Morgunblaðið - 27.07.1995, Síða 20

Morgunblaðið - 27.07.1995, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Loftárásir á Hizbollah ÍSRAELSKAR herþotur og skriðdrekar gerðu í gær loft- árásir á búðir þar sem talið er að Hizbollah-skæruliða- hreyfingin hafi aðsetur sitt í suðurhluta Líbanons. Var árásin gerð í hefndarskyni fyr- ir atlögu sem skæruliðar gerðu að ísraelskum hermönnum á mánudag en fjórir særðust í henni. Tveir skæruliðar létu lífið í árásinni. Líkur á náð- un í Nígeríu VERA kann að yfirvöld í Níg- eríu náði fjörtíu manns sem fundnir hafa ,verið sekir um að hafa lagt á ráðin um valda- rán, að sögn dagblaðsins The Daily Times. Áttu háttsettir herforingjar í landinu fjögurra tíma fund á þriðjudag fyrir luktum dyrum þar sem ræddar voru náðunarbeiðnir mann- anna. Arafat hittir dóttur sína YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu, PLO, kom í gær til Parísar til að líta dóttur sína, Zahwa, augum en hún fæddist á mánudag. Áður en til þess kom átti Arafat fund með fulltrúum frönsku stjórnarinnar. Fór Jeltsín í afvötnun? SÉRFRÆÐINGAR banda- rísku leyniþjónustunnar segja ýmislegt benda til þess að Borís Jeltsín Rússlandsforseti hafi verið lagður inn á sjúkra- hús vegna drykkjuskapar fremur en hjartveiki. Sam- kvæmt tímaritinu Newsweek segja þeir hann ekki líta út fyrir að hafa fengið hjarta- áfall fyrir skömmu. Jeltsín sé hins vegar hann skýrari til augnanna en áður, húðin ekki eins þrútin og hann sé ekki lengur þvoglumæltur og skjálfhentur. Charlie Rich látinn BANDARÍSKI sveitasöngvar- inn Charlie Rich fannst látinn á hóteli í Louisiana á mánu- dag. Banamein hans er rakið til blóðtappa í lunga. Rich er þekktastur fyrir lög sín „The most beautiful girl in the world“ og „Behind closed do- ors“. Reuter Tævanir í viðbragðs- stöðu TÆVÖNSK sljórnvöld for- dæmdu í gær eldflaugatilraunir Kínveija nærri Tævan. Sögðust þau ekki myndu láta undan þrýstingi af hálfu Kínverja og að „ekki væri hægt að gera sér í hugarlund hversu skelfileg áhrif stríð myndi hafa“. Tilraunum Kínverja, sem hóf- ust á föstudag, Iauk í gær en ekki var búist við að það myndi bæta ástandið sem neinu næmi á tævönskum fjármálamörkuðum en verðfall varð á þeim fyrr í vikunni vegna eldflaugatilraun- anna. Á myndinni eru tævanskir her- menn í viðbragðsstöðu við loft- varnarbyssu á eyjunni Kinmen. Parísarbúar slegnir óhug eftir tilræðið s. Reuter. ÓÚTSKÝRÐ sprengja sem sprakk í neðanjarðarlest í París á þriðju- dag hefur vakið óhug meðal íbúa borgarinnar, og ótta við nýja öldu hryðjuverka þar. í gær virtist lífíð ganga sinn vanagang í hverfinu þar sem sprengingin varð fjórum að bana og særði 61. í gær létust þrír af brunasárum og er tala lát- inna því komin í sjö. Ellefu aðrir eru enn í lífshættu. Þetta var fyrsta sprengjutilræð- ið í París síðan 1986, þegar fjölda slíkra tilræða, sem átti rætur að rekja til Miðausturlanda, var beint gegn óbreyttum borgurum og ollu mikilli skelfíngu. Fólk snæddi morgunverð á kaffihúsum við Place Saint-Michel í gær, þeim sömu húsum og var breytt í sjúkraskýli fyrir slasaða í fyrradag. En það voru færri far- Tala látinna komin í sjö þegar og fleiri lögreglumenn en venjulega á Saint-Michel neðan- jarðarstöðinni. Alain Juppe, forsætisráðherra, lofaði hertri öryggisgæslu til þess að reyna að koma í veg fyrir að annar hliðstæður atburður yrði. Gæsla á lestarstöðvum og flugvöll- um var hert, og lögreglumenn tæmdu og innsigluðu mörg þúsund skápa sem geymdu farangur. Nokkur hundruð viðskiptavin- um stórverslunar við Champs Elysee var gert að yfirgefa versl- unina í skyndingu í gær eftir að lögreglu hafði borist viðvörun, en um gabb reyndist að ræða. Öryggisgæsla hefur einnig verið hert í öðrum borgum Frakklands. Lögregla tæmdi lestarstöð í Mar- seille eftir að grunsamlegur pakki fannst þar. Einnig gripu lögreglu- menn til aðgerða í borginni Grenoble. Sérfræðingar hafa minnt á und- angengin taugagastilræði í neðan- jarðarlestum Tókýó og segja að neðanjarðarlestakerfi sé harla auðvelt skotmark fyrir hryðju- verkamenn. Sérfróðir sögðu einnig að mun verr hefði getað farið á þriðjudag ef sprengingin hefði orðið nokkr- um sekúndum fyrr þegar_ lestin var í göngum undir Signu. Áhrifin hefðu orðið meiri, mörg hundruð farþegar gætu hafa setið fastir og eldurinn sem kviknaði hefði getað breiðst út. Aukið frelsi í fjármála- þjónustu Genf. Reuter. JAPANIR og Suður-Kóreumenn tilkynntu í gær að þeir styddu sam- þykkt um aukið frelsi í heimsvið- skiptum á sviði fjármálaþjónustu. Þar með hefur verið rutt úr vegi síðustu hindruninni fyrir tímamóta- samningi án aðildar Bandaríkj- anna. Samkomulagið, sem verður gengið frá formlega á morgun á vegum Heimsviðskiptastofnunar- innar (WTO), gerir markaði í þró- uðum og tilgreindum þróunarlönd- um aðgengilega fyrir banka og trygginga- og verðbréfafyrirtæki. Bandaríkjamenn hættu þátttöku í samningaviðræðunum í júní og báru því við, að þeir gætu ekki sætt sig við þá opnun, sem ýmis þróunarríki voru tilbúin til að fall- ast á. Margir binda þó vonir við, að þeir gerist aðilar að samningn- um síðar þegar þeir átti sig á hvers þeir fari á mis. Chateau Chirac 1995 FRANSKA vikublaðið Le Canard enchaine birti fyrir skömmu þessa mynd sem upphaflega var birt í jap- anska blaðinu Focus. Le Canard seg- ir að með því að taka aftur upp kjarn- orkutilraunir sé Jacques Chirac, Frakklandsforseti, á góðri leið með að verða stjarna um allan heim. Því til sönnunar sé að honum hafi jafn- vel tekist að fá Japani til þess að hlæja, sem sé nokkuð sem fáum for- setum hafi tekist. Focus, sem kemur út í 2,5 milljónum eintaka, hafi lagt heila síðu undir þessa mynd af nýrri víntegund, Chateau Chirac 1995. í blaðinu segir að ekki megi undir nokkrum kringumstæðum opna flöskuna. Tappatogarinn, sem er í laginu eins og kjarnorkusveppur, fáist gefins, en eigandinn verði að skuldbinda sig til þess að nota hann ekki. Um vínið segir: „Vínið Chateau Chirac 1995 er ekki aígalið en þarfn- ast þess að þroskast. Ef mögulegt er, þá geymið það í 50 - 100 ár, helst í kulda og neðanjarðar.“ Le Canard nefnir að grínið í japanska blaðinu sé ef til vill dálítið þvingað. „Það er jú rétt að [Japanir] vita allt um kjarn- orkutilraunir." EG AEG AEG A&ú Aí Alveg instök Gædi Lavamat 508 Þvottavél • VindubraSi 800sn/mín. tekur 5 kg. • Sér hitavalrofi, sérstök ullarforskrift, orkusparnaSarforskrift. • Orkunotkun 2,1 kwstá lengsta kerfi. • Einföld og traustvekjandi. Afborgunar verð kr. 78.842,- AHG AEG AEG AEG AEG AEG Ai G AEG AEG AEG AEG AEG ,EG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEC EG AEG AEG AEG AEG AEG Þriggja ára ábyrgð á öllum AEG ÞVOTTAVÉLUM E *Me&allalsafborgun á mánuði: 3.807, c Vesturland: Málningarþjónustan Akranesl, Kf. Borgfiröinga, c Borgarnesi. Vestfiröir: Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi. a> Rafverk Bolungarvík.Straumurjsafiröi. £ Noröurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö, m Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavlk Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vik, Neskaupsstaö. KASK, Höfn Suöurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavlk. Rafborg, Grindavlk. *Meðaltalsafborgun á mánuöi: 3.849,- BRÆÐURNIR QRMSSON HF Lágmúla 8, Sími 553 8820 ú m < m < o m 0 < o iU < ! o * Miöaö viö alborgun í 24 mánuöi. AEG AIÖ AIG AEG AEG AEG ÁEÖ AEG ÁEG AEG AEG' AEG ÁÉt I o . , | 1 ÁEG AE<»

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.