Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU FRÉTTIR: EVRÓPA Morgunblaðið/HMÁ SKIPVERJAR á Guðbjörgu ÍS taka trollið með 15 tonnum af þorski í Nesjadýpinu. Guðbjörginni ráðlagt að fara ekki í Smuguna Var farið að klæja illilega í lófana BANKAMENN í Noregi ráðlögðu útgerð Guðbjargar ÍS að fara ekki í Smuguna. Asgeir Guðbjartsson, skipstjóri, sagði að ætlunin hafi verið að slíta þessum túr sem þeir eru í núna og fara í Smuguna þeg- ar fréttir bárust um góða veiði norð- ur þar en hætt hafi verið við það vegna þess að það hefði verið nei- kvætt gagnvart bönkum í Noregi, þar sem útgerðin er með lán, lendi þeir í vanskilum. „Það er ekki ráðlegt fyrir okkur að fara í Smuguna. Mig var farið að langa mikið að fara þarna út en þá fengum við skeyti frá fjár- málastjóranum okkar þarna í Nor- egi og hann ráðlagði okkur að fara ekki. Það væri mjög neikvætt fyrir okkur að gera það. Hann sagði að við mættum alveg fara en það væri ekki vinsælt hjá bönkum ef við gætum ekki staðið í skilum með lánin og annað seinna meir. Þá væri þetta alveg fráleitt og mjög neikvætt fyrir okkur. Það er slæmt að vera svona bundinn yfir þessu. Manni var farið að klæja illilega í lófana í að fara. Það er slæmt að vera með svona kraftmikið skip í höndunum og vera hanga á þessu skaufafiskeríi hérna heima,“ sagði Ásgeir. Þorskurinn við bæjardyrnar Guðbjörgin hefur verið á grá- lúðuveiðum á Hampiðjutorginu undanfarna viku en Ásgeir sagði að nú vætu þeir komnir aðeins grynnra og ætluðu að reyna við ufsa og þorsk. „Það er óhemju þorskur hérna. Það dró einn hérna i þijátíu mínútur í gær og fékk þijátíu tonn. Þetta er mjög sniðugt hvernig þetta er. Skipin eru að sigla 1.350 mílur i Smuguna þegar það er hægt að taka þetta hérna við bæjardymar. Ég ætla að taka hérna svona 10-20 tonn af þorski áður en að ég fer út á Hampiðjutorg í lúðuna aftur. Það er fljótgert. Grá- lúðuveiðin hefur samt verið voða- lega treg en ég er þó ekki frá því að hún hafi aðeins verið að glæðast." Guðbjartur í Smuguna GUÐBJARTUR, togari Hraðfrysti- hússins Norðurtangans hf. á ísafirði, er farinn af stað í Smuguna. Veiði- heimildir Guðbjarts voru fluttar á Orra með áhöfninni en það skip keypti fyrirtækið notað frá Frakk- landi snemma á árinu. Ekki hefur tekist að selja Guðbjart og hefur hann legið bundinn við bryggju frá því Orri hóf veiðar. Eggert Jónsson, stjórnarformaður Norðurtangans, segir að Guðbjartur sé áfram til sölu. Hins vegar hafi verið ákveðið að senda skipið í Smuguna til að athuga hvort þar væri eitthvað að hafa. Aðspurður sagði hann að engin vandkvæði hefðu verið á því að útbúa skipið á veiðarnar, Guðbjartur væri gott skip þó gamall væri, og auðvelt að ráða mannskap. „Við ráðgerum að skipið fari tvo til þijá túra í Smuguna og þá erum við kannski að tala um tveggja til þriggja mánaða útgerð," segir Hans W. Haraidsson hjá Norðurtangan- um. „Við erum orðnir aðþrengdir með kvóta og því er þetta ágætis lausn á meðan skipin er óselt,“ seg- ir Hans. Farið fram á varðskip í Smugnna fyrir vikulok „ÉG Á von á að farið verði formlega fram á það fyrir vikulok að sent verði skip frá landhelgisgæslunni í smuguna," segir Pétur Örn Sverris- son, starfsmaður Landssambands íslenskra útvegsmanna. „Við mun- um senda bréf þess efnis á næst- unni. Þá eigum við eftir að hafa samráð við sjómannasamtökin, en í fyrra var þetta gert í samvinnu við þau.“ Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytisins hefur ekki verið tekin afstaða til þess hvort varðskip verður sent í Barentshaf enda hafí formleg ósk þess efnis ekki enn borist. Mokveiði Ásgeir Guðbjartsson, skipstjóri á Guðbjörgu ÍS, sagðist í gær hafa frétt af mikilli veiði í Smugunni í fyrradag. Múlaberg ÓF hafi híft 70 tonn yfir sólarhringinn og Slétta- nes IS legið í aðgerð eftir 30 tonna hal. Hann sagði að það hafi verið mikil veiði í flottroll en eitthvað minna i botntroll. Að sögn Péturs Arnar Sverris- sonar eru 22 skip á miðunum og þijú á leiðinni þangað. Hann segist búast við að þeim eigi eftir að fjölga enn frekar: „Kvótastaðan hér heima fyrir í lok kvótaárs gefur tilefni til að ætla að það verði mjög mörg skip að veiðum þarna. Þegar mest lét í fyrra voru 45 skip í veiðihringn- um, þ.e. á leið á miðin, að veiðum eða á leið aftur í höfn.“ „Stakfellið kom á svæðið í gær- kvöldi og það er einhver veiði,“ segir Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. og formaður úthafs- veiðinefndar LÍU. Hann segist von- ast eftir því að dómsmálaráðuneytið muni bregðast fljótt við beiðni LÍÚ um að varðskip verði sent í Smug- una: „Ég vona að lausn á því máli finnist næstu daga, því það eru á milli 6-700 íslenskir sjómenn sem eru á svæðinu núna. Vonast eftir jákvæðum viðbrögðum Ég held að viðbrögðin verði já- kvæð í málinu og menn geri sér grein fyrir þörfinni, sem sýndi sig og sannaði í fyrra. Þá tvo mánuði sem varðskipið var úti í fyrra var mikið að gera hjá lækninum um borð, ásamt því að varðskipsmenn hjálpuðu tií ef eitthvað kom upp á, skáru úr skrúfum o.s.frv." Noregur og ESB undirrita tollasamning Sparar norskum útflytjendum 1,3 milljarða GRETHE Knudsen, viðskiptaráð- herra Noregs, og Hans van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, undirrituðu á þriðjudag tollasamning Noregs og ESB. Sam- kvæmt samningnum geta Norð- menn selt jafnmikið af fiski til Sví- þjóðar, Finnlands og Austurríkis og þeir gerðu að meðaltali seinustu þijú árin, sem þessi ríki voru í EFTA, án þess að greiða tolla. Samningurinn er talinn spara norskum útflytjendum 1,3 milljarða króna, en þeir fluttu út sjávarafurð- ir fyrir 17,3 milljarða íslenzkra króna til ríkjanna þriggja á meðan þau voru í EFTA, þar sem fríverzl- un með fisk er í gildi. Eftir inn- göngu ríkjanna í ESB um síðustu áramót leggst ytri tollur ESB á ýmsar sjávarafurðir og mun leggj- ast á þær norsku vörur, sem eru umfram tollfijálsa kvótann. Deilt um veiðiheimildir Svía Svíar stóðu lengi vel í vegi fyrir undirritun samningsins. Ástæða þess var að norsk stjórnvöld vildu ekki samþykkja að veiðiheimildir sænskra sjómanna í Norðursjó ykj- ust með ESB-aðild Svíþjóðar. Svíar höfðu áður haft sérstakan samning við Norðmenn um veiðiheimildir, og fengu svo jafnframt hlutdeild í kvóta ESB í norskri lögsögu. Það var ekki fyrr en Norðmenn höfðu gefið eftir og samþykkt aukningu á fiskikvóta Svía að ráðherraráð ESB var reiðubúið að gefa fram- kvæmdastjórninni umboð til að und- irrita tollasamninginn. Knudsen svekkt út í Svía GRETE Knudsen, viðskiptaráð- herra Noregs, er afar reið út í sænsku bræðraþjóðina og hellti úr skálum reiði sinnar yfir sænsk stjórnvöld strax og blekið var þornað á tollasamningi Nor- egs og ESB. Knudsen er ekki einvörðungu óánægð með að Svíar hafi hindrað undirritun samningins um langa hríð, held- ur er hún einnig æf yfir því að Svíar skuli hafa stært sig af að hafa unnið slag við Norðmenn. „Við höfum átt í vanda vegna Svía varðandi samninginn, en mér fellur alls ekki að þeir skuli nú segja að þeir hafi unnið fisk- veiðistríð við Noreg. Menn gefa ekki þannig yfirlýsingar um nágranna sína,“ segir Knudsen. Mats Hellström, Evrópu- og viðskiptaráðherra Svíþjóðar, hefur ekki viljað Ijá sig um gagnrýni hinnar norsku starfs- systur sinnar. ESB vill stöðva samruna brugghúsa FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hyggst leggja til að samruni sænska brugghússins Pripps og hins norska Ringnes verði stöðvaður með þeim rökum að um hringamyndun sé að ræða. Segir norska blaðið Dagens Nær- ingsliv að leynileg skýrsla um þetta mál hafi verið tekin saman. Það var hluti af kaupum fyrir- tækisins Orkla á matvörusviði Volvo að mynda risavaxið norrænt bjórfyrirtæki. Pripps og Ringnes yrðu sameinuð og ætti hvor aðilinn helming hlutafjár. Þetta myndi ekki valda neinum vandræðum í Svíþjóð, þar sem hlutur Ringnes er ekki mjög stór. í Noregi á Pripps hins vegar brugghúsið Hansabryggeriet í Bergen og myndi samsteypan öðl- ast 90% markaðshlutdeild í Nor- egi. I hinni leynilegu skýrslu, er framkvæmdastjórnin mun styðjast við, er því slegið fast að hið nýja fyrirtæki verði of ráðandi á mark- aðnum. Það stríðir gegn 57. grein EES-samkomulagsins um sam- runa fyrirtækja. Framkvæmdastjórnin telur það ekki vera sannfærandi rök af hálfu Orkla að innflutningur á erlendum bjór tryggi samkeppnina. Bjór sé erfiður í flutningum og í Noregi gildi margar og flóknar reglur varðandi sölu, skatta og umbúðir er torvelda samkeppni fyrir erlend fyrirtæki. Pripps selji Hansa Framkvæmdastjórnin telur að Pripps og Ringnes muni ekki ein- ungis verða ráðandi á markaðnum heldur hafa vald til að koma í veg fyrir að ný brugghús verði sett á laggirnar. Eina brugghúsið sem einhveiju máli skiptir í Noregi, er ekki yrði innan samsteypunnar, er Mack í Tromsö. Talið er líklegt að farið verði fram á að Pripps selji Hansa- brugghúsið ef leyfa eigi samrun- ann. h. ! i i i í' f i i L L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.