Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ1995 37 erdag. En e.t.v. hefur Gunnu ekki verið fullljóst að um leið og hún bast þessum dula sveitapilti tryggðaböndum, fylgdi með í kaup- unum öll hans stóra fjölskylda. Fyrst móðir hans og systkini frá Hæli og síðan allt mágafólkið og margir þeirra afkomendur í þijá ættliði. Tengdafólki Gunnu var það líka ljóst að hann Gísli hafði svo sannar- lega valið vel, fyrst og fremst fyrir sálfan sig, en um leið fyrir allt sitt skyldulið. Strax frá upphafi búskap- ar þeirra urðu þau og heimili þeirra einn af föstu punktunum í lífi fólks- ins úr sveitinni. Gunna varð í raun og veru fóstra okkar allra, heimili hennar stóð okkur alltaf opið, sama hvort um var að ræða styttri kaup- staðarferðir eða lengri dvöl vegna skólagöngu eða vinnu. Þar áttu margir griðastað og besta atlæti, veitt með svo sjálfsögðum hætti að maður gat ekki betur fundið en heimilisfólkinu væri mikill greiði gerður með því að staldra við leng- ur eða skemur. Ekki má heldur gera lítið úr hug Gísla í þessa átt, þar fór vilji þeirra saman. En hann sagði ekki alltaf margt og maður fann að þarna réð Gunna ferðinni. Gunna tengist minningum mínum svo langt sem ég man. Eg er á svip- uðum aldri og dætur hennar þijár sem árum saman voru heima á Hæli sumarlangt og þar dvaldist Gunna líka oft langdvölum með sinn ósvikna áhuga fyrir öllu sem fyrir augu og eyru bar. Ég minnist þægi- lega andrúmsloftsins kringum Gunnu. Henni fylgdi hófstillt glað- værð og það var svo notalegt að heyra hana og konurnar á Hæli spjalla saman um allt og ekki neitt og aldrei féll misjafnt orð í garð náungans. Hún var líka svo flink að sauma og pijóna og oft dáðist ég að kjólunum sem hún saumaði á stelpumar. Best gæti ég trúað að stundum hafi hún átt sinn þátt í því að ég eignaðist oft eitthvað svip- að. Ég lærði líka af henni ýmsar hannyrða- og pijónakúnstir sem hún kenndi í skólanum í Reykjavík. Seinna þegar ég svo dvaldist um árabil á hennar góða heimili, skild- ist mér að það vom margir fleiri og enn mikilvægari hlutir en að pijóna hæl, sem mátti af henni læra. Hógværð hennar og heilbrigð við- horf til lífsins, lifandi, jákvæður áhugi á öðra fólki og högum þess, skapstilling hennar og jafnvægi í meðbyr sem mótbyr, allt kostir sem væri betur að við fósturbörnin henn- ar hefðum getað tileinkað okkur. Ég held að Gunna hafi af heilum hug talið sig vera gæfukonu. Þau Gísli voru, þótt ólík væru, samstiga um flest. Þau höfðu bæði yndi af að ferðast og gerðu það alla tíð eft- ir því sem efni og ástæður leyfðu. Einnig hafði Gunna mikla ánægju af að fylgjast með vinnu Gísla á Þjóðminjasafninu. Það duldist eng- um að auk þess að vera hjón voru þau vinir og félagar sem höfðu fund- ið lífi sínu friðsælan farveg sem bæði nutu. Á síðustu átta æviáram Gunnu reyndi þó fyrst fyrir alvöru á eðlis- kosti hennar og jákvætt lífsviðhorf, en öll þau ár var hún bundin hjóla- stól og næstum biind. Og hún æðr- aðist ekki. Til hins síðasta vann hún í höndum með aðferðum sem enginn skildi. En hún stóð ekki ein, börnin hennar reyndust henni betur en orð fá lýst, umhyggja þeirra var tak- markalaus. Én barnalánið hennar Gunnu er engin tilviljun. Með sínu fagra fordæmi gerði hún þau að þeim góðu manneskjum sem þau eru. Og nú er lífsbók Gunnu lokið, síðasti kapítulinn skrifaður. Kvöldið áður en hún dó saumaði hún síðustu nálsporin í þá bók með aðstoð Möggu dóttur sinnar. Og eins og vera ber endar þessi bók vel því eftir langa og annasama ævi var Gunna þreytt og þráði hvíld. Á þess- ari stundu fyllir söknuður hugann. En þegar frá líður finnum við Gunnu að baka pönnukökur eða að pijóna og hún raular við vinnu sína. Hún brosir til okkar, býður okkur sæti við eldhúsborðið og spyr frétta. Og áður en bókin lokast til fulls getum við séð þau Gísla aftur frammi fyrir öðrum dómara, þeim sem segir „Ég þekki verkin þín.“ Þeim dómi þurfa þau síst að kvíða fremur en þau kviðu framtíðinni á brúðkaupsdaginn sinn forðum. Þau leggja nú enn upp í nýja ferð og kanna eins og oft áður ókunna stigu í okkur ókunnu landi. Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu Gunnu og þakkir fyrir liðna tíð frá mér, börnum mínum, föður og systkinum. Jóhanna Steinþórsdóttir. Guðrúnu Sigurðardóttur varð langrar ævi auðið, hún dó á níræðis- afmæli sínu 15. júlí sl. Þá hafði hún verið lömuð hægra megin og hálf- blind í næstum áratug vegna heila- blóðfalls, legið ótal sinnum fyrir dauðanum en jafnan risið upp aft- ur, að hluta til fyrir tilstilli lækn- isdóma, en ekki síður vegna óbil- andi lífsvilja síns og bjartsýni. Því Guðrún sneri vörn í sókn eftir hið grimmilega áfall, þjálfaði sig til að bródera með vinstri hendi, tók þátt í félagsstarfi aldraðra eftir föngum, sótti tónleika o.fl. samkomur reglu- lega. Þar minnti hún á afa sinn, Magnús dannebrogsmann á Dysj- um, sem karlægur á að hafa sagt þegar hann heyrði háreysti úti fyr- ir: „Æi strákar, berið mig þangað sem glaumurinn er.“ Enda er mér minnisstæð „opnun“ í Listasafni ís- lands fyrir fáum áram: Þar var kom- ið að listvinir höfðu fengið nóg af málverki um sinn og var þröng mik- il fyrir dyrum þeim sem veigarnar flutu út um. En skyndilega klofnaði mannhafið líkt og fyrir Móse forð- um, og Guðrún Sigurðardóttir ók fram hjólastól sínum og bar hátt freyðivínsglasið. Allt var það þó með hófstillingu, því Guðrún var reglu- söm vel. Að sjálfsögðu hefði Guðrún ekki getað rækað félagslyndi sitt með þessum hætti eða búið í eigin íbúð fram undir það síðasta nema með aðstoð fjölskyldu sinnar, og þá eink- um dætranna þriggja, sem önnuðust hana í veikindum hennar með óvenjulegri alúð og fómfýsi. Því slíkt er síður en svo venjulegt á voram tímum, þegar opinberum stofnunum er ætlað að upphefja allar hindranir í lífsgæðakapphlaup- inu. Og sé það rétt sem sagt er, að Kínvetjar telji sig vera að búa í haginn fyrir ellina með „fjölskyldu- pólitík" sinni, þá sýnir dæmi Guð- rúnar og dætra hennar að þeir taka alvarlega skakkan pól í hæðina. Ung giftist Guðrún Gísla'Gests- syni frá Hæli (d. 1984), síðar safn- verði á íjóðminjasafni íslands, en þau kynntust á leið til náms í Kaup- mannahöfn árið 1926. Þar lærði Guðrún að verða hannyrðakennari, sem hún síðan stundaði um áratuga- skeið hér í Reykjavík. í Kaupmanna- höfn var þá sem endranær mikið mannval af íslendingum, og þar bundust þau Guðrún og Gísli vin- áttuböndum við ýmsa sem aldrei rofnuðu síðan, ekki sízt Grétu og Jakob Benediktsson, og þegar öll voru komin heim til íslands bjuggu þau samtýnis og stunduðu andlegt líf saman meðan líf og kraftar leyfðu. Guðrún og Gísli settu saman heimili í Reykjavík, fyrst á Baróns- stíg og síðar í Stigahlíð 2, og ólu upp börn sín fjögur, Önnu, Mar- gréti, Sigrúnu og Gest. Jafnframt var heimili þeirra eins konar miðstöð afkomenda og tengdafólks Gests og Margrétar á Hæli hér í Reykjavík, enda var Guðrún um langa hríð eins konar ættmóðir - matríark - og sameiningartákn þeirrar fjölskyldu. Ég var svo stálheppinn að kynn- ast þessari föðursystur minni tvisv- ar, fyrst sem barn, og löngu síðar sem fullorðinn maður. Það atvikað- ist þannig, að kona mín, Helga Þór- arinsdóttir, tók part úr tveimur sum- rum þátt í fornleifagreftri austur í Álftaveri þar sem heitir Kúabót, og ég kom nokkram sinnum í heim- sókn, m.a. til að reyna að aldurs- setja rústina með lijálp öskulaga. Gísli Gestsson stýrði uppgreftrinum en Guðrún var ráðskona og matmóð- ir vinnuflokksins. Þarna endurnýj- aðist sem sagt gömul fjölskylduvin- átta milli okkar hjóna og þeirra Guðrúnar og Gísla. Enda komu margir góðir kostir þeirra vel í ljós, Gísli í essinu sínu við uppgröftinn og allra manna skemmtilegastur þegar sá gállinn var á honum, og þau Guðrún afar samhent. Um það sagði Árni Bjömsson í eftirmæla- grein um Gísla: „Það er yfirleitt fásinna að ætla að gefa hjónabandi eða samlífi annarra einhvers konar einkunn. En jafnvel sá sem einung- is þekkti Gísla og Guðrúnu síðustu fimmtán árin gat þó naumast annað en óskað þess í hljóði, að hans eigin efri ár mættu verða í svipuðum dúr.“ Raunar voru þau Guðrún og Gísli óvenjulegir lífskúnstnerar og menningarfólk, og það er mikið gaman að hafa orðið þeim samferða dálítinn hluta úr ævinni. Sigurður Steinþórsson. Guðrún Sigurðardóttir var ein besta manneskja sem ég hef kynnst. Hún var bæði glaðleg og hlý en það sem einkenndi hana kannski einna helst var hversu jákvæðum augum hún leit á lífið. Aldrei man ég eftir að hafa heyrt hana kvarta, þvert á móti talaði hún alltaf um hve lánsöm hún væri. Hún bjó yfir þeim mikil- væga eiginleika að kunna að meta það sem hún hafði, eiginleiki sem svo alltof fáir búa yfir. Ég held að allir sem kynntust Gunnu hafi lað- ast að henni enda var oft gestkvæmt í Stigahlíðinni. Það var ósjaldan sem ég og allur vinkonuskarinn úr MH stormuðum til Gunnu, röðuðum okk- ur í kringum eldhúsborðið hjá henni og hámuðum í okkur bananatertu. Aldrei kom mér til hugar að það væri eitthvað athugavert við að ég skyldi bjóða heilum hópi af stelpum með mér í kaffi til hennar. Ég vissi að þær vora allar velkomnar því þannig var Gunna. Ég er mjög þakk- lát fyrir að hafa kynnst henni eins vel og ég gerði. Hún kenndi mér margt og reyndist mér óendanlega vel. Við áttum margar góðar stund- ir saman á kvöldin í Stigahlíðinni og þeim mun ég aldrei gleyma. Freyja Birgisdóttir. Andlát Gunnu er eins og sögulok góðrar bókar, sem aldrei er of oft lesin. Hvort sem byijað er á fyrstu síðu, síðasti kaflinn lesinn eða gripið nið- ur í hana einhvers staðar, finnst ávallt eitthvað áhugavert og lær- dómsríkt. Það tæki heilt sunnudagsblað (án auglýsinga) að gera sæmileg skil kostum og eiginleikum Gunnu. En stuttorður kýs ég að vera og nefni aðeins tvennt; höfðingsskap hennar og gestrisni. Og eins hversu vel hún skildi kímnigáfu mína og fannst ég skemmtilegur. Ég veit að á níræðis afmælisdegi sínum þótti Gunnu gott að deyja. Eiríkur Einarsson. VALDÍS G UÐMUNDSDÓTTIR -1» Valdís Guð- * mundsdóttir fæddist í Önnu- parti í Þykkvabæ 23. mars árið 1900. Hún lést á Drop- laugarstöðum 11. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Þórðarson og Guð- laug Guðlaugs- dóttir. Systkini Valdísar voru níu, en tvö létust ung að aldri. Þau sem upp komust voru Guðlaug, Helgi, Markús, Þórð- ur, Margrét, Björn og Guð- laugur. Eru þau öll látin, en á lífi er uppeldissystir þeirra Guðný Theódóra Guðnadóttir. Eiginmaður Valdísar var Sig- urjón Einarsson, f. 20. júní, 1904 á Hrauni í Þykkvabæ, en hann ólst upp í Nýjabæ í sömu sveit. Siguijón lést 28. júlí 1991. Þau Valdís og Sigurjón eignuðust einn son, Jón Þórar- in, fæddur 2. mars 1927. Hann er kvæntur Pálínu Þórunni Magnúsdóttur og eiga þau fimm börn. Utför Valdísar var gerð 20. júlí og fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. ELSKU AMMA og afi. Nú eruð þið bæði farin frá okkur, en minn- ingarnar lifa og við eigum eftir að sakna ykkar mikið. Amma og afi hófu búskap í Borgartúni í Þykkvabæ árið 1933, en hættu búskap og fluttu til Reykjavíkur. Bjuggu þau lengst af á Njálsgötu 55. Vala amma, eins og við kölluð- um hana, var meðalkona í vexti og snör í snúningum. Hún var húsmóðir en nokkur sumur var hún ráðskona með vegavinnu- flokki hjá Markúsi bróður sínum. Hún var ósérhlífin við vinnu eins og títt er um hennar kynslóð og rækti öll sín störf af alúð og trú- mennsku enda vinnusemi henni í blóð borin. Hún var sérlega vand- virk og nákvæm í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur eins og pijónaskapur hennar bar með sér. Alltaf var gott að koma í heimsókn til Völu ömmu og aldrei fórum við með tóman maga frá henni, því alltaf var nóg til af meðlæti. Ávallt tók hún okkur barna- börnunum og síðar langömmubörnunum með mikilli hlýju. Hún var sparsöm og nýtin kona ef hún sjálf átti í hlut, en þegar við barnabörnin áttum í hlut var rausn hennar mikil og gjafirnar alltaf gefnar af mikilli gleði. Vala amma var stolt kona og stjórnsöm, sem lagði metnað sinn í að vera sjálfbjarga og vera ekki upp á aðra komin. Henni tókst það þar til líkamleg heilsa hennar fór að bila, en bágt átti hún með að þiggja aðstoð annarra. Vala amma var trúuð og kirkju- rækin. Hún var ekki allra, en þeim sem hún tók, tók hún af heilum hug og þeir áttu tryggð hennar vísa alla tíð. Hópurinn hennar var ekki stór, sonurinn, barnabörnin fímm, langömmubörnin fjórtán og langa- langömmubörnin þijú. Vala amma hélt andlegri reisn og athyglisgáfu til hinstu stundar og fylgdist alltaf vel með okkur öllum og gladdist þegar vel gekk. Síðustu níu árin dvaldi hún á Droplaugarstöðum. Voru ferðir okkar þangað margar. Heimsókn- irnar verða ekki fleiri að sinni og komið er að kveðjustund. Oendan- legt þakklæti fyrir það sem þú gerðir fyrir okkur. Guð geymi þig, elsku amma. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Margrét, Valdís, Siguijón, Elín og Guðlaug Jónsbörn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. JENNÝ ÁGÚSTSDÓTTIR -4- Jenný Ágústsdóttir fædd- * ist í Ytri-Drápuhlíð í Helgafellssveit á Snæfellsnesi 24. september 1908. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 17. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Víðistaða- kirlqu 25. júlí. EITT AF því sem bregður ljóma á æskuminningar okkar, frá Hafnarfirði, eru minningar tengd- ar Jennýju Ágústsdóttur og henn- ar fólki. Kynni okkar voru með þeim hætti að amma okkar og afí bjuggu á Brunnstíg 6 , en Jenný og fjölskylda á Brunnstíg 4. Þetta var löngu áður en orð eins og félagshyggja og félagsþroski voru fundin upp. Það var heldur aldrei talað um náungakærleik. Orð voru óþörf, þetta fólk lét verk- in tala. Smáviðvik og peningalán þóttu sjálfsagðir hlutir. Það þótti líka óþarfi að hafa síma í hveiju húsi, bara ánægja éf einhver leit inn til-að hringja. Einungis nauð- synlegt að hafa alltaf heitt á könn- unni, ef gesturinn vildi þiggja kaffisopa. Allt slíkt var sjálfsagt mál sem ekki var orð á gerandi. Náungakærleikurinn gekk svo langt að einn sonur Jennýjar og Sigurðar var skírður eftir móður- bróður okkar sem lést ungur. Þegar við dvöldum hjá ömmu í lengri eða skemmri tíma gengum við út og inn á Brunnstíg 4 eins og það væri okkar annað heimili, reyndar var sömu sögu að segja um fleiri hús á Brunnstígnum. Það segir sína sögu að þegar Kristjana fékk dúkku að gjöf, eitt sinn þeg- ar foreldrar okkar komu frá út- löndum, þá var hún umsvifalaust skirð Sigrún Jenný, í höfuðið á Jenný og næstyngstu dóttur henn- ar. Þegar litið er til baka, fullorð- insaugum, virðist að ekki hafí ver- ið mikið um veraldlegan auð á Brunnstígnum, en þeim mun meira af þeim sem mölur og ryð fá ekki grandað. Hjá Jenný og Sigurði var fullt hús af myndarlegum börnum á öllum aldri, því barnabörnin byij- uðu að koma um svipað leyti og yngsta dóttirin Kolbrún fæddist. Þar virtist líka nóg af öllu og allt- af hægt að vera veitendur. Úti á hólnum, þar sem leið lá milli hús- anna, var þurrkhjallur sem Sigurð- ur átti og í voru hertir þorskhaus- ar og fleira góðgæti. Eldri systkin- in hjálpuðu þeim yngri við leik- fangagerð, þar má nefna stultur af ýmsum gerðum, bæði úr tré og einnig úr málmdósum. Taltæki voru búin til úr neftóbaksdósum og vír, skellinöðrur voru „mixað- ar“, en við sem vorum leikfélagar yngri krakkanna Gests og Sigga, fengum að vísu minna að koma nálægt þeim en við vildum. Þann- ig mætti lengi telja. Þetta var skemmtilegt myndarheimili, sem við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast. Góð kona er gengin. Hún skilur eftir sig myndarlegan hóp afkomenda, sem við vottum einlæga samúð. Þorbjörg og Kristjana Kjartansdætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.