Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Loftárásir á Hizbollah ÍSRAELSKAR herþotur og skriðdrekar gerðu í gær loft- árásir á búðir þar sem talið er að Hizbollah-skæruliða- hreyfingin hafi aðsetur sitt í suðurhluta Líbanons. Var árásin gerð í hefndarskyni fyr- ir atlögu sem skæruliðar gerðu að ísraelskum hermönnum á mánudag en fjórir særðust í henni. Tveir skæruliðar létu lífið í árásinni. Líkur á náð- un í Nígeríu VERA kann að yfirvöld í Níg- eríu náði fjörtíu manns sem fundnir hafa ,verið sekir um að hafa lagt á ráðin um valda- rán, að sögn dagblaðsins The Daily Times. Áttu háttsettir herforingjar í landinu fjögurra tíma fund á þriðjudag fyrir luktum dyrum þar sem ræddar voru náðunarbeiðnir mann- anna. Arafat hittir dóttur sína YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu, PLO, kom í gær til Parísar til að líta dóttur sína, Zahwa, augum en hún fæddist á mánudag. Áður en til þess kom átti Arafat fund með fulltrúum frönsku stjórnarinnar. Fór Jeltsín í afvötnun? SÉRFRÆÐINGAR banda- rísku leyniþjónustunnar segja ýmislegt benda til þess að Borís Jeltsín Rússlandsforseti hafi verið lagður inn á sjúkra- hús vegna drykkjuskapar fremur en hjartveiki. Sam- kvæmt tímaritinu Newsweek segja þeir hann ekki líta út fyrir að hafa fengið hjarta- áfall fyrir skömmu. Jeltsín sé hins vegar hann skýrari til augnanna en áður, húðin ekki eins þrútin og hann sé ekki lengur þvoglumæltur og skjálfhentur. Charlie Rich látinn BANDARÍSKI sveitasöngvar- inn Charlie Rich fannst látinn á hóteli í Louisiana á mánu- dag. Banamein hans er rakið til blóðtappa í lunga. Rich er þekktastur fyrir lög sín „The most beautiful girl in the world“ og „Behind closed do- ors“. Reuter Tævanir í viðbragðs- stöðu TÆVÖNSK sljórnvöld for- dæmdu í gær eldflaugatilraunir Kínveija nærri Tævan. Sögðust þau ekki myndu láta undan þrýstingi af hálfu Kínverja og að „ekki væri hægt að gera sér í hugarlund hversu skelfileg áhrif stríð myndi hafa“. Tilraunum Kínverja, sem hóf- ust á föstudag, Iauk í gær en ekki var búist við að það myndi bæta ástandið sem neinu næmi á tævönskum fjármálamörkuðum en verðfall varð á þeim fyrr í vikunni vegna eldflaugatilraun- anna. Á myndinni eru tævanskir her- menn í viðbragðsstöðu við loft- varnarbyssu á eyjunni Kinmen. Parísarbúar slegnir óhug eftir tilræðið s. Reuter. ÓÚTSKÝRÐ sprengja sem sprakk í neðanjarðarlest í París á þriðju- dag hefur vakið óhug meðal íbúa borgarinnar, og ótta við nýja öldu hryðjuverka þar. í gær virtist lífíð ganga sinn vanagang í hverfinu þar sem sprengingin varð fjórum að bana og særði 61. í gær létust þrír af brunasárum og er tala lát- inna því komin í sjö. Ellefu aðrir eru enn í lífshættu. Þetta var fyrsta sprengjutilræð- ið í París síðan 1986, þegar fjölda slíkra tilræða, sem átti rætur að rekja til Miðausturlanda, var beint gegn óbreyttum borgurum og ollu mikilli skelfíngu. Fólk snæddi morgunverð á kaffihúsum við Place Saint-Michel í gær, þeim sömu húsum og var breytt í sjúkraskýli fyrir slasaða í fyrradag. En það voru færri far- Tala látinna komin í sjö þegar og fleiri lögreglumenn en venjulega á Saint-Michel neðan- jarðarstöðinni. Alain Juppe, forsætisráðherra, lofaði hertri öryggisgæslu til þess að reyna að koma í veg fyrir að annar hliðstæður atburður yrði. Gæsla á lestarstöðvum og flugvöll- um var hert, og lögreglumenn tæmdu og innsigluðu mörg þúsund skápa sem geymdu farangur. Nokkur hundruð viðskiptavin- um stórverslunar við Champs Elysee var gert að yfirgefa versl- unina í skyndingu í gær eftir að lögreglu hafði borist viðvörun, en um gabb reyndist að ræða. Öryggisgæsla hefur einnig verið hert í öðrum borgum Frakklands. Lögregla tæmdi lestarstöð í Mar- seille eftir að grunsamlegur pakki fannst þar. Einnig gripu lögreglu- menn til aðgerða í borginni Grenoble. Sérfræðingar hafa minnt á und- angengin taugagastilræði í neðan- jarðarlestum Tókýó og segja að neðanjarðarlestakerfi sé harla auðvelt skotmark fyrir hryðju- verkamenn. Sérfróðir sögðu einnig að mun verr hefði getað farið á þriðjudag ef sprengingin hefði orðið nokkr- um sekúndum fyrr þegar_ lestin var í göngum undir Signu. Áhrifin hefðu orðið meiri, mörg hundruð farþegar gætu hafa setið fastir og eldurinn sem kviknaði hefði getað breiðst út. Aukið frelsi í fjármála- þjónustu Genf. Reuter. JAPANIR og Suður-Kóreumenn tilkynntu í gær að þeir styddu sam- þykkt um aukið frelsi í heimsvið- skiptum á sviði fjármálaþjónustu. Þar með hefur verið rutt úr vegi síðustu hindruninni fyrir tímamóta- samningi án aðildar Bandaríkj- anna. Samkomulagið, sem verður gengið frá formlega á morgun á vegum Heimsviðskiptastofnunar- innar (WTO), gerir markaði í þró- uðum og tilgreindum þróunarlönd- um aðgengilega fyrir banka og trygginga- og verðbréfafyrirtæki. Bandaríkjamenn hættu þátttöku í samningaviðræðunum í júní og báru því við, að þeir gætu ekki sætt sig við þá opnun, sem ýmis þróunarríki voru tilbúin til að fall- ast á. Margir binda þó vonir við, að þeir gerist aðilar að samningn- um síðar þegar þeir átti sig á hvers þeir fari á mis. Chateau Chirac 1995 FRANSKA vikublaðið Le Canard enchaine birti fyrir skömmu þessa mynd sem upphaflega var birt í jap- anska blaðinu Focus. Le Canard seg- ir að með því að taka aftur upp kjarn- orkutilraunir sé Jacques Chirac, Frakklandsforseti, á góðri leið með að verða stjarna um allan heim. Því til sönnunar sé að honum hafi jafn- vel tekist að fá Japani til þess að hlæja, sem sé nokkuð sem fáum for- setum hafi tekist. Focus, sem kemur út í 2,5 milljónum eintaka, hafi lagt heila síðu undir þessa mynd af nýrri víntegund, Chateau Chirac 1995. í blaðinu segir að ekki megi undir nokkrum kringumstæðum opna flöskuna. Tappatogarinn, sem er í laginu eins og kjarnorkusveppur, fáist gefins, en eigandinn verði að skuldbinda sig til þess að nota hann ekki. Um vínið segir: „Vínið Chateau Chirac 1995 er ekki aígalið en þarfn- ast þess að þroskast. Ef mögulegt er, þá geymið það í 50 - 100 ár, helst í kulda og neðanjarðar.“ Le Canard nefnir að grínið í japanska blaðinu sé ef til vill dálítið þvingað. „Það er jú rétt að [Japanir] vita allt um kjarn- orkutilraunir." EG AEG AEG A&ú Aí Alveg instök Gædi Lavamat 508 Þvottavél • VindubraSi 800sn/mín. tekur 5 kg. • Sér hitavalrofi, sérstök ullarforskrift, orkusparnaSarforskrift. • Orkunotkun 2,1 kwstá lengsta kerfi. • Einföld og traustvekjandi. Afborgunar verð kr. 78.842,- AHG AEG AEG AEG AEG AEG Ai G AEG AEG AEG AEG AEG ,EG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEC EG AEG AEG AEG AEG AEG Þriggja ára ábyrgð á öllum AEG ÞVOTTAVÉLUM E *Me&allalsafborgun á mánuði: 3.807, c Vesturland: Málningarþjónustan Akranesl, Kf. Borgfiröinga, c Borgarnesi. Vestfiröir: Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi. a> Rafverk Bolungarvík.Straumurjsafiröi. £ Noröurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö, m Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavlk Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vik, Neskaupsstaö. KASK, Höfn Suöurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavlk. Rafborg, Grindavlk. *Meðaltalsafborgun á mánuöi: 3.849,- BRÆÐURNIR QRMSSON HF Lágmúla 8, Sími 553 8820 ú m < m < o m 0 < o iU < ! o * Miöaö viö alborgun í 24 mánuöi. AEG AIÖ AIG AEG AEG AEG ÁEÖ AEG ÁEG AEG AEG' AEG ÁÉt I o . , | 1 ÁEG AE<»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.