Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hlynur og Asmundur í Deiglunni LAUGARDAGINN 29. júlí kl. 14 opna Hlynur Hallsson og Ásmundur Ásmundsson sýn- ingu á Listasumri í Deiglunni á Akureyri. Þeir félagar eru Akureyring- ar og stunduðu nám í Mynd- listaskólanum á Akureyri og í fjöltæknn Myndlista- og hand- íðaskóla íslands og útskrifuðust árið 1993. Hlynur stundar nú framhaldsnám í Þýskalandi en Ásmundur í Bandaríkjunum. Hlynur hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum, myndbandainnsetningum og staðið fyrir gjömingum hér heima, í Noregi, Hollandi og Þýskalandi, einnig hefur hann haldið tvær einkasýningar í Kunstraum Wohnraum í Hannover og á Café Karólínu á Akureyri. Ásmundur hefur einnig tek- ið þátt í nokkrum samsýning- um, staðið fyrir gjömingum og haldið einkasýningu í Gerðu- bergi í Reykjavík. Hlynur sýnir að þessu sinni götumyndir frá Akureyri og texta en Ásmundur sýnir ljós- myndir, skúlptúra og málverk. Sýningin stendur til 10. ág- úst og er opin alla virka daga frá kl. 11-18 um helgar frá kl. 14-18. Orgeltónleik- ar í Odda- kirkju BJARNI Þór Jónatansson org- anisti í Grafarvogskirkju og Guðmundur Sigurðsson organ- isti í Lágafellskirkju í Mos- fellsbæ koma fram á orgeltón- leikum í Oddakirkju föstudags- kvöld kl. 21. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Tónleikamir em liður í orgel- tónleikaröð Oddakiiju. ÍSLENSKI dansflokkurinn. Islenski dansflokkurinn til Nordrhein-Westfalen ÍSLENSKA dansflokknum hefur verið boðið á menningarhátíð í Þýskalandi í ágúst nk. en mikill áhugi er á íslenskri menningu þar í landi. Um þrjár sýningar verður að ræða, í Krefeld 2. ágúst, Bonn 6. ágúst og Bielefeld 8. ágúst. Sýnd verða þessi verk: Af mönnum eftir Hlíf Svavarsdóttur við tónlist Þor- kels Sigurbjörnssonar.Su/jdances eftir Lambros Lambrou við tónlist eftir Yiannis Markopoulos og Adagietto eftir Charles Czarny við tónlist eftir Mahler. Hlíf Svavarsdóttir er skólastjóri dansakademíunnar í Arnheim í Hollandi. Hún er stödd hér á landi við uppsetningu verks síns „Af mönnum", en það hlaut 1. verðlaun í samkeppni dansskálda á Norður- löndum, sem haldin var í Osló 1988. í sýningunni taka þátt dansarar íslenska dansflokksins, þau Birgitte Heide, David Greenall, Eldar Vali- ev, Guðmundur Helgason, Hany Hadaya, Jóhann Freyr Björgvins- son, Júlía Gold, Lára Stefánsdóttir, Lilia Valieva og Sigrún Guðmunds- dóttir. Stjórnendur uppfærslunnar eru María Gísladóttir, listdansstjóri og Jóhann Bjarni Pálmason, ljósa- hönnuður. Auk þeirra taka þátt í uppfærslunni Þórður Orri Péturs- son, tæknimaður og Bryndís Brynj- ólfsdóttir gestadansari. Fallegur flautuleikur Þjóðleikhúsið Rimas Tuminas setur upp Don Juan JÓLASÝNING næsta leikárs Þjóðleikhúss- ins verður Don Juan eftir franska leik- skáldið Moliére í leik- stjóm Litháans Rim- as Tuminas. Tuminas setti upp Mávinn eftir Tsjek- hov í Þjóðleikhúsinu fyrir tveimur árum við góðar undirtektir en hann fékk menn- ingarverðlaun DV fyrir sýninguna. Að sögn Stefáns Baldurssonar, Þjóð- leikhússtjóra, hefur Don Juan ekki verið sýndur áður í leikhúsinu. Rimas Tuminas „Það verður óskap- lega spennandi að fá Tuminas hingað aftur að fást við þetta verk. Honum gekk mjög vel síðast þegar hann vann hér í leikhúsinu og nú er fólk á bið- lista hjá okkur eftir því að fá að vinna með honum að þessari sýningu.“ Tuminas er vænta- legur til landsins að velja leikara í hlut- verk í sýningunni og hefja undirbúning uppfærslunnar. Áætlað er að æf- ingar hefjist í byijun nóvember. Svipmyndir í vatni ANDLITIN eru vart sýnileg í dagsbirtu þar sem þau liggja í vatninu en þegar kvölda tejcur birtast þau vegfarendum, óraun- veruleg og sveipuð dulúð. Ef til vill er þetta táknrænt fyrir þau skilaboð sem fólgin eru í þessum listaverkum; ljósmyndum af flóttafólki, sem komið hefur verið fyrir í Ijósakössum í Borsgraven í Kaupmannahöfn. Myndirnar eru af óþekktum flóttamönnum, nöfn þeirra eru löngu gleymd en vatnið virðist vekja þau til lifsins á seiðmagn- aðan hátt þegar hreyfingar þess breyta andlitsdráttunum eitt augnablik. Höfundar verksins eru banda- ríski Ijósmyndarínn Shimon Attie og þýski sviðshönnuðurinn Math- ias Maile en sýningin er í tilefni þess að hálf öld er í ár liðin frá lokum heimsstyrjaldarinnar síð- ari. Sýningin stendur út júlí. TÓNLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar SAMLEIKUR Samleikur á flautu, píanó og slag- verk. Ama Kristín Einarsdóttir, Aðalheiður Eggertsdóttir og Geir Rafnsson léku verk eftir Georges Hiie, Alice Gomez, Claude Debussy, André Jolivet og J.S.Bach. Þriðjudaginn 25. júlí 1995 ARNA KRISTÍN er efnilegur flautuleikari en hún er um það að ljúka framhaldsnámi við tón- listarskólann í Manchester og mun þetta vera frumraun hennar á tónleikapallinum. Fyrsta verk tónleikanna var fantasía eftir Georges Adolphe Hiie (1858- 1948) en hann var handhafi Róm- arverðlaunanna 1879 og tók sæti eftir Saint-Saens í frönsku lista- akademíunni árið 1922. Eftir hann liggja einar sex óperur, ballettar, synfónísk ljóð og söng- lög en fantasían er samin sem prófverkefni við tónlistarháskól- ann LParís árið 1913. Verkið er fallega samið, eins konar „róman- tískur impressionismi" og lék Arna verkið mjög fallega, af tölu- verðu næmi fyrir fínlegri blæ- brigðum þess. Consertino Indio, eftir Alice Gomez, er saminn fyrir piccolo- flautu og slagverk, skemmtilegt og einfalt verk sem var mjög vel flutt af Ömu og Geir en þar er á ferðinni efnilegur slagverksleik- ari. Samkvæmt hefðinni lék Arna Syrinx eftir Debussy, og gerði það fallega en bestur var leikur hennar í „Fimm særingum“ eftir Jolivet. Heimssýningin sem hald- in var fyrir aldamótin í París mun hafa vakið áhuga Frakka fyrir frumstæðri tónlist, en eitt af því sem einkennir hljóðfæratóntist t.d. austurlenskra þjóða, er að GEIR Rafnsson og Arna Krístín. sérhvert verk þarf að merkja eitt- hvað, segja sögu, túlka atferli eða lýsa blæbrigðum og má segja, að í þeirri aðferð búi leífar af þeim tíma er merking tónlistar og orða hafði svipaða stöðu, þ.e áður en tungumál tóku að þróast frá því að vera aðeins hljóðlíkingar. Það má segja að særingarnar eftir Jolivet, séu eins konar hljóð- líkingarverk, vel samið og flutti Arna það af töluverðri snerpu. Lokaviðfangsefnið var Partíta í e-moll (BWV 997), sem Bach mun hafa samið fyrir lútuleikarann Silvius Leopold Weiss, en hann heimsótti meistarann árið 1739. Bach samdi sjö verk fyrir lútu en einnig er talið að sum þeirra hafi verið ætluð til flutnings á svonefnt „lútu-sembaló“, sem var smíðað eftir tilsögn meistar- ans og því sé t.d. þessi lúta til rituð fyrir hljómborð en ekki með „tabúlat- úr“-nótnaskrift. Partítan er falleg tónlist, sérstaklega sarabandan og svo- lítið nær „rókokkó"- stíl eða „stile gal- ant“, en margt það sem Bach samdi fyrir hljóðfæri. Arna lék verkið mjög fahega en bæði leikur hennar og samleikur Aðal- heiðar Eggertsdóttur var helst til varfærinn, bæði í tónmótun og túlkun. Hvað sem því líður, þá er Arna mjög efnilegur flautuleik- ari og tónleikarnir í heild voru fallega fram færðir en bestur var leikur hennar í verki Jolivet. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.