernig bömin hans uxu úr grasi, en auk eldri barnanna, Jóhönnu Margrétar og Sævars Más, eignuðust þau Gunnar Má, sem nú er tíu ára. Börnin þijú eru öll hin mannvæn- legustu, enda var Sveinn þeim góð- ur faðir. Sveinn veiktist alvarlega síðast- liðið haust og hefur háð harða bar- áttu við ólæknandi sjúkdóm. í þess- um veikindum hefur Lára eiginkona hans staðið sem klettur við hlið hans og fært fómir til að annast hann heima til hins síðasta. Er sá styrkur sem hún hefur sýnt í sjúk- dómsstríði Sveins aðdáunarverður. Að leiðarlokum hlýt ég að þakka Sveini fyrir vinskap okkar og kynni. Vinirnir úr læknadeild senda sam- úðarkveðjur og sakna gengins fé- laga. Starfsfólk Greiningarstöðvar þakkar fyrir að hafa notið faglegrar handleiðslu hans í erfiðu starfi og fyrir að hafa kynnst hinni mannlegu hlið hans. Við Margrét sendum eig- inkonu hans, börnum, foreldrum og öðrum ástvinum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur með fullvissu um að minningin um góðan dreng mun lifa lengi. Stefán J. Hreiðarsson. Það var í apríl árið 1976 sem Sveinn Már Gunnarsson réðst fyrst til starfa á Reykjalundi en þá vom tæp tvö ár frá því að hann lauk námi í læknisfræði við Háskóla ís- lands. Hann var ráðinn aðstoðar- læknir á endurhæfingarmiðstöðinni á Reykjalundi og jafnframt í hluta- starf læknis á heilsugæslustöð Mos- fellsumdæmis. Þessum hlutverkum gegndi hann með ágætum eins og hans var von og vísa. í júní árið 1977 tók hann sig upp og hélt í sérnám til Svíþjóðar. Hann valdi barnalækningar og hafði trú- lega löngu áður gert upp hug sinn þar að lútandi því að hann varði dijúgum hluta kandidatstíma síns á bamadeildinni á Landakoti. Sveinn var við nám og störf í Sví- þjóð næstu sex árin. Ekki rofnuðu þó tengsl hans við Reykjalund því að hann leysti lækna þar af í fjögur sumur á þessu tímabili. Sveini var veitt sérfræðileyfi í barnalækningum í janúar árið 1983 og hafði áður fengið slíkt leyfi í Svíþjóð. Heimkominn var hann svo ráðinn í ágúst 1983 sérfræðingur á Reykjalundi og þar starfaði hann órofíð uns uppvíst varð um alvarleg veikindi hans í september síðast- liðnum. í sérfræðinámi sínu í barnalækn- ingum lagði Sveinn sérstaka áherslu á greiningu og meðferð fatlaðra barna og unglinga og var við störf á þeim vettvangi um tíma í Svíþjóð eftir að eiginlegu sérnámi var lokið. Þar í landi eru þau fræði nefnd „habilitering“ — hæfing á íslensku — og fékk Sveinn sérfræði- leyfi í Svíþjóð í hæfingu barna og unglinga sem undirgrein barna- lækninga. Áð sjálfsögðu hafði verið unnið að greiningu og meðferð fatlaðra barna hér á landi áður en Sveinn kom til starfa en hann var fyrsti íslenski læknirinn sem lagði þessi fræði sérstaklega fyrir sig og gerði hæfíngu barna og unglinga að meg- inþætti starfs síns og jafnvel tilveru FIMMÍUDAGUR 27. JÚLf i§95 35 . ^__________________________________ " MINNINGAR sinnar þar til yfir lauk. Sveinn Már hafði flest það til að bera sem læknum er nauðsynlegt að hafa á hendi í starfí sínu: fræði- lega þekkingu, reynslu, innsæi í mannlegar tilfínningar og skilning á viðbrögðum fólks við andstreymi og erfiðleikum. Þess utan var hann þeim eiginleika ríkulega búinn að vinna skipulega úr flóknum vanda- málum skjólstæðinga sinna. Hafa ber í huga að fötlun barns er aldrei einfalt mál heldur fjölþætt og nær langt út fyrir barnið sjálft, til for- eldra, systkina, íjölskyldunnar allr- ar og þess umhverfis sem bamið lifir í. Þetta skildi enginn betur en Sveinn. Okkur starfsfélögum hans gat svo virst sem hann færðist þeim mun meira í aukana við að vinna úr málum sem þau gerðust flóknari og að því er virtist torleystari. Þolin- mæði hans sýndist á tíðum óþijót- andi og það var okkur, starfsfélög- um hans, fullkunnugt að fyrst og síðast bar hann hag skjólstæðinga sinna fyrir bijósti sem og fjöl- skyldna þeirra. Sveinn var háttvís maður og dag- farsprúður, jafnan léttur í lund og átti kímnigáfu ríka. Bros hans smit- aði og ekki síður hláturinn. Sam- skiptaeiginleikar hans nutu sín jafn- vel í tveggja manna tali og í hóp. Hann var frábær félagi. Skarð það sem hann skilur eftir sig á Reykja- lundi er stórt og verður ófyllt til frambúðar í hugum þeirra sem með honum unnu. Við sendum eiginkonu hans, börnum, foreldrum og öðrum vandamönnum innilegar samúðar- kveðjur. Starfsfélagar á Reykjalundi. Það var haustið 1988 sem ég kynntist Sveini Má. Ég hafði sótt um stöðu sem skólahjúkrunarfræð- ingur, og nú skyldi haldið í viðtal við skólastjóra og lækni skólans. Kvíðin? Að sjálfsögðu. Sá kvíði var ástæðulaus því báðir reyndust hinir ljúfustu menn. Síðan haustið 1988 höfum við Sveinn starfað saman í Öskjuhlíðar- skóla. Glaðlyndi og húmor Sveins gerði það að verkum að starfið varð strax skemmtilegt og ætíð tilhlökk- unarefni að mæta til starfa. Mörg heillaráð þáði ég frá Sveini. Ein- hveiju sinni, nýbyijuð í starfínu, fannst mér að ég vissi ekkert um skólahjúkrun og væri ekki rétta manneskjan í starfið. Svar Sveins var: „Vertu þú sjálf og umfram allt samviskusöm og hlý við börn- in.“ Þannig var einnig allt hans við- mót sem skólalæknis, við börnin í skólanum, við foreldra skólabarna og starfsfólk skólans. Að vinnudegi loknum sátum við gjaman og spjöll- uðum um lífið og tilveruna. Sveinn fór þá oft mikinn, hló dátt og marg- ir brandarar fuku á milli okkar. En vinnudagarnir voru ekki bara léttir og kátir dagar. Ef leysa þurfti erfið vandamál fann ég best hvern mann Sveinn hafði að geyma. Á hveiju hausti þegar skólinn byrjaði kom hann til starfa og spurði ætíð hvernig ég kæmi undan sumri. Þessi orð verða ekki framar sögð. Síðastliðið haust áttum við aðeins saman einn vinnudag í skólanum. Eins og ævinlega hlakkaði ég til næsta vinnudags með Sveini. Þá dundi sorgin yfir. Það var sem ískaldur vindur næddi um sálina. Sveinn var mikið veikur og myndi ekki koma til starfa í bráð. Við áttum nokkur samtöl saman eftir að veikindin gerðu vart við sig. Efst í huga hans var ætíð hvemig starfið gengi. Sveinn Már er látinn langt um aldur fram. En minningin um góðan dreng mun lifa. Börnum Sveins Más, eiginkonu og öðrum ástvinum votta ég samúð. Og svo kemur nótt. Svartnættið er eins og svalandi veig, og sál þín drekkur i einum teyg. Þreytan breytist í þökk og frið, þögnin í svæfandi lækjarnið, haustið í vor, Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Það besta sem fellur öðrum í arf, en endurminning um göfugt starf. Moldin er þín. Moldin er trygg við bömin sín, sefar alla, söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin góð. (Davið Stefánsson) Björk Sigurðardóttir. Það er undarlegt til þess að hugsa að Sveinn Már sé horfinn fyrir fullt og allt. Við kynntumst honum þeg- ar hann flutti í húsið á milli okkar í Leirutanganum. Á fallegum sum- arkvöldum hittumst við úti í garði, Sveinn Már að huga að strandavíð- inum sínum, við að huga að okkar gróðri. Kær var okkur nærvera hans, með vindilinn, yfir grillinu eða að kanna hvernig strandavíðirinn hefði það. I fyrrasumar veltum við því öll fyrir okkur hvernig víðirinn yrði að ári. Nú er aftur komið sumar en Sveinn Már fær ekki tækifæri til þess að gleðjast yfir árangri sínum. Það er erfitt að hugsa til þess og sætta sig við að hann verði ekki úti í garði í kvöld. En við huggum okkur við það að hann hafi verið kallaður til æðri starfa. Elsku Lára og fjölskylda. Engin orð koma í stað hryggðar og sorg- ar, því biðjum við Guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Deyr fé Deyja frændur deyr^jálfr ið sama, en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Ásta, Atli, Þóra, Arngrímur. Kveðjuorð Mig langar að kveðja nafna minn og bekkjarfélaga með fáeinum orð- um. Hópurinn sem útskrifaðist saman úr 6. bekk R í MR vorið 1967 hef- ur haldið vel saman öll árin og hist oft á hvetju ári. Til þess að treysta grundvöll félagsskaparins var stofnuð reglan Bergelmir, sem ófá- ar skemmtilegar minningar eru bundnar við. Nafni minn var for- seti reglunnar síðustu árin og til dauðadags og fórst það vel úr hendi. Það vill vera svo í strákahóp sem þessum, að taktarnir breytast lítt. Keimlíkir brandarar fjúka og jafn- vel sömu ár eftir ár, og sú spurning læðist stundum að hvort menn ætli aldrei að vaxa úr grasi. Nú má enginn skilja það svo að þetta eigi að vera einhver umvöndun. En það varpar kannski ljósi á þá tilfinningu sem ég hafði fyrir nafna mínum síðustu árin. Hún var sú, að ef ein- hver í hópnum væri ef til vill að þroskast dálítið með árunum, þá var það hann. Hér er ég ekki að miða við, hvemig hann barðist hetju- lega við sinn sjúkdóm undanfarna mánuði úr einu víginu í annað. Þetta kom til löngu fyrr. Ég er að tala um dýptina sem var farin að ein- kenna hann í lífi, leik og stárfi. Það er myndin sem vinur okkar skilur eftir. Innilegur og smitandi hlátur með sogum, þannig að kvein í; bamsleg gleðin og ákafinn í hvert sinn sem við hittumst á þrettándan- um til að kveðja jólin með flugeldum og blysum, rósimar sem fagurkerinn safnaði í kringum sig. Það var gott að leita til nafna míns sem læknis með drenginn sinn og fá góð ráð. í starfi barnalæknis nutu eiginleikar hans sín til fulls. Á kveðjustund þakka ég vini mínum samfylgdina og ótal gleðistundir um leið og við Björk vottum Láru, börn- um þeirra og öðmrn aðstandendum innilega samúð. Ég get ekki látið hjá líða að nefna, hvers virði það var, að verða vitni að samstöðu þeirra hjóna í stríði sem nú er á enda, að upplifa hvernig þau stóðu saman um að njóta hverrar stundar sem gafst. Sú ást slær bjarma á minningu sem við eigum uin góðan dreng. Sveinn Rúnar. Mjök erumk tregt tungu at hræra. Þessi sígildu upphafsorð Egils að kvæðinu Sonatorrek koma fyrst upp í hugann þegar við nú kveðjum + vin okkar og bekkjarbróður, Svein Má Gunnarsson, lækni. Okkur vefst tunga um tönn þegar einn úr okkar samstæða hópi er burtu kallaður í blóma lífsins. Hann lést 14. júlí síð- astliðinn eftir baráttu við einn þess- ara sjúkdóma sem ekki spyija um aldur. Það var í júní árið 1967, að við settum upp stúdentshúfurnar, strákabekkurinn 6. R í Menntaskól- anum í Reykjavík, og alvara lífsins var framundan. Á menntaskólaár- unum þroskumst við frá unglingi ^ til manns, og þess vegna hefur vin- átta, sem þá er til stofnað, sér- stöðu, og við berum alltaf sérstakan hlýhug til þeirra, sem fylgdu okkur þar við nám og leik. Við félagarnir í 6. R tókum þessi vináttutengsl mjög hátíðlega, og því var það að þegar leiðir skildu við stúdentspróf var stofnað félag með pomp og pragt til þess að viðhalda sam- heldni hópsins. Félagið heitir Berg- elmir og hefur starfað með miklum blóma allar götur síðan með ein- staklega óhátíðlegum og líflegum blæ. Sveinn Már hafði til að bera ríka kímnigáfu, hló á mjög sér- stakan og smitandi hátt, og naut þess af mikilli innlifun eins og við hinir, þegar bekkjarbræðurnir komu saman nokkrum sinnum á ári og skemmtu hver öðrum. „Auð- igr þóttumk, - es ek annan fann. - Maðr es manns gaman.“ Síðustu árin var hann formlegur forseti hópsins, og þegar við hittumst und- ir það síðasta, bar hann höfuðið hátt þrátt fyrir þessa óvæntu glímu við Gláminn þann, sem nú hefur lagt hann að velli. Vinátta nokkurra í hópnum stendur á eldri merg, eða allt frá fL. fyrsta stauti í barnaskóla. Þeir horfa nú á bak Sveini Má með sökn- uði eftir 40 ára samfylgd, sem hefði átt að verða miklu lengri. Sveinn Már var alveg sérstakt ljúfmenni. í okkar hópi var hann fremur hæglátur, lét gjarnan aðra hafa sig meira í frammi í stórum hópi og henti þeim mun meira gam- an að þeim. Hann var traustur og sérstaklega vel liðinn, gjarnan val- inn til hinna ýmsu starfa, sem fylgja okkur í þessari félagsumgerð okk- ar, og leysti það alltaf af hendi af stakri prýði og samviskusemi. Við vitum að í starfi sínu sem barna- læknir naut hann sérstaks trausts og virðingar samstarfsfólks og sjúklinga og mikils þakklætis for- eldra hinna sjúku barna. Um það munu aðrir fjalla, okkar góðu tengsl voru fyrst og fremst félagsleg, og þar er nú skarð fyrir skildi. Mestur er söknuður hans nán- ustu, og við flytjum hér með konu hans, Láru, foreldrum hans, börn- um og fósturbömum innilegar sam- úðarkveðjur. Beklqarbræður 6. R, MR, 1967. Kveðja frá Félagi íslenskra barnalækna: íslenskir bamalæknar sjá nú á ^ bak enn einum félaga úr sínum ' hópi, er við kveðjum Svein Má Gunnarsson barnalækni. Við fráfall hans erum við aftur minnt á fá- menni okkar, en sú reynsla og fag- þekking, sem hann bjó yfir, var ein- stæð og vandséð á hvem hátt það skarð verður fyllt, sem myndast við andlát hans. En við söknum fyrst og fremst félaga okkar, mannsins Sveins Más með sitt sérkennilega sambland af alvöru og léttleika og hæfileika til að hafa áhrif til betri vegar á þá sem hann umgekkst. Það skarð verður jafnvel erfiðara að fylla en hið faglega. íslenskir barnalæknar kveðja góðan vin og félaga. Við sendum eiginkonu hans, börnum, foreldrum og öðrum ástvinum einlægar sam- úðarkveðjur og vonum að minningin um góðan dreng sé þeim styrkur í sorg þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.