Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 43 FRÉTTIR Fjölskylduhátíð í Aratungu FJÖLBREYTT fjölskylduhátíð verð- ur haldin á tjaldsvæði við Aratungu í Reykholti í Biskupstungum um helgina. Þetta er fyrsta útisamkoma sem óformlegu félagasamtökin Vær- ingjar gangast fyrir, en þau mynda áhugafólk um mótorhjól, ferðalög og samkomur án vímuefna. Samkomusvæðið verður opnað um hádegi á föstudag og um kvöldið verður sameiginiegt grill, varðeldur og diskótek. Þungamiðja hátíðarinn- ar verður á laugardag. Þá verða bamaleikir og bifhjólaíþróttir og far- in hjólahópferð um láglendið. Einnig verður knattspyma, barnaball og boðið er upp á svitabað að hætti indí- ána „svett“. Um kvöldið verður sam- eiginlegt grill, varðeldur og stórdans- leikur í Aratungu. Á sunnudag gefst kostur á að hlýða á mál sænska fræðimannsins, Göran Wimberton, sem mun ræða um breyttar kröfur til karla um þátttöku í uppeldi bama og lífí fjölskyldunnar. Formleg móts- slit verða um hádegi á sunnudag. Járnfákurinn, sumarmót Vær- ingja, er heiti samkomunnar. Með henni er stefnt að því að efla sam- heldni og holian félagsskap í aðlað- andi umhverfí. Verð aðgöngumiða miðast við að hægt sé að greiða kostnað af mótshaldinu og að kostn- aði þátttakenda verði haldið í lág- marki. Fullornðir greiða 1.800 kr. fyrir aðgang, börn 9-16 ára 900 kr. en frítt er fyrir yngri en 10 ára. Aðgöngumiða fylgir aðgangur að sundlauginni á staðnum. FRÁ fjallahjólamótinu í fyrra. Fjallahjólamót í Skorradal Herferð gegn alsælu AF STAÐ er farin herferð gegn alsælu í samstarfí útvarpsstöðvar- innar FM 95,7, íslandsbanka, Coca Cola og Landlæknisembættisins. í fréttatilkynningu segir að í ljósi þess hversu mikil aukning virðist vera orðin á neyslu „ecstasy“ eða alsælu verður sérstök umfjöllun um þetta eiturlyf þær tvær vikur sem em fram að verslunarmannahelgi. Rætt verður við þá aðila sem hafa mestar upplýsingar um ofskynj- unarlyfið alsælu, svo sem lækna, hjúkmnarfræðinga, fulltrúa fíkni- efnadeildar lögreglunnar, fórn- arlömb neyslu, starfsfólk bráðamót- töku o.fl. Neytendur alsælu vilja vera í sérstöku umhverfi því þeir geta aldrei verið kyrrir og því tengist eiturlyfið danstónlist og dansstöð- um. Þó nokkuð hefur borið á neyslu alsælu hér á landi en lyfið er yfir- leitt í hylkjum og töflum með ýmis konar lögun og lit. Afleiðingar neyslu geta verið hörmulegar og ógnvænlegt er hversu rangar hug- myndir ungt fólk hefur um alsælu. Er vonast til að herferð sú sem nú er að hefjast muni koma í veg fyrir að einhveijir verði fyrir barð- inu á þessum óskunda sem dregið hefur fjölda ungs fólks í heiminum til dauða. -----»-»-♦----- Hlini kóngsson- ÍSLENSKI fjallahjólakiúbburinn stendur fyrir fjallahjólamóti helgina 28.-30. júlí næstkomandi, í sam- vinnu við Skátafélagið á Akranesi. Verður mótið með svipuðum hætti og það sem haldið var fyrir ári. Mótið verður sett annað kvöld, föstudagskvöld, en helstu dagskrár- liðir verða á laugardag. í fréttatil- kynningu frá íslenska fjallahjóla- klúbbnum segir m.a. „Mótið verður haldið í kyrrlátu kjarri vöxnu um- hverfi á landareign skátafélagsins í Skorradal sunnan við vatnið. Þar eru góð tjaldsvæði og skáii og geta mótsgestir tjaldað á sólríkum stöll- um. Á fjallahjólamótinu verður m.a. boðið upp á hjólreiðaferðir um ná- grennið, keppnir fyrir alla aldurs- hópa, ferðanámskeið og viðgerð- arnámskeið svo og gróðursetningu trjáplantna. Þarna er tækifæri fyrir hjólreiðafólk til að afla sér þekking- ar og miðla af reynslu sinni um hvaðeina sem varðar hjólreiðar. Dagskráin mun höfða til fólks á öll- um aldri, sérstaklega fjölskyldu- fólks. Mótsgjald er 1.000 krónur á mann, en börn yngri en 12 ára borga ekkert. Hjólreiðafólk er hvatt til að nýta sér ferðir Akraborgar. Til stendur að hittast við landgang Akraborgar við Reykjavíkurhöfn á morgu, föstudag kl. 18.15 og hjóla frá Akranesi að mótsstað, um 50 km. leið. Þeir sem ekki komast með í þeirri ferð er bent á að taka feij- una á laugardagsmorgun." ur í Ævintýra- Kringlunni ÆVINTÝRAKRINGLAN, sem er listasmiðja fyrir börn á aldrinum 2 til 8 ára, var opnuð á 3. hæð Kringl- unnar í vor. Þar gefst viðskiptavin- um Kringlunnar kostur á gæslu fyr- ir börn og þau fá að spreyta sig á leiklist, söng, dansi og myndlist. Á fimmtudögum kl. 17 eru leik- sýningar fyrir börnin. í dag, 27. júlí, kemur Furðuleikhúsið með leiksýn- inguna um Hlina kóngsson. Leikritið er unnið upp úr mörgum útgáfum af sama þjóðsöguævintýrinu. Það fjallar um Hlina kóngsson sem týn- ist í þokunni. Signý bóndadóttirin í Garðshorni leggur af stað yfir fjöll og firnindi að leita hans. Leikarar í sýningunni eru Ólöf Sverrisdóttir, Margrét Pétursdóttir og Gunnar Gunnsteinsson, en hann er einnig leikstjóri. Lokalag samdi Ingólfur Steinsson. Ævintýra-Kringlan er opin kl. 14-18.30 virka daga og kl. 10-16 laugardaga. ÖNNUM kafin við heyannir. Heyannadagur í Arbæ HINN hefðbundni heyannadagur verður á Árbæjarsafni sunnudaginn 30. júlí. Þá verður túnið við Árbæinn slegið með orfi og ljá og síðan verð- ur rakað, rifjað, tekið saman og bundið í bagga upp á gamla mát- ann. Gestir eru hvattir til að taka þátt í heyskapnum að vanda. Einnig verður dönsk harmóniku- hljómsveit undir stjórn Gitte Sivkær á staðnum og mun hún leika við Hólmsverzlun kl. 15. Lokadagur vinnuskóla Hafnarfjarðar LOKADAGUR Vinnuskóla Hafnar- íjarðar verður haldinn hátíðlegur á Víðistaðasvæðinu föstudaginn 28. júlí frá kl. 13-16. Hátíðin er uppskeruhátíð ungl- inga Vinnuskólans. Margvísleg uppátæki verða á Víðistaðasvæðinu í tilefni dagsins. Kynnir á skemmt- uninni verður Stefán Sigurðsson, betur þekktur sem Dín Martin úr Hafnarfirði, og mun hann lýsa at- burðum á svæðinu jafnharðan og þeir gerast. Auk þessa verður boðið upp á andlitsmálun á svæðinu. Skóla- garðarnir verða með kaffiveitingar og kynningu á sinni starfsemi ásamt sýningu á skúlptúrum sem unnir eru úr margvíslegum efnum. Bátasiglingar verða á tjörninni, minigolf verður á staðnum í umsjá Golfklúbbsins Keilis, spiluð verður tónlist á milli atriða og sönghópur Æ.T.H. skemmtir gestum með söng og dansatriðum. Fyrirlestur um áhrif stórra jarðskjálfta á raforkukerfi FÖSTUDAGINN 28. júlí kl. 14 mun Ronald A. Toganizzini, jarðskjálfta- fræðingur, halda fyrirlestur í stjórn- stöð Landsvirkjunar við Bústaðaveg um jarðskjálftann sem reið yfir Los Angeles 17. janúar 1994 og greina frá áhrifum skjálftans á raforku- kerfi borgarinnar. Skjálftinn var 6,8 á Richter og hafði víðtæk áhrif í Los Angeles. Ronald A. Tognazzini er jarð- skjálftafræðingur sem hefur starfað um 20 ára skeið við Vatns- og orku- veitu Los Angelesborgar. Hann hef- ur einnig verið ráðgefandi fyrir önnur orkufyrirtæki innan Banda- ríkjanna sem og erlendis um það hvernig draga megi úr skaðlegum áhrifum jarðskjálfta á mannvirki orkufyrirtækja. Hann dvelur hér um vikutíma í boði Landsvirkjunar og mun gera úttekt á nokkrum spennistöðvum fyrirtækisins. --------♦------------ ■ AUSTURSJÁLENSK harmón- íkuhljómsveit spilar í Kringlunni í dag, fimmtudag kl. 17. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Gitte Sivkjær sem er þekktur harmóníkuleikari og hefur ferðast sem einleikari og meðlimur „Det Danske Harmonika Ensemble" um Evrópu, Bandaríkin og Kanada. Hljómsveitin hefur ferðast víða og komið fram m.a. í Svíþjóð, Finn- landi, Englandi, Þýskalandi og Austurríki. Kramnik öruggur, Leko sannar sig SKAK Dortmund í Þýskalandi STÓRMÓT 13.-23. júlí 1995 Ungi Rússinn, Vladímir Kramnik, sigraði örugglega á stórmóti í Dortmund sem lauk á sunnudag. FIDE-heimsmeistarinn, Anatóli Karpov, varð í öðru sæti, en yngsti stórmeistari heims, Peter Leko, deildi þriðja sætinu með Vasílí Ivantsjúk. ÞETTA er einn besti árangur- inn sem Kramnik hefur náð á stuttum en glæsilegum ferli sín- um. Hann er nýorðinn tvítugur. Þegar honum skaut fyrst upp á stjörnuhimininn árið 1992 spáði Kasparov því að hann yrði arf- taki sinn. Enginn getur efast um stórkostlega hæfileika Kramn- iks, en árangur hans í heims- meistarakeppni FIDE og PCA í fyrra olli vonbrigðum. Kamsky burstaði hann í fjórðungsúrslit- um PCA-keppninnar og Hvít- Rússinn Gelfand sigraði hann fremur óvænt í fjórðungsúrslit- um FIDE-keppninnar. Þar með var ljóst að leiðin á toppinn yrði grýttari en þegar þeir Karpov og Kasparov komu upp á sínum tíma. Kynni Kramniks af ljúfu lífi á Vesturlöndum munu hafa tekið af honum töluverðan toll. Nú er ekki lengur sovéskur kommissar til að halda aga á ungum og efnilegum rússneskum skák- stjörnum. En í Dortmund sýndi Kramnik að honum ættu að vera allir vegir færir, haldi hann ein- beitingu sinni. Hann tók ekki sérlega mikla áhættu í skákum sínum á mótinu og getur örugg- lega gert ennþá betur. Anatólí Karpov hélt sínu striki og náði góðum árangri. Hann hefði vafalaust sigrað á mótinu ef Kramnik hefði ekki verið í slíku banastuði. En sá keppandi sem hvað mesta athygli vakti var yngsti stórmeistari heims, Peter Leko, 15 ára, sem fékk þama sitt langerfíðasta verkefni til þessa. Hann tefldi af ótrúlegu öryggi, tapaði aðeins einni skák, fyrir Beljavskí í síðustu umferð. Líklega er það einungis Bobby Fischer sem hefur náð jafnmikl- um styrkleika svo ungur að árum. íslenskum skákáhugamönnum gefst tækifæri á að berja Leko augum á Friðriksmótinu í Þjóðar- bókhlöðunni eftir rúman mánuð. Menn geta dæmt sjálfir hvort þar sé tilvonandi heimsmeistari á ferð. Leko er sannfærður um það sjálfur að svo sé! Úrslitin í Dortmund: 1. Kramnik, Rússl. 7 v. af 9 2. Karpov, Rússlandi 6'A v. 3. -4. Leko, Ungveijal. 5 v. 3.-4. ívantsjúk, Úkrainu 5 v. 5. Lautier, Frakklandi 4 'h v. 6. -7. Piket, Hollandi 4 v. 6.-7. Short, Englandi 4 v. 8.-9. Barejev, Rússlandi 3 ‘A v. 8.-9. Beljavskí, Úkraínu 3 !A v. 10. Lobron, Þýskalandi 2 v. Vasílí ívantsjúk hefur átt frá- bært ár, en slæmt tap fyrir Kramnik í fyrstu umferð gerði gæfumuninn. Úkraínumaðurinn sem er þriðji stigahæsti skák- maður heims á eftir Kasparov og Karpov er afar viðkvæmur og var greinilega lengi að jafna sig eftir eftirfarandi meðferð. Hann tefldi byijunina ekki nægi- lega virkt, náði ekki að ráðast á peðamiðborð andstæðingsins með c7-c5. Kramnik nýtti sér þetta til fullnustu: Hvítt: Kramnik Svart: Ivantsjúk Móttekið drottningarbragð 1. Rf3 - d5 2. d4 - e6 3. c4 - dxc4 4. Da4+ — Rc6 5. Dxc4 - Rf6 6. Bg5 - h6 7. Bxf6 - Dxf6 8. Rc3 - Bd6 9. g3 - 0-0 10. Bg2 - Bd7 11. 0-0 - Hfd8 12. Hacl - De7 13. Re4 - Be8 14. e3 - Hac8 15. Hfdl — a6 16. Rc5 — Bxc5 17. Dxc5 - Dxc5 18. Hxc5 - Re7 19. Re5 - Rd5 20. a3 ívantsjúk hef- ur fengið mót- spilslausa stöðu eftir vel heppn- aða byrjun og miðtaflsherfræði andstæðingsins. Hvítur stendur mun betur vegna yfirráða yfir hálfopjnni c-lín- unni, sterkara miðborðs, betri biskups og mögu- leika á minnihlutaárás á drottn- ingarvæng. 20. - f6? • b c d • I q h 21. Bh3! - fxe5 21. — Bf7 gekk ekki vegna 22. Rxf7 - Kxf7 23. e4 - Rb6 24. d5 og svartur tapar a.m.k. peði. 22. Bxe6+ - Bf7 23. Bxc8 - Hxc8 24. dxe5 - Rb6 25. Hd4 - Be6 26. f4 - Kf7 27. e4 - g6 Eftir hagstæð uppskipti hefur Kramnik nú þriggja peða meiri- hluta á kóngsvængnum. Enn hefur ívantsjúk ekki tekist að skapa sér nein gagnfæri svo Kramnik getur tekið sér góðan tíma í að undirbúa atlögu sína. 28. Kf2 - Ke7 29. Hcl - a5 30. Hc5 - a4 31. Hb4 - Bd7 32. Hcl - Bc6 33. Ke3 - Rd7 34. Hbc4 - Hb8 35. h4 - h5 36. Hgl - Hh8 37. Hc2 - Ke6 38. Hgcl - Rb8 39. Hc5 - Ke7 40. Hlc2 - Rd7 41. Hxc6! Eftir að tímamörkunum er náð finnur Kramnik fallega leið til að bijótast í gegnum varnarlín- una. Peðamassi hvíts á kóngs- væng reynist nú miklu sterkari en svarti riddarinn. 41. — bxc6 42. Hxc6 — Hb8 43. Hxg6 - Hxb2 44. f5 - Hb3+ 45. Kf4 - Hxa3 46. Hg7+ - Ke8 47. e6 - Rf6 48. g4! - Hal 49. e5 - Rd5+ 50. Ke4 og svartur gafst upp. Margeir Pétursson Vladímir Kramnik Peter Leko
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.