Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 9 FRÉTTIR Morgunblaðið/Friðþór Eydal BANDARÍSKIR hermenn búa steininn til flutnings í Grjótdal utan við Dyrfjöll. Jaspissteinar til byggða BANDARÍSK þyrla, sem hér var vegna heræfinga flutti á sunnu- dag tvo jaspissteina til byggða ofan úr Gijótdal við Dyrfjöll. Náttúrufræðistofnun og stein- iðjan Álfasteinn í Borgarfirði eystra áttu upptökin að flutningi steinanna. Steinninn sem kom í hlut Álfasteins vegur 2.250 kg og er tæplega einn rúmmetri að stærð. „Það eru orðin fimmtán ár síðan ég fann þennan stein fyrst og mig langaði að ná honum hingað niður til að stilla honum upp,“ sagði Helgi Arngrímsson framkvæmdastjóri Álfasteins í samtali við Morgunblaðið. „Sveinn Jakobsson jarðfræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun sá steininn þarna líka og síðan höfum við verið að velta því fyr- ir okkur hvernig við gætum náð honum niður. Þegar við fréttum af komu bandarísku þyrlunnar hingað til lands, ákváðum við að hafa samstarf um að flytja stein- inn og auk þess annan minni sem Náttúrufræðistofnun mun flytja til Reykjavíkur á væntanlegt Náttúrugripasafn. Flutningurinn var okkur að kostnaðarlausu. Herinn hefur unnið mikið fyrir Náttúrufræði- stofnun, t.d. í Surtsey, og stofnuninn sá alfarið um að semja um flutningana. Þeir voru að fara með mannskap austur á Egilsstaði og gáfu sér þá tíma til að rúlla með þetta fyrir okkur í leiðinni.11 Steinninn verðuraldrei klofinn „Þetta er langstærsti jaspis- steinn sem ég hef heyrt um á Islandi. Hann er núna hér fyrir utan Álfastein en ég reikna með að honum verði svo komið fyrir einhversstaðar í nágrenninu. Við reynum að hlaða undir hann vörðu eða einhverskonar undir- stöðu svo hann geti staðið hér um ókomin ár. Steinninn verður aldrei klofinn niður, það kemur ekki til mála. Menn hafa verið að gera því skóna að Álfasteinn muni nota steininn í framleiðslu sína, en það er algjör misskiln- ingur.“ Helgi segir að steinninn hafi verið fluttur til byggða til að trekkja að ferðamenn. „Staður- inn gæti vakið athygli fyrir þenn- an stóra jaspisstein. Við eigum að hafa mikla möguleika í ferða- þjónustu því hér er mikil nátt- úrufegurð. Að hafa steininn hér til sýnis er einn liðurinn í því að reyna að fá fólk hingað til okk- ar. Það er ekki verið að skemma náttúruna á nokkurn hátt, við erum bara að veita fleirum mögu- leika á að sjá hana,“ sagði Helgi að lokum. Morgunblaðið/Friðþór Eydal ÞYRLA bandaríska hersins flytur rúmlega tveggja tonna jaspisstein til byggða. f bak- sýn eru Ytri Dyrfjöll. BRTMRN-LEIKUR GÁTUMANNSINS ER í miðopnu DAGSKRÁRÐLAÐSINS í DAG Háir og lágír sportskór m/Ioftpúða í hæl St. 35-46. 2 lítk: Svart og hvítl. NYJAR UPPÞVOTTAVELAR FRA ASKO Þær eru svo ótrúlega hljóðlátar - og þvílíkur árangur! FALLEGRI * FL)ÓTARI * HLjÓÐLÁTARI « ÖRUGGARI « SPARNEYTNARI * ÓDÝRARI m ASKO flokks /FOmx Sænskar og sérstakar frá HATUNI6A REYKJAVIK SIMI 552 4420 komin Gallajakkar 3.990 Gallaskyrtur 1.990 Pantanir ósKast sóttar Póstsenclum j Laugavegl 54, sími 552 5201 j GERIO VEHDSAMAIVBIJUI) PARTAR I i Kaplahrauni 11, S. 565 3323 Eigum nýja og notaða boddýhluti í japanska & evrópska bíla. Húdd, bretti, stuðara, grill, hurðir, hlera, skottiok, rúður. Góðir hlutir — gott verð. HÚSGÖGN I SUMARHÚSIÐ VIBORG hornsófi - stgr. kr. 69.600 Einnig kommóður, símabekkir, skatthol, senkar o.m.fl. Vandaðar vörur á mjög góðu verði. OSLO hornsófi - stgr. kr. 96.900 mnnraniTn HUSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.