Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Aukasýning á herbergi Veroniku VEGNA mikillar aðsóknar á síðustu sýningar spennuleik- ritsins Herbergi Veroniku hef- ur verið ákveðið að hafa auka- sýningu. Leikendur eru fjórir. Gunn- Iaugur Helgason og Ragnhildur Rúriksdóttir, sem bæði útskrif- uðust nýlega frá leiklistarskóla í Los Angeles og tveir óreyndir leikarar, Rúrik Haraldsson og Þóra Friðriksdóttir. Þýðandi er Ingunn Asdísardóttir og leik- stjóri Þórunn Sigurðardóttir. Aukasýning á Herbergi Ver- oniku verður föstudaginn 28. júlí kl. 21 í Kaffileikhúsinu, Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3. Baltasar í galleríi Regnbogans SÍÐASTLIÐINN þriðjudag var opnuð í galleríi Regnbogans sýning á verkum Baltasar. Baltasar fetar þar með í fót- spor þeirra Tolla, Egils Eð- varðssonar, Sigurbjörns Jóns- sonar og Tryggva Olafssonar. Opnun Iifandi listgallerís var framhald þeirrar stefnu Regn- bogans að halda á loft vönduð- um kvikmyndum frá öllum heimshornum, segir í frétt frá Regnboganum. •„ÞAÐ er útlokað annað en að elskhugi Jane Austen. . . hafi borið blendnar tilfinningar til eldri systur hennar, Cass- öndru.“ A þessum orðum hefst grein eftir prófessor Terry Castle í London Review ofBo- oks sem fjallar um möguleikann á því að óvenju kært hafi verið með Austin-systrum. Vitað er að þær deildu lengi rúmi og í bréfum sem að þeim fóru á milli bendir ýmislegt til þess að þær hafi átt í ástarsambandi. •BRÉFASKRIFTIR eru oft á tíðum áhugaverð og óvenjuleg lesning, sem þegar best lætur veitir lesandanum innsýn í þankagang þess sem skrifar og eru ómetanlegar heimildir um þá tíma sem bréfritarar voru uppi á. Fjögurhundruð síðna doðrantur frá Oxford-útgáf- unni „The Oxford Book of Lett- ers“ sem Frank og Antia Kermode ritstýrðu, þykir eink- ar gott dæmi um slík bréf. Þar geta áhugamenn um listir, sagnfræði og stjórnmál lesið bréf margra þekktra og óþekktra enskumælandi karla og kvenna um verk þeirra, störf og einkalíf. Meðal þeirra bréf- ritara sem koma fyrir í bókinni eru George Eliot, sem skrifar um sambúð sína með GH Lew- es, bréf Onnu nokkurrar Carr til Symcotts læknis á 17. öld sem veitir ómetanlegar upplýs- ingar um alþýðulækningar þessa tíma, bréf Grouchos Marx til forstjóra Warner-kvik- myndaversins, bréf frá John Steinbeck, Charlotte Bronte og svo mætti lengi telja. Sumartónleikarnir í Skálholti Brautryðjandi í heimsókn Selfossi. Morgunblaðið „PURCELL var snillingur og tónlist hans felur í sér mikla og djúpa tján- ingu sem er sérstök fyrir hann,“ seg- ir Jaap Schröder kunnur barokkfiðlu- leikari sem heimsækir Sumartónleikana í Skál- holtskirkju þriðja árið í röð og mun leiða Bach- sveitina í Skálholti í kammerverkum og söngvum eftir enska tónskáldið Henry Purc- ell. Rannveig Sif Sig- urðardóttir sópransöng- kona kemur frá Hol- landi, þar sem hún er í námi, til að syngja í trú- arlegum söngvum og söngvum úr söngverk- um Purcells. Tónleikarnir verða klukkan 17 laugardag- inn 29. júlí og sunnu- dagmn 30. júlí klukkan 15. í messu á sunnudag klukkan 17 verða einnig sungnir trúarlegir söngvar Purcells og þættir úr tón- verkum helgarinnar leiknir af Bach- -sveitinni og Jaap Schröder. Bach- -sveitin undir stjórn Jaap Schröders mun einnig leika verk þýsku barokk- meistaranna Hándels, Telemanns og Stadens á laugardagstónleikunum klukkan 15. Svava Bernharðsdóttir fiðlu- og lágfiðluleikari flytur erindi um sögu fiðlu- og lágfiðluleiks á ís- landi klukkan 14 áður en tónleikarn- ir hefjast á laugardag. Að venju verða áætlunarferðir frá Umferðarmiðstöð- inni í Reykjavík báða dagana klukkan 11.30 og til baka frá Skálholti klukk- ' an 18. Aðgangur er ókeypis og bama- pössun í Skálholtsskóla á meðan á tónleikunum stendur. Jaap Schröder er einn af braut- ryðjendum þess að flytja tónlist frá 17. öld á upprunalegan hátt. Hann er Hollendingur að uppruna og hefur starfað meðal annars með Franz Bruggen, Anner Bylsma og Gustav Leonardt og hann stjórnaði um árabil hljómsveitinni Concerto Amsterdam. Hann stofnaði Quartetto Esterházy sem var fýrsti strengjakvartett- inn sem lék á uppruna- leg hljóðfæri. Hann stofnaði einnig Smit- hson Quartett sem hef- ur leikið víða um heim. Hann býr nú í Frakk- landi og kennir við tón- listarháskólana í París og Lúxemborg og einn- ig við Yale tónlistarhá- skólann. „Það er mjög ánægjulegt að vera kominn hingað og mér fannst mjög hressandi að finna ferskan andvarann eftir allan hitann í Frakklandi," sagði Jaap Schröder. Tónlistin er sérstök Um tónleikana nú um helgina í Skálholti sagði Jaap Schröder meðal annars að hann hefði valið verk eftir Purcell sem ekki hefðu verið leikin mjög mikið áður. „Við notum hljóð- færi sem eru óvenjuleg og tónlistin er sérstök. Það er leikið öðruvísi á þessi hljóðfæri og tónlistin verður hressandi að hlusta á. Það er ein- mitt ástæðan fyrir því að mér líkar að fást við þessa tónlist. Síðan er barokktónlistin mjög afslappandi og róandi fyrir áheyrendur," sagði Jaap Schröder. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Rannveig Sif Sig- urðardóttir sópr- ansöngkona og Jaap Schröder fiðluleikari. Sumartónleikar á Norðurlandi Madrigalakórinn ÞRIÐJA tónleikaröð Sumartónleika á Norðurlandi verður haldin helgina 28.-30. júlí. Góðir gestir frá Þýska- landi eru flytjendur að þessu sinni: Madrigalakórinn í Heidelberg. Stjórnandi: Gerald Keglemann. Einsöngvari: Margrét Bóasdóttir, sópran. Orgelleikari: Björn Steinar Sólbergsson. Þau verða í Húsavíkur- kirkju 28. júlí kl. 21. Reykjahlíðar- kirkja 29. júlí kl. 21. Akureyrar- kirkja 30. júlí kl. 17. Á efnisskrá verða verk eftir Claudio Monteverdi, Heinrich Schútz, Johannes Brahms, Hjálmar H. Ragnarsson, Felix Mendelssohn- Bartholdy, Friedrich Silcher og Jo- hannes Brahms. Madrigalakórinn í Heidelberg var stofnaður árið 1971 af Gerald Kegel- mann, sem hefur verið stjórnandi hans frá upphafi. í kórnum eru um fimmtíu söngvarar, sem margir eru við nám í Heidelberg eða bundust kómum á námsárum sínum. Megin- viðfangsefni kórsins er a-capella tón- list frá endurreisnar-, barokk- og rómantíska tímanum, en einnig flyt- ur hann stærri kórverk. Gerald Kegelmann nam kirkju- tónlist, tónlistarkennslu og germönsk fræði og starfaði við Tónlistarháskól- ann og háskólann í Heidelberg. Árið 1975 varð hann prófessor í kórstjórn við Tónlistarháskólann í Heidelberg- Mannheim og rektor sama skóla frá árinu 1986. Kórinn mun í þessari íslandsheim- sókn einnig syngja í Selfosskirkju, fimmtudaginn 3. ágúst og í Hall- grímskirkju í Reykjavík sunnudaginn 6. ágúst. FIMMTUDA* Sb er sk ■ rni 3UR27.JÚLÍ 1995 23 íttin fyrsta m a... - Vx ■ X > ;; X'X >\ , x/X ^ ^ X X/v/x// ;xVx> > > > X Xwy ■ ! 'X. \ \ V vy. / Mik afhi ogs Mjö iðúrval allum teinum. ggottverð. STÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700-FAX 577 1701 MEIRA FRI ♦ MINNA PUÐ FYRSTA FLOKKS NORÐLENSK '< NÁTTÚRUAFURÐ ÞANGAÐ TIL KOMA I VERSLANIR A MORCUN!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.