Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÁLAGIVIING SKATTA Avísanir fyrir 5 milljarða í pósti Alagning í samræmi við áætlanir fjármálaráðuneytisins RÍKISSJÓÐUR sendi í gær út álagningarseðla vegna álagningar skatta fyrir árið 1994. Margir ættu því að sjá í dag hvort raunin verði sú að þeir fái ávísun í pósti frá ríkissjóði um mánaðamótin eða hvort þeir þurfi að standa skil á vangreiddum sköttum. Alls mun ríkið greiða út um fímm milljarða króna til framteljenda í vaxtabæt- ur, barnabætur og endurgreiðslu ofgreiddrar staðgreiðslu skatta. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra kynnti á blaðamannafundi í gær ýmsar tölur varðandi álagn- ingu skatta á einstaklinga og fyrir- tæki sem nú liggur fyrir. A heild- ina litið er álagningin nokkum veginn sú sama og reiknað var með í áætlunum fjármálaráðuneyt- isins. Skattar á einstaklinga eru svipaðir og áformað var, en skatt- ar á fyrirtæki eru aftur á móti hærri en gert var ráð fyrir vegna betri afkomu þeirra. Álagning árs- ins er því talin bæta afkomu ríkis- sjóðs um 200-300 milljónir króna, frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. Einstaklingar greiða 26,3 milljarða Heildarálagning tekjuskatts á einstaklinga fyrir árið 1994 er 26,3 milljarðar króna, eftir að tek- ið hefur verið tillit til þess hluta tekjuskattsins, sem rennur til sveitarfélaga vegna ónýtts per- sónuafsláttar. Árið áður var þessi álagning 27,9 milljarðar. Ástæða lækkunarinnar er meðal annars að framlög ríkisins til sveitarfélaga hækka milli ára. Ríkið greiðir út um 7,7 milljarða í bama- og vaxtabætur á þessu ári. Þar af verða 4,3 milljarðar greiddir um næstu mánaðamót. Að meðtöldum endurgreiðslum of- greidds tekjuskatts og útsvars, sem nema 2,1 milljarði, en að frá- dregnum 1,4 milljörðum vegna skattskulda og 80 milljónum vegna ógreidds meðlags, greiðir ríkissjóð- ur út um fímm milljarða króna til einstaklinga um mánaðamótin. Tekjur af hátekjuskatti minnka Hinn sérstaki tekjuskattur, sem stundum er kallaður hátekjuskatt- ur og leggst á tekjur yfír 227.000 krónum hjá einstaklingi eða 454.000 hjá hjónum, skilar ríkinu minni tekjum á þessu ári en í fyrra, eða um 320 milljónum króna í stað 437 milljóna. Þessi lækkun er meiri en gert var ráð fyrir í fjárlög- um og er einkum tilkomin vegna hækkunar tekjuviðmiðunarinnar. Skatturinn er fyrirframgreiddur og miðast fyrirframgreiðslan við tekjur síðasta árs. Þannig þurfa þeir, sem skatturinn leggst á, að greiða fyrir yfirstandandi ár á fímm gjalddögum fram til ára- móta. _ Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins greiða um 2.300 einhleypingar skattinn og er með- alálagning á þá 52.000 krónur, eða liðlega 10.000 krónur á mánuði fram til áramóta. Um 2.500 hjón þurfa að greiða hátekjuskattinn svokallaða og er meðalgreiðsla þeirra 80.000 krónur, eða um 16.000 krónur á mánuði næstu fímm mánuði. Vaxtabætur hækka Heildarútgreiðsla vaxtabóta er nú um þrír milljarðar króna, miðað við 2,8 milljarða í fyrra. Bótaþeg- um fjölgar um 400, en meðalvaxta- bætur hækka um 9%. Hins vegar lækka meðalvaxtagjöld hjá fólki um 2,5%. Breytingar tóku gildi á vaxta- bótakerfínu um síðustu áramót og var þá ýmsum viðmiðunum vegna greiðslu þeirra breytt. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins áttu þessar breytingar einkum að miða að því að aðstoða unga húsnæðis- kaupendur sem væru að kaupa í fýrsta sinn. Heildaráhrif vaxtabót- anna eru þau, að sögn fjármálaráð- herra, að ríkið greiðir nú liðlega fjórðu hveija krónu af vaxtagjöld- um einstaklinga vegna kaupa á íbúðarhúsnæði. Lægri eignarskattar Álagður eignarskattur einstakl- inga lækkar úr 1.704 milljónum króna í fyrra í 1.522 milljónir á þessu ári, þegar persónuafsláttur lega. Á Reykjanesi minnkar telq'u- skattur fyrirtækja um 13,5%, en sú lækkun skýrist nær eingöngu af því að skattskyldur hagnaður íslenzkra aðalverktaka lækkaði um 300 milljónir króna milli ára. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, eykst yfírfæranlegt tap fyrirtækja þrátt fyrir batamerkin. Þannig var tapið um 86 milljarðar í lok síðasta árs, miðað við 75 milljarða í lok ársins 1993. Þetta er talið benda til þess að afkoma fyrirtækja sé afar mismunandi. Þó ber að hafa þann fyrirvara að framtalning og skráning á yfírfæranlegu tapi hef- ur batnað. Aðeins þriðjungur greiðir tekjuskatt Athygli vekur að af staðgreiðslu skatta, sem nú er 41,84% af laun- um, fær ríkið ekki nema sem svar- Morgunblaðið/Sverrir FRÁ blaðamannafundi fjármálaráðherra í gær. Frá vinstri: Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur í fjármálaráðuneytinu, Indriði Þorláksson skrifstofustjóri, Friðrik Sophusson og Þór Sigfús- son, ráðgjafi fjármálaráðherra. hefur verið dreginn frá. Lækkunin er um 11% milli ára og skýrist annars vegar af afnámi svokallaðs stóreignaskatts og hins vegar af aukinni skuldasöfnun heimilanna, sem lækkar eignarskattstofninn. Lækkun eignarskatta er heldur meiri en gert var ráð fyrir í fjárlög- um. Álagningtekjuskatts á fyrirtæki vegna ársins 1994 nemur 5,1 millj- arði króna, en var 4,2 milljarðar í fyrra. Hækkunin er um 22% á milli ára. Svipuð þróun er hjá sjálf- stæðum atvinnurekendum. Betri staða fyrirtækja Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er mjög mismunandi eftir skattumdæmum -------------- hversu mikið tekjuskatt- ur fyrirtækja hækkar, en hækkun tekjuskattsins er um leið vísbending um bætta afkomu. Þannig aukast skattgreiðslur fyrirtækja á Austurlandi um 138% frá fyrra ári og aukningin í Reykjavík er 35%. f Reykjavík er meðalskattur jafn- framthæstur á hvert fyrirtæki, eða 1,7 milljónir króna. Lægst er með- alskattgreiðsla fyrirtækja á Vest- urlandi, 390.000 krónur. Skatt- greiðslur fyrirtækja á Norðurlandi vestra og Suðurlandi lækka lítil- Unnið að skattkerfis- breytingum ar til 6,8% af tekjunum í sinn hlut. Sveitarfélögin fá hins vegar 8,6% launanna að meðaltali. Mestur hluti þess skatts, sem er „fræði- lega“ lagður á, fer aftur til skatt- greiðenda í formi persónuafsláttar og sjómannaafsláttar. Jafnframt kemur talsverður hluti til baka til framteljenda sem vaxta- og barna- bætur. I raun greiða því tveir þriðju hlutar framteljenda engan tekju- skatt. Fríðrik Sophusson benti á blaða- mannafundinum í gær á að skatt- tekjur ríkisins hefðu ekki verið lægra hlutfall af landsframleiðslu frá því árið 1987. Hann sagði að lítið þýddi þó að státa sig af því nema um leið tækist að halda út- -------- gjöldum ríkisins í skefj- um, þannig að tekjurnar dygðu fyrir þeim. Fj ármál aráðherra sagði að tekjutenging skatta, bóta og almanna- trygginga ylli því nú að jaðarskatt- ar væru í mörgum tilfeilum orðnir svo háir, að fólk gæti hækkað ráð- stöfunartekjur sínar með þvi að lækka launatekjur. „Menn ætla sér að líta á þessi atriði á næstunni og ríkisstjórnin hyggst Ijúka fyrir lok næsta árs vinnu við skattkerfís- breytingar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins," sagði Friðrik. Útsvar Tekjuskattur einstaklinga Skatthlutfall 41,84% Sjómannaafsláttur 0,8% (1,9%) Vaxtabætur 1,3% (3,1%) Barnabætur 2,1% (5,0%) - Til ríkisins Persónuafsláttur Sóknargjöld 0,7% (1,7%) Tölur í svigum sýna heildarhlutfall af 41,84% skatthlutfalli 22.000 skulda meira en þeir eiga ÚT ÚR skattframtölum lands- manna fyrir síðasta ár má lesa ýmislegt um stöðu efnahagslífs- ins. M.a. kemur fram að skuld- setning heimilanna hefur vaxið verulega. Skuldir einstaklinga jukust um 9%, eða um 20 millj- arða, þar af voru 13 miHjarðar vegna íbúðakaupa. Á sama tíma jukust skattskyldar eignir um 2%, eða um 15 milljarða. Þannig fækkar greiðendum eignarskatts. Athygli vekur að þeim fjölgar verulega sem skulda meira en þeir eiga. I lok síðasta árs voru um 22 þúsund framteljendur með neikvæða eignastöðu. Að meðal- tali voru skuldir þeirra 1,7 millj- ónir króna umfram eignirnar. Hins vegar á 85.621 framteljandi eignir umfram skuldir. Árið áður áttu 87.000 framteljendur meira en þeir skulduðu, en 20.500 voru með neikvæða stöðu. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa hlutföllin þarna á milli breytzt talsvert frá árinu 1988 er 90.502 framteljendur áttu eignir umfram skuldir, en 11.212 skuld- uðu meira en þeir áttu. Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra segir að meðal ástæðna þessarar þróunar séu sennilega tilkoma húsbréfakerfisins og auknar námsskuldir. Framtaldar tekjur landsmanna hækkuðu hins vegar á milli ár- anna 1993 og 1994. Meðallaun á hvern framteljanda hækkuðu um 2%. Ekki liggur fyrir hvernig tekjur einstakra starfsstétta breyttustrað öðru leyti en því að tekjur sjómanna hækkuðu um 3%. Batnandi afkoma fyrirtækja Tölur úr skattframtölum benda jafnframt til að afkoma fyrir- tælqa hafi batnað, enda aukast tekjuskattgreiðslur þeirra veru- lega. Mismunur á milli landshluta er þó verulegur að þessu leyti. Fyrirtækjum, sem sýna hagnað, hefur fjölgað um 3%, en þeim, sem telja fram yfirfæranlegt tap, um 8%. Munurinn þarna á kann að stafa af bættri skráningu taps, samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu. Batnandi afkoma fyrirtækja kemur jafnframt fram í betri eignastöðu, sem sést á því að eign- arskattar fyrirtækja hækkuðu úr 1,5 milljörðum 1993 í 1,6 milljarða fyrir 1994. Þorvaldur er enn hæstur í Reykjavík ÞORVALDUR Guðmundsson, for- stjóri í Síld og fisk, er hæsti skatt- greiðandinn í ár líkt og mörg undan- farin ár. Hann greiðir rúma 41 millj- ón í skatta. Gunnar I. Hafsteinsson kemur næstur með rúmar 16 milljón- ir. Eimskipafélagið er hæsti skatt- greiðandinn af fyrirtækjum með rúmar 360 milljónir. Alls greiða 79.691 einstaklingar í Reykjavík rúmar 22.550 milljónir króna í skatta. Fyrirtækin í Reykja- vík greiða hins vegar rúmar 10.633 milljónir í skatta. Heildargjöld. Þorvaldur Guðmundsson, Háuhlíð 12. 41.193.996 Gunnar I. Hafsteinsson, Hagamel 52. 16.161.837 Friðrik Skúlason Stigahlíð 65. 15.698.038 Andrés Guðmundsson, Hlyngerði 11. 11.859.436 Ivar Daníelsson Álftamýri 1. 11.686.080 Kristján P. Guðmundsson Silungakvísl 29. 10.678.111 Stefán Sigurkarlsson, Vesturbergi 187. 10.071.181 Steingrímur Kristjánsson Hraunbæ 102b. 9.724.429 Sigurður Guðni Jónsson, Flókagötu 33. 9.220.031 Emanúel Mortens, Efstaleiti 10. 8.731.539 Öm Ævarr Markússon, Glaðheimum 10. 8.034.711 Sveinn Valfells, Klapparási 1. 7.936.424 Árni Samúelsson, 7.909.055 Starrahólum 5. Sæmundur Pálsson, 7.888.742 Hlyngerði 4. Gísli Vilhálmsson, 7.864.330 Fannafold 150. Indriði Pálsson, 7.707.209 Safamýri 16. Skúli Þorvaldsson, 7.472.501 Bergstaðastræti 77. Siguijón Guðjónsson, 7.043.714 Hjallalandi 40. Greiðendur hæstu opinberra gjalda í Reykjavík, 1995, þ.e. heildargjalda yfír kr. 50.000.000. Fj ármálaráðuneytið, starfsm.skrifst. Reykjavíkurborg Eimskipaf. íslands hf. Fiskveiðasjóður íslands Búnaðarbanki íslands Landsbanki íslands Olíufélagið hf. Hagkaup hf. Flugleiðirhf. Borgarspitalinn Sjóvá - Almennar 2.135.055.023 440.948.141 360.432.806 245.745.664 197.268.806 190.303.658 176.615.463 173.288.019 156.549.223 137.692.793 121.780.539 Vátryggingaf. íslands hf. 104.827.538 íslandsbanki hf. 89.378.168 Skeljungur hf. 77.140.793 Oddi hf, prentsmiðja 66.125.455 Tryggingamiðstöðin hf. 65.839.585 Olíuverslun íslands hf. 61.420.065 Húsasmiðjan hf. 56.499.254 Landsvirkjun 55.354.905 Ingvar Helgason hf. 53.862.020 Nóatún hf. 53.330.344 Iðnþróunarsjóður. 52.015.390 Grandi hf. 50.620.457 I I > I: I i l I I \ I I I t I I I |i I I J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.