Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Heilbrigðisráðherra segir að ófremdar&stand muni ekki gkapaat á gpltölum í gumar Sumarlokanir á geðdeild- 7/fMí f / /1///1//j um hafi sem minnst áhrif ;l| ||íj|{í||p/ Þetta er byggt á faglegu mati, bjáninn þinn. Því klikkaðri sem þú ert, því minna finnurðu fyrir því að allt sé lok, lok og læs ... Morgunblaðið/Sig. Jóns. ERLENDUR Hálfdánarson eigandi Fossnestis við kassann þar sem þjófarnir stimpluðu sig inn. Áfengi og tóbaki stolið úr Fossnesti Árekstur við Leirvogsá ÖKUMENN tveggja bíla voru fluttir á sjúkrahús eftir mjög harðan árekstur á Vestur- landsvegi við Leirvogsá síð- degis í gær. Areksturinn varð gífurlega harður og töldu þeir sem að komu víst að alvarleg meiðsl hefðu orðið en kona, sem ók öðrum bílnum kastaðist út. Ökumennirnir voru báðir flutt- ir á slysadeild en þar kom í ljós að sögn lögreglu að annar þeirra var handleggsbrotinn en konan reyndist lítið meidd og óbrotin. Selfossi. Morgunblaðið. BROTIST var inn í ferðamanna- verslunina Fossnesti og skemmti- staðinn Inghól á Selfossi aðfara- nótt miðvikudags. Innbrotsþjófarn- ir höfðu á brott með sér áfengi og tóbak, lítilræði af skiptimynt og nokkrar kippur af kóka kóla. Þjófamir fóru inn um glugga á salernum og þaðan inn um allt húsið. Þeir brutu kunnáttusamlega upp hurðir með því að höggva upp lása og virtust af ummerkjum að dæma eingöngu vera á höttunum eftir peningum, tóbaki og áfengi. Engar skemmdir voru unnar á öðru en lásabúnaði hurðanna. Strimillinn sýndi 2,37 Allir afgreiðslukassar fyrir- tækisins voru opnir nema einn og við hann áttu þjófarnir. Á strimli kassans má sjá hvenær þeir voru að verki því strimillinn sýnir tím- ann 2,37 þegar þeir stimpluðu sig inn á kassann. Að sögn eiganda Fossnestis Erlendar Hálfdánar- sonar er um verulegt tjón að ræða en hann sagði hægt að þakka þjóf- unum góða umgengni þar sem þeir ollu ekki neinum öðrum skemmdum, „Ég virði þá fyrir það,“ sagði Erlendur. Hann sagði hins vegar að fyrirtæki væru mjög berskjölduð gagnvart innbrotum sem þessum og kvaðst mundu huga vel að vörnum eftir þetta. í þessu tilfelli hefðu þjófarnir greini- lega verið á höttunum eftir pening- um og því sem þeir gætu selt því þeir hefðu eingöngu tekið tóbak og óáteknar áfengisflöskur með sterku víni. Hann sagði það fasta reglu að hafa enga peninga í fyrir- tækinu yfir nótt. Nýjung á naslmarkaði Sælgæti úr saltfiskroði ULFAR EysteinSson matreiðslumaður hefur enn einu sinni brotið blað í íslenskri matargerðarlist. Það nýj- asta úr pottum Úlfars er nasl sem búið er til úr sölt- uðu fiskroði og heitir Bacc- alá Snack. Naslið er hugs- að sem viðbit með öli og til að maula á góðum stundum. - En hvers vegna að noía fiskroð í nasl? „Ég fékk hugmyndina að því 1987 og fór þá að prófa mig áfram í sam- vinnu við Þorstein Inga- son, fiskþurrkanda á Laugum. Ég var þá að steikja og þurrka roð með smærri gæludýr en mann- fólkið í huga,“ segir Úlfar. Hann prófaði roð af ýmsum fisk- tegundum og komst að því að þorskroð hentaði best. Fyrir ári síðan auglýsti Iðn- tæknistofnun eftir hugmyndum að nýjungum undir heitinu Snjall- ræði. Að sögn Úlfars bárust á þriðja hundrað hugmyndir og voru átta valdar úr. Hver þessara átta hugmynda fékk 600 þúsund króna styrk til frekari þróunar. Fjórar þessara átta fengu síðan 1,5 milljóna styrk hver til að þróa framleiðslulínu og gera vöruna markaðshæfa. Þeir sem styrktu verkefnin voru Iðnlánasjóður, Iðnþróunarsjóður, iðnaðarráðu- neytið og Iðntæknistofnun. Bacc- alá Snack var eitt hinna fjögurra verkefna sem urðu fyrir valinu til fullnaðarvinnslu og er nú unn- ið af kappi við að leysa ýmis vandamál við gerð vinnslulínu fyrir þessa nýju vöru. - Hvar er varan framleidd? „Enn sem komið er steiki ég roðið á veitingastaðnum Þremur frökkum við Baldursgötu og síð- an er snarlinu pakkað hjá Stjörnupoppi. Þegar framleiðslan hefst fyrir alvöru verður sett upp vélasamstæða sem sker roðið, útvatnar það, veltir því upp úr kryddblöndu og steikir. Það gæti orðið næsta vor og ég reikna með að á milli 15 og 20 manns fái starf við framleiðsluna. Þótt hrá- efnið sé ódýrt er vinnslan kostn- aðarsöm. Ég reikna með að verð- ið á naslinu verði ívið hærra en á kartöfluflögum en mun ódýrara en harðfiskur." - Er nóg til af roði? „Það falla til á milli tvö og þijú þúsund tonn af roði hér á hverju ári,“ segir Úlfar. „Það fer að verða barátta um roðið. Menn eru farnir að súta það og svo fer auðvitað heilmikið af roði úr landi á flökum og heilfrystum fiski. Ef allt roð væri hirt ættu að falla til um 7 þúsund tonn.“ _________ Hráefnið ætti því að vera nægt til að byrja með. - Hvað kom til að þú fórst að elda roð? ——— „Það hafa allir prófað að hf. Úlfar Eysteinsson ►Úlfar Eysteinsson fæddist í prentsmiðjunni í Hafnarfirði 23. ágúst 1947 og er því ekta Gaflari. Hann lauk prófi frá Hótel- og veitingaskóla íslands 1967 eftir nám í Leikhúskjall- aranum og á Hótel Holti. Hann vann á Hótel Loftleiðum og í flugeldhúsinu á Keflavíkur- flugvelli í 10 ár. Þá sneri hann sér að veitingarekstri og var í tvö ár á Laugarási. Þá opnaði hann veitingastaðinn Pottinn og pönnuna ásamt fleirum. Úlfar hefur verið varaformað- ur Félags matreiðslumanna og er formaður Lions-klúbbsins Njarðar. Hann er með bíladellu og stundar sjóstangveiði. Úlfar lauk pungaprófi frá Sjómanna- skólanum í Reykjavík í vetur sem leið. Hann rekur nú ásamt fjölskyldu sinni veitingastað- inn Þrír frakkar hjá Úlfari að Baldursgötu 14. Sambýliskona Úlfars er Þuríður Jörgensen, hann á tvö uppkomin börn sem bæði vinna við veitingarekstur. SaltfiskroAiA er hollt og bráögott steikja harðfískroð yfir eldi. Eg prófaði að steikja saltfiskroð á pönnu og fann að það var gott. Þegar SIF var 60 ára voru fengn- ir fjórir spænskir kokkar ásamt þremur íslenskum til að útbúa saltfiskrétti. Foringi Spánverj- anna kom hingað þremur mánuð- um fyrir afmælið til að sýna mér, Rúnari Marvinssyni og Bjama Ólafssyni hvað Spánveij- arnir ætluðu að gera. Hann sýndi hvað hann gerði úr ýmsum hlut- um saltfísksins, þunnildum og hnakkastykki og fleira. Þá spurði ég hvort hann eldaði ekki roðið. Hann horfði á mig hvumsa og svaraði neitandi. Ég benti honum á að prófa að steikja það og þeg- ar þeir komu hingað tveimur mánuðum seinna var steikt salt- fiskroð komið á matseðilinn!“ Fyrsta útgáfan af Baccalá Snack er með léttum sítrónu- keimi. Úlfar segir auðvelt að skipta um kryddtegundir og nota hvítlauk, lauk, papriku, pipar og fleira til bragðbætingar. Bragð- prófanir sýna að í norðanverðri Evrópu líkar sítrónukeimurinn vel og því er lagt upp með hann. Varan hefur einnig verið prófuð ________ í Suður-Evrópu og hlotið þar góðar við- tökur, sem og í Hol- landi. Framleiðandi Bacc- ““ alá Snack heitir BÚ Stafirnir standa fyrir nöfn bræðranna Björns og Úlfars Ey- steinssona. Úlfar segir að þeir Bjöm og Helgi Jóhannsson, báðir kunnir bridsmenn, hafi stutt sig í þessu framtaki. „Kúnstin hefur verið að vinna þetta í rólegheitun- um, án þess að ofgera sér,“ seg- ir Úlfar. „Mér sýnist að um 95% íslendinga sem smakka roðið líki það vel. Þetta er náttúruafurð, án allra aukaefna. Bæði gott og bráðhollt!"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.